Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. maí 1988 Tíminn 5 10-12% gengisfelling um helgina hluti af umfangsmiklum efnahagsráðstöfunum: Spákaupmennska knýr á um aðgerðir strax Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur frestað fyrirhugaðri opinberri heimsókn til Bandaríkjanna þar sem hann ætlaði að hitta Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Ástæðan er samkvæmt fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins „mikilvægar stjórnmála- ákvarðanir, sem taka þarf í kjölfar þess að gjaldeyrisdeildum bankanna var lokað“. Stíf fundahöld hafa verið í forustusveitum stjórnarflokkanna undanfarna tvo daga og í gærkvöldi kom ráðherranefnd, skipuð tveimur úr hverjum flokkanna ásamt efnahagssérfræðingi stjórn- arinnar og forstjóra Þjóðhagsstofnunar saman til fundar í stjórnarráðinu til þess að ræða gengisfellinguna sem ákveðin hefur verið um helgina og nauðsynlegar hliðarráðstafanir með henni. Hversu mikið gengið verður fellt ræðst af þeirri samstöðu sem næst um hliðarráðstafanir en þó mun ljóst að framsóknarmenn vilja ganga einna lengst, en kratar skemmst og er trúleg niðurstaða á bilinu 10-12%. Meðal hliðarráð- stafana íhugar stjórnin lögbindingu lágmarkslauna til að rýra ekki kaupmátt þeirra lægst launuðu. 20% gjaldeyrisforða keypt á miðvikudag Allir þeir sem Tíminn ræddi við í gær sögðu að pólitísk samstaða hafi náðst um nauðsyn gengisfell- ingar. Áður hafði tímasetning háð slíkri samstöðu, en spákaup- mennskan með gjaldeyri var orðin slík fyrri hluta vikunnar að ekki var stætt á öðru en loka fyrir gjaideyrisviðskiptin. Þannig hafði gjaldeyrir runnið út á mánudag og þriðjudag, fyrir um 500 milijónir, en náði síðan hámarki á miðviku- dag þegar hvorki meira né minna en 2 milljarðar voru pantaðir á einum og sama deginum. Sú dags- pöntun nemur um 20% af gjaldeyr- isforða þjóðarinnar, og á þremur dögum nam gjaldeyrisútstreymið 25% gjaldeyrisforðans. Samkvæmt hefð verða þessar pantanir af- greiddar á því gengi sem skráð var daginn sem sótt var um gjaldeyr- inn. Óstaðfestar heimildir Tímans herma að áberandi gjaldeyriskaup hafi verið gerð af nokkrum stórum fyrirtækjum, sem bendir til að þau hafi haft greinargóðar upplýsingar um hvert stefndi á miðvikudag. 10-12% gengisfelling Sá áherslumunur sem komið hef- ur fram í ríkisstjórn gagnvart því hversu mikið beri að fella gengið endurspeglar að stjórnin taldi sig enn hafa um tvær vikur til að ná samstöðu um hliðarráðstafanir. Hún var ekki fyllilega undirbúin. Varðandi afstöðuna til stæðar- gráðu gengisfellingarinnar er deilt um hvort hún verður 8% í minnsta lagi eða um 15% í mesta lagi. Það eru alþýðuflokksmenn sem fyrst og fremst eru mótfallnir mikilli lækkun krónunnar en framsóknar- menn telja hana nauðsynlega vegna sjávarútvegsins. Sjálfstæðis- menn lenda á milli þessara póla. Seðlabankinn gerði í gær tillögu um gengislækkun upp á 8% eftir því sem Tíminn kemst næst, en það mun bankinn telja lágmarks lækkun til þess að stöðva gjaldeyr- isútstreymi og spákaupmennsku síðustu daga. Ekki mun þó vera bjargföst sannfæring fyrir því í bankanum hvort svo lítil lækkun dugar til þess að sannfæra almenn- ing um að þar verði látið staðar numið. Síðdegis í gær fullyrtu kunnugir við Tímann að líkleg niðurstaða yrði 10-12%, sem aftur ylti á kortlagningu nauðsynlegra hliðarráðstafana. 42.500kr. lágmarkslaun Til að tryggja að gengislækkunin gagnist útflutningsgreinunum hug- leiðir ríkisstjórnin nú hliðarráð- stafanir til að vega upp á móti þenslumyndandi áhrifum hennar og til að koma í veg fyrir víxlhækk- un verðlags og kaupgjalds. Hertar reglur um erlend lán og niður- jskurður framkvæmda á vegum op- inberra aðila eru taldar líklegar til að vera meðal þeirra aðgerða sem slá eiga á þenslu. Það sem hins vegar er rætt um varðandi víxlhækkun kaupgjalds og verðlags er að setja bráða- birgðalög sem tryggja kaupgetu lágmarkslauna samhliða því að rauðu strikin svokölluðu verða tek- in úr sambandi. Verkalýðsforingj- ar hafa þegar gengið á fund for- sætisráðherra og gert honum grein fyrir því að ef umsamdar kaup- hækkanir verði stöðvaðar með lög- um muni slíkt ástand ekki þolað. Samstaða er í ríkisstjórninni um að reyna að halda kaupmætti lægstu launa og hindra sprengingu innan verkalýðshreyfingunnar. Sam- kvæmt upplýsingum sem Tíminn hefur aflað sér hugleiðir ríkis- stjórnin nú hvort unnt verði að ná fram því markmiði með því að lögbinda lágmarkslaun og hækka þau upp í 42.500 kr. á mánuði. í bréfi sem formenn landssam- banda ASÍ afhentu Þorsteini Páls- syni síðdegis í gær segir m.a.: „Þeir sem búa við samningsbundna taxta verða þá látnir bera byrðarnar. Þeir sem hafa aðstöðu til þess að taka á sínum málum til hliðar við kjarasamninga munu áfram ná fram launaskriði. Láglaunafólkið hlyti að axla byrðarnar en hálauna- hóparnir flestir halda sínum hlut og jafnvel sækja á.“ Þó svo að verkalýðshreyfingin geti illa kyngt því að umsamdar kauphækkanir verði afnumdar með bráðabirgðalögum má ráða af áherslum forustunnar að lögbind- ing lágmarkslauna gerðu slíkan bita bærilegri. Stefnt er að því að opna gjald- eyrisdeildir bankanna aftur á mánudag og munu þá útlínur ráð- stafanapakka ríkisstjórnarinnar liggja fyrir í kvöld eða á morgun. - BG Hér verða ákvarðanirnar teknar. Tímamynd Pjetur 20% álag á gjaldeyri og ferðir Flugleiða Þeir sem ætla út fyrir landsteinana í sumarfríinu voru greinilega margir farnir aö hugsa fram í tímann síðustu daga og vikur, í ljósi yfírvofandi gengisfellingar. Ýmsir hafa líka kynt undir þá eftirvæntingu sem upp var komin, þar á meöal ferðaskrifstofur og bflasölur sem margar hverjar voru fyrir nokkru farnar að hvetja viðskiptavini sína til að vera við öllu búna. Tíminn athugaði gang mála hjá ferðaskrifstofum í höfuðborginni. „Það hafa greinilega ailir búist við gengisfellingu því það hefur verið áberandi að fólk hefur reynt að gera upp ferðir sínar til að geta náð sér í gjaldeyri," sagði Willum. Þór Þórsson hjá Samvinnuferðum- Landsýn. Sömu sögu var að frétta af söluskrifstofum Útsýnar, þar hefur verið mikið um kaup á far- seðlum langt fram í tímann síðan að gengisfelling fór að liggja í loftinu. En það var líka greinilegt að margir höfðu ekki búist við henni fyrr en í lok mánaðarins, því að töluverður hópur manna mætti á söluskrifstofurnar í gærmorgun þegar staðfesting hafði borist af gengisfellingunni, en varð að bíta í það súra epli að búið var að setja 20% álag á alla gjaldeyrissölu. Flugleiðir kipptu líka verðskrám sínum „úr sambandi" og settu 20% álag á alla farseðla fram í tímann, að undanskildum þeim ferðum sem farnar verða nú um helgina. Mis- munurinn verður síðan endur- greiddur ef gengisfellingin verður minni en 20%. Gjaldeyrisdeildir bankanna voru lokaðar öðrum en ferðamönnum í gær en það hefur verið mikið að gera þar síðustu daga. „Við teljum að það hafa verið tvö til þreföld sala á gjaldeyri hjá okkur s.l. miðvikudag," sagði Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri í Landsbankanum í samtali við Tím- ann í gær. „Það var alveg ljóst að það var stígandi í þessu og orðið það mikið að það þurfti greinilega að grípa í taumana, annars höfðu menn farið að líta á þetta sem útsölu. Það var fyrirsjáanlegt að þetta átti eftir að aukast mikið næstu daga. Við erum ekki farnir að skoða tölurnar nákvæmlega en okkur sýnist að þetta dreifist á allar gerðir fyrirtækja og fólks, allt frá ferða- mönnum uppí stærstu fyrirtæki. Þó held ég að talsvert margir hafi ekki reiknað með gengisfellingunni svona fljótt,“ sagði Brynjólfur. JIH Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra: FASTGENGIS- STEFNA BRÁST ÞVÍ MIDUR „Ég varð ekkert undrandi þeg- ar mér var sagt að það yrði að loka bönkunum, því vitanlega skilur almenningur, þó að það hafi skort skilning hjá sumum í stjómmálum, að undirstöðuat- vinnuvegirnir verða ekki reknir lengi með svona bullandi tapi. Það hlaut, því miður, að koma að því að við yrðum að fella gengið. Ég er fylgjandi fastgengisstefnu, en það sem hefur brugðist að mínu mati er að aðrir hlutir hafa ekki verið bundir fastgengisstefn- unni og leikið lausum hala. Verð- bólguskrúfan hefur verið gang- andi í innlendu fjármagni, verð- laginu, launum og svo framveg- is,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, utanríkisráðherra t' samtali við Tímann í gær, en hann var þá nýkominn til landsins. Hann sagðist búast við að á fundi með forystumönnum stjórnarflokkanna, sem haldinn var í gærkveldi, yrðu seðlabanka- menn með tillögu um hvc gengis- fellingin þyrfti að vera mikil og einnig um hvaða hliðarráðstafan- ir þyrftu að fylgja. „Ég vona bara að það vcrði ekki tillögur um hækkun vaxta og gömlu lummurnar í þvt'. Við crum ekki að tala um neinar tölur eins og 20%. Við erum bara að reyna að nieta raunhæft hvernig við komum okkur út úr halla- rekstri útflutningsatvinnuveg- anna og hvernig við leysum það án þess að hleypa verðbólgunni á fullan skrið og um leið að skerða kjörin sem minnst," sagði Stein- grímur. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.