Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 20
STRUMPARNIR Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ökeypis þjónusta HRESSA KÆTA Tíniinn Sáttatillaga kynnt verslunarmönnum í gær: Þungt í félagsmönnum Miðlunartillaga sáttasemjara var kynnt í félögum verslunar- manna á sérstökum fundum um land allt í gær. Þeir sem Tíminn ræddi við í gær út um land voru sammála um að verslunarmenn hafi orðið fyrir vonbrigðum með miðlunartillöguna. Lang fjöl- mennastur funda verslunarmanna var í Reykjavík þar sem mörg hundruð manns komu til fundar á Hótel Sögu. Áttu von á meiru Það var kurr í mönnum á fundi Verslunarmannafélags Reykjavík- ur þegar miðlunartillaga ríkissátta- semjara var kynnt í gær. Þegar farið hafði verið yfir ákvæði tillög- unnar sagðist Magnús L. Sveins- son, formaður VR, hafa átt von á stærra skrefi í átt að þeim mark- miðum sem félagsmenn höfðu sett sér, að sögn heimildarmanna Tímanns. Fjórir félagar stigu í pontu og vönduðu þeir ríkissáttasemjara og Vinnuveitendasambandinu ekki kveðjurnar. „Þetta er mesta andsk... hörmung sem hefur verið látið í hendur verkalýðshreyfingar- innar,“ sagði einn. „Þetta er blaut tuska í andlit verkalýðshreyfingar- innar. Þetta er vísvitandi ögrun frá sáttasemjara,“ sagði annar. Sá þriðji sagði að menn láti sumir hverjir eins og það hafi aldrei áður verið verkfall í þessu landi, að menn séu ævareiðir vegna þess að 150 manns hafi verið hindraðir í að stíga um borð í flugvél. Menn hafi greinilega gleymt því að bæði flug- menn og opinberir starfsmenn hafa farið í mánaðarlöng verkföll. Svip- aðrar óánægju gætti á landsbyggð- inni. Félagar voru hvattir til að standa áfram saman og gleyma því ekki að baráttan væri síður en svo búin. Greinilegt var, að sögn heimildar- manns, að sumir voru farnir að búa sig undir áframhaldandi verkfall. Magnús sagði að atvinnurekendur utan VSÍ hefðu staðið í biðröðum á skrifstofu VR og boðið uppá samninga með 42 þúsund króna lágmarkslaun. Þar á meðal var samningur við Arnarflug um laun á bilinu 50 til 130 þúsund krónur. Hrósaði Magnús eindregið þessum aðilum og sagðist hann þegar vera búinn að skrifa undir 10 slíka samninga. Fundarmenn klöppuðu ákaft fyrir þessum tíðindum. Miðlunartillagan Meginatriði miðlunartillögunnar eru eftirfarandi: Grundvallarlaun verði kr. 36.500 en eftir 5 ára starfsaldur í starfsgreininni hækki þau í kr. 42.100. Nýju þrepi var bætt inní sem miðast við 7 ára starfsaldur með tilheyrandi hækk- un uppí kr. 43.200. Engin laun skulu hækka um Miðlunartillagan kynnt á fundi hjá verslunarmönnum í Árnessýslu á Hótel Selfossi í gær. Tímamynd: Pjetur minna en 8,75%. í samningnum sem felldur var 8. apríl var gert ráð fyrir 5,1% hækkun strax og 3,25% hækkun 1. júní. í tillögusáttasemj- ara er gert ráð fyrir að seinni hækkunin komi til framkvæmda strax og bætist við fyrrgreindu 5,1%. Magnús útskýrði þetta þannig að það væri því í raun verið að tala um 0,4% hækkun frá samn- ingnuni sem var felldur 8. apríl. Braust út hlátur í salnum við þessi tíðindi, að sögn heimildarmanns. Á samningstímanum hækka laun að öðru leyti um 2,5% 1. septem- ber, 1,50% 1. desember og 1,25% 1. mars 1989. Þetta er óbreytt frá samningnum 8. apríl. Öll yfirvinna greiðist með tíma- kaupi sem nemur 1,0385% af mán- aðarlaunum fyrir dagvinnu. Þetta er nýtt ákvæði. f samningnum frá Verslunarmannafélag Suöurnesja kom í veg fyrir farþegaflug: V.S.I. hótar málshöfðun Tæplega 40 verkfallsveröir Verslunarmannafélags Suöur- nesja voru mættir í flugstöðina - á Kcflavíkurflugvelli síðdegis í gær, til að varna því að farþeg- ar sem voru á leið til Banda-' ríkjanna fengju afgreiðslu, en bæði Arnarflug og Flugleiðir höfðu boðað flug samkvæmt áætlun í gær. Fyrr um daginn höfðu verkfallsverðir af Suður- nesjum og úr Reykjavík hindr- j að farþega í því að komast í millilandaflugið. Áður en verkfallsverðir mættu á staðinn síðdegis í gærdag tókst hinsvegar einum farþega sem var á, leið úr landi að sleppa í gegn. Tvenn bandarísk hjón sem einnig hugðust fara úr landi urðu frá að hverfa, vegna þess að verkfalls- verðir höfðu raðað sér upp fyrir framan innritunarborðið í stöðinni og komu í veg fyrir að hægt væri að innrita farþegana. Magnús Gíslason formaður VS sagði í samtali við Tímann að starfsmenn beggja flugfélaganna hefðu gengið inn í störf afgreiðslu- fólks sem væri í verkfalli og því væri um verkfallsbrot að ræða. Flugleiðamenn voru hins vegar á annarri skoðun og sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða að Verkfallsverðir röðuðu sér framan við afgreiðsluborðið og hindruðu farþega í að komast að. Bak við borðið standa forstjóri og stöðvarstjóri Flugleiða hf. áhyggjufuiiir á svip. Tímamynd: Gunnar hér væru ólöglegar aðgerðir hafðar í frammi og þeir mundu halda uppi eins miklu flugi og hægt væri að svo komnu máli. Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja barst í gær bréf frá Vinnuveitendasambandi Islands fyrir hönd Flugleiða þess efnis að félagið yrði gert ábyrgt fyrir öllu hugsanlegu fjárhagslegu tjóni sem . félagið hefur orðið fyrir og kann aí verða fyrir, vegna hinna ólögmætu aðgerða verslunarmannafélagsins, eins og segir í bréfinu, sem var lesið upp í Leifsstöð. Lagalegt fordæmi er fyrir því að yfirmaður geti gengið í störf allra sinna undirmanna, en hæstaréttardómur hefur fallið um það atriði. Fordæm- ið var gefið í verkfalli BSRB um árið þegar rektor H.í. gekk í starf dyravarðar og opnaði skólann. Því er násta víst að V.S.Í. fyrir hönd Flugleiða láti reyna á ábyrgð Versl- unarmannafélags Suðurnesja fyrir dómi, en enn er ekki ljóst hversu mikið fjárhagstjórn hlýst af þessum aðgerðum. Á aðalfundi Starfsmannafélags Flugleiða sem haldinn var þann 27. apríl sl. var samþykkt tillaga um að koma á fót vinnuhóp til að kanna grundvöll fyrir stofnun sérstaks stéttarfélags Flugleiðastarfs- manna. -ABÓ 8. apríl var það 1% hjá afgreiðslu- fólki en hjá skrifstofufólki getur þetta þýtt lækkun á yfirvinnukaupi hjá sumum, þar sem það tók mið af 40% álagi á eftirvinnu og 80% álagi á næturvinnu. Starfsmenn sem hafa verið í fullu starfi allt árið í sama fyrirtæki og eru við störf í nóvember skulu eigi síðar en 15. desember ár hvert fá greidda desemberuppbót sem nemur kr. 6000. Starfsfólk í hluta- starfi eða sem hefur skemmri starfstíma fá þetta greitt hlutfalls- lega. í samningnum 8. apríl hljóð- aði þessi upphæð uppá kr. 4500. Magnús útsýrði þetta þannig að þarna kæmi kr. 125 hækkun á mánuði sé mismuninum deiit þann- ig niður. Enn var hlegið dátt í salnum. Tillaga sáttasemjara miðar við, að framfærsluvísitalan verði innan eftirtalinna marka: 1. júlí 1988 - 263 stig, m.v. 100 stig í febrúar 1984. 1. nóv. 1988 - 274 stig, m.v. 100 stig í febr. ’84 og 1. febr. 1989 - 285 stig, m.v. 100 stig í febr. ’84. Síðast taldaviðmið- unin er ný en svo klaufalega vildi til að prentvilla var í skjalinu frá sáttasemjara, sem hann leiðrétti þó strax með bréfi. Að sögn Magn- úsar neituðu samningamenn vinnu- veitenda að taka við leiðrétting- unni og taldi hann það atvik lýsandi dæmi um framgöngu þeirra undan- farið. Hann komst þannig að orði að hegðun þeirra hafi verið með ólíkindum og verið tóm fíflalæti, að sögn heimildarmanns Tímanns. Tillaga þessi öðlast gildi við samþykkt stéttarfélags og hlutað- eigandi vinnuveitenda. í samn- ingnum frá 8. apríl var gert ráð fyrir því að hann næði aftur til 16. mars. Að sögn Magnúsar hafði ríkissáttasemjari lýst því yfir að óhugsandi væri að halda því ákvæði inni. Atkvæði verða greidd um til- löguna um allt land í dag og á morgun fram til kl. 18. Þá verður talning atkvæða hafin hjá sátta- semjara og er búist við að úrslit liggi fyrir síðar um kvöldið. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.