Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. apríl 1988 Tíminn 5 Nýjar áherslur kynntar á aðalfundi Sláturfélags Suðurlands SS á krossgötum Hallarbyltíng, SS-endurfæðíng, eða hreinlega vorslátrun Slát- urfélagsins. Einhver þessara skilgreininga, eða kannski allar til samans gefa til kynna þá uppstokkun á rekstri og stefnu Sláturfélags Suðurlands, sem formlega var hrínt af stað í gær á aðalfundi félagsins á Hvolsvelli. Það er óhætt að segja að andi eftirvæntingar og spurninga hafa svifið yfir vötnum við upphaf fundar í gær. Enda ekki furða, yfir félagið hafa gengið harkalegar innanhússhræringar á síðustu dögum, tveir af öldnum toppum fyrirtækisins hafa horfið, þeir Jón H. Bergs forstjóri og Jóhannes Jónsson, yfirmaður verslunar- deildar. Og sviptingarnar héldu áfram í gær þegar 5-6 starfsmönn- um Trésmíðaverkstæðis SS, með aðsetur í Laugarnesi, var sagt upp störfum. Og sögunni verður síðan ótrautt framhaldið í dag þegar nokkrum af starfsmönnum yfirbyggingar fyrírtækisins, þ.e. á skrifstofu, verður tilkynnt um uppsagnir. Steinþór Skúlason, sem ráðinn hefur verið forstjóri SS til eins árs, var ófáanlegur til að gefa upp í gær hversu margir starfsmenn myndu fá uppsagnarbréf í hendur í dag, eða hvort von væri á enn frekari uppsögnum. Hann lét þó að því liggja í ræðu sinni á fundinum að nauðsynlegt væri að fækka starfs- mönnum, en um Ieið að greiða þeim góð laun. Því má svo skjóta hér að, að á sl. ári voru unnin 598 ársverk hjá SS og hafði þeim fækkað um 34 frá fyrra ári. Stein- þór tjáði Tímanum að líta mætti á uppsagnir starfsfólks sem lið í þeirri gjörbreyttu viðskiptapólitík sem ný forysta fyrirtækisins hefði ákveðið að móta, þ.e. að hafa hagnað í rekstri að leiðarljósi. Steinþór tók aðspurður undir þá kenningu að breytingum í áhersl- um Sláturfélagsins svipaði mjög til þeirra áherslubreytinga sem Guð- jón B. boðaði þegar hann settist í stól SÍS forðum, hagnaður eða „bissness" í stað bullandi halla- reksturs. Smásalan fær að fjúka Fundarmenn fengu í gær svör við ýmsum þeim spurningum sem þeir vonuðust eftir í upphafi fundar að fá svör við. En öðrum spurning- um var ósvarað. Þeirri spurningu var t.d. ekki svarað af hverju áðurnefndir tveir toppar SS hurfu af sjónarsviðinu svo skyndilega sem raun ber vitni. Greinilegt var að aðalfundarmenn skiptust í tvo hópa með hvort yfirleitt ætti að ræða svo viðkvæm mál á fundi sem þessum. „Ég get ekki séð að það þjóni nokkrum tilgangi úr því sem komið er. Og það er í raun mjög óeðlilegt að ræða þessi mál frá einungis einni hlið, þegar þessir menn eru ekki hér á staðnum," sagði einn viðmælenda Tímans um ástæður þess að mannaskipti í forystu fyrirtækisins báru lítið sem ekkert á góma á fundinum. En það var fleira sem brann mjög á mönnum á fundinum, en engin svör fengust við. Forysta fyrirtækisins leysti ekki frá skjóð- unni um það í hvaða formi fyrsta efnahagslega stig hailarbyltingar- innar muni birtast á næstu mánuð- um. Steinþór Skúlason sagði ein- ungis að innan fárra vikna yrði hluti eigna félagsins seldur. Þarna á forstjórinn augljóslega við versl- anir Sláturfélagsins hér á höfuð- borgarsvæðinu, en Ijóst er að þar kreppir fyrst og fremst að. Það verður þó að teljast ólíklegt að allar verslanir félagsins verði settar undir niðurskurðarfallöxina. Það má t.d. slá því nokkuð föstu að Austurver verður áfram SS-búð, enda er sú búð rótgróin og verslun þar með blóma. Páll Lýðsson, stjórnarformaður SS, sagðist að- spurður telja að SS yrði að hafa einhverja smásöluverslun á sínum snærum, þó ekki væri fyrir annað en að hafa í hús að venda með vörukynningar hjá Sláturfélaginu. Grasrótarstefna nýrrar forystu Það var áberandi í máli for- svarsmanna Sláturfélagsins á aðal- fundinum í gær, þeirra Páls Lýðs- sonar, Steinþórs Skúlasonar og Hjalta Hjaltasonar, fjármála- stjóra, að þeir lögðu allir áherslu á þá höfuðstefnubreytingu að nú ætti að setja eigendur fyrirtækisins í öndvegi, sjálfa bændurna. Aðal- atriðið væri að framleiðendur fengju greitt fyrir sína vöru á réttum tíma og helst hærri greiðslur heldur en ef þeir leituðu á vit annarra sláturleyfishafa. Til þess að geta staðið við þetta fyrirheit þarf trygga fjármuni og þá fjármuni hyggst forystan afla með því að hverfa frá vonlausum rekstri í smásöluverslun og snúa sér að því sviði þar sem fyrirtækið „hefur yfirburðastöðu", svo notuð séu orð forstjórans, þ.e. að leggja áherslu á kjötvinnslu og heildsölu- verslun. Þeir studdu sitt mál með því m.a. að benda á að Sláturfélag- ið seldi einungis um 7% að jafnaði af sinni framleiðslu í sínum eigin verslunum. „Hversu mikið vilja menn borga með þessum vörum í gegnum SS-búðirnar. Þessari vit- leysu verður að ljúka," sagði Stein- þór í ræðu sinni. Og hann bætti við: „Sláturfélagið þarf að ná út í sveitirnar. Það þarf þannig að styrkja rætur félagsins. Bændur verða að fá á tilfinninguna að þeir græði á því að skipta við það. Ég stefni að yfirburðafyrirtæki. Ég vil sýna fram á það með skólabókar- dæmi hvernig reka á fyrirtæki. Er ekki kominn tími til að fyrirtækið rísi úr öskunni, endurfæðist?" Botnlaus rekstur En víkjum þá að rekstrinum á síðasta ári. Þar blasa við hrikalegar staðreyndir. í stað tæpra 30 mill- jóna króna hagnaðar árið 1986, varð 65,9 milljóna króna mínus í fyrra á rekstrinum. Það er undar- legt en þó satt að þar af nemur tap vegna rekstrar Nýjabæjar um 50 milljónum króna. Rétt er að geta þess að SS keypti hlutabréf að nafnvirði 8 milljónir króna á 25 milljónir króna í Vöruhúsinu Eið- istorgi hf. Skýringar á gífurlegu tapi á rekstri verslunarinnar í Nýja- bæ eru sagðar fjölgun stórmark- aða, þ.m.t. Kringlusprenging, of mikil fjárfesting og fjármagns- kostnaður, slæm útreið í verð- könnunum og að ekki hafi tekist að leigja út allt húsnæði Eiðistorgs. Laugarnesbyggingu skalflýtt Vegna þessa mikla taps leggja Hinn ungi forstjóri SS, Steinþór Skúlason, í ræðustól. Tímamyndir Pjetur Páll Lýðsson, stjórnarformaður SS, á aðalfundinum í gær. nýir herrar mikla áherslu á að ná hagnaði í rekstri fyrirtækisins hið fyrsta. Þó er ljóst að bullandi tap verður á yfirstandandi ári hjá SS og búist er við að dæmið verði nálægt 0-punktinum á næsta ári, að öllu óbreyttu. Að sögn Steinþórs Skúla- sonar er það fyrst árið 1990 sem menn fara aftur að sjá til sólar í rekstrinum. Það verður einnig að hafa í huga að fyrirtækið stendur nú í miklum stórræðum með bygg- ingu nýrra höfuðstöðva í Laugar- nesi. Á sl. ári fóru 94,5 milljónir til framkvæmdanna og langt er enn í land, talað er um 150, 200 eða jafnvel fleiri milljónir á núvirði í framkvæmdir við bygginguna áður en yfir lýkur, en þeir SS-menn verða að rýma núverandi höfuð- stöðvar við Skúlagötu fyrir 1990 vegna nýs Skúlagótuskipulags borgarinnar. Bæði Steinþór og Páll Lýðsson lögðu áherslu á að fram- kvæmdum væri flýtt við Laugarnes, því að nýtt og tryggt aðsetur væri einn lykillinn í hallarbyltingunni. Tíminn innti Pál eftir því hvort sá orðrómur væri réttur að komið hefði til tals að selja eignir félagsins í Laugarnesi. Páll neitaði þessu staðfastlega og ítrekaði nauðsyn þess að hraða þessum framkvæmd- um. Það er vitað að þessi bygging hefur reynst fyrirtækinu erfiður biti fjárhagslega af þeirri einföldu ástæðu að hún hefur að langstærst- um hluta verið byggð fyrir lánsfé. Kjötiðnaðurinn Ijósi punkturinn Ef litið er á afkomu einstakra deilda fyrirtækisins í fyrra kemur í ljós að kjöt- og skinnaiðnaðurinn skilaði hagnaði en afurðadeildin og verslunardeild voru langt undir núllinu. Það er rétt að skoða hallar- byltinguna í ljósi þessarar stað- reyndar. óþh Betur má ef duga skal, segja stórkaupmenn: Minni hömlur, lægra verð Þótt ýnisar aðgerðir stjórnvalda á síðasta ári hafi stuðlað að lækkun vöruverðs og aukinni sölu hér innanlands á vörum, sem áður voru fluttar inn í landið eftir öðrum leiðum, telja íslenskir stórkaupmenn að verðlag hér sé þó enn hærra en það þyrftí að vera. Ástæður þess séu: Mikill fjármagnskostnaður, háir skattar, há aðflutningsgjöld og ýmsar hömlur sem enn séu á verslun milli landa. Ljóst sé að allan kostnað sem af þessu leiðir borgi neytendur að lokum. Lækkun eða afnám þeirra komi því fyrst og fremst neytendum til góða í lægra verði. Á fundi hjá Félagi ísl. stórkaup- manna kom fram að þeir telja enn vanta allmikið á að íslenskir kaup- menn standi jafnfætis samkeppnis- aðilum sínum í öðrum löndum. Töldu kaupmenn upp ýmiss atriði sem breyta þurfi til að nálgast það markmið. Auk þess að leiða til lægra vöruverðs í landinu og þar með hagsbóta fyrir neytendur mundi það leiða til minnkaðra innkaupa ferða- manna erlendis. Við það sparist gjaldeyrir, verslunarálagningin rynni til íslenskrar verslunar og tekj- ur ríkissjóðs gætu aukist þrátt fyrir hlutfallslega lægri álögur. í fyrsta lagi vilja kaupmenn að afnumdar verði þær hömlur - aðal- lega á neysluvörum - sem enn eru á því að íslenskir innflytjendur geti nýtt sér vaxtalausan greiðslufrest á vörukaupum erlendis. Heimild til notkunar erlendra vörukaupalána í stað þess að þurfa að fjármagna innkaup með innlendum lánum á allt að 50% ársvöxtum ætti eitt og sér að geta leitt til allt að 5% verðlækkunar. í öðrulagi sögðu kaupmenn,aðþrátt fyrir tollalækkanir um síðustu ára- mót séu þó enn allt að 50% tollagjöld lögð á mikilvæga vöruflokka - og þá ekki aðeins á innkaupsverðið heldur einnig á flutningsgjöldin, sem í mörgum tilfellum séu 20-50% ofan á fob. verð vörunnar. í þriðja lagi kæmu 10-20% hærri tollarávörurkeyptart.d. fráBanda- ríkjunum heldur en Evrópulöndum í veg fyrir að unnt væri að hagnýta bestu kjör á hverjum tíma. Veik staða dollara gæti t.d. boðið upp á mjög hagkvæm innkaup vestan hafs um þessar mundir. Háir tollar sem komi í veg fyrir þau innkaup skili ríkissjóði engum tekjum. Lægri toll- ar mundu hins vegar skila nokkrum tolltekjum, lægra innkaupsverð spara gjaldeyri og sameiginlega mundi þetta leiða til lægra vöruverðs innanlands. Um 3% ytri tollar ættu að vera næg vernd til að uppfylla samninga við EB. í fjórða lagi leiði háir skattar á verslunina til hærra vöruverðs á sama hátt og aðrir óbeinir skattar. Lægri skattar þýði á sama hátt lægra verð. I fimmta lagi valdi gífurleg- og að stórum hluta óþörf - skriffinnska í opinberum stofnunum þörf fyrir fleiri starfsmenn og auki þar með rekstrarkostnað bæði hjá fyrirtækj- unum og ríkinu./ Síðast en ekki síst vara stórkaup- menn við 22% virðisaukaskatti þeim sem nú er stefnt að. Sú stóraukna skattheimta sem felist í svo hárri skattprósentu þýði enn frekari verð- hækkanir og verðbólgu nema að stjórnvöld felli á móti niður ýmsa þá skatta og tollagjöld sem nú leggjast á vöruverðið. Ef virðisaukaskattur- inn kæmi í veg fyrir þó ekki væri nema helming þeirra skattsvika sem viðgangast í núverandi kerfi (sam- kvæmt niðurstöðum skattsvika- nefndar) - sem notað hefur verið sem höfuðröksemd fyrir að skipta yfir í virðisaukaskattinn - segja stór- kaupmenn að 15% virðisaukaskatt- ur ætti að duga til að skila ríkissjóði sömu tekjum og núverandi kerfi. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.