Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Þriðjudagur 12. júlí 1988 illllllllilllllllllllllllllllllllllllll MINNING l vissar aðstæður. Á góðum stundum var gaman að sitja og rabba við hana um hin ýmsu málefni sem hún hafði áhuga á. Þá komu best í ljós hinar leiftrandi gáfur hennar. Enda þótt hún hefði ekki nein teljandi afskipti af pólitík, hafði hún þó mjög ákveðnar skoðanir í þeim efnum. Hún var það sem kallað er „vinstri sinnuð" í orðanna bestu merkingu. Vildi þjóðfélag þar sem hinir sterkari styðja hina veikari, svo að allir geti komist til þess þroska sem þeir hafa gáfur og hæfileika til. Illlllllllllllllllll ÁRNAÐ HEILLA Ég segi þetta hér, vegna þess ég veit að hún vill að þetta komi fram. Hún þekkti Þórberg Þórðarson, rit- höfund og ég held að hún hafi haldið meira upp á ritverk hans en annarra, enda boðskapur þeirra í ætt við lífsskoðun hennar. Ég veit að Guðrún hafði bjarg- fasta trú á lífi eftir dauðann og taldi sig hafa ótal sannanir fyrir því úr eigin lífi. Fyrir fáeinum vikum var ég staddur hjá henni og þá sagði hún við mig: „Nú fer ég bráðum að fara frá ykkur og það fara að fækka stundirnar sem við getum rætt saman.“ Ég sá hana aðeins einu sinni eftir það. Ég þakka Guðrúnu fyrir langa og ánægjuríka viðkynningu og árna henni velfarnaðar á nýjum leiðum. „Par bíða vinir í varpa sem von er á gesti“. Pálma syni hennar, barnabörnum og systkinum votta ég og fjölskylda mín dýpstu samúð. Ævar Jóhannesson Afmælis minnst Af óviðráðanlegum ástæðum komst undirritaður ekki til þess að minnast merkisdags í lífi ágæts vinar, Alfreðs Guðmundssonar, forstöðu- manns Kjarvalsstaða, er hann varð siötugur á dögunum (7. júlí). Ástæðulaust er að láta slík tímamót í lífi manns fara framhjá sér. Alfreð Guðmundsson er fæddur og uppalinn Reykvíkingur, starfaði lengi við Nýja bíó, en gerðist síðan ráðsmaður hjá Dagsbrún undir stjórn Héðins Valdimarssonar. Starfsmaður borgarinnar varð hann árið 1942 og forstöðumaður Kjar- valsstaða 1972 og síðan. Hér er að vísu stiklað á stóru, því margt fleira hefur Alfreð starfað um dagana, þó mest sé um vert það lið sem hann lagði Jóhannesi S. Kjarval, þjóðmál- ara á vettvangi veraldarvafsturs, og sú mikla umhyggja sem hann sýndi þjóðmálaranum öldnum. Stöndum við öll í þakkarskuld við Alfreð fyrir þá umsýslu sem hann hafði á hendi fyrir Kjarval uns yfir lauk, en kynni þeirra munu hafa hafist um 1936, er þeir voru báðir í hópi sona Austur- strætis. Ekki má í þessu sambandi gleyma að geta Guðrúnar Árnadóttur, konu Alfreðs. Sjaldan sér maður samvald- ari hjón og víst er um það, að á heimili þeirra og undir stjórn Guð- rúnar átti þjóðmálarinn griðastað hvenær sem honum hentaði, eða þegar honum þótti sem fýsilegt væri í matinn hjá Guðrúnu, og taldi hún þó ekki eftir sér að slá undir í eina hitu handa Kjarval kæmi hann með óskirutan venjulegra matmálstíma. Slík hjón hafa reist sér minnismerki sem lengi stendur á meðan þjóð- málarans er minnst. Það var eðlileg og sjálfsögð fram- vinda máls, að Alfreð yrði forstöðu- maður Kjarvalsstaða, þegar þetta hús undir list Kjarvals var reist með fullu samþykki þjóðmálarans ásamt mikilli festargjöf til húss og borgar. Alfreð og raunar þau hjón bæði voru svo nátengd Kjarval sakir langrar vináttu og daglegra samskipta, að. engum var betur trúandi fyrir þeim hlut sem Kjarval lét borginni í té en einmitt þeim. Og enginn fremur en Alfreð hefur haldið vegsemd þjóð- málarans eins á lofti í því húsi sem við hann er kennt og á að vera samastaður listar hans um ókomna tíma. En listin er duttlungafull skepna, og þeir þó sýnu duttlungafyllri, sem utan á henni hanga. Lengi hefur verið erfitt að sjá í gegnum móreyk- inn, sem leggur upp af seiðeldum áhangenda. En forstöðumaður Kjar- valsstaða hefur hvergi haggast og setið staðfastur og óbifanlegur sem forsvarsmaður listar Kjarvals í eigu borgarinnar. Hefur þó eflaust ekki verið sársaukalaust fyrir hann að þurfa að þola brýningar og undirmál þeirra sem vildu eiga þátt í frægð þjóðmálarans, en hirtu minna um að rækja vináttuna með sama hætti og Alfreð. Mér gefst að líkinduni ekki annað betra tækifæri til að þakka Alfreð og konu hans Guðrúnu fyrir alla þá* vinsemd sem þau sýndu mér þegar ég vann að ævisögu þjóðmálarans. Þegar Davíð Oddsson, borgarstjóri, steypti mér að óvörum í þá ljóna- gryfju að skrifa ævisögu Kjarvals, voru þau hjón þau fyrstu sem lýstu yfir ánægju sinni með þá ráðstöfun. Næstur var Ragnar Jónsson (í Smára) bókaútgefandi, sem færði mér öll prentuð rit Kjarvals til að hafa til stuðnings við samningu verksins. Á meðan á þessari ritun stóð hvarflaði oftar en einu sinni að mér að hætta, enda varð ég fljótt var við að ég var að safna glóðum elds að höfði mér og voru þær þó nógar fyrir. Alltaf þegar Alfreð heyrði þetta sótti hann Davíð Oddsson og síðan settust þeir báðir að mér og hlustuðu lítt á mótbárur. Þannig vannst þetta verk í moldroki rógs og hótana um málssóknir, og voru þar fremstir í flokki þeir, sem þóttust vinir Kjarvals. Þá áttaði ég mig á því hvert hæli vinsemdar og alúðar Kjarval átti á heimili Alfreðs og Guðrúnar, því varla hefur verið andskotalaust fyrir þjóðmálarann að eiga slíka vini. Nú þegar Alfreð er sjötugur er þess að vænta að dagsverkinu á Kjarvalsstöðum fari að ljúka. Með slitum á starfi hans á Kjarvalsstöðum er opinberu sambandi dyggðar og tryggðar við þjóðmálarann að ljúka. Eftir stendur gjöfin til borgarinnar, sem lendir í varðveislu hinna fálátu, eða a.m.k. þeirra er hafa aldrei haft tilfinningasamband við hinn látna meistara. Ég þakka þeim hjónum góð kynni 'og óska þeim langra lífdaga. Indriði G. Þorsteinsson Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Garður Brynja Pétursdóttir Einholti 3 92-27177 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Davíð Á. Guðmundsson Hjallagötu 1 92-37675 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur EsterFriðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 l'safjörður Jens Markússon HnífsdalsvegilO 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503 Bíldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122 Þingeyri KaritasJónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut5 95-3132 Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðarkrokur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-5311 Slglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Reykjahlíð lllugiMár Jónsson Helluhraun 15 96-44137 Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður JúlíusTheódórsson Lónabraut 37 97-31318 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467 Neskaupstaður KristinÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Björgvin Bjarnason Eskifjörður Fáskrúðsfjörður ÓlafurN. Eiríksson Hlíðargötu8 97-51239 Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 99-4389 Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 99-3813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 99-3198 Stokkseyri Friðrik Einarsson Iragerði6 99-3211 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimar 99-8172 Vík Pétur Halldórsson Sunnubraut5 99-7124 Vestmannaeyjar Svanbjörg Gísladóttir Búhamri9 98-12395 Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Fast verð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224. íbúð til sölu Til sölu er 3 herbergja íbúð í Birkihvammi, Kópavogi. íbúðin er jarðhæð í tvíbýlishúsi á mjög góðum stað í suðurhlíðum Kópavogs. Verðhug- mynd um íbúðina er frá 4.1 milljón niður í um 3.3 til 3.5 milljón kr. og fer eftir því hvernig um semst um útborgun við gerð kaupsamnings og greiðslu- hraða á eftirstöðvum kaupverðs. Lágmarksútborgun er 600 þús. til 1 milljón við gerð kaupsamnings yfirtaka á um 1.2 milljón kr. veð- skuldum er greiðast eiga á um 3-4 árum. 600 þús. til 1 milljón í okt. 1988. Semjist um hærri mörk þessarar greiðslutilhögunar er íbúðin föl fyrir 3.3 til 3.5 milljóna króna heildarverð og er laus til afhendingar til væntanlegs kaupanda frá og með 5. júlí 1988. Upplýsingar gefur Bjarni Hannesson, sími 985- 27131. Einnig er hægt að senda bréf í eftirgreint póstfang: Bjarni Hannesson Árnesi, Ytri-Torfustaðahrepp, V.-Húnavatnssýslu Framkvæmdastjóri L.H. Landssamband hestamannafélaga auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra. Starfið veit- ist frá 1. nóv. n.k. Upplýsingar um starfið veitir skrifstofa L.H. og Leifur Kr. Jóhannesson, form. stjórnar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k. Stjórn Landssambands hestamannafélaga t Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Björn Sigurbjörnsson vélstjóri Geitlandi 37, Reykjavík lést á Borgarspitalanum 7. júlí. Sigríður Björnsdóttir Oddgeir Sigurðsson FjölnirBjörnsson Eva Gestsdóttir börn og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför Auðbjargar Káradóttur Ósabakka, Skeiðum Sérstakar þakkir til læknanna í Laugarási. Jens Aðalsteinsson börn, tengdabörn og barnabörn hinnar látnu t Guðrún Teitsdóttir fyrrum húsfreyja í Bjarghúsum andaðist á Hrafnistu 9. júlí s.l. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. júlí kl. 15.00. Björn Sigvaldason Jóhanna Björnsdóttir Jón Marz Amundason Þorvaldur Björnsson Kolbrún S. Steingrímsdóttir HólmgeirBjörnsson Jónína Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Jónína Sigurjónsdóttir húsfreyja Byggðarhorni, Sandvíkurhreppi, Árnessýslu lést 10. júlí í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Geir Gissurarson börn, tengdabörn og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.