Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. maí 1988 HELGIN 19 AMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL yrði að bera þau saman við hann, ef haft yrði uppi á slíkum. Ennfremur fundust trefjar á föt- um Bonnie, sem taldar voru úr bíláklæði eða fóðri innan úr farang- ursgeymslu bíls. Raðað var saman brotum úr bílljósi, sem fundust undir afturendanum á bíl Bonnie og reyndust þau af Chevrolet Cava- lier, árgerð 1981 til 1986. TæpóOOO slíkir bílar voru þá í umferð, aðeins á Atlanta-svæðinu. Walraven lögreglustjóri lét engu að síður svipast um eftir bílnum um allt ríkið og leitaði enn aðstoð- ar almennings. Tekið var fram, að eigandi bílsins væri ekki endilega grunaður, en gott væri að hafa tal af honum. Sama kvöld hringdi íbúi í Ros- well til lögreglunnar og sagðist þekkja svona bíl og eiganda hans, Timothy Kevin Turner. Hann ætti heima í Bern í Norður-Carolínu, en hefði verið í Roswell í fjöl- skyldufagnaði enda búið þar áður. Vandræðamaður Lögreglan athugaði sakaskrá Turners. Þar sást að hann hafði verið handtekinn 1981 fyrir að bíta eyra af manni í slagsmálum. í>á réðst hann á lögreglumann, seildist eftir byssu hans og særði hann. Hann fékk sex ára dóm, en strauk eftir tvö ár og stal bíl, áður en hann var gómaður. - Tim var vandræðagaur, sagði skilorðseftirlitsmaðurinn. - Hann var ári lengur en hann þurfti í fangelsi, af því hann hagaði sér eins og villimaður. Eftir að Turner var látinn laus, flutti hann til Bern, kvæntist og stofnaði fjölskyldu. Hann hafði ekki lent í útistöðum við réttvísina síðan. Walraven gerði lögreglunni í Bern viðvart um að hann vildi hafa tal af Turner. Menn fóru á staðinn, en enginn var heima. Eftirlit var haft með húsinu, en því hætt eftir hálfan sólarhring, þegar Turner gaf sig fram á lögreglustöðinni. - Mér skilst að verið sé að leita að mér, sagði hann. Menn frá Forsythe sóttu hann um kvöldið og spurðu hann um Dodd-morðið. Hann viðurkenndi, að hafa ekið á gula Toyotu, en neitaði með öllu að hafa numið Bonnie Dodd á brott, vissi ekki einu sinni hver hún var. - Það var ekki ég, sagði hann. - Slíkt myndi ég aldrei gera. Hann viðurkenndi líka að hafa verið alldrukkinn þennan sunnu- dag, en áfengi hefði aldrei þau áhrif, að hann áreitti saklaust kvenfólk. Beinharðar sannanir En honum var ekki trúað. Talið var að Turner hefði komið auga á Bonnie Dodd hrópaði á hjálp og til hennar heyrðist, en enginn gerði neitt. Bonnie, þegar hún fór frá Carson, elt hana og ekið á bílinn, til að geta rænt henni. Þann 1. júlí var Turner tilkynnt, að hann fengi slæmar fréttir. - Þær geta varla verið verri en að sitja í fangelsi fyrir eitthvað, sem maður gerði ekki, svaraði hann. - Þær eru það samt, sagði lög- reglumaðurinn og tilkynnti honum síðan, að rannsóknarstofan stað- festi, að hárin væru af jtonum og trefjarnar úr fötum Bonnie væru úr gólfteppinu í bílnum hans. Nú væri hann í vanda. Ef hann hefði eitt- hvað að segja, skyldi hann gera það núna. - Einmitt það, sagði Turner og kinkaði kolli. Síðan endurtók hann að hann hefði ekki drepið stúlk- una, en vissi hver væri sekur. - Ég veit ekki hvers vegna hann gerði það, kannske missti hann stjórn á sér. - Hvernig skýrirðu þá hárin og trefjarnar? vildi hinn vita. - Ég veit ekkert um hárin. - En ég notaði bílinn minn til að losa okkur við líkið. Það var bara vinargreiði. Sá sem Turner nefndi og sakaði um morðið, var nú sóttur. Hann sagði Turner erkilygalaup og bað um að fá að gangast undir lygamæl- ispróf til að hreinsa mannorð sitt. Hann fékk það og var laus undan öllum grun. Timothy Turner kom fyrir rétt, ákærður fyrir morðið, þann 20. október 1986. Hann sat hreyfingar- laus, meðan verjandi hans lýsti yfir sakleysi hansog kenndi Bill Carson um. Carson hefði myrt stúlkuna og falið líkið til 19. júní, er hann stal bíl granna síns og ók með það upp í Wallergarðinn. Bíll nágrannans var svartur pallbíll, en slíkur hafði sést í Wallergarðinum á fimmtu- dagsnótt, þar sem maður tók út úr honum eitthvað, sem líktist upp- vöfðu gólfteppi. Eigandi svarta bílsins sagði að útilokað hefði verið að stela bíln- um umrædda nótt, án þess að einhver yrði var við það. Eigýakona Turners bar ekki vitni. Eftir handtöku hans sagði hún lögreglunni, að hann hefði sagt sér að hann hefði kyrkt stúlku, af því hún hló að honum. Fjarvera hennar hafði þó engin áhrif. Tur- ner var sekur fundinn um morðið eftir aðeins þriggj a stunda samræð- ur. Það virtist koma honum mjög á óvart og honum varð að orði: - Þið dæmið rangan mann. Ég gerði það ekki. Samt sem áður fékk hann lífstíðarfangelsi. I LADA STATION 5 g. Verð frá 276. Hugsaðu málið Ef þú ert í bílahugleiðingum,ættir þú að lesa þessa auglýsingu tvisvar. Ræddu við sölumenn okkar um kosti LADA bílanna og vinsælu greiðslukjörin. Afgreiðslu- tíminnn er 2-4 dagar. Við eigum einnig úrval notaðra LADA bila. Beinir símar: Nýir bílar sími: 31236 Notaöir bílar sími: 84060 Opið laugardaga frá 10-16 ÓBREYTT VERÐÁ MEÐ- AN BIRGBIR ENDAST RAGNAR OSKARSSON BAL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.