Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn l Laugardagur 6. ágúst 1988 Heyfokiö á Vesturlandi: Leitað eftir fyrirgreiðslu Ekkí er ljóst hvort það foktjón, sem fjöldi bænda varð fyrir í rokinu fyrir um hálfum mánuði þegar ilmandi taða fauk í stórum stíl út í veður og vind, fæst bætt. Eins og Tíminn hefur skýrt frá fauk hey víða af túnum á sunnan- og vestanverðu landinu. Tjónið mun mjög mismunandi, sumir bændur hafa tapað allt að 2000 böggum, aðrir nokkru minna. Örn Einarsson, bóndi Miðgarði í Stafholtstungnahreppi í Mýrasýslu tapaði tugum hesta af heyi í rokinu. Hann segist hafa séð á eftir um 1000 böggum út í himinhvolfið, en tekist hafi að bjarga umtalsverðu magni af heyi úr skurðum og girðingum. Hann áætlar það hafa numið 5-600 böggum. Guðmundur Sigurðsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Borg- arfjarðar, segist hafa spurst fyrir um möguleika á fyrirgreiðslu fyrir þá bændur sem verst urðu úti í óveðr- inu. Enn sem komið er hafi ekkert komið út úr þeirri athugun. Guð- mundur sagðist ekki gera sér miklar vonir urn að þetta tjón fengist bætt. Það eru einkum tveir tjónasjóðir sem mögulega koma til greina í þessu sambandi. Annarsvegar Við- lagatrygging Islands og hinsvegar Bjargráðasjóður. I fljótu bragði virðist ekki mikill möguleiki á aðstoð frá Viðlagatrygg- ingu íslands. í lögum um hana segir að trygging nái yfir beint tjón af völdum eftirtalinna náttúruhamfara: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Ekki er getið um tjón af völdum foks. Bjargráðasjóður skal lögum sam- kvæmt bæta tjón vegna búfjárdauða af völdum sjúkdóma eða af slysum, grasbrests af völdum kulda, kals eða óþurrka til að afstýra óeðlilega mikilli förgun búfjár. Þá skal sjóður- inn bæta tjón af völdum uppskeru- brests á garðávöxtum og veita fjár- hagsaðstoð vegna afurðatjóns á sauðfé og nautgripum. Magnús Guðjónsson, hjá Bjarg- ráðasjóði, segir að þrátt fyrir að ekki sé skýrt lagaákvæði um bætur fyrir tjón af völdum foks, séu fordæmi fyrir slíku. Hann segir ekki óeðlilegt að bændur, sem orðið hafi fyrir miklu tjóni, sendi inn umsóknir um bætur úr Bjargráðasjóði. Magnús tók frain að ásamt umsókn beri mönnum að senda vottorð frá við- komandi ráðunaut um tjónið. óþh Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, um skortinn á mannskap: „BÍÐUM OG SJÁUM TIL“ „Við ætlum að bíða og sjá til fram yfir helgi en þá á annar flugstjóri að koma á vakt,“ sagði Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, aðspurður um hvort gripið yrði til ráðstafana til að manna stærri þyrlu gæslunn- ar, TF-SIF. Eins og Tíminn greindi frá í gær tilkynnti flugstjóri sá, sent átti að konta á vakt í fyrradag, forföll og var því ekki tiitækur mannskapur á TF-SIF. Margir eru í sumarfríi og voru aðeins þrír af níu flugmönn- um gæslunnar þá tiltækir, tveir á Fokkcr vélina, og einn á minni þyrluna, en flugstjóra og flugmann þarf til að rnanna TF-SIF. Launa- deilur flugmannanna og ríkisins fara harðnandi og má rekja þessa röskun á starfsemi hennar til þeirra. „Á meðan ekkert aðkallandi kemur upp munum við bíða um sinn. Ef hins vegar kærni upp neyðartilfelli mundum við reyna að manna þyrluna. Það hefur ekki reynt á það ennþá,“ sagði Gunnar. Að öðru leyti hafði hann lítið um málið að segja, honum var ekki kunnugt um neinar viðræður deilu- aðila á milli tii að koma starfsem- inni í eðlilegt horf. JIH Tímamynd: MM Víða fuku hey á Vesturlandi. Hér sést glöggt dæmi um ástandið sem skapaðist. Stjórnarfundur Framkvæmdasjóös íslands: Stofnlánadeild fær 125 milljónir til að lána refabændum Framkvæmdasjóöur íslands samþykkti á stjórnarfundi sínum sl. fimmtudag að verða við þeim tilmælum ríkisstjórn- arinnar að lána 125 milljónir króna til Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Þessi upphæð mun standa að mestu undir lánveitingum Stofnlánadeildar til refabænda, sem samþykkt- ar voru á stjórnarfundi deildarinnar 18. júlí sl. Eins og áður hefur komið fram í Tímanum samþykkti stjórn Stofnlán- adeildar þá að veita skuldbreytingalán til refabænda, allt að 10.000 krónur á hverja refalæðu í landinu. Jafnframt kom þó fram á þeim fundi að ekki yrði unnt að afgreiða lánin fyrr en ljóst yrði hvaðan fjár- magnið kæmi til að sinna þeim. Stofnlánadeild hafði fengið vilyrði fyrir því að Framkvæmdasjóður mundi aðstoða við fjármögnunina en fram að stjórnarfundi hans í fyrradag lá það ekki ljóst fyrir. Stofnlánadeild mun nú hefja af- greiðslu lánanna eftir helgi. „Málið hafði ekki fengið formlega meðferð hér fyrr en á fundinum en við vorum búnir að vita af því í langan tíma. Við ákváðum að veita fyrirgreiðslu að þessari fjárhæð til að lánveitingar Stofnlánadeildar næðu fram að ganga, enda er það gert með stuðningi og meðmælum ríkisstjórn- arinnar," sagði Guðmundur Ólafs- son, forstjóri Framkvæmdasjóðs, í samtali við Tímann. „Frá okkar Flugleiöir tengjast dreifikerfinu AMADEUS, sem býöur upp á ótal möguleika í feröatilhögun: FLUGMIÐAR, GISTING OG KAVÍAR VID KOMU Flugleiðir hafa gerst aðilar að alþjóðlega dreifikerfinu Amadeus sem gert er ráð fyrir að verði eitt fjögurra stærstu farskrárkerfa í heiminum þegar það kemst í gagnið í lok næsta árs. Með tilkomu kerfis- ins geta farþegar fengið betri upplýs- ingar um ferðalög milli landa, auk þess sem hægt er að bóka allt sent viðkemur ferðalaginu, strax á ferða- skrifstofum Flugleiða, eða öðrum ferðaskrifstofum sem væntanlega verða allar í beinum tengslum við Amadeus. Með þátttöku í kerfinu komast Flugleiðir inní markaðskerfi, sem býður vörur fyrirtækisins til sölu í tugum landa í Evrópu, Norður-, Suður- og Mið-Ameríku, Vestur Indíum, Afríku og Asíu. I gegnum kerfið verður hægt að kalla fram upplýsingar um allt sem viðkemur millilandaflugi, innanlandsflugi, hótelum og/bílaleigum félagsins á tölvuskjám í yfir 15.000 ferðaskrif- stofum vítt og breitt um heiminn. betta þýðir í raun að dreifikerfið gerir kleyft að bóka fyrir upphaf ferðar alla ferðaþjónustu, fram- haldsflug, hótel, bílaleigubíla, morgunmat, jafnvel kampavín og kavíar við komuna á hótel ef því er að skipta, svo eitthvaö se nefnt. Auk þess sem tölvukerfið velur einföld- ustu leið milli ákvörðunarstaða og sinnir óskum ferðalanga um verð- flokka. Önnur flugfélög sem eiga aðild að kerfinu eru Lufthansa, Iberia, Air France, Air Inter, SAS, JAT, Finn- air, Brathens og Adria, og eru fleiri flugfélög að íhuga þátttöku. -ABÓ Sigurður Helgason t.v. og Curt Ek- strom forstjóri Amadeus við undir- ritun samningsins. (Tímamynd Gunnar) hálfu var þetta ekki fjárhagslegt vandamál, það er Stofnlánadeildar að meta hversu góð þessi lán eru. Þetta voru bara skipti á milli stofn- lánasjóða." Ekkidregiðúr lánum til fiskeldis Fiskeldismál voru einnig til um- ræðu á fundi Framkvæmdasjóðs. „Fréttir af trega okkar til að veita fiskeldi fyrirgreiðslu eru úr lausu lofti gripnar. Það er engan bilbug á okkur að finna og við erum ekki að draga úr lánveitingum. Sem sönnun fyrir því nefni ég að Framkvæmda- sjóður hefur veitt lánsloforð að upp- hæð 230 milljónir króna á þessu ári, þar með talið 30 milljóna króna lán sem ákveðið var að veita á stjórnar- fundinum. Við vorum með aðra umsókn um 40 milljónir til um- fjöllunar og það var ágæt umsókn en það var bara um vistun málsins að ræða milli funda. Það kom upp skoðanamunur á því hvort lánið ætti að afgreiða hér eða úr öðrum sjóði,“ sagði Guðmundur. „Allar góðar framkvæmdir sem uppfylla eðlilegar kröfur hafa fengið góða fyrirgreiðslu hjá Framkvæmda- sjóði. Það eru kröfur um eiginfjár- framlög, um að framkvæmdir séu álitlegar og að trygging sé fyrir bankaviðskiptum til að standa undir rekstrinum. Vandamálið er ekki það að stofnframkvæmdir fái ekki fjár- mögnun, vandinn er með rekstur stöðvanna. Það er nefnd að fjalla um þá hlið mála og á að skila skýrslu fljótlega. Það er brýnt að finna lausn á rekstrarvandanum en það er hins vegar ekki á okkar sviði að veita rekstrarlán," sagði Guðmundur. ___________________ JIH Leiðrétting I grein minni Úr Japansferð II, sem birtist í blaðinu í gær, hefur orðið sú villa í tilvitnun í kvæði að þar stendur „lúta að“ þar sem á að vera lúta. -Þetta leiðréttist hér með. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.