Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 11
Staðan Fram 9 8 1 0 21-2 25 Valur 9 5 2 2 19-9 17 ÍA 9 4 3 2 13-10 16 KR 8 4 1 3 12-10 13 KA 9 4 1 4 13-16 10 Víkingur .. 9 2 3 4 8-14 9 Fór 8 1 5 2 8-10 8 ÍBK 9 1 4 4 11-16 7 Leiftur 9 i 4 m 6-10 V:%. Vðlsungur 9 1 2 6 4-14 6 STAÐAN 10 Tíminn Þriðjudagur 12. júlí 1988 Þriðjudagur 12. júlí 1988 Tírninn 1í 9 aunagre/ðs/na Fwmrit D*‘éiluuiil GJAIDDAGI .FYRIRSKIL . ASTABGREDSLUFC Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftir á. Gjalddagl sklla er 1. hvers mánaðar en eindagi þann 15. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein“. Skilagrein berað skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera I heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjáif- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, rlkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna rlkissjóðs. -Gerið skil tímanlega og forðíst öriröð sfðustu dagana. RSK RlKISSKATTSTJÓRI FH-ingar með góða stöðu Lið FH úr Hafnarfirði hefur nú afgerandi stöðu á toppi 2. deildar- innar í knattspyrnu, eftir góðan sigur á Selfossi um helgina. Leiknunt lauk 2-0, eftir að FH hafði verið 1-0 yfir í hálfleik. Mörk FH gerðu þeir Ólafur Krist- jánsson og Jón Erling Ragnars- son. FH-ingar, scm aðeins hafa tapað 2 stigum til þessa í deild- inni, eru nú næsta öruggír um 1. deildarsæti að ári. BL Heimirmeð tvö mörk Vfðir sigraði Eyjamenn, 3-1, í 2. deildinni í knattspyrnu unt helgina. Eftir markaiausan fyrri hálflcik skoraði þjálfari Víðis, Heimir Karlsson tvfvegis og Guðjón Guðrpundsson bætti þriðja markinu við. Mark Eyja- manna skoraði Páll Grímson. Með þessum sigri halda Vfðis- menn enn f vonina um að endur- heimta 1. deildar sætið. BL Knattspyrna: Jafntefli á Siglufirði Frf Emí Þórunnssyni frvttarítara Tímans. Miklum baráttuleik, KS og Þróttar í 2. deildinnf í knatt- spyrnu, lauk með jafntefli 3-3, eftir að heimamenn höfðu haft yfir í hálflcik 2-1. t KS-ingar voru nær sigri í þess- um leik, þrátt fyrir ákafa sókn Þróttar í sfðari hálfleik. Jöfnun-. artnark Próttar kom aðeins 3 mínútum fyrirleikslok. Mörk KS skoruðu Baldur Benónýsson, Róbert Haraldsson og Paul Friar. Sigurður Hallvarðsson gerði 2 mörk íyrir Prótt og Peter Grey 1. Leikurinn fór fram í hinu hefð- bundna blfðskaparveðri scrn vcr- ið hefur norðanlands undanfarn- ar vikur og ekki virðist ætla að taka enda. FH ........ 8 7 10 20-5 22 Fylkir.... 8 4 4 0 18-13 16 Víöir ..... 8 3 2 3 16-11 1! ÍR ......... 8 3 14 12-15 10 ÍBV ....... 8 3 0 5 18-18 9 Selfoss .... 7 2 3 2 10-12 9 UBK ....... 8 2 3 3 15-18 9 KS ........ 7 2 3 2 16-20 9 Þróttur .... 8 13 4 15-19 6 Tindaslóll .8 2 0 6 11-20 , 6 Valsmenn tóku nýja markatöflu í notkun, þegar þeir fengu KA-menn í heimsókn, að Hlíðarenda á sunnu- dagskvöld. Það mæddi mikið á þess- ari nýju markatöflu Valsmanna á sunnudagskvöldið, því alls voru skoruð 7 mörk í leiknum og þau hefðu hæglega getað orðið fleiri. Markataflan stóðst þessa erfíðu prófraun með sóma. Jafnt í Kópavogi Breiðablik og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í 2. deildar- keppninni í knattspyrnu í Kópavogi í gærkvöld. Jón Þórir Jónsson náði forystunni fyrir UBK, en Jón Bjarni Guðmundsson jafnaði fyrir Fylki fyrir hlé. Jón Bjarni var aftur á ferðinni í síðari hálfleik, en Gunnar Gylfason jafnaði fyrir UBK skömmu fyrir leikslok, 2-2. BL Lárus Guðmundsson var nú kominn inná sem varamaður og strax 49. mín. var hann felldur innan vítateigs. Baldur Scheving dómari leiksins dæmdi umsvifa- laust vítaspyrnu og úr henni skoraði Trausti Ómarsson, 1-1. Ekki var Lárus lengi inná, því strax eftir vítið varð hann að fara meiddur útaf. Meiddist á öxl er hann var felldur í teignum. En Víkingar voru komnir á skrið, á 62. mín. skoraði Trausti Ómarsson aftur, eftir að Þor- steinn Bjarnason varði vel gott skot Atla Einarssonar. Trausti fylgdi vel á eftir og skoraði af öryggi. Víkingar bættu síðan þriðja markinu við á 82. mín. þegar Atli Einarsson lék á varnarmann IBK og síðan á Þorsteinn markvörð og renndi knettinum í netið, 3-0. Sannarlega óvænt úrslit miðað við gang fyrri hálfleiks. Bestir Víkinga voru þeir nafnarnir Atli Einarsson og Atli Helgason ásamt Trausta Ómarssyni. Þá var Guðmundur Hreiðarsson öruggur í markinu. Hjá ÍBK voru Ragnar Margeirsson og Grétar Einarsson bestir. Víkingar hafa nú heldur styrkt stöðu sínu í botnbaráttunni og gaman var að sjá hve vel þeir náðu að rífa sig upp úr slæmum fyrri hálfleik og leika góða knattspyrnu í þeim síðari. Liðin: Víkingur: Guðmundur Hreið- arsson, Atli Helgason, Hafsteinn Kára- son, Hallsteinn Arnarson, Trausti Óm- arsson, Atli Einarsson, Hlynur Stefáns- son, Stefán Halldórsson, Björn Bjart- marz (varam. á 45. mín. Lárus Guð- mundsson varam. á 59. mín. Jón Oddsson) Andri Marteinsson, Gunnar Gunnarsson. ÍBK: Þorsteinn Bjarnason, Daníel Einarsson, Ingvar Guðmundsson (varam. á 21. mín. Jóhann Magnússon) Sigurður Björgvinsson, Grétar Einars- son, Ragnar Margeirsson, Kjartan Ein- arsson (varam. á 65. mín. ) Gestur Gylfason Jóhann Magnússon, Jón Sveinsson, Guðmundur Sighvatsson, Jóhann Júlíusson. KR lá fyrir norðan Þórsarar tóku vel á móti KR-ingum á Akureyri og sendu þá með 2 mörk á bakinu suður. Leikurinn var nokkuð jafn, í bleytunni og hefði allt eins getað endað með jafntefli. Það var Halldór Áskelsson sem gerði bæði mörk Þórs í síðari hálfleik, á 55. mín. og 60. mín. KR-ingar slökuðu á við mótlætið og voru frekar daufir það sem eftir lifði af leikn- um. BL Frá Erni Forarinssyni trétmriMra Tímaiw. Ólufsfirðingar töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í deildarkeppni í mörg herrans ár, þegar þeir fengu Völsunga frá Húsavík í heimsókn á sunnudaginn. Húsvíkingar höfðu sigur 1-0 og máttu þeir, miðað við gang leiksins, teljast heppnir að hafa öll þrjú stigin á brott með sér, enda fögnuðu þeir innilega i leikslok þegar sigurinn var í höfn. Völsungar mættu mjög ákveðnir til heimamenn að koma meira inní leik- leiks og sóttu mun meira fyrstu 20 mín. leiksins, þrátt fyrir að þcir lék gegn allsnarpri norðangolu. Þessi baráttu- gleði virtist koma flatt uppá Leifturs- menn, sem ekki virtust með á nótunum fyrstu mínúturnar. Sigurmarkið kom strax á 10. mín. eftir sókn Völsunga myndaðist þvaga fyrir framan mark Leifturs og úr henni náði Jónas Hall- grímsson að pota knettinum í markið. Eftir því sem lcið á fyrri hálfleik fóru inn. Þeir reyndu talsvert langar send- ingar undan vindinum, en þærenduðu flestar hjá Þorfinni markvcrði Völs- unga. Þorfinnur varði meistaralega, gott skot frá Herði Benónýssyni, neðst í markhorninu, snemma í leiknunt. Þá áttu Ólafsfirðingar nokkur hættulcg skot sem ekki hittu markið, t.d. Hall- dór Guðmundsson og Hafsteinn Jakobsson. Einnig átti Sigurbjörn Jakobsson góðan skallabolta sem Þor- finnur varði. Með vindinn í bakið reiknuðu flestir með að gestirnir myndu sækja mun meira í sfðari hálfleik. Svo varþó ekki, Leifturs-liðið réði gangi leiksins, en gekk illa að skapa sér afgcrandi tæki- færi. Þá náðu Völsungar af og til hættulegum skyndisóknum. Um miðj- an sfðari hálfleik vildu Ólafsfirðingar fá vítaspyrnu, töldu að einn sóknar- maður hefði verið felldur í vítateign- um. Dómarinn lét hins vegar leikinn halda áfram, við litla hrifningu hcima- manna. Hættulegasta tækifæri hálf- leiksins kom á 70. mín. Eftir þunga sókn Leifturs átti Lúðvfk sendingu fyrir markið og aðeins munaði milli- metrum að- Stcinar Ingimundarson næði að skalla knöttinn við fjæn ma. Völsungsliðið barðist vel í þessum leik, enda augljóst að tap í ieiknum þýddi nánast öruggt fail í 2. deild. Bestur í liði þeirra var Þorfinnur markvörður, sem átti mjög góðan dag, einnig má segja að vörnin hafi staðið vel fyrir sínu. Hætt er við að liðið þurfi að sýna betri ieiki ef 1. deildarsætið á að haldast, þrátt fyrir að barátta liðsins í þessum leik væri ágæt. Leiftursmenn voru óheppnir að tapa þessum leik, sem þeir áttu síst minna í. Fyrri hálfleikur var ekki nógu góður hjá liðinu, en þá tókst þeim ekki að nýta sér vindinn, sem óneitanlega hafði nokkur áhrif á leikinn. Dócnari leiksins var Sveinn Sveinsson. Liðin: Valur: Guðmundur Baldursson, Þorgrímur Þraínsson, Sigurjón Kristjánsson, Magni Bl. Pétursson, Atli Eðvaldsson. Sævar Jónsson, Guðni Bergsson, Hilmar Sighvats- son (útaf meiddur á 84.mín. varam. Guðmundur Baldursson) Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson, Jón Grétar Jónsson. KA: Haukur Bragason, Friðfinnur Hermannsson (varam. Arnar Bjarnason á 61. mín.), Gauti Laxdal, Jón Kristjánsson, Erlingur Kristjánsson, Þorvaldur Örlygsson, Bjarni Jónsson, Halldór Halldórs- son (varm. á 90. mín. Árni Her- mannsson), Valgeir Barðason, Ant- ony Karl Gregory, Örn Viðar Arnar- son. BL Valsmenn hófu leikinn af krafti, en KA-menn sneru vörn í sókn. Guðni Bergsson náði af þeim boltan- um í vinstra horninu, en í stað þess að renna boltanum útaf, reyndi hann að leika á Antony Karl Gregory. Það tókst ekki og Antony Karl stal boltanum og brunaði að marki Valsmanna og skoraði af stuttu færi, 1- 0 fyrir KA eftir aðeins 2 mínútur. Þremur mínútum síðar bættu norðanmenn við öðru marki, Þor- valdur Örlygsson brunaði upp vinstri kantinn og skoraði framhjá Guð- mundi Baldurssyni í marki Vals, 2-0 fyrir KA. Minnstu munaði að KA- menn bættu þriðja markinu við mín- útu síðar, þegar Bjarni Jónsson skaut rétt yfir eftir góða sendingu frá Þorvaldi. Skömmu síðar fengu Vals- menn gott færi, er Valur Valsson skaut rétt framhjá eftir hornspyrnu. Á 15. mínútu minnkuðu Valsmenn muninn þegar Ingvar Guðmundsson skoraði með föstu skoti frá vítateig, 2- 1. KA-menn skoruðu strax í næstu sókn, 3-1. Brotið var á einum KA- manni rétt utan vítateigs Vals og Þorvaldur Örlygsson skoraði beint úr aukaspyrnunni með lausum bolta í vinkilinn. Eftir þetta mark komst ieikurinn í jafnvægi, en á 37. mín. var mikil hætta við mark KA. Hauk- ur Bragason í marki KA varði skot þeirra Jóns Grétars Jónssonar og Vals Valssonar af stuttu færi, boltinn barst til Ingvars Guðmundssonar, en hann skaut langt framhjá. Á 40. mín. voru Valsmenn aftur í sókn. Há sending barst inní vítateig KA. Atli Eðvaldsson skallaði boltann til Sigurjóns Kristjánssonar, sem þakk- aði fyrir sig og skoraði, 3-2. Það sem eftir lifði af hálfleiknum sóttu Vals- menn án afláts. KA-menn björguðu í tvígang á línu, Haukur hirti boltann af Guðna Bergssyni sem kominn var einn innfyrir og Atli skallaði rétt yfir fyrirgjöf frá Val Valssyni. Þetta mótlæti fór í skapið á KÁ-mönnum og á 43. mín. fékk Þorvaldur Örlygs- son að sjá rauða spjaldið, er hann sparkaði boltanum út af þegar Vals- Knattspyrna: Leiftur lááheimavelli Antony Karl Gregory KA og Þor- grímur Þráinsson Val eigast hér við. Magni Blöndal Pétursson fylgist spenntur með. Tímamynd Pjetur. menn áttu aukaspyrnu. Hann hafði áður fengið gult spjald. Sfðari hálfleikur var algjörlega í eigu Valsmanna og KA-menn áttu ekki eitt hættulegt færi. Strax á 50. mín. jöfnuðu Valsmenn. Sigurjón Kristjánsson tók hornspyrnu og Val- ur Valsson skoraði með föstu við- stöðulausu skoti, glæsilegt jöfnunar- mark, 3-3. Valsmenn skoruðu síðan sigurmarkið á 56. mín. þegar Atli lék upp hægri kantinn og gaf fyrir á Jón Grétar sem skoraði af stuttu færi, 4-3 fyrir Val. Stuttu síðar fengu Valsmenn aukaspyrnu rétt utan vít- ateigs KA. Atli skaut föstu skoti að marki KA, en Haukur sló boltann glæsilega yfir. Valsmenn fengu fleiri tækifæri til að bæta við markatöluna, en inn vildi boltinn ekki. Þessi leikur var stórskemmtilegur á að horfa, sóknarknattspyrna í fyrirrúmi og skemmtilegur samleik- ur. KA-menn, sem hófu leikinn af miklum krafti, sprungu á limminu í síðari hálfleik enda einum færri. Brottrekstur Þorvaldar í lok fyrri hálfleiks virkaði sem rothögg á KA, á meðan Valsmenn efldust og fylltust sjálfsöryggi. Valsliðið lék allt vel í þessum leik, ef frá eru taldar fyrstu mínútur leiksins. Þeir Valur Valsson, Sigur- jón Kristjánsson, Atli Eðvaldsson, Ingvar Guðmundsson og Sævar Jónsson voru samt áberandi góðir. f liði KA voru þeir Antony Karl og Þorvaldur Örlygsson góðir í fyrri hálfleiknum, en í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. iggert gerði sigurmarkÍR Eggert Sverrisson, sem kom inná sem varamaður hjá ÍR- ingum í leik þeirra gegn Tinda- stóli frá Sauðárkróki, gerði sigurmarkið fýrir heimamenn í síðari hálfleik, en liðin mættust f 2. deildinni í knattspyrnu á laugardag. Leikurinn sem fram fór í Laugardal var eign ÍR allan tímann og hefði hæglega getað orðið stærri. BL Skotar sigruðu Mikill og sterkur vindur ein- kenndi þriggja landa lands- keppnina't frjálsum íþróttum, scm fram fór í Grangemounth í Skotlandi um helgitia. Þar báru Skotar sigur úr býtum, írar urðu í öðru sæti, en fslcnd- ingar ráku lestina. Það var helst í kastgreinun- um að íslendingar sýndu klærnar. f spjótkasti karla, kringlukasti og stangarstökki vannst tvöfaldur íslenskur sig- ur og í kúluvarpi, 10« og 400 m grindahlaupi kvenna vannst einnig sigur. Nánarverðui sagt frá keppninni í blaðinu á morgun. BL Víkingar taka flugið Tímamynd Pjetur. Víkingar báru sigurorð af Keflvíking- um, 3-1, er liðin mættust í 1. deildinni á Víkingsvellinum í gærkvöld. Fyrri hálfleikur var eign Keflvíkinga frá upphafi til enda og Víkingar áttu ekkert hættulegt færi. Tvívegis átti Ragn- ar Margeirsson skot í markstengur Vík- ingsmarksins í upphafi leiksins, áður en hann skoraði á 18. mín. Keflvíkingar höfðu sótt án afláts að marki Víkings og Ragnar þrumaði knettinum í varnarmann og inn, eftir hornspyrnu. Það sem eftir lifði hálfleiks voru Keflvíkingar mun hættulegri en Víkingar. í síðari hálfleik var sem nýtt Víkingslið væri mætt inná völlinn. Knattspyrna: Framarar með aðra höndina á bikarnum Fátt virðist ætla að geta komið í veg fyrir að Framarar hreppi íslandsmeista- titilinn í knattspyrnu í ár. Liðið hefur nú 8 stiga forystu í 1. deild eftir stórsigur, 4-0 á Skagamönnum um helgina. Fyrir leikinn voru Skagamenn í öðru sæti í deildinni og með sigri hefðu Framarar aðeins verið fjórum stigum fyrir ofan. En það fór á annan veg. Leikurinn, sem fram fór á Skipaskaga, var allan tímann eign Framara og léku þeir heimamenn oft grátt. Þeir Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson skor- uðu í fyrri hálfleik, en Guðmundur var aftur á ferðinni í síðari hálfleiknum, með sitt níunda mark í jafn mörgum umferð- um í sumar. Arnljótur Davíðsson átti lokaorðið fyrir Fram, 4-0. Framarar hafa nú 8 stiga forystu á toppi 1. deildar og fátt virðist geta komið í veg fyrir að þeir hreppi Islandsmeistaratitilinn. BL Knattspyrna: Nýja markataflan stóðst álagið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.