Tíminn - 05.08.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.08.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 5. ágúst 1988 AMMAN - Jórdanir tilkynntu i að þeir hefðu sagt upp stórum hluta þeirra opinberu starfs- manna sem starfa á hernumdu svæðunum á vesturbakka Jórdan. Þessar aðgerðir koma f kjölfarþess að Jórdaníustjórn sleit tengslum sínum við her- numdu svæðin sem talin hafa verið hluti Jórdaníu í 38 ár. T alið er að um 5300 opinberum starfsmönnum og kennurm verði sagt upp. I Jerúsalem vísaði Shamir forsætisráð- herra ísraels á bug kröfu hægri manna að ísraelar taki upp ísraelsk lög á hernumdu svæð- unum eftir að Jórdanir falla frá tilkalli sínu til svæðisins. NIKOSIA - Forystumenn uppreisnar Palestínumanna á hernumdu svæðunum fögn- uðu ákvörðun Jórdana um að hætta tilkalli til vesturbakkans. í yfirlýsingu frá „Sameinaðri þjóðafíorystu uppreisnarinnar" var einnig hvatt til mótmæla gegn miðausturlandareisu að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Richard Murphy, sem kom til Beirút í dag. STOKKHÓLMUR - Ingv- ar Carlsson forsætisráðherra Svía varði þá ákvörðun önnu Gretu Leijon fyrrum dóms- málaráðherra Svíþjóðar að fela bókaútgefandanum Ebbe Carlson rannsókn á morði Olof Palme á sínum tíma, en Anna Greta neyddist til að segja af sér vegna þessa máls. Stjórn- arskrárnefnd sænska þingsins er nú að rannsaka þetta mál. Talið er að mál þetta muni verða mjög áberandi í kosn- ingabaráttunni í Svíþjóð, en þingkosningar fara þar fram í september. llllllllllllll ÚTLÓND ........ .Til!' .... ............ ........' ,,n- ,^1 Er allt að verða brjálað í Burma?: Byssustingir á loft í Rangoon Sein Lwin hinn nýi forseti Burma. Hann er líklega hataðasti maður landsins og hlaut viðurnefnið „slátr- arinn“ fyrir „vaska“ framgöngu sína gegn stjórnarandstæðingum gegnum tíðina. Herlög þau sem hinn nýi leiðtogi Burma, Sein Lwin setti í vikunni, fara greinilega illa í landsmenn því þúsundir stjórnarandstæðinga þrömmuðu um stræti höfuðborgarinnar Rangoon í gær í mótmælaskyni við herlögin, handtökur stjórnarandstæðinga og Sein Lwin sjálfan. Sein Lwin sem í gegnum tíðina hefur stjórnað öryggissveitunum í Burma um áraraðir og brotið á bak aftur hvers kyns mótmæli, fyrirskip- aði hermönnum að mæta mótmæla- göngum í gær með brugðnum byssu- stingjum og viðvörunarskothríð. Ekki hafa borist fréttir af því hvort mannfall hafi orðið í mótmæla- aðgerðunum, en erlendir sendiráðs- menn í borginni segja að stjórnar- andstæðingar hafi safnast saman víðsvegar um borgina og að í einni mótmælagöngunni hafi verið um tíu þúsund manns. Það var eitt fyrsta verk Sein Lwin_ er hann tók við völdum á dögunum að láta handtaka aðalgagnrýnanda sinn hinn hófsama Aung Gyi, sem áður var hershöfðingi í her Burma, fyrir athæfi gegn stjórninni. Aung Gyi hafði ritað nokkur opin bréf til Ne Win, fyrrum leiðtoga sósíalista- flokksins og Burma þar sem Aung hvatti til bættra mannréttinda og endurreisnar efnahags landsins. Níu aðrir voru einnig teknir höndum og hefur ekkert til þeirra spurst. Persaflóastríðið: Von um vopnahlé veikist sífellt Enn virðist síga á ógæfuhliðina hvað varðar vopnahlé í Persaflóa- stríðinu. íranar sem látið höfðu af árásum sínum á olíuflutningaskip þegar þeir gcngu að skilmálum Sam- einuðu þjóðanna um vopnahlé í stríðinu við íraka réðust á norskt olíuflutningaskip á flóanum í gær. írakar gerðu hins vegar loftárásir á olíumiðstöðvar írana, auk þess sem íranar hafa sakað íraka um efna- vopnaárás á Kúrdaþorp í norður- hluta íran á þriðjudag. írakar hafa vísað þeim ásökunum á bug. Þá vilja íranar ekkert kannast við árásina á olíuskipið. Engan sakaði í árás írana á norska olíuflutningaskipið, en sú árás virð- ist benda til þess að íranar séu að missa von um að vopnahlé náist, enda hafa írakar staðið fastar á því Hnútur í viðræðum stórveldanna um takmörkun kjarnaflauga: Sovétmönnum um og ó um kjarnavopn í sjó byrjun vikunnar, auk þess sem Bandaríkjamenn lýstu því yfir í gær að þeir teldu vopnahlé ekki mögu- legt án beinna viðræðna hinna stríð- andi aðila. Hermenn á markaði í Burma. Þeir voru ekki svona friðsamir í gær þegar þeir mættu mótmælagöngum með brugðna byssustingi og skutu aðvörunarskot- um. Sovétmenn vilja nú óðir og uppvægir takmarka fjölda kjarnaflauga um borð í kafbátum og herskipum, en í gær skoruðu þeir enn á Bandaríkjamenn að samþykkja takmark- anir á þessum kjarnaflaugum. Jafnframt verði eftirlitsmönn- um gert kleift að fylgjast með því hvort takmörkunum yrði framfylgt með réttu til að koma um borð í herskip hvenær sem er. Það vilja Bandaríkjamenn ekki og virðist þetta mál ætla að standa í veginum fyrir því að endanlegt samkomulag náist um fækkun langdrægra kjarnaflauga á landi. PEKING - Óttast er að um 800 manns hafi farist í flóðun- um miklu sem urðu í Zheijin héraði í suðausturhluta Kína í síðustu viku. Mikill matarskort- ur er nú í fjölda þorpa sem illa fóru út úr flóðunum. Staðfest er að 379 manns hafi látist og 402 sé saknað. SAO PAULO - Hinn vold- ugi eiturlyfjahringur sem kenndur er við borgina Medell- in í Kólombíu missti aðaltengi- lið sinn við Brasilíu í gær þegar brasilíska lögreqlan skaut hann til bana. Talið er að þetta sé mikið áfall fyrir eiturlyfja- hringinn. fótunum að ekkert verði vopnahléð fyrr en eftir beinar viðræður frana og fraka. Á slíkt vilja íranar ekki heyra á minnst, enda var ekki gert ráð fyrir beinum viðræðum ríkjanna tveggja í vopnahléstillögum Samein- uðu þjóðanna. Ali Khamenei forseti íran hótaði írökum öllu illu ef þeir féllust ekki á vopnahléstillögur Sameinuðu þjóð- anna. Ef ekki myndu „hersveitir íslams veita ríkisstjórn Saddam Hussein alvarleg skakkaföll". Litlar líkur eru á að írakar falli frá kröfu sinni um beinar viðræður, sérstaklega í ljósi þessa stuðnings sem Arababandalagið veitti kröfu íraka um beinar viðræður nú í Það var Alexei Obukhov einn aðalsamningamaður Sovétmanna um takmörkun kjarnavopna sem kom þessari áskorun á framfæri í Genf. Hann sagði einnig að samn- ingur risaveldanna um að fækka langdrægum kjarnavopnum um helming væri háður því að Banda- ríkjamenn gæfu loforð unt að fram- fylgja gagnflaugasamkomulagi frá því 1972 á tíu árum. Bandaríkjastjórn hefur ætíð hafn- að tilboði Sovétmanna um gagn- kvæman rétt til að rannsaka herskip hvors aðila fyrir sig og einnig tak- mörkun kjarnavopna á h'afi. Segir stjórnin hugmyndir þessar vera ógn- un við heimsfrið. Andstaða Bandaríkjanna er skiljanleg ef litið er á þá staðreynd að um helmingur kjarnavopna þeirra eru í hafi, en aðeins um fjórðungur kjarnavopna Sovétmanna. Hins veg- ar er það einnig skiljanlegt að Sovét- menn vilji takmarka kjarnavopn í hafinu á sama tíma og langdrægum kjarnaflaugum verður fækkað, því kjarnavopnastyrkur þeirra byggist að mestu leyti á langdrægum kjarna- flaugum. GENF - Friðarviðræður Ang- ólu, Kúbu og Suður-Afríku um málefni Angólu og Namibíu munu halda áfram í Genf þrátt fyrir þær uppákomur sem orðið hafa í þeim að undanförnu. Þetta er talið benda til þess að eitthvað mjakist í friðarvið- ræðunum undir stjórn Banda- ríkjamanna. Húsþjónn Thatchers dæmdur fyrir dráp Fyrrum þjónn Margaretar Thatcher í Downingstræti 10 var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp. Hann drap ná- granna sinn í slagsmálum sem brut- ust út vegna leka úr þvottaskál. Þjónninn, Michael Devlin að nafni, var fundinn sekur um að hafa drepið Bob Whitc sem bjö í íbúð fyrir ofan þjón Thatchers í suðurhluta London. Devlin, sem hafði ekki einungis unnið sem þjónn í Downingstræti 10 heldur einnig í þinginu. hafði í tvö ár þurft að þola að vatn draup úr loftinu, ofan úr baðherbergi nágrannans, gegnum gólfið og nið- ur í hans eigið baðherbergi. Dag einn þegar þjónninn kom heim eftir erfiðan vinnudag uppgötvaði hann óvenjumikið flóð, sem hann taldi að nágranninn stæði viljandi fyrir. Devlin og White rifust heift- arlega um lekann þar til Devlin þaggaði endanlega niður í granna sínum og hafði stól að barefli. Skógareldar ógna borg í Júgóslavíu Skógareldar ógnuðu í gær júgó- slavnesku borginni Sibenik og áttu eldtungurnar ekki nema nokkra metra að útjöðrum borgarinnar þeg- ar síðustu fréttir bárust í gær. íbúar í úthverfum borgarinnar voru fluttir á brott og barðist slökkvilið við að verja borgina og hefta útbreiðslu eldsins. Nokkrir hafa slasast við slökkvistarfið. Skógareldarnir brutust mjög snögglega út í gærmorgun og vegna þess hve landið er gífurlega þurrt á þessum slóðum, magnaðist eldurinn upp úr öllu valdi á örskotsstund. „Eldurinn er mjög magnaður“ sagði slökkvimaður í Antic. „Við vitum reyndar ekki enn hve út- breiddur skógareldurinn er.“ íbúar Sibenik eru um þrjátíu þús- und talsins, en yfir sumarleyfistím- ann fjórfaldast þessi tala.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.