Tíminn - 05.08.1988, Side 9

Tíminn - 05.08.1988, Side 9
Föstudagur5. ágúst 1988 Tíminn 9 Baðströndin er ekki sérlega aðlað- andi og búast má við að hún verði svona í nokkur hundruð ár í viðbót vegna þess að það tekur plast um fimnihundruð ár að brotna niður. orðið þær að nokkrar fisktegundir, þ.á.m. lax, styrja, ostrur, ýsa og skata eru að mestu horfnar úr Norðursjónum. Þeir fiskar sem eftir lifa þjást af roðsýkingum, æxlum og vanskapaðri beinagrind. Fyrir rúmum tveimur mánuðum fór seladauði að gera vart við sig í Norðursjónum. Ekki er vitað með vissu um orsök hans, en nú eru uppi hugmyndir um að um vírus- sýkingu sé að ræða. Umhverfis- verndarmenn hafa bent á að meng- un hafi gert selina viðkvæmari fyrir vírussýkingunni og mengunin sé því rót vandamálsins, en við rann- sóknir á selunum hafa fundist yfir eitt þúsund eiturefni í vefjarsýn- um. Eitraðir þörungar eru ný ógnun við lífríki sjávarins. Svifplöntur þessar hafa verið til í þúsundir ef ekki milljónir ára. Blóm þeirra eru eitruð og vísindamenn leita nú skýringa á því hvers vegna þörung- arnir blómgast, en ekki er vitað til að þeir hafi gert það áður. Aukið magn nítrata og fosfata í sjónum er talið valda mikilli fjölgun þörung- anna og stuðla að blómgun þeirra. Þörungarnir hafa nýlega valdið usla í suðurhluta Skandinavíu. f>ar fjölguðu þeir sér á tuttugu klukku- stunda fresti og var ein breiðan fimmtán metra þykk og var yfir fimmtíu km á lengdina og tíu km á breiddina. Blóm þörunganna geta valdið víðtækum eituráhrifum á stuttum tíma. Þegar þau snerta tálkn fiska, losa þau eitur sem veldur dauða fiskanna. Vísindamenn halda jafn- vel að tengsl séu á milli dauða sjávarspendýra og þörungablóm- anna. Síðastliðið haust fannst nærri tylft dauðra hnúfubaka í Massachusetts. Við rannsókn á makríl sem var í maga hvalanna fannst mikið magn eiturefna í lifur fiskanna. Vísíndamenn telja að þessir straumar þörunga séu við- vörunarmerki um þá hættu seni lífríkið í sjónum er í og ef ekki verði gripið til aðgerða nú, verði það ef til vill of seint. Við ráðum nú þegar yfir tækni til að draga úr verstu menguninni. Til eru verksmiðjursem hreinsa meng- að vatn og gera það drykkjarhæft, en þær eru óhemju dýrar. Verra er að eyða ýmsum gerviefnum og það tekur t.d. plast um fimmhundruð ár að brotna niður. (Unnið úr Newsweek) Sjórinn er sjúkur Karl Olav Jorgensen verður minnisstæður dagurinn þegar hann Ieit yfir laxakvíina og varð vitni að dauða Iaxanna sinna. „Það var eins og þeir væru að fremja sjálfsmorð, því þeir syntu með höfuðið upp úr vatninu.“ Á tveimur dögum dóu 22 tonn af laxi. Þeir voru fórnarlömb banvænnar þörungategundar, sem eitraði allan sjó við suðurströnd Skandinavíu í maí síðastliðnum. í sumar varð að loka nokkrum baðströndum á New York svæðinu þegar úrgangi frá spítölum, s.s. sprautum, blóð- flöskum og túbum, skolaði upp á strendurnar. Mikil hræðsla greip um sig meðal baðstrandagesta þegar í Ijós kom að sum blóðsýnanna höfðu alnæmismótefni í sér. Þessi tvö dæmi lýsa ástandinu í sjónum vel. Mengun við strendurnar er orðin að verulegu vandamáli og endanleg lausn er langt frá því að vera í sjónmáli. Lengi tekur sjórinn við Haf hylur yfir 70% af yfirborði jarðar og er að rúmmáli 300 milljón rúmmílur. Úrgangur, eiturefni, þungir málmar og skólp hefur farið í sjóinn, en nú er fyrirsjáanlegt að leita þurfi nýrra leiða í eyðingu þessa úrgangs, því sjórinn tekur ekki endalaust við. Sjórinn við strendurnar, þar sem losaðir hafa verið 20 milljarðar tonna úrgangs, allt frá gosdósum til geislavirkra efna, er í mestri hættu. Þessi strandsvæði eru mikilvægust í líf- keðju sjávardýra því þarna eyða þau um helmingi af líftíma sínum. Aðalorsök vandamálsins er að íbúar við strendurnar eru of margir og úrgangseyðingin ófullkomin. f Bandaríkjunum er búist við að árið 1990 muni um 75% allra borgara búa innan 50 mílna frá ströndinni. Þá er úrgangur frá verksmiðjum vaxandi vandamál í Tókýóflóa og við Eystrasaltið. Flest ríki gera sér Ijós þau vanda- mál sem skapast vegna hættulegra úrgangsefna. Síðan 1970 hafa mörg Evrópuríki og Bandaríkin leitað leiða til að minnka notkun. efna eins og DDT (skordýraeitur) og PCB (paradíklóróbensen), sem valda tíæði alvarlegri umhverfis- mengun. En sum þessara ríkja hafa ekki hætt að selja efnin til þróunarlandanna, og því lenda efnin í sjónum fyrr eða síðar. Þungir málmar og eiturefni eru vaxandi vandamál í Norðursjó og Eystrasalti. Þessi hafsvæði eru frekar grunn og það sem fer í þau skolast ekki svo auðveldlega út á rúmsjó aftur. Árnar Rín, Elba op Maas liggja allar út í Norðursjó. Á hverju ári flytja þær með sér yfir 38 Skólphreinsunarstöð í New York, en þær anna því engan veginn lengur að hreinsa úrgang frá borg- inni. Auk þess eru þær margar hverjar orðnar svo hrörlegar að í miklum rigningum verður að loka þeim og þá eru 6,5 milljarðar af óhreinsuðu skólpi losaðir í höfn- ina. milljón tonna af sinki, 13500 tonn af blýi, 5600 tonn af kopar, auk arseniks, kadmíums, kvikasilfurs og geislavirkra efna. Og svo er það olían. Olíuleiðslur eru taldar leka um 30 þúsund tonnum af olíu í Norðursjó á hverju ári. Eitraðir þörungar aðvörunarmerki? Afleiðingar mengunarinnar hafa Þessi máfur endaði líf sitt með því að flækjast í plasti, sem notað er til að halda sex drykkjardósum saman. Illa útleikinn selur sem drapst vegna eiturefna í Norðursjó.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.