Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 20
Sparisjóösvextir á téKkardKninga hávaxtaKjörum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig 1 1 11 .■■■■! »■■■■■ I I. Okeypis þjónusta STRUMPARNIR Tinitnn Steingrímur Hermannsson um fund sinn við Shultz: Reiknað með staðfest- ingu í Washington SKIPAFÉLAG MEÐ STORT HLUTVERK í ÞÁGU ALLRAIANDSMANNA — Ríkisskip gegnir stóru hlutverki í vöruflutningum umhverfis landið WöönöDöööD 1 I—LJL ■ Það er sama hver varan er. Nútíma flutningatækni, góður skipakostur og þjálfað starfslið tryggja vörunni góða meðferð alla leið á áfangastað. í þjóðbraut okkar eru 36 hafnir. Tíðar ferðir tryggja hraða flutninga. Láttu Ríkisskip annast flutningana fyrir þig. RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Steingrímur Hermannsson, utan- ríkisráðherra, sat í gær fund utanrík- isráðherra Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Briissel. „Þetta var mjög fróðlegur fundur. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kom beint á fundinn frá Genf, þar sem tekist hafði klukkan 7 um morguninn að ná samkomulagi um öll ágreiningsatriðin varðandi samning um meðaldrægar eldflaug- ar. Þau voru nú töluvert fleiri en maður vissi um, níu samtals. Hins vegar lagði hann áherslu á að það væri engum um þann ágreining að kenna, þetta hefði bara komið fram þegar hóparnir, sem búið var að skipa til að hafa eftirlit, fóru að ræðast við. En það náðist sem sagt samkomulag, og það virðist ekkert því til fyrirstöðu að samningurinn verði staðfestur í Washington," sagði Steingrímur í samtali við Tím- ann í gær. Hann sagði að Shultz hefði einnig rætt ítarlega um samninginn um langdrægar eldflaugar, en sá samn- ingur verður ekki kominn í höfn fyrir leiðtogafundinn. „Það hefur orðið verulega ágengt á mörgum sviðum þess samnings og einnig á fjölmörgum hliðarsamning- um, t.d. á sviði efnavopna. Mér skildist að aðilar væru orðnir sam- mála um að reyna að stöðva fram- leiðslu og notkun þeirra. Hins vegar er það mjög erfitt, því það er hægt að búa til eitur inni í eldhúsi, næstum því. Það virðist líka vera komið samkomulag um svo kallaða friðsamlega nýtingu kjarnorkunnar og líka um eftirlit með tilraunum með kjarnorkusprengjur. Svo eru fjöldamörg atriði sem Bandaríkja- menn og Rússar eru að semja um tvíhliða, sem ég held að sé nokkuð mikilvægt því það virðist byggja upp traust þeirra á milli. Þannig að það var heldur jákvætt yfir fundinum," sagði Steingrímur. Hann sagði að þeir hefðu ekki komist yfir svæðisbundin vandamál. Hann sagði að það hefði verið að heyra á Shultz að honum fyndist vandamálin í Mið-Austurlöndum fara vaxandi. „Það kom fram hjá Shultz að Rússarnir væru stífir á að PLO fari með málefni Palestínumanna, sem ísraelsmenn mega ekki heyra minnst á. Svo spurði ég hann um hvort eitthvað hefði miðað í samkomu- lagsátt um fækkun kjarnorkuvopna í hafinu, en það virðist ganga mjög seint. Að vísu virðast vera að opnast ákveðnir möguleikar, en þetta ætlar að ganga seint. Ég spurði hann líka hvernig þeir hygðust koma í veg fyrir útbreiðslu efnavopna og með- aldrægra eldflauga sem Kínverjar eru að selja til írans og íraks og raunar hverjum sem er. Hann sagði að bæði stórveldin hefðu miklar áhyggjur af því að á sama tíma og þau væru að semja um fækkun, þá væru önnur ríki að selja og það væri hlutur sem ætti eftir að taka alvar- lega upp,“ sagði Steingrímur. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.