Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 20
Sparisjóösvextir á tékkareikninöa með hávaxtakjörum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta 686300 Iíniinii Tíminn Fiskimenn og farmenn sömdu um orlofsferðir við Flugleiðir* Fannst tilboðið betra en fékkst hjá Lion Air „Það kom til greina að félög yfirmanna innan Farmanna- og fiskimannasambands íslands tækju þátt í samningum þeim sem BSRB og VR hafa nú gert við Lion Air í Lúxemborg um orlofsferðir fé- lagsmanna. En fljótlega eftir að lokatilboð Lion Air barst varð ljóst að við myndum heldur semja við Flugleiðir," sagði Þórður Svein-. björnsson, framkvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar. Á föstudag gengu félög yfirmanna innan Farmanna- og fiskimannasambandsins frá samn- ingi við Flugleiðir um orlofsferðir í sumar. Félögin cru auk Öldunnar, Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Bylgj- an á ísafirði, Stýrimannafélag fslands, Vélstjórafélag fslands og Vísir, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum. Félagsmenn eru á bilinu 2500 til 3000, en búist er við að 400 geti nýtt sér tilboðið í sumar. • Þórður sagði ástæðuna fyrir: höfnun þátttöku í samningum við Lion Air vera þá helstu, að þeir væru eingöngu bundnir við fjórar 3ja vikna ferðir. Félögunum gæfist aukið svigrúm með samningi við Flugleiðir. Tíu sumarhús skammt frá bænum Saarburg, 30 km sunnan við Trier í V-Þýskalandi, hafa verið tekin á leigu. í hverju þeirra er svefnpláss fyrir 6 eða 7 fullorðna og öll nauðsynleg þægindi í fríinu. „Við sömdum við Flugleiðir um flug til Lúxemborgar og við bíla- leiguna Lux Viking um leigu á rúmgóðum bílum. Frá flugvellin- um í Lúxemborg er um klukku- stundar akstur til Saarburg," sagði Þórður. „Ég bar saman verð hjá ferðaskrifstofu og því sem við Sumarhús ■ Saarburg í V-Þýskalandi, sem tekin hafa verið á leigu fyrir félög yfirmanna í Farmanna- og fiskimannafélagi fslands. bjóðum og komst að því að verðið erum 40 til 50% lægra hjáokkur." Boðið er upp á tveggja vikna leigu í húsunum, en hægt er fram- lengja ferðina og vera á eigin vegum í allt að hálfan mánuð í viðbót. Miðað er við 5 einstaklinga í húsi. Flug og hús í tvær vikur kostar 16.545, flug, hús og bíll kr. 20.157 og flug og hús í tvær vikur en bíll í þrjár vikur kr. 21.963. Innifalin eru öll gjöld. „Þetta er í raun ekki ósvipað þeim samning- um sem BSRB og VR gerðu við ' Lion Air,“ sagði Þórður. en hann vildi ekki gefa upp fargjaldið, sem sæst var á við Flugleiðir. „Okkur finnst tilboð Flugleiða koma betur út en tilboð Lion Air.“ þj Heimatilbúin sprengja sprakk í tilbúningi: Einn drengjanna enn á gjörgæsiu Tveir drengir slösuðust og tveir sluppu naumlega, þegar heimatil- búin sprengja sprakk í bílskúr í Hafnarfirði í gær. Drengirnir fjórir voru að bora fyrir kveikjuþráð á sprengjuna, þeg- ar sprengjan sprakk og slösuðust tveir drengjanna. Annar þeirra var fluttur á gjörgæslu og var þar enn í gær og hinn liggur á sjúkrahúsi. Sá sem fór verr út úr ævintýrinu, fót- brotnaði og handleggsbrotnaði, auk þess sem hann fékk skurði á höfuð og víðar á líkamann. Hinn skarst illa á hendi og á báðum handleggjum. Sprengjan var búin til úr járnhólki og var notað púður úr áramótaflug- eldum. Að sögn sprengjusérfræðings Landhelgisgæslunnar, eru allar þær sprengjur sem þeir hafa komist yfir, og þær skipta tugum, búnar til úr flugeldapúðri og verður seint nóg brýnt fyrir foreldrum að fylgjast með hvar afgangsflugeldamir lenda. Þessi sprengja var tiltölulega lítil, en sýnir vel hve krafturinn er mikill. -SÓL Harmleikur í Keflavík um helgina: Vóg konu sína og síðan sjálfan sig Tuttuguogsjö ára gamali kefl- vískur sjómaður svipti sig iífi, með- an hann talaði við lögregluþjón í síma aðfaranótt sunnudags, en hafði áður orðið jafngamalli konu sinni að bana. Frá því greindi hann þó ekki í símtalinu. Þau láta eftir sig tvö börn, 5 og 10 ára gömul. Lögreglan í Keflavík ansaði sím- hringingu klukkan 03:35 aðfara- nótt sunnudags og í símanum var maður sem óskaði eftir lögreglu að heimili sínu þegar í stað. Því næst heyrði lögreglumaðurinn skothvell í símanum og síðan varð allt hljótt. Þegar lögreglumenn komu á staðinn urðu þeir að brjótast inn í húsið. Þeir komu að manninum látnum í forstofu, þar sem hann hafði skotið sig með haglabyssu, og fundu síðan eiginkonu hans látna í hjónarúminu. Hún hafði verið skotin haglabyssuskoti í höfuðið. Börnin voru ekki á heimili sínu þegar harmieikurinn átti sér stað. Þau gistu hjá afa sínum og ömmu, en foreldrar barnanna höfðu verið á dansleik um kvöldið. Engin vitni urðu að atburðinum. Nágranni, sem býr í sama húsi á hæðinni fyrir ofan, heyrði fyrri skothvellinn og forðaði sér úr húsinu með börn sín. Svo virðist, sem maðurinn hafi haft samband við lögreglu þegar eftir verknaðinn. Þj w Gönguhraði í viðræðum VSÍ og VMSÍ: Ottalegur þæfingur Um tíma í gær héngu viðræður í Garðastræti milli vinnuveitenda og Verkamannasambandsins á blá- þræði. Engu að síður slitnaði þó ekki alveg upp úr og verður trúlega áfram þæft í dag. Menn vildu lítið segja í gær- kvöldi um stöðu mála. Einn við- mælenda Tímans hafði á orði að ekki væri gott að átta sig á stöð- unni, þetta væri óttalegur þæfing- ur. En Svo virtist sem þrátt fyrir veika von væru menn sammála um að halda áfram í von um að nýr flötur mála kæmi upp á yfirborðið. í gær var ekkert byrjað að ræða um launamálin sjálf, en rætt lítil- lega um orlofsmál o.fl. Ennþá hafa samningsaðilar ekki fengið klár skilaboð um aðgerðir til að rétta hag fiskvinnslunnar. En fastlega er gert ráð fyrir að eitthvað heyrist frá ríkisstjórninni í dag eða á morgun. Ólíklegt er að stór tíðindi verði úr Garðastræti þang- að til. óþh Þrátt fyrir þungan róður í samningaviðræðunum slá menn á léttari strengina. Guðmundur Joð og Þröstur Ólafsson. Ráðhúsröflið enn framlengt Félagsmálaráðherra hefur staðfest deiliskipulag af miðbæ Reykjavíkur, en framlengir nokkuð röflið um ráðhúsið þar sem borgarstjóra láðist að kynna deiliskipulag á ráðhúsblett- inum eins og lög gera ráð fyrir. Félagsmálaráðherra beindi því til borgarstjóra að hann stæði fyrir viðbótarkynningu á ráðhúsinu og gefi almenningi kost á athugasemd- um við ráðhúsbygginguna. Að því loknu verði skipulag ráðhúsreitsins ásamt athugasemdum og umsögn skipulagsnefndar lagt fyrir borgar- stjórn til endanlegrar ákvörðunar. í bréfi félagsmálaráðherra til borgarstjómar segir að borgarstjóri hafi fallist á að beita sér fyrir þessari málsmeðferð sem lokið yrði fyrir miðjan apríl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.