Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Föstudagur 29. apríl 1988 kvaðst alitaf hafa verið ánægður með búvörulögin, en samt væri á þeim sá veigamikli galli, að slátur- leyfishöfunum er ekki tryggt fjár- magn fyrir þær greiðslur sem þeir þurfa að inna af hendi til bænda sem leiðir af sér að afurðastöðvam- ar þurfa að treysta á lán sem illa hefur gengið að fá. „Við munum ekki fara í spor forfeðranna og reka fé til Reykjavíkur og ganga með það á milli Hagkaups og annarra kaupmanna. Að þessu er þó stefnt ef sláturleyfishafar verða drepnir." Þá vék Jón Gústi að byggðaþró- uninni. „Við höfum áhyggjur af því hve mikið fjármagn fer suður og ekki síður sjáum við eftir því fólki sem héðan flytur. Pað virðist duga lítið þótt við Vestfirðingar höfum þau forréttindi einn dag á fjögurra ára fresti að hafa at- kvæðisrétt umfram aðra. Fólksfæð- in er orðin svo mikil að hér eftir má engan missa. Nú er komið að þeim punkti sem Strandamenn verða að stoppa við. Við erum búnir að láta frá okkur 4-5% af fulivirðisrétti og meira má ekki fara. Landbúnaðar- ráðuneytið hefur sýnt okkur fullan skilning en hver er getan? Frelsið er hættulegt þegar það kemur fram í þeirri mynd að bankar og sjóðir raka að sér fé en framleiðsluat- vinnuvegirnir látnir fara á hausinn. Ef ekki verður brugðið við þá er íslenska þjóðin á góðri leið með að fara með þetta allt til andskotans. Orð duga ekki lengur, - aðgerðir þurfa að fylgja." Vatnaskil í stjórnmálum innan fárra vikna Ólafúr Þ. Þórðarson, alþingis- maður hóf ræðu sína á að fagna þvf að vera kominn til Strandamanna á fund en sfðan vék hann að stjórnmálunum. „Það er veikleiki forystu núverandi ríkisstjórnar að hún vanmetur öflun gjaldeyrisins og kallar yfir okkur sífellt meiri viðskiptahalia. Ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar skilaði á síðasta ári 7 milljarða króna viðskiptahalla sem stefnir á þessu ári í 12-15 milljarða. Að slíkri glæfrasiglingu getur enginn stjórnmálaflokkur staðið lengi og hlýtur það að ráðast á næstu vikum hvort Framsóknar- flokkurinn verður áfram í ríkis- stjórn.“ Um landbúnaðinn sagði Ólafur: „Menn verða að átta sig á því að sauðfjárræktin er undirstaðan í dreifbýlinu. Neytendasamtökin hafa hamast á þessari atvinnugrein og beitt öllum sínum áróðri til að sverta hann. Það er umhugsunar- vert að formaður þessara samtaka skuli jafnframt vera starfsmaður Verðlagsstofnunar og notar eflaust aðstöðu sína þar til þessara hluta. “ Þá vék Ólafur að frumvarpi sínu um uppboðsmarkaði á gjaldeyri og í framhaldi af því stöðu frysti- húsanna en þar taldi hann nauðsyn- legt að koma í veg fyrir að þau brenndu upp sitt eigið fé. „Þá getur það ekki dregist lengur að tekið verði á málefnum landsbyggðar- innar og þau leyst á raunhæfan máta. Það er vilji fyrir slfku hjá Framsóknarflokknum, og líka „framsóknarmönnum" innan Sjálf- stæðisflokks og einhverjum hluta Alþýðuflokksins. Vatnaskil hljóta að verða innan fárra vikna í þessu máli.“ Borgríki, sem ekki á framtíð fyrir sér Jósep Rósinkransson, Fjarðar- horni, vék máli sínu að efnahags- málunum. „Ég held að að tómt mál sé að tala um frekara atvinnulíf í sveitum ef núverandi efnahags- stefna heldur áfram. Gjaldeyririnn er á útsölu en lán á okurvöxtum. Ef þetta breytist ekki, hrynur dreif- býlið.“ Síðan lýsti Jósep slæmri stöðu loðdýrabænda og sauðfjár- ræktenda og þar með landsbyggð- arinnar. „Ef svo heldur fram sem horfir verður ísland einungis borg- ríki sem þó á ekki framtíð fyrir sér þar sem frumatvinnuvegina vantar. Ef ekki næst fram breyting á stjórn- arstefnunni hefur Framsóknar- flokkurinn ekkert að gera lengur í ríkisstjórn." hólmi sem vakti athygli skólayfir- bolum. í skólanum sem hún starfar valda í Stokkhólmi á þessum skrýtnu við stunda krakkar einungis mennta- Ganga milli Heródesar og Pílatusar Jónas Jónsson á Melum, taldi að margt í búvörulögunum væri til hagsbóta fyrir bændur, en sagði hins vegar að það hlakkaði í mörg- um vegna þess að afurðasölufé- lögunum væri nú skorinn þrengri stakkur en áður. „Margir eru á móti því að bændur hafi einhverja samstöðu um sín mál. Afurða- sölufélögunum var ekki tryggt fjármagn og afleiðingin er sú að þau hafa hrakist á milli Heródesar og Pílatusar án þess að fá úrlausn sinna mála.“ Því næst vék Jónas að erfiðri stöðu kaupfélaganna og benti á að þrátt fyrir að einstaklingarnir ættu fé hjá þeim þá hefðu kaupfélögin sjálf ekkert rekstrarfé. Hann lagði áherslu á að Strandamenn fengju að halda sínum fullvirðisrétti enda mætti ekki meiri skerðing eiga sér stað á svæðinu, frekari fækkun býla stefndi afkomu sýslunnar í hættu. Sigurður Jónsson í Stóra Fjarð- arhorni, kvaðst einungis vilja fá svar við þeirri spurningu „hvort áfram yrði haldið við fjárlagagerð Alþingis að brjóta lög á bændum?" Gunnar Sæmundsson, Hrúta- tungu, spurði um framlög til jarð- arbóta og hvernig þeim yrði úthlut- að þar sem fjármagn til þeirra væri mun minna en lög gera ráð fyrir. Þá taldi Gunnar að Byggðastofnun ætti ekki síður að aðstoða landbún- aðinn en sjávarútveginn og fannst gæta tilhneigingar í þá átt að vísa öllum vanda landbúnaðarins yfir á Stofnlánadeild. Að ræðum fundarmanna lokn- um stóð landbúnaðarráðherra upp að nýju og svaraði fram komnum fyrirspurnum, ásamt því að árétta þau atriði sem fram komu. Hann taldi að aðalatriðið í fjár- lagaglímunni væri það að hafa nógu góðan málstað að berjast fyrir því Ijóst væri að þörfin væri meiri en það sem til skiptanna er. Hann ræddi síðan stöðu fram- leiðslumálanna og nefndi að hann hefði á síðasta hausti stigið fyrsta skref til svæðaskiptingar á búvöru- framleiðslunni. „Við það fékk ég harðar ábendingar úr mínu kjör- dæmi. Ég tel að þar hafi verið stigið rétt skref og vonast til að á þessu svæði þurfi ekki að draga frekar saman í sauðfjárræktinni. Það ætti ekki að þurfa meðan búvörusamningurinn er í gildi en eftir að honum lýkur hlýtur það að ráðast af sölu kjötsins og mun ég gera það sem í mínu valdi stendur til að styrkja þann markað." Að endingu sagði ráðherrann: „Þótt við verðum að líta á hlutina af raunsæi og byggja ekki tálvonir, verðum við líka að hafa trú á framtíðinni. Möguleikana nýtum við því aðeins að dugnaður og kjarkur sé fyrir hendi og þá eigin- leika hafið þið ríka.“ Næsta morgun lá leiðin aftur suður með viðkomu í Fjarðarhorni hjá hjónunum Rósu Jensdóttur og Jósep Rósinkranssyni. Þarvarboð- ið upp á bláber og rjóma og síðan kaffi. Við kvöddum Strandasýslu í sólskini og fundum að sumarið var komið. Níels Árni Lund. skólanám og því var það að tilboðið um bolina lenti í hennar höndum en ekki nemendanna. „Ekki beint skoplegar skreytingar“ „Að vísu höfum við enga grunn- skólanemendur í mínum skóla svo að þessi kímni höfðar ekki beint til okkar,“ segir hún. „En mér leist ekki á blikuna þegar ég sá hvað var í pakkanum vegna þess að í þessum áletrunum er höfðað til krakka og þar er hreint og beint verið að bjóða upp á ofbeldi. Þar að auki verð ég að segja að mér finnst þessar skreyt- ingar ekki beint skoplegar." Viðbrögð skólayfirvalda í Stokk- hólmi hafa verið þau að skrifa skyrtubolafyrirtækinu bréf þar sem skorað er á það að hætta að auglýsa skyrtubolina. Héraðssýning á kynbótahrossum Búnaðarsamband Kjalarnesþings efnir til héraðs- sýningar á kynbótahrossum á Víðivöllum 13. og 14. maí n.k. Á sýningunni verða ung tamin kynbótahross dæmd og tekin í ættbók, samanber 34. grein Búfjárræktarlaga. Dómsstörf hefjast kl. 9 f.h. báða dagana og stefnt er að því að sýna álitlegustu hrossin í reið síðdegis á laugardeginum. Skráning fer fram hjá Búnaðarsambandi Kjalar- nesþings, Búnaðarfélagi íslands, skrifstofu Fáks og Hestamanninum, í Ármúla og skal vera lokið fyrir 9. maí n.k. Skráningargjald er kr. 1000.- Aðeins verða tekin til dóms þau hross sem skráð eru fyrir 10. maí og með fullnægjandi upplýsingum á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá ofannefndum aðilum. Búnaðarsamband Kjalarnesþings, Hamratúni 1, Pósthólf 333, 270 Mosfellsbær Sími666217 VORUMERKI VANDLATRA NÆRFATNAÐUR NÁTTFATNAÐUR CALIDA Heildsölubirgðir: Þórsgata 14 - sími 24477 Flokksstarf Kópavogsbúar Skúli Inga Þyri Almennur bæjarmálafundur verður haldinn að Hamraborg 5, mánudaginn 2. maí n.k. kl. 20.30. Frummælandi: Skúli Sigurgrímsson, bæjarfulltrúi. Fundarstjóri: inga Þyrí Kjartansdóttir, form. fulltrúaráðsins. Mætum öll og tökum þátt í bæjarmálaumræðunni Framsóknarfélögin Slit stjórnmálaskóla SUF og LFK Laugardaginn 30. apríl verður farið í skoðunarferð á Keflavíkurvöll og í íslandslax. Lagt verður af stað frá Nóatúni 21, kl. 9, og farið til Keflavíkurvallar og komið að íslandslax eftir hádegi. Komið verður í bæinn að kvöldi. Þeir sem tóku þátt í stjórnmálaskólanum eru hvattir til að koma með. Látið vita á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 24480. Nefndin Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna á Ströndum verður haldinn sunnudaginn 1. maí í kaffistofu Hraðfrystihússins á Hólmavík og hefst kl. 17.00. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna, Gissur Pétursson, mætir á fundinn og greinir frá starfsemi SUF. Allir velkomnir. Gissur Pétursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.