Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. apríl 1988 Tíminn 11 Islandsmótið í squash og racquetbali verður um helgina: Hvað er veggtennis? Víðavangs- hlaup ÍR Víðavangshlaup í R var hald- ið á sumardaginn fyrsta. Kcpp- endur voru 88 talsins og hlupu allir sömu vegalengd, 4 km. FH sigraði í sveitakeppni kvenna, 3 manna og einni 5 manna sveitakeppni karla og kvenna og 10 manna sveita- keppni karla. Fremstu menn í hlaupinu urðu þessir: Konur 17 ára og eldri: 1. Marta Ernstsdóttir ÍR.........15:06 2. Frída Rún Þórðard. UMFA.......16:51 3. Rakel Gylfadóttir FH..........17:07 4. Steinunn Jónsdóttir ÍR .......17:39 5. Margrót Brynjólfsd. UMSB .....17:55 6. Anna María Sigurdardóttir T .... 19:51 Meyjar 16 ára og yngri: 1. Þorbjörg Jensdóttir ÍR........19:02 2. Arngerður Viðarsdóttir ÍR.....22:23 3. Ásdís María Rúnarsdóttir T ...23:29 4. Elisabet Gunnarsdóttir ÍR.....23:44 5. Karlotta Jóhannesdóttir T.....24:22 6. Karen Ernstsdóttir Á..........26:38 Karlar 17-29 ára: 1. Jóhann Ingibeigsson FH........13:28 2. Már Hermannsson UMFK..........13:28 3. Bessi Jóhannesson ÍR .........13:34 4. Daníel Guðmundsson USAH.......14:02 5. Gunnlaugur Skúlason UMSS......14:02 6. Frímann Hreinsson FH..........14:08 Sveinar 16 ára og yngri: 1. íslei/ur Karlsson UÐK.........16:39 2. Arnaldur Gylfason ÍR..........16:53 3. Helgi B. Bjarnason ÍR.........17:09 4. Bragi Viðarsson SR............17:27 5. Aron Haraldsson UBK ..........18:25 6. Styrmir Sævarsson ÍR..........19:14 Karlar 30 ára og eldri: 1. Ágúst Þorsteinsson UMSB.......14:16 2. Sighvatur Dýri Guðmundsson ÍR . 14:20 3. Guðni Einarsson USVS ...... 15:05 4. Kárí Þorsteinsson UMSB........15:44 5. Ingvar Garðarsson HSK.........16:06 6. Þorgeir óskarsson ÍR..........16:55 Stofnanaog félagamót í tennis Einar Ásgeirsson keppandi fyrír Innkaupastofnun sigraði í hinu árlega stofnana- og félaga- móti í tennis á vegum TÍK sem haldið var í Digranesi fyrír skömmu. Einar sigraði Kjartan Óskarsson (Sjafalann) í úrslita- leik, 6-3 og 6-3. í tvíliðaleik sigraði Inn- kaupastofnun Búnaðarbank- ann í Kópavogi í úrslitum 6-4 og 6-3. Segja má að mótið hafi verið alþjóðlegt því Rolph Rockem- er þjálfari ÍBV t knattspyrnu sem er Þjóðverji tók þátt í mótinu og sýndi skemmtileg tilþrif. Alls tóku 25 lið þátt í mótinu en vegna tímaskorts í húsinu varð að takmarka þátttöku við þá tölu. Skrúfumót ífimleikum Skrúfumótið í almennum fímleikum var haldið fyrir skömmu í íþróttahúsinu Ás- garði í Garðabæ. Keppt var í tveimur aldurshópum í 1. og 2. stigi. Mótið tókst vel í alla staði að frátöldum nokkrum töfum þar sem um var að ræða nýjar æfíngar og einnig voru nýir dómarar að störfum. Sigurvegarar í einstökum greinum urðu: 1. stig 13 ára og eldri: Stökk: Bryndís Lúdvíksdóttir Fim- leikafólagi Keflavíkur (FK). Dýna: íris Halldórsdóttir FK, Trampólín: Hólmfríður Hólmþórsdóttir FK, Gólf: Guðrún M. Ólafsdóttir FK. 1. stig 10-12 ára: Stökk: Ólafía S. VUhjálmsdóttir FK, Dýna: Jane Petra Gunnarsdóttir FK, Trampólín: Berglind Sigmarsdóttir ÍBV, Gólf: Sólveig Guðmundsdóttir Gróttu. 2. stig 13 ára og eldri: Stökk: Þórey Vilhjálmsdóttir A, Dýna: Sylvia Pétursdóttir Stjöm- unni, Trampólín: Elísabet Urbancic Á, Gólf: Elísabet Urbancic Á. 2. stig 10-12 ára: Stökk: Hulda Steingrímsdóttir ÍBA, Dýna: Hulda Steingrímsdóttir ÍBA, Trampólín: Bettý Gunnarsdóttir Stjörnunni, Gólf: María Gunnars- dóttir Stjörnunni. íslandsmótið í veggtennis verður haldið um helgina í Veggsport og Dansstúdíó Sóleyjar. Keppendur verða nálægt áttunda tugnum, fíestir karlmenn en þó nokkrar konur. En hvað er veggtennis? Veggtennis er samheiti fyrir tvær skyldar íþróttagreinar, squash og racquetball sem nefndar hafa verið spað og splass upp á íslensku. Squash er upprunalega íþróttin og kemur frá Bretlandi. Það munu hafa verið fangar sem tóku að slá stein- völu í vegg með spýtu og úr því þróaðist leikurinn. Iþróttin barst til Bandaríkjanna og þar var henni breytt eins og Bandaríkjamenn gera gjarnan. Leikurinn var einfaldaður og spilaður með öðruvísi spaða og bolta og nefndur racquetball. Veggtennis er leikinn innanhúss í litlum sal, 9,75x6,40 m á stærð. Það er lögleg stærð fyrir squashvöll en hér á landi er racquetball einnig leikinn á sama velli. Er það gert af hagkvæmnisástæðum, það er hægt að leika racquetball á squashvelli en ekki öfugt. Löglegur racquetball- völlur er 12x6m á stærð en slíkan völl er ekki að finna hér á landi, nema á Keflavíkurflugvelli. Mismunandi spaðar og boltar Racquetball er leikinn með spaða sem hefur stóran haus en stuttan háls og boltinn skoppar vel. I Squash er boltinn mjúkur og spaðinn með minni haus og lengri háls. Reglurnar í racquetball eru sem fyrr sagði mun einfaídari. Báðir leikirnir ganga út á að slá boltann í endavegginn og að koma í veg fyrir að andstæðingnum takist það sama. Hann má lenda í gólfinu einu sinni á milli. f racquet- ball er aðeins ein lína sem þarf að standa fyrir aftan í uppgjöf en nánast ekki aðrar reglur. f squash er gefið upp í sérstökum reitum og knöttur- inn þarf að lenda innan vissra lína. Þá eru boltarnir sem fyrr sagði ólíkir. Fleiri stunda squash Þegar byrjað var að leika vegg- tennis hér á landi fyrir ekki svo ýkja löngu spiluðu flestir racquetball. Nú hefur dæmið snúist við og squashið hefur náð forystunni. Byrjendur hefja gjarnan að leika racquetball en færa sig síðan yfir í squash sem er talið tæknilega erfiðara. Þó ber þess að geta að racquetball sem leikinn er í löglegum sal er mun erfiðari íþrótt en sú sem Ieikin er í litlum sal hér á landi. Um það vitna vanir racquet- ballleikarar sem hafa farið upp á Keflavíkurflugvöll til að prófa að leika í réttri stærð af sal. En báðar íþróttagreinarnar eiga sína aðdáend- ur og af spjalli við iðkendur beggja greina má merkja að hverjum þykir sinn fugl fagur, þeim sem vanist hafa annarri greininni finnst hin ekki eins skemmtileg. Iðkendur eru á öllum aldri, allt frá 10 ára og sá elsti er sjötugur. eins og þeim sem hér sjást. Gjarnan er gluggi í endanum á salnum þar sem leikið er - eins og hér er - til að áhorfendur geti fylgst með. Erlendis þekkist líka að salurinn sé allur úr gleri. Þeir bestu eru galdramenn! Þeir bestu hér á landi hafa náð töluverðri leikni og hart er barist á toppnum. f kvennaflokki hefur ein stúlka haft yfirburði en er nú að fá harða keppni. Verður án efa gaman að sjá úrslitaviðureignirnar á ís- landsmótinu um helgina. Squash er atvinnumannaíþrótt í Evrópu og Austurlöndum og eru mörg stórmót á ári hverju. Eitt þeirra er opna breska meistaramótið og á það lögðu einmitt nokkrir áhugasamir veggtennisleikarar frá fslandi leið sína um síðustu helgi - sem áhorfendur. Létu þeir mjög vel af ferðinni og áttu vart orð til að lýsa leikni þeirra færustu, sögðu þá hreint og beint vera galdramenn. Um áttatíu keppendur íslandsmótið er sem fyrr sagði um helgina. Um 50 keppendur hafa skráð sig í squash og um 25 í racquetball. Fimm konur eru meðal keppenda en á kvennamótum í vetur hafa verið um 16 keppendur. Nú standa yfir próf í flestum skólum og hefur það áhrif á keppendafjölda. Squashmótið verður haldið í Veggsport og hefst í kvöld og lýkur á laugardaginn. Racquetballmótið verður svo á sunnudaginn í Dans- stúdíó Sóleyjar. Islandsmeistarar í körfuknattleik fslandsmeistarar í körfuknattleik 1987-88. Á efri myndinni er 5. flokkur ÍR en þeirri neðri 4. flokkur Hauka. Haukaliðið vann alla leiki sína í úrslitakeppninni með mikium yfírburðum. Haukarnir eru: Sigurður Jónsson, Björgvin Viðarsson, Bjarni Ágústsson, Arnar Grétsrsson, Kjartan Bjarna- son, Heiðar Guðjónsson, Guðbjartur Hafsteinsson, Jón Arnar Ingvarsson, Ingvar S. Jónsson þjálfari, Gunnar Magnússon, Guðbjartur Gunnarsson, Víðir Stefánsson, Sigurður Yngvi Kristinsson, Steinar Hafberg, Róbert Sverrisson. - HÁ Racquetball er leikinn með svona spöðum, með stuttum hálsi en stórum haus. Boltinn skoppar líka mjög vel. Platini velur heimsúrvalslið - Frægustu knattspyrnumenn heims allt frá Pele, Cruyff og Beckenbauer til Maradona og Gullit taka þátt í knattspyrnuhátíð til styrktar ungum eiturlyfjaneytendum Sannkölluð stórhátíð knatt- spyrnumanna verður haldin í Nancy í Frakklandi 23. maí. Spark- snillingurinn góökunni Michel Platini efnir þá til knattspyrnuhá- tíðar í heimabæ sínum til styrktar ungum eiturlyfjaneytendum og verður valinn maður í hverju rúmi svo ekki sé meira sagt. Mcðal þeirra sem senda knöttinn á milli sín verða Pele, Johan Cruyff, Frans Beckenbauer, Diego Mara- dona, Ruud Gullit og að sjálfsögðu Platini sjálfur. Hápunktur dagsins verður viður- eign heimsúrvalsins og Evrópu- meistaraliðs Frakklands frá árinu 1984. Það sama lið varð einnig í 3. sæti í Mexíkó 1986. Fjögurra manna miðjan fræga leikur saman að nýju í franska liðinu, Platini, Alain Giresse, Jean Tigana og Luis Fernandez. í heimsliðinu verða m.a. Diego Maradona fyrir- liði heimsmeistara Argentínu- manna 1986 og Ruud Gullit knatt- spymumaður Evrópu árið 1987. Þá hefur Platini valið Pele í heims- liðið en hann hefur reyndar ekki gefið endanlegt svar enn. NEWYORK 7 x í viku FLUGLEIÐIR -fyrír þig- Af öðrum leikjum dagsins má nefna keppni milli vina Platinis og félagsliðs frá Frakklandi og keppni milli liða sem Platini hefur leikið með, Juventus og úrvalsliðs Lorr- aine sem styrkt verður með lands- liðsmönnum. „Þetta hefur mig alltaf langað að gera í Nancy“ sagði Platini á blaða- mannafundi í gær, „Ég er hálf undrandi á viðbrögðunum sem eru stórkostleg og ég er þakklátur öllum þeim sem hafa samþykkt að keppa. Það er mikill heiður fyrir mig.“ Heimsliðið skipa eftirtaldir: Mark: Rinat Dassayev (Sovót.), Jean-Mar- ie Pfaff (Belgíu). Vörn: Julio Alberto (Spáni), Maxime Bossis (Frakkl.), Joao Pinto (Portúgal), Marco Tardelli (Ítalíu), Zoran Vujovic (Júgóslavíu). Miðja: Zbign- iew Boniok (Póllandi), Paulo Futre (Port- úgal), Rabam Madjer (Alsír), Diego Mar- adona (Argentínu), Lothar Mattheus (V- Þýskalandi), Michel (Spáni), Pele (Brasil- íu), Bernd Schuster (V-Þýskalandi), Gor- don Strachan (Skotlandi), Carlos Valderr- ana (Argentínu), Zico (Brasilíu). Sókn: Sandro Altobelli (Ítalíu), Igor Belanov (Sovét.), Hugo Sanchez (Mexíkó), Norman Whiteside (N-írland), Ruud Gullit (Holland), Alexander Zavarov (Sovót.). - HÁ/Reuter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.