Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 1
Endurskoðunhækkaði um ríílega hundrað prósent á einu ári • Baksíða Elding drap tvær kýr á bænum Svarf- hóli í Leirársveit • Blaðsíða 2 VesU fjarðakjálkanum stefniríþrot • Blaðsíða 5. Hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjötíu ár ÞRIÐJUDAGUR 12. JULI 1988 - 156. TBL. 72. ARG. Vildu átta milljarða af ódýru lánsfé í útlöndum: Lánsfé verðlagt út af markaðnum ÓÐAVERÐBOLGA? Látið spariféð ekki brenna upp á verðbólgubálinu Seðlabankinn hcfur reiknað út lánskjaravísitöluna fvrir júlímán- uð og er hún 2154 stig. Hún hef- ur því hækkað um 5% á einum mánuði, sem svarar til 80 % verðbólguhraða miðað við heilt ár. Þó verðbólguhraðinn minnki eitthvað á næstunni eru ennþá þó nokkrar hækkanir í pípunum og verður hann því áfram nokkuð hár a.m.k. fram á haustið, eða væntanlega 40-50%. Hins vegar er óskandi að upp úr því takist að hemja verðbólguna og ná betri tökum á verðbólgudraugnum. Vegna mikillar óvissu, m.a. um hvort gnpa þurfi til cnn einnar gengisfellingar í haust með til- hcyrandi víxlhækkunum kaup- gjalds og verðlags, er alls ekki sjálfgefið að sú ósk rætist. Eggið eða hænan fyrst? í ljósi þeirrar óvissu sem er fram- undan og hér hefur verið rakin, Frh. i opnu Fjárvana fyrirtæki hafa sótt um erlendar lántökur upp á átta milljarða króna. Þetta dæmi gengur aldrei upp því lántökur sem heimilaðar verða eru ekki nema áttundi hluti þess sem þegar hefur verið sótt um. Einn milljarður er til skiptanna og sendu innlánsstofnanir inn tillögur sínar um lán- veitingar í lok síðasta mánaðar. Lántökur erlendis eru hagstæðari kostur en lánsfé það sem er á boðstólum innan- lands og virðist sem lánsfé hér hafi verið verðlagt út af markaðnum, þar sem ásókn- in í erlent lánsfjármagn er svo mikil sem raun ber vitni. Tillögur bankanna miðast nær eingöngu við sjávarútvegsfyrirtæki og iðnaðurinn hreinsar upp afganginn. • Blaðsíða 5 Forsíða Verðbréfamarkaðsins, fréttabréfs Fjárfestingafélagsins, hún talar sínu máli. Danir með stæla við Hafþór á Dohrnbanka: Ætla þeir sér ao hirða trvggingarfé án dóms? Útgerð togarans Hafþórs RE hrökk heldur betur við þegar orðsending barst frá grænlenskum yfirvöldum, þess efnis að ekkert yrði af réttarhöldum vegna meintra ólöglegra veiða togarans innan grænlenskrarfiskveiðilögsögu. Útgerðin reiddi fram tryggingarfé að upphæð þrjár milljónir íslenskra króna og virðist sem grænlensk yfirvöld líti svo á að tryggingarféð sé þeirra og málið þar með úr sögunni. K • Blaðsíða 3 .............ummm . 9B

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.