Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 4
4 TírYi'ihh Nýtt veðurupplýsingakerfi lyrir innanlandsflug hefur nú verið tekið í notkun af Flugmálastjórn og Veðurstofunni. Hér má sjá á skjá einnar tölvunnar, sem notuð er fyrir veðurupplýsingar. Veðurupplýsinga- kerfi fyrir flug Nýlega hefur verið tekið í notk- un tölvukerfi til söfnunar og miðl- unar veðurupplýsinga fyrir flug. Hér er um að ræða samvinnukerfi Flugmálastjórnar og Veðurstof- unnar. Settar hafa verið upp Victor PC-tölvur á 6 áætlunarflugvöllum, þ.e. Reykjavík, Akureyri, Egils- stöðum, ísalirði, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Tölvur þessar eru tengdar tölvu- kerfi Veðurstofunnar um gagnanet Pósts og síma og er hlutverk þeirra þríþætt, í fyrsta lagi skráning veðurlýsinga frá flugvöllum, í öðru lagi skráning frá flugmönnum á hættulegum flugleiðum innanlands og svo í þriðja lagi, miðlun þessara og annarra veðurupplýsinga til flugmanna. Kerfið bætir aðgang flugmanna að veðurupplýsingum við brottför. Frekari þróun kerfisins er lyrirhug- uð og mun hún beinast að eftirfar- andi atriðum: Miðlun myndrænna veðurupplýsinga, þ.e. veðurkorta, söfnun og miðlun upplýsinga um ástand flugvalla og notkun kcrfis- ins við flugmálastjórn. Vegna mikils álags á tölvukerfi Veðurstofunnar er ætlunin að flytja miðstöð kerfisins til Flug- málastjórnar, og opna kerfið fyrir almennum notendum. -gs 11 VEIÐIHORNIÐ' 1111 Umsjón Eggert Skúlason |||| Linnulítil veisla í Kjós Það cr ekki ofsögum sagt að veiði hefur gengið ótrúlega vel í Laxá í Kjós í sumar. Á hádegi á þriðjudag voru komnir 2300 laxar á land, og stefnir nú í metveiði. Mesta veiði til þessa í Kjósinni var árið 1976. Þá veiddust 2350 laxar. Þegar þú lest þessi orð hefur metið sjálfsagt þegar vcrið slegið. Síðasta holl veiddi 235 laxa á þremur dögum á tíu stangir, stærsti laxinn í því holli var 15 pund. Mesta veiði í þriggja daga holli í sumar eru 340 laxar. Þórarinn Sigþórsson, tannlækn- ir, hefur veitt flesta laxa í þriggja daga holli, en liann veiddi 75 laxa á þremur dögum. Fast á hæla honum kemur svo Árni Baldurs- son, með70laxaáþremurdögum. Bæði er veitt á flugu og maðk, og virðist laxinn aðallega taka litlar flugur, eða flugur nr.10, 12 og jafnvel 14. Góð veiði í Grímsá Útlendingatímabilinu er að Ijúka í flestum ám. f Grímsá í Borgarfirði hættu útlendingar að veiða24. júlí. Aðsögn viðmælanda Veiðihornsins hefur veiðin verið heldur dræmari eftir að íslending- arnir tóku við. f fyrradag voru 1320 laxar komn- ir á land í Grímsá, en þeir voru innan við þúsund allt árið í fyrra, og ef veiðin heldur áfram sem horfir er óhætt að búast við um 1700 löxum úr ánni í sumar. Síðasta holl í Grímsá, sem stóð í þrjá daga og fór úr ánni á miðvikudag, landaði á milli 60-70 löxum á tíu stangir. Sá þyngsti vó 18.5 pund. 512 laxar á tveim vikum Síðustu tvær vikur fyrir frídag verslunarmanna voru óvenju góðar í Miðfjarðará, en á þessum tveim vikum náðust 512 laxar á land. 217 Árni Baldursson leigutaki hnýtir llugu. Þær hafa reynst vel í sumar. í fyrri vikunni og 295 í seinni vikunni. Voru útlcndingar við veiðar og hrepptu þeir mjög gott veiðiveður. Stærsti laxinn í þessum tveim hollum mældist 18 pund. í allt sumar eru komnir unt 1100 laxar á land, og hefur mest af þeim veiðst í Vesturá. Veiðin er líklega orðin tvöfalt það sem hún var allt árið í fyrra. Útlendingar veiða aðeins á flugu, og hefur laxinn aðallega tekið flugur nr.10, en til að byrja með tók hann flugur allt niður í nr. 16. 40% veiddra laxa á land um helgina Veiði íReykjadalsáhefurgengið heldur slælega það sem af er sumri, á land eru einungis komnir 5 laxar, en allt árið í fyrra voru þeir 50 talsins, og má áin muna sinn fífil fegri. 40% veiðinnar í ánni veiddist um Verslunarmannahelgina, þegar þeir Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, og Haukur Jón- asson, læknir, fengu sinn laxinn hvor í Mjóanesál, en það var eini staðurinn sem sást til laxa. Laxarnir voru 5 og 8 pund og fékk Haukur stærri laxinn. -gs r :v/, j .v L'( j-. Laugardágur 6. ágúst 1988 Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, skipaður í 25 manna alþjóðlegan starfshóp S.Þ.: Aratugurinn 1990*2000 verður helgaður vörnum gegn náttúruhamförum Guðjón Petersen yfirmaður almannavarna á íslandi. Guðjón Pétersen, fram- kvæmdastjóri Almanna- varna ríkisins, var í vor skipaður í 25 manna hóp sérfræðinga víðs végar að úr heiminum, af Perez de Ceullar, aðalritara Samein- uðu þjóðanna. Allsherjar- þing stofnunarinnar sam- þykkti á síðasta ári tillögu Japana og Marokkóbúa um að áratugurinn 1990-2000 yrði helgaður vörnum gegn náttúruhamförum og á vinnuhópurinn að skila skýrslu haustið 1989 um út- færslur á því starfi sem Sam- einuðu þjóðirnar munu standa fyrir á áratugnum. „Hópurinn er skipaður 25 sér- fræðingum frá jafnmörgum lönd- um og spannar þekking þeirra hin ýmsu svið,“ sagði Guðjón í samtali við Tímann. “Þarna eru t.d. jarð- fræðingar, veðurfræðingar, eðlis- fræðingar, félagsfræðingar og við erum tveir almannavarnamenn. Hinn er frá Jamaíka. Það er líka reynt að gæta jafnvægis milli heimsálfa.“ Hópurinn kom fyrst saman í Genf 5.-8. júlí og verður næsti fundur haldinn í New York í október, þar næst í Marokkó í janúar og síðan í Tókýo í Japan. Hlutverk hópsins er víðtækt, bæði að skipuleggja starf Sameinuðu þjóðanna almennt og koma með ábendingar um hvernig best verði að því staðið, og að koma með tæknilegar ábendingar um mögu- leika á vörnum gegn náttúruham- förum. Mun hópurinn beina at- hygli sinni að hinum ýmsu tegund- um náttúruhamfara, hvar þær verða, hvaða veikleikar og þarfir eru fyrir hendi á þeint svæðum og hvernig hægt er að bregðast við. Hópurinn mun einnig fjalla um samræmingu starfs alþjóðastofn- ana sem sinna þessum málum og hvernig þær geti kennt þjóðum sem búa við mestu hættuna á náttúruhamförum að verjast þeim. „Einkum er stefnt að því að minnka tjón af völdunt náttúru- hamfara í þriðja heiminum. Þar verður gífurlegt manntjón og eignatjón á hverju ári, þannig að þetta er orðið að alþjóðlegu vanda- máli. Efnahagslegar og félagslegar afleiðingar hamfaranna í þessum heimshlutum eru miklar, sérstak- lega í fátækum löndum. Við erum kannski betur undir slíka hluti búin, þó hættan sé alltaf fyrir hendi." Vinnuhópurinn situr ekki að- gerðalaus á milli funda. Verkum er skipt milli manna og á næsta fundi hópsins í New York í október mun Guðjón skila skýrslu um það sem samciginlegt er milli hinna ýmsu tegunda náttúruhamfara og afleið- inga þeirra. Hvernig hyggst Guð- jón vinna þessa skýrslu? „Ég byggi á þeirri reynslu sem við höfunt hér af skipulagsstörfum og þeirri reynslu sem ég hef af ráðgjafarstarfi fyrir stofnanir Sam- einuðu þjóðanna. Ég mun skoða úttektir á afleiðingum hamfara annars staðar í heiminum og bera þær saman. Þá mun ég skoða áhrif náttúruhamfara á líf, eignir og efnahag þjóða og hvernig hægt er að skipuleggja viðbrögð við þeim en ég er svo nýbyrjaður að ég get ekki sagt nákvæmlega til um það hvernig skýrslan verður uppbyggð." Guðjón segist ekki vita hvernig sérfræðingarnir hafi verið valdir, né hvers vegna hann varð fyrir valinu „... en þarna eru fulltrúar frá löndum þar sem náttúruham- farir verða og það búa sjálfsagt fáar þjóðir við jafn fjölbreytta hættu af þeirra völdum og íslend- ingar. Ég hef líka áður unnið ráðgjafarstarf fyrir stofnanir Sam- einuðu þjóðanna, svo sem UNESCO, Menningarmálastofn- un S.Þ., og UNDRO (Disaster Relief Organization eða „Ham- fara-aðstoðarstofnunin“) en ég veit ekki hvað það hafði að segja með valið." Fjölmargar alþjóðastofnanir vinna að þessum málaflokkum í dag en Guðjón sagði engu að síður þörf fyrir víðtækara og samræmd- ara starf. UNDRO var stofnað árið 1973, eða ’74 og sagði Guðjón aðdragandann að stofnuninni áhugaverðan. „Árið 1969 stofnaði allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna sjóð til að aðstoða aðildarríki með tilliti til náttúruhamfara. ísland var fyrsta aðildarríkið sem sótti um og fékk framlag úr sjóðnum. Árið 1971 kom bandarískur sérfræðingur til landsins til að kenna okkur að skipuleggja viðbrögð við náttúru- hamförum. Sameinuðu þjóðirnar vildu nota niðurstöður starfsins hér á landi til að skoða hvort ætti að koma á fót sérstakri stofnun til að vinna að þessum málum og út frá þeirri reynslu sem fékkst hér, og ef til vill annars staðar líka, var UNDRO sett á fót.“ UNESCO hefur innan sinna banda jarðfræðideild og er þar fengist við fræðilega hlið náttúru- hamfara. „Stofnunin hefur verið mjög áhugasöm um að tengja fræðigreinarnar inn í viðbúnaðar- kerfi og við höfum þótt framarlega á því sviði vegna góðs samstarfs almannavarna og vísindastofn- ana,“ sagði Guðjón. Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, sér um að halda utan um þetta starf í heild sinni, einkum í vanþróuðum ríkjum, en fjöldi annarra stofnana vinnur mikilvægt starf. Má þar nefna Rauða krossinn og International Civil Defense Organization. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.