Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 29. apríl 1988 Tíminn 9 y Steingrímur Hermannsson utanríkisráöherra: ísland hef ur skort mynd- ugleika í afvopnunar- og mannréttindamálum Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra. límamynd Gunnar í byrjun þessa mánaðar urðu þau tímamót í íslenskri utanríkisstefnu að Stein- grímur Hermannsson utan- ríkisráðherra skipaði sér- stakan sendiherra í utanrík- isþjónustunni til að fara með afvopnunarmál og mannréttindamál. Sem kunnugt er hefur Hjálmar W. Hannesson verið skipaður í þetta embætti. í viðtali við Tímann sagðist utan- ríkisráðherra með þessari ákvörð- un vilja undirstrika þá auknu áherslu sem hann vildi leggja á afvopnunar- og mannréttindamál í utanríkisstefnu íslands og jafn- framt að stuðla að auknu trausti á milli þjóða. „Það mikil hreyfing væri um þessar mundir í báðum þessum málaflokkum á alþjóðavettvangi. Óverjandi er fyrir okkur íslendinga að sitja þar þegjandi hjá og hef ég ítrekað lýst því opinberlega yfir að við getum ekki látið þróun heims- mála afskiptalausa. Við eigum tví- mælalaust okkar hlut í þeirri þíðu, ef svo má segja, sem nú á sér stað í alþjóðamálum og sérstaklega milli stórveldanna tveggja. Óum- deilanlegt er að Reykjavíkurfund- ur Gorbatjovs og Reagans 1986 er eitt af stóru skrefunum fram á við í þeirri jákvæðu þróun sem verið hefur í samskiptum vesturs og austurs. Okkur ber skylda að láta í okkur heyra á öllum þeim vettvöngum sem íslandi standa opnir, hvort sem það er Nato, RÖSE ráðstefn- an í Vín eða Sameinuðu þjóðirnar. Smæð okkar má ekki og getur ekki hindrað okkur í að hafa skoðun á þessum málum. Varðandi skyldu okkar í þessum efnum nægir að minna á ályktun Alþingis frá 1985 um stefnu íslands í afvopnunar- málum, en þar segir m.a. að íslend- ingar hljóti ætíð og hvarvetna að leggja lið viðleitni til að draga úr spennu og tortryggni milli þjóða heims. Eitt fyrsta skrefið í að uppfylla þessi markmið er að fela einum aðila yfirstjórn og samræmingu starfs okkar t þessum málaflokk- um. Það verður einmitt hlutverk sendiherra afvopnunar- og mann- réttindamála og ljóst er því að hans bíða mörg og mikilvæg verkefni. Nú stendur t.d. yfir í Vínarborg Ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu þar sem tvinnað er saman þremur meginmálaflokkum, ör- yggismálum, mannréttindamálum og samvinnu á sviði tækni- og efnahagsmála. Þetta er þriðji fram- haldsfundurinn um þessi mál, sem hefur það hlutverk að fylgjast með og vinna að framkvæmd Helsinki sáttmálans frá 1975. Samhliða er verið að ýta á flot viðræðum 23ja ríkja hópsins svo- nefnda, þ.e. Natóríkjanna annars vegar og Varsjárbandalagsríkj- anna hins vegar, um takmarkanir á hefðbundnum vígbúnaði í Evrópu og fara þær fram innan ramma RÖSE ráðstefnunnar. Þá er fram- undan sérstakur fundur innan RÖSE um frekari aðgerðir til að auka gagnkvæmt traust og öryggi, en það verður nokkurs konar fram- hald Stokkhólmsráðstefnunnar um sama efni. Á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins munum við vinna að því að þrýsta á um skynsamlegar leiðir til afvopnunar. Þó eitthvað virðist hafa verið slegið á vonir um að leiðtogar stórveldanna mundu undirrita samning um helmings fækkun langdrægra kjarnorku- vopna á fundi sínum í maílok, þá munum við halda áfram að þrýsta á um að slíkt samkomulag verði að veruleika hið fyrsta. Ekki er síður mikilvægt fyrir okkur fslendinga í þessu sambandi að vinna af öllum mætti gegn frekari vígvæðingu hafanna. Það hefur komið fram að eftir því sem vígtólum á landi er fækkað eykst þrýstingurinn á að missir þeirra verði bættur með auknum vígbún- aði í og á höfunum. Því getum við alls ekki unað og munum við koma því tryggilega á framfæri, ekki síst innan Nato. Einnig má nefna að í byrjun júní hefst þriðja aukaþing Sameinuðu þjóðanna um afvopnun. Þar er mjög mikilvægt að við kontuni okkar viðhorfunt skýrt og skil- merkilega á framfæri. Vissulega hefur markverður árangur náðst á sviði afvopnunar með undirritun samningsins um útrýmingu meðaldrægra kjarn- orkuvopna, en e.t.v. má segja að stóru verkefnin séu enn óleyst, annars vegar samkontulag um niðurskurð langdrægra kjarnorku- vopna og hins vegar samkomulag um niðurskurð hefðbundins her- afla í Evrópu. Af ofansögðu má hverjum vera Ijóst að verkefnin fyrir sérstakan sendiherra þessara mála eru ærin. Ég er sannfærður um að í framtíð- inni mun þessi nýskipan mála í utanríkisþjónustunni leiða til þess að við gctum tjáð okkur af mynd- uglcika um afvopnunar- og mann- réttindamál þar scm þau kunna að vera rædd og jafnframt látið meira að okkur kveða í allri viðleitni til að auka traust á ntilli þjóða, sem ég tel lykilinn að bættri sambúð í heiminum. En af hverju að tengja saman afvopnunarmál og mannréttindmál í sama embættinu? Jú, ég hcf áður nefnt að þessi málefni eru rædd í órjúfanlegu samhengi á RÖSE ráð- stefnunni. Vestræn ríki hafa ávallt lagt áherslu á að mannréttindamál og afvopnunarmál verði ekki alger- lega aðskilin. Það eru einnig ítrek- uð sannindi að vígbúnaðarkapp- hlaupi og hvers kyns hernaðar- brölti fylgir gjarnan skerðing mannréttinda. Ég tel það einnig grundvallarmannréttindi að verða leystur undan því að þurfa að lifa í skugga vígbúnaðar, svo ntikils að vöxtum að hann nægir til að eyða mannkyni öllu margoft. Því er mjög eðlilegt að sami einstaklingur hafi alla þessa málaflokka á sinni könnu í utanríkisþjónustunni," sagði Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra að lokum. ISA SAMVINNUMÁL ■ 1111 íllllllillllllllllil lllllllll llllllllllllll ílllllllllll Erfiðleikar í versluninni Frá aöalfundi Kf. Skagfirðinga Kaupfélag Skagfirðinga hélt aðal- fund sinn á Sauðárkróki föstudaginn 22. apríl. Rétt til fundarsetu átti 61 fulltrúi deilda, auk 14 deildarstjóra félagsdeilda, stjórnar félagsins, endurskoðenda og kaupfélagsstjóra, alls 86 manns. Þess utan sátu að vanda fundinn allmargir gestir. Stjórnarformaður, Stefán Gestsson, Arnarstöðum, minntist í upphafi fundar þeirra félagsmanna sem látist höfðu frá því síðasti aðalfundur var haldinn og vottuðu fundarmenn minningu þeirra virðingu með því að rísa úr sætum. í máli stjórnarformanns og kaup- félagsstjóra, Ólafs Friðrikssonar, kom meðal annars fram að heildar- velta Kaupfélags Skagfirðinga og fyrirtækja þess á liðnu ári nam alls 1846,1 miljón króna og hafði aukist um 23% á milli ára. Mikil breyting varð aftur á móti til hins verra í rekstri félagsins frá árinu 1986. Rekstrarafgangur, án fjármuna- tekna og gjalda, varð rúmar 60 miljónir, en niðurstaða rekstrar- reiknings varð hins vegar rekstrar- halli sem nam um 39 miljónum króna, samanborið við tæplega 16 miljóna rekstrarafgang árið áður. Fjármunamyndun frá rekstri varð rúmlega 31 miljón, og eigið fé félags- ins í árslok er rúmlega 470 miljónir. Fastir starfsmenn í árslok voru 258 og heildar launagreiðslur félagsins námu um 217 miljónum króna. Helstu ástæður verri útkomu en árið 'Sður eru stóraukin verðbólga, vaxtakostnaður og aukinn launa- kostnaður. Verslunarrekstur félags- ins er sú grein sem gekk einna verst á árinu. Á það var bent á fundinum að fram hjá þeirri staðreynd yrði ekki litið að íbúatala héraðsins hefði staðið í stað undanfarin ár, og í raun megi segja að markaðssvæðið fari minnkandi. Úr stjórn félagsins áttu að ganga þeir Stefán Guðmundsson alþm. á Sauðárkróki og Sigurður Sigurðsson á Brúnastöðum. Sigurður gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Árni Sigurðsson á Marbæli kosinn í hans stað, en Stefán var endurkjörinn. Aðrir í stjórn eru Stefán Gestsson, Arnarstöðum, formaður, Þorsteinn Ásgrímsson á Varmalandi, varafor- maður, Árni Bjarnason á Uppsöl- um, ritari, Konráð Gíslason í Varmahlíð, Ríkharður Jónsson á Brúnastöðum, og Björn Svavarsson sem er fulltrúi starfsmanna. Fjölmargar tillögur og ályktanir voru samþykktar á fundinum, meðal annars áskorun til ríkisstjórnarinnar um að ráðin verði bót á fjármögnun- arvanda vinnslustöðva Iandbúnaðar- ins. í því felst meðal annars að útflutningsbætur verði greiddar jafn- óðum og þær falla í gjalddaga og að vaxta- og geymslugjald verði endur- greitt mánaðarlega eftir því sem kostnaður fellur til. Ólafur Friðriksson, sem verið hef- ur kaupfélagsstjóri undanfarin sex ár, mun láta af störfum í lok maí næst komandi, og verður hann fram- kvæmdastjóri Verslunardeildar Sambands ísl. samvinnufélaga. Við starfi hans tekur Þórólfur Gíslason, sem verið hefur kaupfélagsstjóri á Þórshöfn. Fundarmenn þökkuðu Ólafi sérstaklega farsæl störf í þágu félagsins, og voru honum afhentar gjafir frá stjórn og félagsfólki, svo og frá starfsmannafélagi kaupfélagsins. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.