Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 14
 I t i * *t ■» f ,'r,l; f l i 14 Tíminn r, cr,i Föstudagur 29. apríl 1988 Allsherjar- atkvæða- greiðsla um miðlun- artillögu sátta- semjara fer fram dagana 29. og 30. apríl n.k. Atkvæða- greiðslan fer fram í Verzlunarskóla íslands, Ofanleiti 1, jarðhæð. Kjörfundir verða eins og hér greinir: föstudag 29. apríl 1988 frá 09:00 til 19:00 laugardag 30. apríl 1988 frá kl. 10:00 til 18:00 Kjördeildir verða í stafrófsröð þannig: Kjördeildl: Kjördeild II: A-F G-K Kjördeild III: KjördeildlV: L-R S-Öogdeild samvinnustarfsmanna Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu V.R., Húsi Verslunarinnar, sími 68 71 00. Kjörstjórn I vörslu óskilamuna- deildar lög- reglunnar er margt óskilamuna, svo sem: Reiðhjól, barnakerrur, fatnaður, lyklaveski, lyklar, buddur, seðlaveski, kvenveski, skjalatöskur, úr, gleraugu o.fl. Er þeim, sem slíkum munum hafa glatað, bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14:00-16:00 virka daga. Þeir óskilamunir, sem eru búnir að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur, verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 30. apríl 1988. Uppboðið hefst kl. 13:30. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 27. apríl 1988 Híl REYKJÞNÍKURBORG »■! _________________— n ^ ^ Stödívi 'l^ Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starfsfólk óskast til starfa í eldhúsi, sumaraf- leysingar og framtíðarstörf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377. Laus staða við verkfræðideild Háskóla íslands Staða kerfis- og rafeindafræðings við verkfræðideild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Starfið er einkum fólgið í því að hafa yfirumsjón með tækjum og tölvum deildarinnar og sjá um þjónustu fyrir deildina í rafeindamálum. Æskileg menntun er tæknifræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um námsferil og störf umsækjenda, skulu sendar til skrifstofu deildarinnar að Hjarðarhaga 6, 107 Reykjavík, fyrir 25. maí 1988. Nánari upplýsingar veitir Valdimar K. Jónsson, deildarforseti, í síma 694653. ’ Menntamálaráðuneytið, 25. apríl 1988 N0DINMA EKKIKL0FNA Jón Helgason, landbúnaöarráöherra á fundi um landbúnaðar- og atvinnumál í Sævangi Upp úr hádeginu á sumardaginn fyrsta lagði Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, ásamt Ölafi Þ. Þórðar- syni alþingismanni upp í ferð norður í Strandasýslu. Auglýstur hafði verið fundur í Sævangi um landbúnaðar- mál og atvinnulíf í dreifbýli, og var hann fjórði slíkur fundurinn sem landbúnaðarráðherra hefur haldið á skömmum tíma. Auk þeirra var Bjarni Guðmundsson, aðstoðarmaður ráðherra og undirritaður með í förinni. Fyrst lá leiðin upp að Hvanneyri, en þar býr Bjarni. Hjá honum og konu hans Ásdísi Geirdal var drukkið kaffi og spjallað um sumarkomuna, en síðan haldið áfram. í Brú hittum við Jónas Jónsson, bónda á Melum, sem taldi líklegt að hann skryppi á fundinn tii að heyra hvað ráðherrann og þing- maðurinn hefðu að segja. Þeir Strandamenn láta sig ekki muna um þótt aka þurfi á fundi eina þjú hundruð kílómetra fram og tii baka. Norður Strandirnar ókum við í besta veðri, svolitlu frosti og snjó, sem bræddi snjó og klaka enda sumarið komið. Næst var komið við á Smáhömr- um hjá þeim hjónum Matthildi Guðbrandsdóttur og Birni Karls- syni, pósti og oddvita. Þar beið okkar veislukaffi. Að því loknu var ekið til Hólma- víkur, en þar sem við höfðum svolítinn tíma aflögu var ákveðið aðlíta niðurábryggju,endatogar- inn Hólmadrangur nýkominn að landi. Endaþóttsjávarútvegsmálin heyri ekki undir landbúnaðarráð- herra þótti sjálfsagt að fara um borð og buðust skipstjórinn, Hlöðver Haraldsson og stýrimað- urinn Gestur Breiðfjörð Sigurðs- son til að sýna okkur skipið og útbúnað þess. Hólmadrangur er nýkominn til landsins eftir um 10 metra lengingu og við það rýmkaði öll vinnuaðstaða skipverja. Eftir að komið hafði verið við á hótelinu var haldið á fundinn í Sævangi. Þar voru mættir fundar- menn allt frá Staðarhreppi í V- Hún. og vestur í Djúp. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra hóf fundinn með því að skýra markmið landbúnaðarstefnunnar og hvað áunnist hefði á sviði bú- vöruframleiðslunnar á síðustu árum og mánuðum. Hann sagði stefnuna í sauðfjárræktarmálum miða m.a. að því að atvinnu- greininni verði gert kleyft að sjá þjóðinni fyrir meginhluta þess kjötmetis sem hún þarfnaðist að eðlilegum öryggisbirgðum með- töldum. Fyrir þessu nefndi ráðherrann m.a. þau rök að sauðfjárræktin nýtir auðlindir landsins með þeim hætti og í þeim mæli, að aðeins fáar aðrar atvinnugreinar hæfa betur því markmiði að vera grundvöllur dreifðrar byggðar í landinu. í ann- an stað leggur sauðfjárræktin, auk kjötsins, til hráefni sem er undir- staða umfangsmikils úrvinnslu- iðnaðar í landinu. í þriðja lagi er sauðfjárræktin þjóðinni öryggis- þáttur um öflun matvæla sem nauð- synlegur er í veröld vaxandi óvissu um framtíð matvælaöflunar þegar til lengri tíma er litið. Ráðherrann taldi að margt hefði áunnist í núverandi stjórnarsam- starfi, en hinu væri ekki að leyna að skoðanir stjórnarflokkanna væru mjög mismunandi gagnvart landbúnaðinum, einkum þó hvað varðar Alþýðuflokkinn. Af þeim ástæðum hefði verið álitamál hvort rétt hefði verið fyrir Framsóknar- flokkinn að taka þátt í myndun ríkisstjórnarinnar. Þá hefði greini- lega komið í ljós mismunandi skoðanir milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á frelsi til inn- flutnings landbúnaðarafurða. Nefndi ráðherrann sem dæmi þau átök sem urðu vegna setningu reglugerðar um framleiðslu eggja og kjúklinga og innflutnings á frönskum kartöflum. „Andstæð- ingar okkar í því máli töldu að ekkert ætti að hugsa um hagsmuni innlendra framleiðenda, jafnvel þótt það kostaði að þeir legðu framleiðsluna niður. Slíkt gat ég ekki fallist á.“ Þá lýsti ráðherrann áhyggjum sínum yfir síversnandi stöðu lands- byggðarinnar sem m.a. á rætur að rekja til óhóflegs fjármagnskostn- aðar fyrirtækja og hversu lítið útflutningsfyrirtækin fá fyrir sína framleiðslu. í lok sinnarræðu sagði ráðherrann: „Þjóðin má ekki klofna heldur vinna saman. Það gengur hvorki að hún berjist inn- byrðis eða að rifin sé niður innlend framleiðsla. Því verður að breyta. Á landsbyggðinni er mikilsvert að jafnhliða framleiðsluatvinnugrein- unum vaxi upp þjónusta og þjóðin er vel í stakk búin til að ráða við það ef hún stendur saman og áttar sig á því hvaðan verðmætin koma.“ Vitnað í Ólaf Thors Matthías Lýðsson, Húsavík, var fyrstur fundarmanna til að biðja um orðið. Hann taldi ekki nógu vel fylgst með ólöglegum innflutningi á nautakjöti og hvatti landbúnað- arráðuneytið til að taka á þeim málum. Þá blöskraði honum um- svif fjármögnunarleiga sem í aug- lýsingum lýstu því hve þeir gætu ávaxtað fjárntagnið vel. „Hverjir eru það sem borga þessa háu ávöxtun? Auðvitað eru það þeir sem lánin þurfa að taka í neyð sinni“. Þá lýsti Matthías viðhorfum sín- um til stofnunar samtaka sveitar- félaga utan höfuðborgarsvæðisins og taldi framkomnar hugmyndir um það mál aðeins staðfestingu á því sem þegar er í framkvæmd. „Það er komið að þeim tímamörk- um hvort pólitískur vilji er fyrir því að halda öllu landinu í byggð. Ég teldi það vera ráð að minna sjálf- stæðismenn á ræðu Ólafs heitins Thors sem hann flutti í tilefni af 10 ára afmæli lýðveldisins og fjallar um það hvert við sækum brauðið. Þar sagði hann að þegar við hættum að sækja sjóinn og yrkja jörðina, er skammt í það að við verðum þeim háðir sem láta okkur fá brauðið.“ „Frelsið" er á góðri leið með að láta allt fara til andskotans Jón Gústi Jónsson, Steinadal, lllllilllll AÐUTAN V :V - Kennarar í Stokkhólmi í uppnámi: Skrýtið skop á skyrtubolum Kveiktu í skólahúsi og iáttu það brenna (Tánd ett skolhus och lát det brinna) stendur stórum stöfum fram- an á skyrtubolum, ásamt viðeigandi myndskreytingu, sem nú eru til sölu f Svíþjóð. Á öðrum bolum má lesa áletrunina: Lífið byrjar þegar skólanunt lýkur (Livet börjar nár skolan slutar). Þetta eru bara tvö dæmi um „skrýtið skop á skyrtubolum“ að því er kennurum og skólastjórum í Stokkhólmi finnst, en fyrirtæki eitt í Östersund gerir sér vonir um að gera að bolina að ómissandi tískuvarningi meðal skólakrakka þegar þeir halda upp á próflok í vor. Á skyrtubolunum sem fyrirtækið í Östersund auglýsir sem kappsamleg- ast eru myndskreytingar sem sýna hvernig nemendur brenna skóla, pynta kennara og drekka sig fulla að loknum prófum. „í lagi með svolítið skopskyn“ „Það getur ekki verið að nokkur hafi trú á að við séum að hvetja nemendurna til að fara á stjá og kveikja í skólanum sínum eða sprengja kennarana í loft upp,“ segir sölustjóri fyrirtækisins „Mer i textil" í Östersund. „Bolirnir eru frekar hugsaðir sem hluti af því að halda upp á að skólarnir eru búnir og sumarið tekur við. Og það hlýtur að vera allt í lagi að sýna svolítið skopskyn. En ég skil svo sem að kennararnir líti öðru vísi á málið,“ bætir hann við. Það var Ulla Fredberg, námsstjóri við Vástberga gymnasium í Stokk-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.