Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 5
f»nfðjudagúr 1'2;,'juíí' 'Í'9lð8 ojiirn-T í5 Tíminn 5 Tillögur bankanna um skiptingu eins milljarðar heimildar til lántöku erlendis milli fjárvana fyrirtækja: Fiskurinn gengur fyrir og iðnaður hreinsar upp Allt atvinnulíf í landinu á í verulegum vandræðum með að útvega fjármagn og innlend lán eru þeim of erfið. Þetta skýrir að stórum hluta þá miklu aðsókn sem verið hefur í heimiídir til lántöku erlendis, eins og fram kemur í viðtölum við bankastjóra. Þeir segja að allt atvinnulíf í landinu sé að reyna að skapa sér rými til að bæta vaxandi vanskil og rekstrarerfiðleika og grípi því erlend lán fegins hendi, enda eru þau hagstæð eins og er og hafa verið mun hagstæðari en innlend lán síðustu fjögur árin. Sótt hefur verið um jafnvirði um átta milljarða króna til bankastofnana og eru þær umsóknir nú til umfjöllunar í viðskiptaráðuneytinu. Ákveðið hefur verið að veita aðeins heimildir til lántöku erlendis að jafnvirði eins milljarðs króna og hefur því verið úr vöndu að ráða fyrir þá sem þurfa að gera upp á milli fjárvana fyrirtækja. Sjávarútvegurinn hefur forgang og þar á eftir kemur iðnaðurinn í Iandinu. Bankastofnanirsendu í endaðan júní inn til viðskiptaráðuneytis til- lögur sínar að því hvaða fyrirtæki fái erlend lán. Hefur einum mill- jarði verið skipt þannig að Lands- banki fær að gera tillögur að ráð- stöfun 600 milljóna króna og Bún- aðarbankinn 150 milljóna króna, Samvinnubankinn 30 milljóna króna, en Iðnaðarbankinn og Verslunarbankinn skipta restinni á milli sín. Sjávarútvegur og iðnaður Búnaðarbankinn og Samvinnu- bankinn gera það að tillögu sinni að eingöngu verði veitt lán til fyrirtækja í sjávarútvegi af þeim hluta milljarðarins sem til skipt- anna er. Telja bankastjórarnir Stefán Pálsson, Búnaðarb., og Geir Magnússon, Sartivinnub., að sjávarútvegurinn verði að hafa for- gang vegna stöðu sinnar, þótt mörg önnur fyrirtæki ættu fullan rétt á lánum. Landsbankinn gerir að til- lögu sinni að sjávarútvegurinn fái bróðurpartinn af 600 milljónunum en fyrirtæki í iðnaði fái einnig sinn hluta. Mikill fjárskortur Segir Helgi Bergs, bankastjóri Landsbankans, greinilegt að al- mennur fjárskortur sé í öllum út- flutnings og samkeppnisgreinum þjóðarinnar. Undir þetta tekur Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, og segir að svo virð- Úr afgreiðslu Landsbankans. Hann gerir tillögur að ráðstöfun 600 milljóna af milljarðinum sem er til skiptanna. ist sem atvinnurekstur sé almennt rekinn með halla og útlit sé fyrir að með þessum umsóknum séu menn að ná sér í aukið svigrúm. Pessi mikla eftirspurn eftir heimild til erlendrar lántöku sé í fullu sam- ræmi við þá miklu eftirspurn eftir lánsfé sem verið hefur um nokkurt skeið hjá flestum fyrirtækjum. Bankastjórarnir eru allir sam- mála um að miðað við lánakjör núna séu erlend lán hagstæðari en innlent lánsfé. Petta sé þó saman- burður sem fari mjög eftir gengis- þróuninni. Hagstæðari lán en hér heima Segir Helgi Bergs að lán þessi sem vcrið sé að ræða um, séu hagstæð miðað við stöðugt gengi, en það gcti brugðið til beggja vona. Pessi lán sem nú er verið að fjalla um eru hins vegar ekkert hagstæðari eða óhagstæðari en er- lend lán hafa lcngi verið. Stefán Pálsson segir að miðað við lánakjör núna séu erlendu lánin hagstæðari en innlend. Geir Magnússon segir að síðustu tvö til þrjú árin hafi erlend lán verið hagstæðari en innlent lánsfé og geti það ráðið nokkru um eftirspurnina núna. Árið 1984 sé hins vegar dæmi um erfitt ár fyrir þá sem tekið höfðu lán erlendis og það segi sitt að þurfa ekki að leita lengra aftur í tímann til að finna óhagstæðari kjör. KB Stefnir atvinnulíf á Vestf jörðum í þrot? Fiskvinnslufyrirtæki á Vestfjörðum eiga nú í miklum rekstrarerf- iðleikum vegna lélegrar lausaQárstöðu. Þeir sem Tíminn ræddi við í gær töldu að ástandið væri það slæmt hjá sumum fyrirtækjum að á hverjum degi blasi við lokun. Fyrir helgi átti stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða viðræður við þingmenn kjördæmisins um rekstrargrundvöll atvinn- uveganna á Vestfjörðum. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður segir í samtali við Tímann að sum fyrirtækin orki ekki miklu meira en að kraka saman í launagreiðslur. Samkvæmt heimildum Tímanseru einna verst settu fyrirtækin Hrað- frystihús Patreksfjarðar, Kaupfélag Dýrfirðinga Þingeyri, Fiskiðjan Freyja Súgandafirði, Einar Guð- finnsson Bolungarvík og rækju- vinnslufyrirtæki á ísafirði, en fjöl- mörg önnur fyrirtæki eru sögð rekin með töluverðum halla og að menn settu eigið fjármagn í reksturinn til að halda honum gangandi. Jónas Ólafsson formaður Fjórð- ungssambandsins og sveitarstjóri á Þingeyri sagði í samtali við Tímann að um stórt vandamál væri að ræða, ekki bara á einum stað. „Það má segja, að allt sé á heljarþröm." Ástæðuna fyrir þessu sagði hann vera að forráðamenn þjóðarinnar skildu ekki hver undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnarværi.'„Fjármagnið er búið að streyma af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins undanfarin 3 ár og þetta er bara ekki hægt lengur. Ytri aðstæður hafa verið erfiðar líka hvað fiskverðið varðar og allt er rekið með tapi eins og er, og verðbólgan drepin niður á kostn- að landsbyggðarinnar." Aðspurður hvað væri til ráða sagði Jónas að breytt stjórnarstefna í efnahagsmál- um væri númer eitt og ekki gott að segja um framhaldið ef ekki yrði snarlega breytt þarum. „Vandinn er það stór að það blasir við lokun á hverjum degi hjá sumum fyrirtækj- um, menn eru að bjarga sér frá degi til dags,“ sagði Jónas. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík sagði að lausafjárstaða fiskvinnslunnar í Bolungarvík væri mjög erfið. Hvað mögulega lokun varðar sagði Ólafur að slíkt hefði. ekki verið sett fram fyrir þá sem bæjarstjórn, en hann sagðist vita það að erfiðleikarnir væru miklir. Einn framkvæmdastjóri fisk- vinnslufyrirtækis á Vestfjörðum sagði í samtali við Tímann að öll umræða um rekstrarvanda fisk- vinnslunnar á Vestfjörðum væri út í hött, eins og hún væri fram sett. „Þegar einstaka þingmenn eru farnir Frá Bolungarvík. að bollaleggja um afkomu og stöðu einstakra fyrirtækja sem þeir hafa ekki hugmynd um. Ég hef ekkert heyrt um þetta nema vindinn í Karvel í útvarpinu á sunnudag. Hver hefur sagt það nema Karvel að ástandið sé eitthvað verra á Vest- fjörðum en annarstaðar. Ég hefði haldið að þetta væri sameiginlegt vandamál allrar þjóðarinnar, en ekki sér vestfirskt fyrirbæri." Og bætti því við að sér virtist sem kvartanir hefðu verið að berast hvaðanæva af landinu undanfarnar vikur. „Ég fæ ekki séð að þetta sé sér vestfirskt fyrirbrigði. Ástæðan fyrir því að það ber meira á þessu á Vestfjörðum heldur en víðast hvar annarstaðar er það að á Vestfjörðum er fiskvinnslan, þá sérstaklega hrað- frystiiðnaðurinn undirstaða alls at- vinnulífs," sagði Sighvatur Björg- vinsson alþingismaður. Hann sagði að þar sem atvinnulífið væri ekki eins fjölbreytt á Vestfjörðum og víða annarstaðar, þá kæmi það mjög fljótt fram í atvinnulífinu þar þegar illa gengi í hraðfrystiiðnaðinum. „Það leysir engan vanda að auka fjárveitingu til fyrirtækja sem eru þannig komin að þau eigi engin veð lengur. Þá er ekki nema um tvennt að ræða, að horfa fram á rekstrar- stöðvun og það sem henni fylgir eða þá að lánardrottnar afskrifi hluta af sínum kröfum eða breyti þeim í hlutafé," sagði Sighvatur. „Það get- ur verið dagaspursmál hvenær rekst- urinn stöðvast. Það er varla að þessi fyrirtæki orki miklu meiru en að kraka saman í launagreiðslurnar." Bjarni Einarsson hjá Byggða- stofnun sagði að þeir þekktu býsna vel til á hverjum stað fyrir sig og að þeir hefðu verið mcð öll þessi fyrir- tæki rneira og minna á milli hand- anna. Aðspurður um aðstoð við fyrrnefnd fyrirtæki sagði Bjarni að hann væri ekki alveg klár á því hvernig stæði hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar. „Við þóttumst vera búnir að gera býsna vel í bili. Káupfélagið á Þingeyri hefur verið mikið hér á borðum og mig minnir að við höfum teygt okkur eins langt og hægt var. Mál Fiskiðjunnar Freyju vil ég helst ekki ræða, en það er býsna erfitt mál.“ Bjarni sagði að öllu væri takmörk sett, hvað varðar að hlaupa undir bagga með fyrir- tækjum. Það hafa verið afgreidd lán til þessara fyrirtækja og fleiri í meira eða minna mæli á þessu ári. „Það eru ekki öll frystihús á Vestfjörðum illa stödd, síður en svo,“ sagði Bjarni. „Þeir hafa ekki haft samband við mig. Hins vegar er ástandið í fisk- vinnslunni slæmt. Þar hafa safnast upp vandamál og þeir hafa ekki nýtt sér uppsveifluna til að takast á við þau. Þess í stað fór það í að stórauka kaupmátt í landinu og í ótímabærar framkvæmdir. Nú hallar undan fæti í þjóðfélaginu almennt og fiskvinnsl- an, að mínu mati, hefur ekki fengið leiðréttingu sinna mála,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra í samtali við Tímann. -ABÓ/SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.