Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 12
t - I ~ - 12 Tíminn Umboðsmenn Tímans: Kaupstaöur: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjöröur Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Garöabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Garður Brynja Pétursdóttir Einholti 3 92-27177 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði DavíðÁ. Guðmundsson Hjallagötu 1 92-37675 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 '92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata26 93-71740 Stykkishólmur ErlaLárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503 Bíldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík ElísabetPálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Reykjahlíð lllugi MárJónsson Helluhraun 15 96-44137 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Einar Ólafur Einarsson Hamrahlíð32 97-31124 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467 Neskaupstaður KristínÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Björgvin Bjarnason Eskifjörður Fáskrúðsfjörður ÓlafurN.Eiríksson Hlíðargötu8 97-51239 Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 99-4389 Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngberg 13 99-3813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 99-3198 Stokkseyri Friðrik Einarsson Iragerði6 99-3211 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimar 99-8172 Vík Pétur Halldórsson Sunnubraut5 99-7124 OLL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum. »RENTSMIDJANi Cl Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000. Umboðs- menn óskast Tímann vantar umboðsmenn á Húsa- vík og á Dalvík. Upplýsingar í síma 91-686300. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Andrés Magnússon bóndi Vatnsda!, Fljótshlíð er lést 20. apríl verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju laugar- daginn 30. apríl kl. 14.00. Þorgerður Guðrún Sveinsdóttir Auður Karlsdóttir Svanhvít Guðmundsdóttir Ólafía Sveinsdóttir Sigurður Gíslason Eiríkur Ágústsson Dofri Eysteinsson Tryggvi Ingólfsson Sigurlín Óskarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Kjartan Andrésson Magnús Andrésson Elvar Andrésson Sveinn Andrésson Sigurður Andrésson Ólafur Andrésson Sigurleif Andrésdóttir Guðríður Andrésdóttir Matthildur Andrésdóttir Elísabet Andrésdóttir Þormar Andrésson r X Föstudagur 29. apríl 1988 AÐ UTAN 1111 Byggja Ameríkanar „Berlínarmúr“ á landamærum Mexíkó - til að hindra eiturlyfjasmygl? Lögregla gerir hér áhlaup að húsi eiturlyfjasmyglara. Sjávan/amarsvæði g <t , 5^ j- ^ Ratsjarloftbelgir gjC V | Þannig leggja tollyfirvöld til ®annve99ur Strandlengja V / ►W12 flÖR’i; \ ! /~'1 ? = //- Sjávarvarnarsvæði ''sltX'Cú ' k / >--- að Bandaríkin séu víggirt gegn eiturlyfjasmygli. Varðturn ^“rRafeindavæddir Girðing Landarmrðsveitir>njarar' Girðing- Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn miklar áhyggjur af sívaxandi neyslu eiturlyfja og standa í ströngu viö að hindra að smygluð eiturefni streymi inn í landið stríðum straum- um. Nú hafa bandarísk toll- yfirvöld komið fram með nýstárlega tillögu sem þau halda fram að geti stórlega dregið úr þessum ólöglega innflutningi frá löndum Mið- og Suður-Ameríku, en þaðan kemur mestur hluti þeirra eiturlyfja sem banda- rískir þegnar virðast svo sólgnir í. Valkostir í baráttunni við eiturlyf jasmyglið Tillaga tollyfirvaldanna er í stystu máli sú að byggja gífurlegan múr, nokkurs konar „Berlínar- múr“ meðfram iandamærunum við Mexíkó, og setja á loft risastóra loftbelgi yfir mörg þúsund metra langri strandlengju. Tillagan er sett fram í 27 blað- síðna langri skýrslu um valkosti í baráttunni við eiturlyfjasmyglið sem hefur verið send forseta- embættinu í Hvíta húsinu og til dómsmálaráðuneytisins. Þar kem- ur fram það álit embættismann- anna í tollinum að eina raunhæfa leiðin til að draga eitthvað að ráði úr eiturlyfjaflæðinu væri að koma á fót „hinu fullkomna bannkerfi", þ.e. að setja á strangt eftirlit með öllum farartækjum og einstakling- um sem koma inn í landið. Tollyfirvöld meta það svo að það tilviljanakennda og gloppótta eftirlitskerfi sem nú er við lýði á landamærunum stöðvi í mesta lagi þriðjung eitursendinganna inn í landið. Strangt eftirlit með mönnum og farartækjum á mílu breiðu svæði Aðalatriðið í áætlun tollaranna er að byggja „bannvegg" upp á þrjá milljarða dollara meðfram suðurlandamærum Bandaríkj- anna. Þar er lagt til að gert verði einnar mílu breitt einskis manns land, með girðingum, rafeinda- væddum skynjurum, varðturnum og varðsveitum sífellt á ferli með- fram öllum landamærunum. Það fólk og farartæki sem væru á ferð innan varðsvæðisins án sérstaks leyfís yrði tekið til yfirheyrslu og skyldað til að gera grein fyrir sér. Svipaður múr á landamærum Bandaríkjanna og Kanada hefur líka komið til tals. Þar sem landamærin liggja um þéttbyggð svæði - úthverfi í San Diego í Kaliforníu eru t.d. öðrum megin götu en Tijuana í Mexíkó hinum megin sömu götu - gerir áætlunin ráð fyrir að reistir verði „háir múrar, girðingar og varðturn- ar“ í stað hlutlauss svæðis á mörkunum. Umferð um landamæri ríkjanna yrði aðeins leyfð á örfáum stöðum í líkingu við „Checkpoint Charlie" á mörkum Vestur- og Austur-Ber- línar. Allir komufarþegar til Bandaríkjanna, svo og landamæra- verðir og tollverðir, yrðu að undir- gangast rannsókn með aðstoð t.d. röntgengeisla, málmleitartækja og þefvísra hunda en ekki yrði gripið til líkamsleitar nema í ýtrustu neyð. En þeir sem flytja varning, áætlunarbílstjórar, flugáhafnir og vöruflutningabílstjórar gætu orðið að gangast undir „þreifingarleit" þar sem það hefur sýnt sig að í hópi þeirra er að finna ötulustu eiturlyfj- asmyglarana. Eftirlit á sjó og í lofti Auk þess að breyta suðurlanda- mærum Bandaríkjanna í nokkurs konar hátæknivædda útgáfu af landamærum Austur-Þýskalands, leggja tollyfirvöld líka tii í grófum dráttum nýjar aðferðir til að fylgj- ast með skipa- og flugumferð til Bandaríkjanna. Sett yrði upp nýtt gervitunglakerfi til að fylgjast með öllum flugvélum sem stefna í átt til bandarískrar lofthelgi og þéttriðið net ratsjárloftbelgja yrði sett upp við meginlandsstrandlengjuna, sem er 12,383 mílna löng. Á hafi úti gerir áætlunin ráð fyrir „sjávarvarnarsvæði til að bera kennsl á skip“ og næði það svæði 63 mílur út fyrir 12 mílna lögsögu Bandaríkjanna. Hvert það skip sem kæmi inn fyrir þessi mörk yrði að vera búið senditæki sem gerði strandgæslunni fært að fylgjast með ferðum þess. Skipið fengi stðan því aðeins leyfi til að nálgast land að það færi eftir fyrirskipunum leið- beinenda á ströndinni. Skip sem ekki færu samkvæmt fyrirmælum eða væru án senditækjanna ættu á hættu að lenda í höndum strand- gæslunnar og skipstjórar þeirra og áhafnir ættu yfir höfði sér þunga refsingu. Súrrealistisk áætlun um róttækar aðgerðir Yfírmenn tollgæslunnar gera sér ljósa grein fyrir því að slíkar að- gerðir eru öfgakenndar og myndu hindra venjuleg viðskipti og ferða- lög. Þegar William Von Raab, yfirmaður tollgæslunnar kynnti áætlunina í Hvíta húsinu kallaði hann hana „súrrealistiska“ og lét að því liggja að hún hefði aðallega verið samin til að koma embættis- mönnum stjórnvalda í skilning um nákvæmlega hvað það gæti haft í för með sér að grípa til róttækra aðgerða til að bregðast við þeim alvarlegu áhyggjum sem stjórn- málamenn láta nú í Ijós vegna eiturlyfjasmygls. En þó að Von Raab legði áherslu á að áætlunin væri fyrst og fremst ætluð sem æfing í því að hugsa um það sem er í rauninni óhugsandi, er kunnugt um að áður hafa sumir embættismenn stungið upp á því að alvarlega ætti að leiða hugann að því hvort byggja ætti nokkurs konar fangabúðagirðingu meðfram mexíkönsku landamærunum. Sumir embættismenn toilgæsl- unnar hafa lagt fast að flugmála- yfirvöldum, sem hafa yfirstjórn með flugumsjón Bandaríkjanna en hún er ákaflega gloppótt, um að krefjast þess að allar smáflugvélar séu útbúnar senditækjum sem gefi upplýsingar um staðsetningu þeirra. En flugmálayfirvöld hafa hafnað þessari hugmynd vegna þess að tölvukerfi þeirra er of frumstætt til að fylgjast með svo mörgum senditækjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.