Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 2
iV{Vidjudagur.l£rjúlí 1988 2 Tíminn nn .' i't ' T 1 Bóndi segir þrumurnar líkastar því að þota væri á hlaöinu Eldingu sló niður í kýr með öskrandi gný Elding varð tveimur kúm á Svarfhóli í Leirársveit að aldur- tila á sunnudag og sló þá þriðju rænulausa. Þrumuveðrið skall þar á með hávaða og látum um hálfþrjúleytið, en Veðurstofan hefur tilkynningar um veðrið frá veðurathugunarstöðvum á Þing- völlum og í Reykjavík frá hádeg- isbili til klukkan 18:00 að kvöldi. Eldingu laust einnig niður í íbúð- arhús við Grundartanga, en varð engum meint af. Rafstöðin brann aftur á móti yfir. „Það var ólýsanlegur hávaði eins og að vera með þotu úti á hlaði," segir Reynir Ásgeirsson, bóndi á Svarfhóli, en þrumuveðrið gekk yfir bæinn. „Það sló eldingu niður í um 250 m fjarlægð frá bænum með öskrandi gný. Þar höfðu kýrnar safnast í þéttan hóp og þegar ég gætti að þeim, því að ég hélt að þær hefðu ef til vill orðið skelfdar við ósköpin, sá ég hvar lágu þrjár kýr á jörðinni og voru hinar að hnusa af þeim. Tvær voru dauðar og ein í krampa- kasti spriklandi, en hún lifði af. Hún lá þó í hálftíma, áður en hún skröng- laðist á fætur. Hinar voru sviðnar og eldrákir hlaupið eftir þeim. Sums staðar voru þær brunnar inn að skinni. Kýrnar hafa dáið samstundis. Ár- eiðanlega hraðar en af byssukúlu, ef þar er einhver munur á. Önnur var fyrsta kálfs kvíga og hin átti að bera þriðja kálfi um mánaðamótin. Sú, sem lifði af, bar í vor, en ekki veit ég hvort hún hafi gelst við lostið. Þó ekki væri nema af hávaðanum af þrumunum gæti nyt kúnna minnkað." Bóndi dró kýrnar þegar í gröf og urðaði. Sjónarvottur að atburðinum lýsti honum svo, að eldglæring hefði komið niður í miðjan kúahópinn, þar sem hann hafðist við í rigning- unni skammt frá Laxá í Leirársveit. Örstuttu síðar dunaði í sveitinni. Tveimur eldingum að auki laust niður skammt frá og þremur metrum frá Laxá. Þær boruðu göt gegnum grasbakkann, svo að sá í ána í gegn. “Eins og litlum fallbyssukúlum hefði verið skotið í bakkann. Torfusneplar spýttust út í ána,“ segir Reynir bóndi. „Þetta var andstyggileg aðkoma," segir hann um merki eldingarinnar, sem drap fyrir honum kýrnar. „Eld- ingunni hafði lostið niður fast við hliðina á annarri kúnna sem drapst og sviðið grasið niður í svörð. Kýrin hafði brunnið upp eftir afturfótum og júgrum og sennilega verið að bíta og með granirnar niður við jörð, því að hún var öll sviðin framan upp að hesi. Hin lá skammt frá og hafði blóð gusast fram úr henni. Líkast til hafa slagæðar sprungið. Ef til vill vegna þess, að hún átti stutt í burð.“ Sú kýrin, sem lifði, var dágóða stund að átta sig á tilverunni á ný, en ekki er að sjá, að henni hafi orðið varanlega meint af. Tjón bónda er talið nema 150 þúsundum króna. „Þetta var allt tryggt," segir Reyn- ir. „Það er aftur vafamál, hvernig beri að meta þessar skepnur." þj Svarfhólar í Leirársveit. Örin sýnir hvar eldingin drap kýrnar. Tíminri Pjetur Reynir Ásgeirsson, bóndi á Svarf- hóli, missti tvær kýr, þegar elding laust þær á sunnudag. Aðrar elding- ar komu niður á árbakka og boruðu göt gegnum hann. Tíminn Pjelur Þrumuveöriö knýr óþvrmileqa dvra á 5-10 ára fresti: VEIDISTANGIR GETA DREGID AD ELDINGAR aS*X „Þrumuveöur eins og það, sem geisaði á sunnudag, kemur upp um hásumar á fímm til tíu ára fresti,“ segir Bragi Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands. „Um það eigum við gögn langt aftur í tímann. Árin 1960, 1976 og 1982 urðu þrumu- og eldingaveður í öndverðum júlímánuði, rétt eins og nú. 1982 urðu skaðar á húsum og skepnum. 1976 laust eldingu niður í sumarbústað í Grindavík og brann hann að köldum kolum. 1960 sló eldingum allvíða niður og varð af talsvert jarðrask.“ Víða er gripið til þeirra ráða, að taka heimilistæki úr sambandi, þegar eldingar lýsa himin, og forðast alla leiðara, svo sem loftnet, stangir og teina. Maður á opinni dráttarvél t.d. er berskjaldaður og upplagt skot- mark eldinga. Þá hefur veiðimönn- um í laxveiðiám í Leirársveit og Kjós stafað hætta af, því að veiði- stangir þeirra geta leitt rafmagn og dregið til sín eldingar. Margt er á huldu um upptök þrumuveðurs og eðli eldinga, en fróðustu menn telja, að rafspenna í eldingu sé allt að 10 þúsund voltum. Bragi Jónsson segir, að menn geti áætlað fjarlægðina að þrumveðrinu, taki þeir eftir hve langur tími líði frá því að þeir sjái eldinguna og þar til þruman berst þeim til eyrna. Sá munur ráðist af því, að hraði Ijóssins sé svo miklu meiri, en hraði hljóðsins. Þeim mun styttri tími, sem frá líður eldingunni þar til þruman heyrist, þcim mun nær er þrumuveðrið. Spurninga sem þessara segir Bragi veðurfræðinga iðulega svara fróð- leiksfúsum, sem hafa samband við Veðurstofuna, þegar óvenjuleg veð- ur ganga yfir, en íslendingar yfir höfuð þekkja lítt til, hvernig bregð- ast eigi við þrumum og eldingum. segir, að þennan sunnudag hafi verið mjög kalt í háloftum eða um fjörutíu stiga frost, en hiti við yfir- borð jarðar hafi verið á bilinu þrett- án til sextán stig. Geysilegur hitam- ismunurinn hafi myndað rafhleð- sluna. „Það eru ekki einungis húsdýr, sem þrumuverður getur orðið að bana,“ segir Bragi. „Við þekkjum dæmi þess, að menn hafi látist, en á bilinu frá 1860 til 1870 kom elding niður í hús á Suðurnesjum og drap nokkra menn. Ekki man ég hvort þeir voru fimm, sex eða sjö. Auk þess eru til öruggar heimildir um fleiri mannslát af þessum völdum í fyrri tíð.“ þj götunni Eldur kom upp í bifreið sem stóð á horni Skútagötu og Frakkastígs um miðnætti á Sunnudag. Enginn var í bifr- eiðinni og engin meiðsl urðu á fólki, en bifreiðin er mikið skemmd. Ekki er vitað um eldsupptök. Siökkviliðinu tókst að bjarga nokkrum trésmíðaverkfærum og öðrum munum úr bifreiðinni.-gs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.