Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 8
18 HELGSN Laugardagur 14. maí 1988 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL [, SA Shirley Wedlock sat og las í dagstofu sinni í Forsythesýslu í Georgíu. Klukkan var rúmlega hálf tólf að kvöldi 14. júní 1986. Þetta hafði verið langur dagur. Shirley beið þess að maður hennar kæmi úr baði, en svo færu þau í háttinn. Kvöldkyrrðin var skyndilega rofin af skerandi málm- hljóði, eins og þegar bílar rekast saman. í kjölfarið heyrðust hurðarskellir, reiðiorð og loks æpti kona: - Hjálpið mér, hjálpið mér! - Hvaðgenguráþarnaúti,hugs- aði Shirley með sér og hljóp að glugganum. Úti var koldimmt og dauðaþögn ríkti. Skyndilega geyst- ist bíll framhjá, en ekkert sást af honum nema ljósin. Síðan datt alit í dúnalogn á ný. Shirley stóð kyrr við opinn gluggann. Henni fannst þetta nán- ast óraunverulegt, rétt eins og tekið af síðum bókarinnar, sem hún var að lesa. En þetta var raunverulegt, hún vissi hvað hún hafði heyrt og séð. Bonnie týnd Pað var Rick nokkur Ellis, sem sá gulu Toyotuna morguninn eftir. Hann þekkti bílinn og vissi, að fyrrum vinkona hans, Bonnie Dodd, átti hann. Bíllinn stóð á ská í heimreiðinni að heimili hennar, allar dyr opnar og afturendinn skagaði út í götuna. Rick fór yfir götuna og bankaði upp á. - Kom eitthvað fyrir hjá Bonnie í gærkvöldi? spurði hann. Ekki vissi neinn til þess og Rick var spurður um ástæðu þess að hann héldi það. - Bíllinn hennar stendur svo skrýtilega í heimreiðinni, svaraði hann. - Það er eins og hann hafi henst yfir gangstéttarbrúnina, en hún síðan látið hann eiga sig. Faðir Bonnie fór út með Rick, sem vissulega hafði á réttu að standa. Enginn heilvita bílstjóri myndi ganga svona frá bíl, nema eitthvað alvarlegt væri að. Faðirinn fór svo inn til að athuga með Bonnie, en kom út andartaki síðar, mjög svo áhyggjufullur. - Hún er ekki inni hjá sér, sagði hann. - Svo er að sjá, sem hún hafi alls ekkert komið heim í nótt. Hann fór aftur inn og hringdi til lögreglunnar. Bruce Hood, lög- reglumaður, kom innan fárra mín- útna og var sýndur bíllinn. Lykl- arnir stóðu í honum og veski Bonnie með skilríkjum, var á gólf- inu aftan við sætið, þar sem hún geymdi það alltaf. Grunur um mannrán Veskið olli Hood áhyggjum. Fólk átti það til að leggja bílum allavega, en kona yfirgæfi aldrei bíl án þess að taka með sér veski sitt og skilríki. Það var hann viss um, eftir langa reynslu. Hann hringdi á aðalstöðina. - Þetta er annað og meira en týnd stúlka, sagði hann. Rannsóknarlögreglumaður kom á vettvang og síðdegis var fjöldi manns farinn að leita í grenndinni að hinni 19 ára, ljóshærðu Bonnie Dodd. Hún hafði útskrifast úr mennta- skóla 1985 og var ósköp venjulegur unglingur. Eftir skóla fór hún að vinna í húsgagnaverslun í Alpha- retta, aðeins spottakorn frá heimili sínu. Vinnuveitandi hennar sagði um hana: - Bonnie var feimin, þangað til maður kynntist henni. Hún var ósköp mikið barn miðað við aldur og sá aldrei nema það góða í fólki. Hún treysti öllum. Samt reyndust ekki allir henni vel. Hún hafði meðal annars haft það verkefni að innheimta leigu fyrir sjónvarpstæki og húsgögn. - Hún fékk allt aðra innsýn í lífið við þetta, sagði vinnuveitandinn. - Ég brýndi alltaf fyrir henni, að allt fólk er ekki gott í sér eða sanngjarnt. Lögreglumennirnir, sem leit- uðu, voru löngu hættir að vera barnalegir og þekktu bæði gott og slæmt fólk. En að gera ráð fyrir því versta myndi ekki gagna þeim til að finna Bonnie. Húsleit hjá vininum Hún hafði seinast verið heima hjá sér á sunnudeginum, þegar fjölskyldan fór í bátsferð til Lainier-vatns og borðaði á veit- ingahúsi á heimleiðinni. Um kvöld- ið var kaffi heima og boðið upp á tveggja hæða tertu, sem Bonnie bakaði sjálf. Þar var líka núverandi vinur hennar, Bill Carson, 21 árs. Hann dvaldi til ellefu um kvöldið, en þurfti að fara snemma til vinnu. Hann var ekki á bíl, svo Bonnie ók honum heim, sem var ekki langt. Hún ætlaði að koma strax aftur. Öllum fannst það í lagi og Bon- nie fór. Fjölskyldan horfði um stund á sjónvarp, en háttaði síðan. Engin varð neins var, fyrr en Rick kom um morguninn. Nú fóru lögreglumenn heim til Bills, sem bjó í húsvagni númer 33 skammt frá. Hann var heima og féllust hendur, þegar honum voru sagðir málavextir. Bonnie hafði farið frá honum um hálf tólf. Hún hafði ekki einu sinni komið inn, þau spjölluðu svolítið í bílnum og borðuðu tertusneiðar. Bill bauð lögreglunni innfyrir. Leitað var nokkuð vandlega í vagninum, en ekkert fannst, sem benti til að Bill hefði verið viðrið- inn hvarf Bonnie. Áhyggjur hans voru alveg jafn raunverulegar og allra annarra. Shirley Wedlock sagði frá því sem hún hafði heyrt og séð um kvöldið. Þau hjón höfðu rætt það, þegar hann kom úr baðinu, en komið sér saman um að þetta væru fjölskylduerjur og ákveðið að gera ekkert. Leitað til almennings Heima hjá Bonnie hafði enginn heyrt neitt. Allar gáttir voru lokað- ar og loftkælingin á fullu, þannig að ekkert heyrðist utanfrá. Tim Turner hafði fyrrum verið vandræðamaður, en haldið sig á mottunni lengi. Hann þekkti Bonnie ekkcrt. Rick Ellis, glæsilegur, alvarlegur piltur, var yfirheyrður. Hann var fjölskylduvinur og þau Bonnie höfðu verið mikið saman í skóla. Þó þau væru ekki lengur par, voru þau góðir vinir. - Eg var alltaf hrifinn af Bonnie, sagði hann. - Hún var mjög sérstök mann- eskja. Hin 19 ára, Ijóshærða Bonnie Dodd átti sér einskis ills von, er hún var að leggja bíl sínum í heimreiðina. Síðan veit enginn hvað gerðist, en lík Bonnie fannst í skógi í næstu sýslu fimm dögum síðar. - Hvar varst þú á sunnudags- kvöldið? vildi lögreglan vita, eins og um alla aðra, sem talað var við. Rick var í kirkjukórnum, ásamt föður sínum og þeir höfðu verið í kirkju um kvöldið. Síðan fóru þeir heim og Rick ekki út, fyrr en hann sá bílinn um morguninn. Alveg eins og Bill, vonaði Rick það eitt, að Bonnie væri heil á húfi. Þremur dögum síðar ákvað lög- reglustjórinn að gera fjölmiðlum viðvart. Lýsing var gefin á Bonnie og vandlega tekið fram, að hún hefði ekki stungið af, slíkt væri fjarri henni. Líklegast væri að henni hefði verið rænt og óskað var eftir aðstoð almennings til að finna hana. Æ Mikið var hringt. Meðal annars hringdi verslunareigandi, sem sagði að stúlka á gulri Toyotu hefði komið inn í búðina um hálf tólf á sunnudagskvöld, ein síns liðs og ekki virst í neinu uppnámi. Hún fór aftur, án þess að kaupa neitt. Lík í trjágarði Þann 19. júní var hringt í lögregl- una í Roswell, skammt frá. Maður- inn var æstur og vildi ekki gefa upp nafn sitt. - Það er lík við gljúfrið í Wallergarði, sagði hann og lagði á. Neal Cobb frá Roswell-lögregl- unni fór út í hinn geysistóra Waller- garð sem er að mestu leyti furu- skógur. Hann gekk eftir stíg, upp á klett, þaðan sem sést yfir gljúfrið. Þá kom hann auga á líkið. Það var af ljóshærðri stúlku, í dökkum stuttbuxum og ermastuttum bol. Með í för voru menn frá For- sythe-lögreglunni og þeir voru ekki í neinum vafa um að líkið var af hinni týndu Bonnie Dodd. Það var töluvert farið að rotna, enda heitt í veðri. Við bráðabirgðarannsókn þótti sýnt, að Bonnie hafði verið kyrkt og það fljótlega eftir að til hennar sást seinast. Allt benti til að líkið hefði síðan verið dregið þang- að sem það fannst. Lögreglustjórinn flutti fjölskyld- unni harmafregnina og sagði að allt sem í mannlegu valdi stæði yrði gert til að hafa uppi á morðingjan- um eða morðingjunum. Seinna um kvöldið gaf maðurinn sig fram, sem bent hafði á líkið. Hann kvaðst hafa rekist á það, er hann var á gangi um garðinn, eða öllu heldur runnið á lyktina. Hann hefði ekkert snert og enginn hefði verið nærri. Hann hefði ekki þorað að segja til nafns, af ótta við að flækjast í málið. Morðinginn dökkhærður Líkið var krufið og þar kom fram, að dánarorsökin var annað- hvort höfuðhögg eða kyrking. Vegna þess hve líkið var mikið rotnað, var ekki hægt að segja til um nauðgun eða kynferðislega áreitni, en slíkt var ekki útilokað, því kynhár karlmanns fundust í nærbuxum hennar. Við nánari rannsókn reyndust hárin af dökk- hærðum kákasusmanni og hægt * .VA.V.V.V.T.V.VÁ > S'.V.V.V.V.V.V.V.V.V. V. V. V. V. v.v.v.vv.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.