Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 16
'r16 Tíminn 'Prlójutíagúr i juíí V988 Úthlutun úr vísindasjóði Borgarspítalans Hinn 14.júní s.l. fór fram úthlutun styrkja úr Vísindasjóði Borgarspítalans. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum, sem voru samtals að upphæð kr.600.000. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki nú: 1. Guðrún Árnadóttir, iðjuþjálfi, kr 200 þús., til að fullvinna og ganga frá rann- sóknum er lúta að iðjuþjálfamats. 2. Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir, kr.150 þús., til rannsóknar á „immunoglobulin- um“ á sermi sjúklinga með ofstarfsemi í skjaldkirtli. 3. Haraldur Erlendsson, læknir, kr.100 þús., til að meta árangur „intravenous infosionar" geðdeyfðarlyfja á kroniska verki á stoðkerfis- eða taugagrunni. 4. Jónas Magnússon, læknir, kr.150 þús., til að vinna að doktorsritgerð við Háskólann í Lundi. Þorlákskirkja opin ferðamönnum Á síðasta sumri tók sóknarnefnd Þor- lákskirkju upp það nýmæli að hafa kirkj- una opna ferðamönnum um helgar og hafa þar staðkunnugt fólk, scm veitt gæti gestum haldgóðar upplýsingar um kirkj- una og byggðina í Þorlákshöfn. Þessi nýbreytni gafst mjög vel. Nú hefur verið ákveðið að hafa sama háttinn á í sumar og hafa kirkjuna opna á laugardögum og sunnudögum í júní, júlí og ágúst. Kirkjan verður opin og leiðsögumenn þar staddir kl. 15:00-19:00 báða dagana. Ef þessi tími hentar ekki er hægt að hringja í símanúmer sem er uppfest við kirkjudyrnar, og fá annan tíma. Ef hópar koma í miðri viku þarf að láta vita um það með fyrirvara og hringja í síma (99)3881 eða 3780 - til 10. júlí, en eftir þann tíma í síma (99) 3638 eða 3990. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30 - 16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla dagafrákl. 11:00- 17:00. Katla kalda er komin á plast Þeir sem fylgst hafa með íslenskum vinsældalistum undanfarnar vikur hafa orðið vitni að nokkuð sérkennilegu fyrir- bæri sem við fyrstu sýn virðist ekki falla inn í hina dæmigerðu poppformúlu sem einkennir flcsta slíka vinsældalista. Fyrir- bærið nefnist Katla kalda og hefur val- hoppað upp báða lista okkar Islendinga á skömmum tíma. Fyrir verkinu eru ritaðir Mosi frændi og Grandmaster Mel (hinn góðkunni útvarpsmaður Þorsteinn J. Vil- hjálmsson). Þann 4. júlí nk. kemur út á markað tveggja laga smáskífa með Mosa frænda, sem inniheldur Kötlu köldu og tilrauna- lagið „Ástin sigrar“(?). Platan kemur út í mjög takmörkuðu upplagi og verður stopult fáanleg í plötuverslunum. Þeim sem vilja vera vissir um að fá eintak er bent á pósthólf Mosa frænda, nr. 5199, 125 Reykjavík. Mosi frændi hefur áður gefið út snældurnar Suzy Creamcheese for President og M&M lifandi, hina síðarnefndu í samstarfi við hljómsveitina Múzzólíní. Einnig átti hljómsveitin tvö lög á safnspólunni Snarl II. Mosi frændi lofar bæði tónleikahaldi og útgáfu með lækkandi sól og undir jól. Rótarý heiðrar tónskáld í lokahofi umdæmisþings Rótarýhreyf- ingarinnar á íslandi, sem haldið var á Hótel Örk í Hveragerði 24.-25.júní sl., afhenti fráfarandi umdæmistjóri rótarýs, Stefán Júlíusson rithöfundur, tveimur ungum tónskáldum, þeim Karólínu Ei- ríksdóttur og Áskatli Mássyni, verðlaun úr Starfsgreiningarsjóði samtakanna, 150 þús.kr. hvoru fyrir sig. Starfsgreiningarsjóður rótarýs var stofnaður fyrir fjórum árum til minningar um fimmtíu ára rótarýstarf á landinu, en fyrsti rótarýklúbburinn var stofnaður árið frá styrktarveitingu úr Visindasjóði Borg- arspítalans 14,júní sl., frá vinstri eru: Sverrir Þórðarson, í stjóm Vísindasjóðs- ins, Jónas Magnússon, læknir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, yfiriðjuþjálfi, tók við styrknum í fjarveru Guðrúnu Ámadótt- ur, Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir, Har- aldur Erlendsson, læknir og Magnús Skúlason, aðstoðarframkvæmdarstjóri Borgarspítalans. 1934 í Reykjavík. Stofnskráin mælir svo fyrir að úr sjóðnum skuli veitt verðlaun fyrir sérstakt framlag í tækni , verklegri hugkvæmni eða menningarstarfsemi. Biindravinnustofan: Lokað í sumarfríi Vcgna sumarleyfa verða framleiðslu- deild og söludcild Blindravinnustofunnar lokaðar 18.-29. júlí 1988. Viðskiptavinir eru beönir að gera pantanir tímanlega. Auk framleiðslu á burstavörum, sem þekktar hafa verið hér á landi um árabil, þá flytur vinnustofan inn ýmsar vörur sem tengjast burstaframleiðslunni til inn- pökkunar og skapast þar með fleiri störf fyrir blinda. Opnunartími Listasafns Einars Jónssonar. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.00. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl.l 1.00-17.00. Frá Árbæjarsafni Árbæjarsafn er nú opiö alla daga kl. 10:00-18:00, nema mánudaga. Á sunnudag kl. 15:00 spilar Szymon Kuran í Dillonshúsi. Nýjungar í Árbæjarsafni í sumar var opnuð sýning um Reykja- vík og rafmagnið. Hún er í Miðhúsi, áður Lindargata 43a, en það hús var flutt í safnið 1974 og er til sýnis i fyrsta skipti í ár. Auk þess er uppi sýning um fornleif- auppgröftinn í Viðey sumarið 1987. „Gömlu" sýningarnar um m.a. gatna- gerð, slökkvilið, hafnargerð ogjárnbraut- ina eru að sjálfsögðu á sínum stað. Árbæjarsafn er opið kl. 10:00-18:00 alla daga nema mánudaga. Leiðsögn um safnið er kl. 14:00 á virkum dögum, kl. 11:00 og 14:30 laugardag og sunnudag. Veitingar í Dillonshúsi kl. 11:00-17:30. Léttur hádegisverður framreiddur kl. 12:00-14:00. Pennavinur óskast Fimmtudaginn 7. júlí sl. gerði sovéskt skemmtiferðaskip stuttan stans í Sund- ahöfn. Farþegar voru frá Tékkóslóvakíu. Þeir hrifust allir mjög af íslandi, enda skörtuðu Þingvellir og Gullfoss sína feg- ursta í glampandi sól og hita. Kona ein í hópnum (á fertugsaldri) bað fyrir heimilisfang sitt til Tímans. Hún vill gjarnan skrifast á við íslcnding eða ís- lendinga - á ensku. Hún hefur áhuga á náttúru íslands, sögu og menningu og ferðalögum. Heimilisfangið er: Libuse Piknerová Zilinská 15 772 00 Olomouc Ceskoslovensko Ferðafélag íslands í Þórsmörk Ferðafélag íslands vill vekja athygli ferðamanna á að virða náttúru Þórsmerk- ur, sýna tillitssemi á tjaldsvæðinu í Langadal og forðast hávaðamengun. Vegna hættu á gróðurskemmdum verð- ur fjöldi þeirra sem næturdvöl hafa í Langadal í Þórsmörk takmarkaður við 350 manns. Þeim sem gista vilja í Langa- dal um næstu helgar er því bent á að fá leyfi hjá Ferðafélagi Islands áður en lagt er í Þórsmerkurferð. Símar á skrifstofu FÍ að Öldugötu 3 eru: 19533 og 11798. Skálaverðir í Þórsmörk svara Gufunes- radíói kl. 09:00-09:30 og kl. 16:00-17:00. Tjaldsvæði í umsjón Ferðafélags íslands eru einnig í Endunum og er vist þar heimil eftir því sem rými leyfir. Að gefnu tilefni hafa svofelldar um- gengnisreglur verið settar: Akstur bifreiða yfir Krossá fyrir-mynni Langadals er óheimil frá kl. 00:30-07:00. Á sama tíma er umferð um Langadal óheimil öðrum en dvalargestum í dalnum, svo að að hafa bifreiðar mcð ljósum eða í gangi á bifreiðastæðinu í Langadal. Notkun hástilltra hljómtækja að nóttu til, í kyrrð óbyggðanna, er orðið vanda- mál. Ferðafélagið og starfsfólk þessóskar eftir samvinnu við gesti félagsins í Þórsmörk. Sumarleyf isferð F.í. í Lónsöræfi 15.-22. júlí (8 dagar): Sumarleyfisferð í Lónsöræfi. Frá Hornafirði er ekið með jeppum inn á Illakamb í Lónsöræfum. Gist í tjöldum undir Illakambi. Farar- stjóri er Jón Gunnar Hilmarsson. Upplýs- ingar og farmiðasala á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3. Símar 19533 og 11798. Sumarleyfisferðir Útivistar 13. -17. júlí Esjufjöll. Gengið um Breiðamerkurjökul í skálann í Esjufjöll- um. Gönguferðir um fjöllin, sem eru mjög áhugaverð. Fararstjóri Reynir Sig- urðsson. 14. -22. júlí Hornstrandir IV: Strandir - Reykjafjörður. Ekið um Strandir og siglt í Reykjafjörð. Tjaldbækistöð í Rcykjafirði. Fararstjóri Fríða Hjálmars- dóttir. 16.-20. júlí Strandir - Inndjúp. Öku- ferð með skoðunar- og gönguferðum. Fararstjóri er Þorleifur Guðmundsson. 16.-22. júlí Ingólfsfjörður - Reykja- fjörður. Gönguferð með viðlegubúnað. Sumardvöl i Þórsmörk. Ódýrt sumar- leyfi í Útivistarskálunum Básum. Dvalið milli ferða, t.d. í 3, 4, 5, 6 daga eða lengur. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1. Símar eru 14606 og 23732. Erindi á ensku um íslensk landgræðslumál Út er komið á ensku safn erinda um íslensk landgræðslumál og fleiri skyld viðfangsefni á norðurslóðum. Útgefand- inn er tímaritið Arctic and Alpine Re- search í Boulder, Colorado í Bandaríkj- unum. Ritgerðasafn þetta er i 19. árgangi 4. hefti, sem er tileinkað ráðstefnu, sem haldin var í Reykjavík í september 1986 á vegum Alþjóðaheimskautanefndarinn- ar. Dr. Sturla Friðriksson er einn af rit- stjórum og skrifar formála fyrir ritinu, en tólf aðrir íslendingar kynntu efni á ráð- stefnunni. 1 ritinu er merk grein um ábyrgð okkar á auðæfum lífríkis norður- slóða, eftir prófessor Louis Rey, sem var forseti sammtakanna. Mikill fróðleikur er í ritinu um jarðvegs- og gróðureyðingu og uppgræðslumál. Sýningar í Norræna húsinu I sýningarsölum Norræna hússins stendur enn sýning á málverkum og grafík eftur Lenu Cronqvist. Sýningin verður framlengd um eina viku. Henni lýkur 17. júlí. 1 anddyri Norræna hússins er sýningin tslenskir steinar. Hún var opnuð sl. laugardag. Að sýningunni standa Félag áhugamanna um steinafræði í samvinnu við Norræna húsið. Sýningin stendur fram til 22. ágúst. Frá Ásgrímssafni Vegna ýmissa lagfæringa verður Ás- grímssafni lokað um tíma. Minningarsjóður Einars á Einarsstöðum Vinir Einars á Einarsstöðum. sem lést fyrir nokkru, stofnuðu um hann minning- arsjóð. Þeir benda á þann sjóð til áheita fyrir þá sem vilja heiöra minningu hans og styrkja eftirlifandi konu hans. Sjóðurinn er varðveittur við Útibú Landsbanka íslands á Húsavík og er nr.5460. Breyttur opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Opnunartíma Þjóðminjasafnsins var breytt frá og með 15. maí sl., og er safnið nú opið alla daga vikunnar - nema mánudaga - kl. 11:00-16:00. Gildir þessi tími til 15. september, en á veturna verður safnið opið fjóra daga í viku, þ.e. laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00-16:00. 11111 ÚTVARP/SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 12. júlí 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Valdimar Hreiðars- son flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta- yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna Meðal efnis er sagan „Salómon svarti" eftir Hjört Gíslason. Jakob S. Jónsson byrjar lesturinn. Umsjón: Gunnvör Braga. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 l_andpósturinn - Frá Vestfjörðum Umsjón: Finnbogi Hermannsson. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 21.00). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn Umsjón: Álfhildur Hallgríms- dóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Lyklar himnaríkis“ eftir A.J. Cronin Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Finn- borg örnólfsdóttir les (40). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. (Endurtek- inn þáttur frá miðvikudagskvöldi). 15.00 Fréttir. 15.03 Driffjaðrir Haukur Ágústsson ræðir við Mar- gréti Jónsdóttur á Löngumýri. (Frá Akureyri) (Áður útvarpað í október sl.) 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Styttur bæjarins Barnaút- varpið fer og skoðar myndverk í Reykjavík og nágrenni. Staldrað við í garði Ásmundar Jóns- sonar. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi a. Svíta úr óperunni „Saltan keisari" op. 57 eftir Nikolai Rimsky- Korsakov. Hljómsveitin Fílharmónía leikur; Vla- dirrir Ashkenazy stjórnar. b. Píanókonsert nr. 3 í C-dúr op. 26 eftir Sergei Prokofiev. Cécile Ousset leikur á píanó með Bournemouth sin- fóníuhljómsveitinni; Rudolf Barshai stjómar. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.35 Úr sögu siðfræðinnar - Frá fornöld til nýaldar: Thomas Hobbes Vilhjálmur Árnason flytur þriðja erindi sitt. (Einnig útvarpað á föstudagsmorgun kl. 9.30). 20.00 Morgunstund barnanna Umsjón: Gunnvör Braga. (Endurtekin frá morgni). 20.15 Orgeltónlist eftir Mendelssohn, Bach, Franck og Widor a. Sónata í d-moll op. 65 nr. 6 eftir Felix Mendelssohn. b. Toccata og fúga í d-moll eftir Johann Sebastian Bach. c. Kóral nr. 2 í h-moll eftir César Franck. d. Toccata úr Sinfóníu nr. 5 eftir Charles-Marie Widor. Peter Hurford leikur á orgel. 21.00 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum Umsjón: Finnbogi Hermannsson. (Endurtekinn þátturfrá morgni). 21.30 Utvarpssagan: „Laxdæla saga“ Halla Kjartansdóttir les (10). 22.00 Fréttir . Dagskrá morgundagsins . Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Myndskáldið Marc Chagall Um listmálar- ann Marc Chagall. Umsjón: Hrafnhildur Schram. Lesari: Viðar Eggertsson. (Áður á dagskrá 26. júní sl.). 23.20 Tónlist á síðkvöldi a. Fjórir Ijóðasöngvar eftir Johannes Brahms. Margaret Price syngur; James Lockhart leikur á píanó. b. Fjórir Ijóða- söngvar eftir Sergei Rachmaninov. Paata Bur- chuladze syngur; Ludmilla Ivanova leikur á píanó. c. Fjórir söngvar eftir Modest Mussorg- sky. Paata Burchuladze syngur; Ludmilla Iva- nova leikur á píanó. 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.03 Viðbit- Þröstur Emilsson. ÍFrá Akureyri) 10.05 Miðmorgunssyrpa - Eva Asrún Albertsdótt- ir og Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála - Valgeir Skagfjörð og Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp. 18.00 Sumarsveifla með Gunnari Salvarssyni. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Kvöldtónar Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Bláar nótur 23.00 Af fingrum fram 00.10 Vökudraumar Umsjón með kvölddagskrá hefur Pétur Grétarsson. 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúf- lingslög" í umsjá Svanhildar Jakobsdóttur. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veður- fregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00,12.00,12.20, 14.00,15.00, 16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands Þriðjudagur 12. júlí 16.50 Hiti Steaming. Nokkrar konur hittast reglu- lega í tyrknesku gufubaði í London og ræða leyndarmál sín, gleði og sorgir. Leikstjórinn Joseph Losey hefur m.a. leikstýrt myndunum „The Damned" og „The Servant". Aðalhlutverk: Vanessa Redgrave, Sarah Miles, Diana Dors og Patti Love. Leikstjóri: Joseph Losey. Þýð- andi: Ingunn Ingólfsdóttir. Columbia 1985. Sýn- ingartími 90 mín. 18.20 Denni dæmalausi. Dennis the Menace. Teiknimynd. Þýðandi Eiríkur Brynjólfsson. 18.45 Ótrúlegt en satt Out of This World. Evie litla notar hæfileika sína út í ystu æsar. Þýðandi: Lára H. Einarsdóttir. 19.1919.19 Heil klukkustund af fréttaflutningi ásamt fréttatengdu efni. 20.30 Miklabraut Highway to Heaven. Engillinn Jonathan kemur til jarðar til þess að láta gott af sér leiða. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. World- vision.__________________________________________ 21.20 íþróttir á þriðjudegi. iþróttaþáttur með blönduðu efni. Umsjónarmaður Heimir Karlsson. 22.20 Kona í karlaveldi She'sthe Sheriff. Gaman- myndaflokkur um húsmóður sem gerist lög- reglustjóri. Aðalhlutverk: Suzanne Somers. Þýðandi: Davíð Þór Jónsson. Lorimar. 22.45 Þorparar Minder. Spennumyndaflokkur um lífvörð sem á oft erfitt með að halda sér réttu megin við lögin. Aðalhlutverk: Dennis Water- man, George Cole og Glynn Edwards. Þýðandi: Björgvin Þórisson. Thames Television. 23.35 Blóðsugurnar sjö The Legend of the Seven Golden Vampires. Ævintýramynd um prófessor sem ferðast til Kína árið 1880 til þess að halda fyrirlestur um kínversku goðsögnina af blóð- sugunum sjö. Búddaprestur einn neyðir próf- essorinn til að færa sönnur á hina hræðilequ blóðsugugoðsögn. Aðalhlutverk: Peter Cushing, David Chiang og Julie Ege. Leikstjóri: Roy Ward Baker. Framleiðendur: Don Hough- ton og Vee King Shaw. Þýðandi: Halldóra Filippusdóttir. Warner 1974. Sýningartími 85 mín. Ekki við hæfi barna. 01.00 Dagskrárlok. SJÓNVARPIÐ Þriðjudagur 12. júlí 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir 19.00 Bangsi besta skinn 26. þáttur (The Adven- tures of Teddy Ruxpin) Breskur teiknimynda- flokkur um Bangsa og vini hans. Leikraddir: Örn Árnason. hýðandi: Þrándur Thoroddsen. 19.25 Poppkorn - Endursýndur þáttur frá 8. júli. 19.50 Oagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður 20.35 Vagga mannkyns (The First Eden) - Þriðji þáttur: Stormar og strið Breskur heimilda- myndaflokkur í fjérum þáttum, gerður af hinum þekktu sjónvarpsmönnum David Attentrorough og Andrew Neal. Þýðandi og þuiur: Óskar Ingimarsson. 21.30 Höfuð að veði (Killing on the Exchange) Nýr, breskur spennumyndaflokkur i sex þáttum. Fyrsti þáttur Leikstjóri Graham Evens. Aðal- hlutverk Tim Woodward, John Duttineog Gavan O'Herlihy. Sögusviðið er fjármálaheimurinn í Lundúnum þar sem svimandi háar fjárhæðir skipta ört um eigendur og svik og falsanir eru daglegt brauð. Þegar háttsettur bankamaður finnst myrtur og rannsókn hefst, kemur ýmislegt gruggugt í Ijós og margir liggja undir grun. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 22.20 Er sænska iögreglan starfi sínu vaxin? (Magasinet) Morðið á Olof Palme og flótti njósnarans Stig Bergling hafa ekki aukið hróður sænsku lögreglunnar. I þessum þætti, frá sænska sjónvarpinu, er rætt um þessi mál við tyrrverandi lögreglustjóra Sviþjóðar, Carl Persson. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. (Nord- vision - Sænska sjónvarpið). 22.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.