Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 3
:,>rið]íidáöul-Í2vjtilVl 988 Grænlensk yfirvöld vilja ekki rétta í máli Hafþórs RE: ■i'iirniT v Timinn 3 Hirða tryggingu og segja málinu lokið Hafþór RE 40, sem gerður er út frá ísafirði, hefur lent í hinum mestu hrakningum frá því að hann var tekinn í grænlenskri lögsögu að meintum ólöglegum veiðum á miðvikudag. Skipið hefur verið stoppað, því sleppt, það tekið aftur af danska varðskipinu Vædder- en, því sleppt eftir undirritun samninga og loks þegar bankaábyrgðir lágu fyrir, vilja grænlensk stjórnvöld hirða féð og neita að rétta í málinu. Málið hefur þróast á eftirfarandi hátt. Rækjutogarinn Hafþór RE 40, sem áður hét Baldur og var varðskip, var á miðvikudag tekinn af danska varðskipinu Vædderen, fyrir meint- ar ólöglegar veiðar, vestan megin við miðlínuna milli íslands og Grænlands. Eftir að hafa skrifað undir staðfestingu um staðsetningu skipsins og að það hafi verið við veiðar, var skipinu sleppt. Mælingar dönsku Gæslunnar segja skipið hafa fyrst verið 5,7 sjómílur vestan megin við miðlínuna og það hafi síðan verið tekið um 3 sjómílur vestan við línuna. f>essu er útgerðin að sjálf- sögðu ósammála og segja skipið hafa verið austan við, eða rétt vestan við línuna, sem fellur innan löglegra skekkjumarka. Hér virðist um kortalegan misskilning að ræða, þar sem Hafþór hefur meðferðis þýsk kort, sem ekki eru sammála kortum Vædderen um hvar miðlínan liggur. Vædderen kemur aftur Eftir undirritunina, hélt Hafþór síðan áfram veiðum á Dohmbanka á fimmtudag og fyrri hluta föstudags. Um hádegisbilið kom varðskipið aftur á fullri ferð, inn í íslenskri efnahagslögsögu, og bað skipstjór- ann leyfis um að fá að koma með pappíra um borð frá dönsku her- stjórninni, sem var samþykkt. Þá „hertóku" Danirnir hins vegar skipið. Fyrst leyfðu þeir þó skipinu að halda áfram að draga, þar sem nýbúið var að kasta trollinu út. Skipinu var síðan siglt áleiðis til Grænlands í fylgd Vædderen og ekki sleppt fyrr en á hádegi á sunnudag, þegar Landsbankinn á ísafirði lagði fram tæplega þriggja milljóna króna tryggingu. Grænlensk yfirvöld ákváðu .hins vegar í gær að milljónimar þrjár væm ekki tryggingarfé, þar til réttað hefði verið í málinu, heldur sektar- greiðsla. Þau hafa því ákveðið að ekki verði réttað í málinu; því sé einfaldlega lokið. Teknir, sleppt, teknir, sleppt Þessi ákvörðun hefur komið út- gerðaraðilanum, Landsbankanum á Isafirði, og ekki síst skipstjóra Hafþórs, Gunnlaugi Gunnlaugssyni, í opna skjöldu. „Ég kem nú bara gersamlega af fjöllum. Maður einfaldlega veit ekki hvað skeði. Við erum teknir, okkur er sleppt, við erum teknir aftur og okkur sleppt aftur. Svo kemur þetta ofan á allt saman,“ sagði Gunnlaug- ur í samtali við Tímann í gær. Hafþór var þá staddur undan Bjarg- töngum og var á leið til ísafjarðar. Samningurinn kveður hins vegar á um að bankaábyrgð Landsbankans sé tryggingarfé, þar til réttað hefur verið í málinu og endanleg sekt, ef dómur myndi falla svo, yrði ákveðin. „Það verður sendur bátur eftir skjölunum, það er að segja samn- ingnum sem undirskrifaður var, og útgerðarstjórinn fær þau síðan í hendurnar," sagði Gunnlaugur. íslendingar „plataðir“? Þessi furðulega stefna málsins hef- ur að sjálfsögðu vakið mikla athygli og hafa menn rætt hver geti verið Niðurstaöa deildarfundar félagsvísindadeildar: Hannes Hólmsteinn fær ekki að kenna skyldunámskeiðin Viðbrögð háskólamanna við ráðningu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í lektorsstöðu í stjórnmálafræði við Háskóla fslands, eru öll á einn veg. í gær samþykkti deildarfundur félagsvísindadeildar einróma að Hannes Hólmste- inn fengi ekki að kenna skyldunámskeið í stjórnmálafræði við Háskóla íslands á næsta ári. Nemendur við deildina höfðu sent kennurum bréf þar sem þess var krafist að kennsla í grunnnámskeið- um í faginu yrði í höndum hæfra kennara og að Hannes Hólmsteinn yrði þar ekki með talinn þar sem hann hefði ekki hlotið ótvíræðan hæfnisdóm dómnefndar. Samþykkt deildarfundar í gær er í samræmi við þessa kröfu. Deildin ákveður sjálf kennsluskrá sína, hvaða námskeið eru í boði og hverjir kenna þau. f yfirlýsingu fundarins í gær segir að hún muni engum fela að kenna námskeið sem ekki er til þess hæfur. Lektorsstaðan, sem Hannes Hólmsteinn var skipaður í, mun því ekki nýtast eins og í upphafi var ráðgert. Eðlilegt hefði talist að ný- skipaður lektor tæki að sér kennslu í grunnfögum, en ljóst má nú vera að deildin mun leita annarra leiða til að fullnægja þeirri kennslu. Ef fer sem horfir mun deildin þurfa að ráða stundakennara til að gegna þeim skyldum, sem Ólafur f>. Harðarson, einn umsækjenda um stöðuna, hefur reyndar gegnt síðustu árin. Óvíst er hvort Ólafur muni sætta sig við það hlutskipti lengur, þ.e. að vera stundakennari. Samkvæmt niðurstöðu deildar- fundar mun Hannes Hólmsteinn því einungis fá að kenna valnámskeið, annaðhvort þau sem fyrir eru og henta Hannesi, eða ný námskeið sem búin yrðu til. Ekki náðist í Birgi ísleif Gunnars- son, menntamálaráðherra, í gær- kvöldi þegar niðurstaða deildarfund- ar félagsvísindadeildar lá fyrir. JIH Vaknaði við eld Maður sem svaf vært í bifreið á Patreksfirði á sunnudagsnótt vakn- aði upp við vondan draum, það logaði nefnilega glatt í húddinu á bifreiðinni. Manninum tókst að koma sér út úr bifreiðinni áður en hún brann til kaldra kola og meiddist ekkert. Bifreiðin, sem var eign bflaleigu, er ónýt og er ekkert eftir nema rústir einar. Ekki er vitað um eldsupptök, en fullyrt er að ekki var um íkveikju að ræða. Þá valt bifreið á Dynjandisheiði við Patreksfjörð um helgina, engin meiðsl urðu á fóiki en bifreiðin er mikið skemmd. -gs ástæðan fyrir áðurnefndri hegðun grænlenskra yfirvalda. Hafa menn velt þeim möguleika fyrir sér að orðalag samningsins sé loðið og flókið og að íslendingar hafi einfald- lega verið „plataðir" í málinu. Birgir Valdimarsson, útgerðar- stjóri Hafþórs, vildi í gær ekkert tjá sig um málið. „Ég get ekkert sagt um þetta fyrr en ég sé samninginn milli skipstjór- anna. Það stendur að vísu skýrum stöfum í orðsendingu Dana að um tryggingu sé að ræða, ekki sekt,“ sagði Birgir í samtali við Tímann. Gunnlaugur skipstjóri sagðist heldur ekki geta gefið efni samnings- ins upp. „Þetta er trúnaðarskjal,“ var það eina sem Gunnlaugur vildi segja. Tap minnst fjórar mill jónir Það er hins vegar ljóst að útgerð Hafþórs hefur orðið fyrir miklum skaða vegna málsins. Skipinu var siglt á fullri ferð til Grænlands af Vædderen, og segir Gunnlaugur olíueyðsluna muna að minnsta kosti fjórum dögum að veiðum, auk þess sem það var frá veiðum meðan það var í “vörslu“ Dana. Hefur verið áætlað að tapið nemi að minnsta kosti fjórum milljónum króna. Við það bætist síðan ef milljónirnar þrjár, sem áttu að vera trygging, fást ekki endurgreiddar. -SÓL Vinningstölurnar 9. júlí 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.398.744,- 1. vinningur var kr. 2.202.746,- Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur. 2. vinningur var kr. 660.060,- og skiptist hann á 190 vinningshafa, kr. 3.474,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.535.938,- og skiptist á 6.047 vinningshafa, sem' fá 254 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.