Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 14. maí 1988 ARNAÐ HEILLA llllllll!lli!;i!lllíilí![l!l!lli!llil|jilli!i!i!:!i!li!!lii!ii!illii.....M>liiil|llll!li|iiiiii!lillllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllli'ill!li Sjötugur Björn Bjarnarson Björn Bjarnarson jarðræktar- ráðunautur hjá Búnaðarfélagi ís- lands er sjötugur í dag 14. maí. Hann er fæddur að Sauðafelli í Dölum 1918. Foreldrar hans voru hjónin Jón Bjarnason og Steinunn Anna Baldvinsdóttir frá Hamraend- um í Miðdölum, sem þá bjuggu á Sauðafelli. Jón, sem síðar gerðist verslunarmaður í Reykjavík, var sonur Björns Bjarnarsonar sem lengi var sýslumaður í Dalasýslu og sat á Sauðafelli. Hann var um skeið þing- maður Dalamanna og m.a. þekktur fyrir áhuga á lista- og menningarmál- um. Björn ráðunautur ólst að mestu upp í Reykjavík og lauk þar gagn- fræðaprófi 1935 en búfræðiprófi frá Hvanneyri 1937, því hugur hans beindist snemma að landbúnaði og þjónustu við hann. Hann vann m.a. með Pálma Einarssyni jarðræktar- ráðunauti, sem aðstoðarmaður við mælingar og kortlagningu ræktunar- landa sumurin 1935 og 1936. Sumarið 1937 vann hann m.a. við mælingar fyrir kortlagningu Álfta- neshrepps á Mýrum á milli fjalls og fjöru með Ásgeiri L. Jónssyni ráðu- nauti og víðar unnu þeir saman. Hann kynntist því vel ræktunarmál- um hér eins og þau voru á árdögum ræktunaraldar, frá setningu jarð- ræktarlaga 1923 og fram að síðari heimsstyrjöldinni. Þá var ræktunin framkvæmd að hluta með dráttarvél- um en hluta með hestaverkfærum. Seinna varð vélabyltingin eftir stríð, en þá var Björn þátttakandi og gerandi í því mikla ævintýri, sem síðar verður vikið að. Björn sótti til framhaldsnáms í búfræði og fór til Danmerkur haustið 1937 og vann þá fyrst hjá bóndanum í Lammefjördsgaaren á Sjálandi sem tekið hafði við og greitt götu fleiri íslendinga sem þurftu að afla sér starfsreynslu í Danmörku til að fá inngöngu í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Björn hóf svo nám við þann skóla haustið 1938 og lauk þaðan kandidatsprófi 1941. Þá var leiðin heim lokuð vegna stríðsins en Björn fékk vinnu við fag sitt í Danmörku. Hann varð fyrst aðstoð- armaður við Præstö Amts Grundfor- bedringsudvalg og vann þar að skipulagningu á framræslu í amtinu til 1944 en gerðist síðan ráðunautur í framræslu hjá búnaðarfélagi í Ring- sted til ársins 1946. jarðræktarráðunautur Vorið 1946 kom Björn til starfa hjá Búnaðarfélagi íslands og vann þá að fjólþættum verkefnum við mælingar og undirbúning ræktunar á ýmsum stöðum, í samvinnu við ráðu- nautana Pálma Einarsson og Asgeir L. Jónsson. Þá um haustið þegar Pálmi varð landnámsstjóri var Björn ráðinn sem jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarfélaginu og hefur verið það síðan. Nú var mikið að gerast í ræktunar- málum og mikið hjá bændasam- tökunum. Lög um ræktunar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum voru sett í byrjun árs 1945. f samræmi við ákvæði þeirra voru á næstu árum stofnuð ræktunarsam- bönd um allt land, ýmist yfir heil búnaðarsambandssvæði eða að bún- aðarfélög hreppanna slógu sér sam- an á minni svæðum. Þau lögðu áherslu á að eignast jarðýtur (belta- dráttarvélar) og góð tæki til nýbrots og ræktunar. Fyrstu skurðgröfurnar voru komnar og Vélasjóður, sem um langa hríð sá um meginhluta framræslunnar var að stóreflast og eignaðist stöðugt fleiri gröfur ár frá ári. Allt var þetta að meira eða minna leyti í skjóli Búnaðarfélags íslands og eftir ráðum jarðræktarráðunauta þess. Björn hafði mikla þekkingu og reynslu erlendis frá í því hvernig þar þurfti að standa að framræslu og ræktun lands. En hér var reynslan minni og ekki áttu við sömu aðferðir nema að litlu leyti. Jarðræktarráðunautarnir unnu því sannkallað brautryðjandastarf, jafnt í faglegum málum, sem félags- legum. Þeir urðu að heimfæra þekk- ingu sfna á grundvallaratriðum og aðlaga aðstæðum hér. Ekki vannst tóm til að stunda rannsóknir á fram- ræslu nema í litlum mæli, en reynslan hlaut að verða aðalskólinn og ekki verður annað sagt en vel hafi tekist til. Nú urðu það meginverkefni jarð- ræktarráðunautanna að mæla fyrir framræsluskurðum um allt landið. Þeir skiptu landinu með sér Ásgeir L. Jónsson og Björn þannig að Ásgeir mældi á Austurlandi og Suðurlandi að Ölfusá en Björn mældi í öðrum hlutum landsins. Þeir voru á mælingaferðalögum nær allt sumarið, jafnan með ungum aðstoð- armönnum, sem margir fóru síðar til háskólanáms í búfræði og hafa haft RÁÐNINGARSKRIFSTOFA REYKJAVÍKURBORGAR Vinnumiðlun fyrir fatlaða Nokkur pláss eru laus v/garðyrkjustörf á Miklatúni í júní og júlí, aðallega fyrir hádegi. Vinna þessi er ætluðu fötluðum ungmennum sem þurfa mikinn stuðning í starfi. Takmarkaður fjöldi. Umsóknir berist fyrir 21. maí n.k. Nánari upplýsingar gefa ElísabetGuttormsdóttirog Þórgunnur Þórarins- dóttir í síma 623037, Borgartúni 3. rekstrarhagfræði með sérstöku tilliti til Lausar stöður ( viðskiptadeild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar eftirgreindar tvær tímabundnar lektorsstöður. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðurnar til þriggja ára: 1) Hálft starf lektors í rekstrarhagfræði með sérstöku tilliti til stjórnunar. 2) Hálft starf lektors upplýsingatækni. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 10. júní n.k. Menntamálaráðuneytið, 10. maí 1988 gott af „uppeldi" þessara einstæðu dugnaðarmanna. Á vetrum unnu þeir að margháttuðum leiðbeininga- störfum auk þess sem þeir unnu að uppgjöri á skýrslum varðandi jarð- ræktarframkvæmdir. Ekki er tóm til að lýsa því nánar hér hvað gerst hefur í ræktunarmál- um þau 42 ár sem liðin eru síðan Björn tók að starfa í þeirra þágu, en það er hrein bylting frá því að ræktun var hvarvetna lítil og til þess að nú hafa menn ekki áhyggjur af fóðurskorti. Að þessari byltingu unnu bændur sem einstaklingar og með samtakamætti sínum, en þeir nutu þess líka að eiga dygga og góða liðsmenn þar sem voru ráðunautarn- ir bæði hjá Búnaðarfélagi íslands og búnaðarsamböndunum. En því er svo mörgum orðum farið um þetta hér að Björn Bjarnar- son hefur alla tíð lagt sig svo af alhug og dugnaði í starfið.að starfið og maðurinn verða í huguiu okkar sam- starfsmanna hans eitt. Auk þess sem hér hefur verið lýst, en er tengt ræktunarmálunum var Björn um langt skeið í Vélanefnd ríkisins sem stjórnaði Vélasjóði eða frá stofnun 1950 til 1966 að hann sagði því starfi af sér og í Verkfæra- nefnd ríkisins, sem annaðist m.a. verkfæraprófanir var hann 1954 til 1965 að hún var lögð niður með skipulagsbreytingu. Hann var um skeið í stjórnum Félags íslenskra búfræðikandídata og íslandsdeildar samtaka norrænna búfræðimanna (NJF). Hann hefur starfað í Mats- nefnd eignarnámsbóta síðan 1973, enda er borið traust til hans í slíkum efnum. Hann hefur alla tíð borið störf ræktunarsambandanna mjög fyrir brjósti og verið þeim mikill ráðgjafi um félagsleg og lagaleg efni. Hin síðari ár hefur hann bæði séð um undirbúning á útboðum á fram- ræslu og annast útreikninga og skýrslugerð í sambandi við þau mál, og þannig stöðugt haft mikið með ræktunarmál að gera eftir að mestu mælingunum linnti. Björn kvæntist árið 1946 Ritu Elise, sem fædd er Jensen, frá Fredrikssund í Danmörku. Þau hjón eiga þrjú myndar börn, og fagurt heimili á Melunum. Björn hefur alltaf reynst með eindæmum trúr í starfi sínu og góður samverkamaður allra hjá Búnaðar- félaginu. Hannhefurunniðlandbún- aðinum af hugsjón. Ég tel ekki þörf að lýsa manninum nánar, störfin gera það best. Reyndar má segja að nóg hefði verið að segja við hann á þesjum merkisdegi þegar starfslok fara að nálgast: Líttu yfir býli landsins, byggingar þeirra og tún sem nú teygj ast víðlend þar sem áður voru blautar mýrar og jafnvel fúafen - og þú getur glaðst yfir starfsdegi þínum. Það er gæfa þín að eiga þátt í því sem gerst hefur í ræktunarmálum, véltækni og fram- förum landsins síðan þú komst til starfa. Stjórn og starfsfólk Búnaðarfélags íslands árnar Birni Bjarnarsyni og fjölskyldu hans allra heilla á þessum degi og í framtíðinni. J.J. Fyrstu stúdentsefni, sem stunduðu algerlega nám í menntadeild Gagnfræðaskólans á Akureyri (síðar M.A.), luku stúdentsprófi untanskóla í Reykjavík vorið 1927. í október sama ár veitti Jónas Jónsson kennslumálaráðherra skólanum rétt til ad útskrifa stúdenta á eigin vegum. Á myndinni eru: Fremri röð fr.v.: Eyjólfur Eyjólfsson, Þórarinn Björnsson, Jóhann Skaptason. Aftari röð: Jón Guðmundsson, Brynjólfur Sveinsson, Bárður ísleifsson. Æviskrár MA-stúdenta Fyrsta Út er komið fyrsta bindi Æviskráa MA-stúdenta og voru fyrstu eintók bókarinnar formlega afhent skóla- meistara Menntaskólans á Akureyri, Jóhanni Sigurjónssyni. Útgáfa Ævi- skráa MA-stúdenta er í höndum þess árgangs sem útskrifaðist vorið 1973 og er gjöf hans til skólans. Ritstjóri þess er Gunnlaugur Har- aldsson, þjóðháttafræðingur, en hann er stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri 1973. Útgáfustjórn skipa Knútur Óskarsson, Málfríður Þórarinsdóttir, Björgvin Þorsteins- son, Kristján Pálmar Arnarsson og Hulda Ólafsdóttir. Útgáfustjórnin gerir eftrifarandi grein fyrir verkinu: „Nú þegar fyrsta bindið af Æviskrám MA-stúdenta kemur fyrir sjónir les- enda, er tilhlýðilegt að fara nokkrum orðum um tildrög þessarar útgáfu. í tilefni af 10 ára stúdentsafmæli sínu ákváðu stúdentar, útskrifaðir frá bindi í fimm binda ritröð komið út Menntaskólanum á Akureyri árið 1973, að minnast skólans með því að annast samantekt og útgáfu á ævi- skrám allra MA-stúdenta á tímabil- inu 1927 til 1973. Sú ákvörðun var kynnt skólameistara, kennurum og gestum í Akureyrarkirkju þann 17 júní 1983 með afhendingu sérstaks gjafabréfs, þar sem þessi fyrirheit voru skjalfest. Jafnframt lögðu stúdentar fram ákveðna fjárhæð hver og einn í þar til gerðan stofnsjóð, sem ætlað var að standa undir kostnaði við undirbúning út- gáfunnar. Varðandi efnismeðferð var mörk- uð sú meginstefna að birta ekki aðrar upplýsingar um einkahagi, en þær sem komu fram í svörum og voru samþykktar af stúdentum eða aðstandendum þeirra. Til að auka sem mest ættfræðilegt gildi ritsins var einnig ákveðið að geta föður- og móðurforeldra viðkomandi ásamt upplýsingum um fæðingardag og -ár, dánardag og -ár, starf þeirra og búsetu. I allflestum tilvika útheimti þetta tímafreka leit í prentuðum og óprentuðum ættfræðiritum, prest- þjónustubókum, manntölum og öðr- um skjalagögnum, auk þeirrar að- stoðar sem Hagstofa fslands lét í té. Þá var þeirri meginreglu fylgt um námsferil stúdenta að miða einvörð- ungu við framhaldsnám að loknu stúdentsprófi. Þeirri meginviðmiðun var fylgt við ritaskrá og ritstörf að geta fyrst og fremst sjálfstæðra út- gáfuverka og starog starfa manna við ritstjórn og útgáfu hvers konar. Varðandi einstök efnisatriði skal skal að lokum getið þeirrar viðleitni að rekja saman skyldleika og tengdir MA-stúdenta. Sérstaklega var leitað eftir upplýsingum um þetta á spurn- ingalistum, en þar sem heimtur þeirra voru stopular, mun síst koma á óvart hversu ófullburða þessi þátt- ur æviskránna er."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.