Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 29. apríl 1988 Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur: 43 reyklausir grunnskólar Aöalfundur Krabbamcinsfélags Reykjavfkur var haldinn í lok marsmánaðar. Þar baðst Tómas Á. Jónasson yfirlæknir, formaður félagsins, undan endurkjöri. Jón Þ. Hallgrímsson yfirlæknir var kos- inn formaður í hans stað. Tómas var í stjórn félagsins frá 1973 og formaður síðustu 9 árin. í ársskýrslu félagsins var fjallað um helstu viðfangsefni félagsins, fræðslustarf og rekstur á Happ- drætti Krabbameinsfélagsins. Fræðslustarfið er fjölþætt og fram kom að happdrættið hafi gengið vonum framar. Félagið hefur að venju haft náið samstarf við grunnskóla landsins um tóbaksvarnir. Starfsmenn þess fara á ári hverju í nær allar deildir 5. til 8. bekkja á höfuðborgarsvæð- inu og hcimsækja auk þess einnig fjölda annarra skóla. Skólaárið 1987-88 bárust félaginu staðfestar yfirlýsingar um 43 reyklausa grunn- skóla, þ.e. skóla þar sem enginn reykir. Búist er við að þeir verði enn fleiri í ár. Nú í vetur er rcyklausum níundu bekkjum veitt sérstök viðurkenning í samvinnu við Bifreiðastöð íslands og Hand- knattleikssamband íslands. Framhalds- og sérskólum hafa að auki verið lánaðar fræðslu- myndir og útvegað annað fræðslu- efni. Félagið hefur gefið út smárit í flokknum „Fræðslurit Krabba- meinsfélagsins" auk annarra bæk- linga. Félagið hefur staðið fyrir .málþingi, námskeiðum og veitt styrki til að sækja fundi, ráðstefnur og námskeið erlendis. Ekki kom til neins samdráttar í rekstri happdrættis félagsins, þrátt fyrir aukna fjölbreytni á markaðin- um og þykir það góðs viti. í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavfkur eru nú, auk hins ný- kjörna formanns, þau Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri, Erla Einarsdóttir gjaldkeri, Páll Gísla- son yfiriæknir, Sigríður Lister hjúkrunarforstjóri, Sveinn Magn- ússon læknir og Þórarinn Sveinsson yfirlæknír. Framkvæmdastjóri fé- lagsins er Þorvarður Örnólfsson en aðrir fastir starfsmenn eru fjórir. Þrjár ályktanir voru samþykktar á aðalfundinum. Þar var ályktað um stuðning við reyklausan dag, um ánægju með sívaxandi starf- semi Leitarstöðvar Krabbameins- félags íslands og því var fagnað að opnuð hefur verið við Krabba- meinslækningadeild Landspítalans 16 rúma legudcild sem bætir að- stöðu þeirra krabbameinssjúklinga sem þurfa á flókinni meðferð og hjúkrun að halda. Jafnframt fagnar fundurinn því að fyrirsjáanleg er bætt aðstaða fyrir ytri geislameð- ferð krabbameinssjúkra, þar sem tekið verðurá móti línuhraðli,sem keyptur var í framhaldi af söfnun Lions-hreyfingarinnar árið 1985, um mánaðamótin júní-júlí. JIH Gigtarfélagi íslands berst höföingleg gjöf: Styrktarsjóður gigtarsjúklinga Gigtarfélagi Islands barst nýlega kr. 500.000 gjöf í minningu Þor- bjargar Björnsdóttur. Er gjöfin stofnfé að styrktarsjóði gigtarsjúk- linga. Það eru fimm konur sem standa að þessu og hafa þær stutt dyggi- lega við uppbyggingu Gigtlækn- ingastöðvarinnar undanfarin ár, segir í fréttatilkynningu félagsins. Stjórn sjóðsins skipa Jóhanna Maggnúsdóttir, einn af stofnend- um Gigtarfélagsins, Kári Sigur- bergsson, formaður Gigtsjúk- dómafélags íslenskra lækna og Jón Þorsteinsson, formaður Gigtarfél- ags íslands. Ráðstefna Bandalags kvenna í Reykjavík: Tengsl kirkju við almenning Boóaú hetur verid til ráðstetnu um tengsl Þjóðkirkjunnar við al- menning og málin skoðuð frá ýmsum hliðum. Meðal umræðuefna verða leikmannastörf innan kirkjunnar, afstaða kirkjunnar til þjóðfélags- mála og hlutverk kirkjufélaga. Bandalag kvenna í Reykjavík stend- ur fyrir þessari ráðstefnu sem haldin verður að Holiday inn á morgun kl. 13.30. Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, mun ávarpa ráðstefnuna eftir að Kristín Guðmundsdóttir, formaður Bandalags kvenna hefur sett hana formlega. Framsögumenn verða þau Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, dr. Björn Björnsson, pró- fessor, Guðrún Ásmundsdóttir, leik- ari, Guðrún M. Birnir, formaður Safnaðarfélags Ásprestakalls, og Kristján Valur Ingólfsson, sóknar- prestur. Pallborðsumræður verða að lokn- um erindum og kaffihléi og mun sr. Bernharður Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi, stýra þeim. Ráðstefnan mu verða öllum opin er láta sig kirkju- og þjóðfélagsmál einhverju varða, eins og segir í tilkynningu kvennanna. Þátttökugjald með inni- földum veitingum er fimm hundruð krónur. KB Útgáfa bæklings hjá Almannavörnum ríkisins: Hvar og hvenær falla snióflóð? Samkvæmt lögum um almanna- varnir og lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, ber AI- mannavörnum ríkisins að sjá um almenningsfræðslu á sviði náttúru- hamfara og þar með talin snjóflóð. Almannavarnir hafa nú gefið út bækling sem kallast Snjóflóð, og er það liður í þeirri viðleitni að taka saman handhægar upplýsingar fyrir almenning um hvenær snjóflóð falla og hvar, hvort hægt sé að spá fyrir um snjóflóð, dæmigerð snjóflóða- veður og hvernig eigi að bregðast við flóðinu. Bæklingurinn, sem er litprentaður og 18 síður, er sendur til almanna- varnanefnda um land allt og verður dreift inn á öll heintili undir næsta vetur. Höfundar bæklingsins eru Hafþór Jónsson, aðalfulltrúi, Helgi Björns- son jarðeðlisfræðingur, og Ingvar F. Valdimarsson, formaður Flugbjörg- unarsveitarinnar í Reykjavík. -SÓL Ýmislegt kennt sem lýtur að ferðamennsku á hálendinu: Björgunarskólinn fyrir almenning Landssamband hjálparsveita skáta hefur um árabil rekið sérstak- an Björgunarskóla og hafa björgun- armenn sótt þangað fræðslu. Nú hefur landssambandið ákveðið að opna skólann fyrir almenning og bjóða ferðafólki að sækja sérstakt námskeið í ferðamennsku. Þessi ákvörðun er tekin eftir þau óhöpp og slys, sem urðu á hálendinu um síðustu páska. Námskeiðið stendur í fjögur kvöld og er ýmislegt kennt sem lýtur að ferðamennsku, s.s. um útbúnað, áætlanir, veðurfræði, fjarskipti og búnað fyrir jeppa og vélsleða. Enn fremur er kennd notkun áttavita og korta. Þar að auki er námskeið í meðferð Loran C staðsetningar- tækja. Námskeiðið er haldið í húsnæði Landssambands hjálparsveita skáta að Snorrabraut 60. Rafmagnsveita Reykjavíkur stóð fyrir opnu húsi: Þrátt fyrir verkfall VR: Þrautakóngur fyrir yngstu kynslóðina Rafmagnsveita Reykjavíkur stóð fyrir „þrautakóngi" í opnu húsi Raf- magnsveitunnar sunnudaginn 17. apríl s.l. Þetta uppátæki var í tilefni norræns tækniárs og komu 2000 gestir til Rafmagnsveitunnar að Suðurlandsbraut 34 og um 500 gestir í Rafstöðina við Elliðaár. Þrautakóngurinn var í formi spurningaleiks fyrir yngstu kynslóð- ina og tengdust spurningarnar ýms- um þáttum í starfsemi Rafmagns- veitunnar. Verðlaun voru veitt tíu vinnings- höfum við athöfn sem fór fram í mötuneyti starfsmanna föstudaginn 22. apríl. Rafmagnsstjóri, Aðal- steinn Guðjohnsen, afhenti verð- launin sem voru reiðhjól, svefnpok- ar og segulbandstæki. Sérleyfin rúlle áfram frá BSl Að gefnu tilefni skal fólki á það bent að þrátt fyrir verkfall Verslun- armannafélags Reykjavíkur leggst þjónusta sérleyfishafa, sem leggja upp frá Umferðarmiðstöðinni, ekki niður. í stað þess að greiða fyrir farmiða í afgreiðslu, er við- komandi bílstjóra greitt fargjald beint. Hinsvegar leggst sú þjónusta niður á Umferðarmiðstöðinni að svara fyrirspurnum símleiðis um áætlanir sérleyfanna. Þær liggja þó frammi á BSI eins og fyrr. Rétt er að minna á að veitinga- sala verður opin eins og endranær á Umferðarmiðstöðinni. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.