Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 1
Furðu- fuglar rækta fugla Kátar ekkjur í Austur- löndum Rænt úr bíl sínum og myrt Fjölskyldu bíllinn sem gildnaði „LOMAR"OG „SKUMAR" - SAGT FRÁ VOGSÓSAKLERKNUM, EGGERT SIGFÚSSYNI, SEM ÞÓTTIUNDARLEGASTIGUÐSMAÐUR LANDSINS UM SÍNA DAGA Margt mætra manna er af Eyrarbakka komið og þó einkum snillingar í bókmenntum og tónlist. Þaðan voru þeir Páll Isólfsson, organisti, og tónskáldið ísólfur Pálsson, faðir hans. Einnig tónskáldið Sigfús Einarsson og Maecenas íslenskra lista, Ragnar í Smára. Lesendur mundu eiga létt með að lengja þennan lista. Það mætti ætla að á Eyrarbakka hafi verið alveg sérstaklega listfengur stofn manna eða þá að söngur brimsins við ströndina hafi hafi fyllt brjóst manna á staðnum sköpunar- mætti. En það er gömul saga að snillingseðlið getur tekið á sig margvíslegar myndir og í stað þess að vera hampað sem afbragðsmönnum samtíðarinnar, kunna menn að lenda á einhvern hátt utan vegar og verða fyrst og fremst taldir til furðufugla. Þau urðu örlög þess manns sem hér mun greint frá - hins sérkennilega prests, Eggerts Sigfússonar í Vogsósum í Selvogi. Hann þótti með afbrigðum kynlegur, en þegar við lesum sumar þeirra sagna sem af honum gengu, læðist að okkur sá grunur að það sem haldið var flónska og sérviska, hafi verið á einhvern hátt afbragðslegs eðlis, að þarna hafi verið á ferðinni spekingur, sem samtímamönnum tókst aðeins ekki að botna í. Já, á Eyrarbakka var Eggert fædd- ur hinn 22. júní 1840. Faðir hans, Sigfús „snikkafi" Guðmundsson, var hagleiksmaður hinn mesti og al- kunnur kirkjusmiður, greindur vel og vandaðasti maður í öllu dagfari. Hann veitti snemma athygli gáfum og námslöngun sonarins og ákvað að senda hann til mennta. Gekk Eggert inn í Latínuskólann nýja í Reykjavík 15 ára gamall og lauk prófi á tilskild- um tíma og stúdentsprófi frá Presta- skólanum tveimur árum seinna. Ekki lét hann þó vígjast að sinni, heldur fékkst við barnakennslu á ýmsum stöðum næstu sex árin, bæði norðanlands og sunnan. En þá hugs- aði hann sér til næðisamara lífs og óskaði vígslu af Pétri biskupi Péturs- syni og hana hlaut hann 29. ágúst 1869. Fyrst gerðist hann prestur hjá Húnvetningum að Hofi á Skaga- strönd og gegndi þar í þrjú ár. Þá flutti hann að Klausturhólum í Grímsnesi og urðu þjónustuárin tólf á þeim stað. Loks árið 1884 tók hann svo við Selvogi og Krýsuvík, er í þá daga var sérstakt prestakall, og hafð- ist þar við til dauðadags. Bjó hann í Vogsósum í Selvogi og hefur ætíð verið kenndur við þann stað. UNDARLEGURGUÐSMAÐUR Þegar séra Eggert kom ungur prestur að Klausturhólum fór brátt að ganga það orð af honum að hann væri í meira lagi undarlegur. Er til marks um það að á öld þegar hesturinn var helsta samgöngutækið, var presturinn sérlega lftill áhuga- maður um hesta og reiðmennsku. Hann var til húsa hjá frú Steinunni Bjarnadóttur Thorarensen amt- manns og skálds, en hún var ekkja eftir fyrirennara hans. Hugkvæmdist Eggert eitt sinn að bregða sér til Reykjavíkur og fékk Steinunn hon- um til þess stórræðis gamlah klár og hægfara, en það voru kostir sem klerkur kunni best að meta í fari reiðskjóta og leyndi sér ekki að hann taldi þá því meiri gæðinga, sem þeir reyndust latari. Bar ekki til tíðinda í ferðinni fyrr en á öðrum degi, er sr. Eggert var kominn langleiðina til Reykjavíkur. Mætti hann þá sonum húsmóður sinnar, sem voru á heimleið úr skóla og tóku þeir prest- inn tali. Meðal annars bar reiðskjót- ann á góma og lét hinn hægferðugi riddari hið besta yfir honum. Höfðu piltar orði á að hann væri gjarn á að strjúka heim og ráðlögðu presti að | setja sem best á sig óll einkenni hans, svo hann væri betur við þvf búinn að finna hann aftur, ef illa tækist til. Sr. Eggert tók þessari ábendingu vel, gekk nokkrum sinn- um umhverfis hestinn og skoðaði hann allan í krók og kring, en mælti síðan: „Eftir á að hyggja - hesturinn er þá bleikur." Sýndi það sig að séra Eggert hafði riðið klárnum alla hina löngu leið, án þess að hafa gefið litnum á hestinum minnsta gaum. En svo hætti hann alveg að setjast upp á hest og lágu til þess þær Sjera Bggert Sigfösgon 1898« I Vogsósum skildu menn ekki þanka- gang þessa óvenju- lega manns, sem álasaði mönnum fyrir að hugsa ekki um annað en „gem- linga og grút." Séra Eggert58ára,1898. Krýsuvíkurhraun. Gatan er mörkuð eftir hófa hesta, sem borið hafa ótal kyn- slóðir um þessar hrikalegu slóðir. En varla séra Eggert Sigfússon, því hann sté aldrei upp á hest. En margt eitt sinn mun hann hafa rölt þennan slóða ¦ sól og regni, sumar sem vetur. ástæður að er hann eitt sinn var á leið heim til Klausturhóla frá upp- boði, léði sýslumaður hans honum viljugan gæðing, þar sem hann vor- kenndi honum þá dróg er hann var á. Hófst þá rnikil reið og þótti prestinum uggvænlega horfa fyrir sér. Fékk hann ekki snýið hestinum heim til Klausturhóla og hvorki gat hann haft stjórn á honum, né fengið ráðrúm til að stíga af baki. Sá Eggert sér loks ekki annað vænna en að sleppa taumum alveg lausum, en hélt sér þess í stað dauðahaldi í klárinn sjálfan með höndum og fótum. Linnti ekki þessari ferlegu reið fyrr en komið var heim í hlað á Kiðjabergi, sem er á sveitarenda. Var klerkur þá orðinn svo dasaður af hræðslu og örvilnun að hann mátti sig ekki hræra og lá rúmfastur á heimili sýslumanns í þrjá sólar- hringa. Hét hann því þá að stíga ekki á hestbak framar og efndi það loforð dyggilega. SLEPPTIÖLLUM „BÖLVUÐUM BJÁNASKAP" Þessum skrýtna presti var svo lýst að hann hefði verið með hæstu mönnum vexti, en ákaflega grannur og krangalegur. Höfuðið var mjög lítið og augun þar eftir smá, en sakleysislega skær og tindrandi. Bar og öllum saman um sem þekktu hann að hann hefði verið hrekklaus eins og dúfa og aldrei gert flugu mein. En hafði fastar skoðanir á ýmum málum og þá ekki síst sumum af kennisetningum kirkjunnar, en þær hafði hann að engu þegar honum bauð svo við að horfa og hann taldi annað skynsamlegra. Það var ein- mitt við slíkt tækifæri að hann setti skoðun sína afdráttarlaust fram á þessa lund: „Pegar ég skíri barn, gef saman hjón eða jarða framliðna, dettur mér ekki annað í hug en að sleppa öllum bölvuðum bjánaskap úr hand- bókinni. Eða hvað er það annað en bjánaskapur, þetta, sem ætlast er til að lesið sé yfir brúðinni: „Með sótt skaltu börn þín fæða." Þarf að segja nokkurri heilvita konu það að hún muni verða eitthvað lasin um það leyti, sem hún elur barn? Og til hvers er þá að hryggja hana með því að minna hana á þetta á mesta hátíðisdegi ævinnar? Þér megið kalla þetta hvað sem þér viljið, en ég kalla það bjánaskap. Og hvað þýðir að segja næturgömlu barni að það sé getið í synd eða dauðum manni að hann eigi að verða að mold? En svona eru margar fyrirskipanir kir- kjunnar og ég ansa peim ekki." Þrátt fyrir þetta er ekki vitað til að kirkjuyfirvöldin hafi haft uppi ráða- gerðir um að víta hann fyrir óprest- lega hegðun eða virðingarleysi fyrir trúarlegum kennisetningum. Ef til vill hefur yfirvöldunum verið það ljóst að hvað sem öðru leið varð hvorki yfirdrepsskapur né lygi borin á brýn þessum hjartahreina guðs- manni og í annan stað kann hann að hafa notið þess að söfnuðirnir sem hann þjónaði voru ekki í ýkja mikl- um metum á hærri stöðum og er því sennilegt að ekki hafi þótt verulegu máli skipta um sálarheili þeirra. ra. ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.