Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. ágúst 1988 Tíminn >5 Útlán Borgarbókasafnsins minnkað hlutfallslega um nær helming: Horfa nú á reyfara í stað þess að lesa þá Má ráða af útlánatölum Borgarbókasafns Reykjavíkur að bókaþjóðín mikla verði hætt að lesa bækur innan fárra ára? Útlánum Borgarbókasafns Reykjavíkur hefur hlutfallslega fækkað um nær helming á rúmum áratug - úr 13,4 eintökum að meðaltali á mann um miðjan síðasta áratug í aðeins um 7,7 eintök á síðasta ári. Þá voru útlán um 14% færri en árið áður. AIIs fækkaði útlánum Borgarbókasafnsins úr 1.140 þús. eintökum 1975 niður í aðeins 715 þús. eintök í fyrra - en fjórðungur allra útlána var þá í hinu nýja Gerðubergssafni. Úttín ¥>omarBcka‘?afi\ sins m- ^ ^ EiwrdkrÁ hvern eoeaAeerf* gPT 1955-io,i spt „Bláar“ i stað reyfara á sjóinn? Það vekur grun um að vídeóvæð- ingin kunni að eigi drjúgan hlut að máli, að bókaútlán til skipa hafa hrunið úr 22 þúsund niður í 12 þúsund eintök á nokkrum árum, þó lang mest á síðasta ári. Svipað er að segja um sérútlán til stofnana, t.d. fangelsanna. „Bókin heim“ er eina deildin þar sem útlán hafa aukist verulega, en þar er um að ræða heimsendingar til aldraðra og fatlaðra. Rigningin styður bókmenntirnar Að mati Þórdísar Þorvaldsdóttur borgarbókavarðar kunna margvís- legar ástæður að vera fyrir breyting- um í starfi safnanna. Meira að segja veðrið skipti máli. Rigning upp á hvern dag mundi stórauka útlán, sem enn hafi sannast síðasta stórrigningardaginn í þessari viku. En þá hafi öll söfnin fyllst út úr dyrum. Ástin og ofbeldið á undanhaldi Að öllu gamni slepptu telur Þórdís stórfækkun lánaðra eintaka á undan- förnum árum (mest milli 1986 og 1987) ekki hvað síst vera vegna áherslubreytinga í lestri. Þeir hópar sem áður fengu lánaðar spennusögur og ástarsögur í tugatali þurfa nú ekki lengur að hafa fyrir því að lesa, heldur horfa á þessi hugðarefni á myndböndum og í sjónvarpi. Þetta álítur hún slæma þróun og brýnt að gera eitthvað til að halda í þetta fólk og leiða það aftur á söfnin. Ella sé sú hætta fyrir hendi að hópur fólks verði ólæs með tímanum, eins og vitað er að átt hefur sér stað í Bandaríkjunum. Niðurskurður bitnar á bókelskum í öðru lagi telur Þórdís ekki vafa á að minnkun fjárveitinga til bóka- kaupa valdi fækkun útlána. Áður fyrr hafi Borgarbókasafnið keypt allt upp í 100 eintök af nýjum bókum. Nú leyfi fjárráðin sjaldan kaup á nema 30 eintökum og þaðan af færri, og þeim þurfi síðan að skipta niður á sex söfn. Þetta leiði til langra biðlista eftir nýjustu bókun- um og sömuleiðis til þess að margir áhugasamir lesendur komi fýluferð- ir. Sem dæmi nefndi Þórdís smá könnun sem hún gerði í febr. s.l. þar sem hún komst að því að nær hvert einasta eintak jólabóka frá 1986 og síðar var í útláni. Árlega fækkun lánaðra eintaka hjá Borgarbókasafninu má sjá á töflunni hér fyrir neðan. Fremri dálkurinn sýnir heildarútlán í heilum þúsundum, en sá aftari fjölda lán- aðra eintaka að meðaltali á hvern borgarbúa á ári: Ár: Lán.eintök Ámann 1975 1.140.000 13,4 1976 1.040.000 12,3 1977 1.030.000 12,3 1978 953.000 11,2 1979 962.000 11,5 1980 959.000 11,4 1981 967.000 11,4 1982 894.000 10,4 1983 879.000 10,1 1984 799.000 9,0 1985 748.000 8,3 1986 827.000 9,0 1987 715.000 7,7 Athyglivert er að fækkun lánaðra bóka hefur fremur orðið í nokkra ára stökkum en ekki j afnt og sígandi. Fjölgun útlána 1986 má vafalítið rekja til þess að nýtt og glæsilegt safn var opnað í Gerðubergi í mars á því ári. Frá mars til áramóta voru 193 þús. útlán í Gerðubergi, eða nær fjórðungur heildarútlána Borgar- bókasafnsins það ár. En nýjabrumið fer fljótt af. Útlán í Gerðubergi urðn— 13.000 eintökum færri allt árið 1987 heldur en á tíu mánuðum árið áður. Hlaupa í safnið eftir fréttir Tæpast þarf að koma á óvart að lang flestir fara á kvöldin til að ná sér í bækur. Sumir á leið heim úr vinnunni og margir rétt fyrir lokun klukkan níu. í síðarnefnda hópnum er algengt að fólk sé að leita að bókum í sambandi við fréttir úr einhverjum þeim þriggja fréttatíma í útvarpi og sjónvarpi sem það hefur þá nýlokið við að hlusta á. Þótt sjónvarpið sé í vissri samkeppni við bókasöfnin getur það því einnig kveikt áhuga fólks á að leita til þeirra. Þórdís sagðist t.d. hafa gaman af að sjá að eftir góða bókaþætti í sjónvarpi flykkist fólk gjarnan í söfnin til að ná sér í bækur. Bæði sjónvarp og aðrir fjölmiðlar hafi tvímælalaust mikil áhrif á þessu sviði sem öðrum. Fróðleiksfúsum fjölgar Þótt útlánin séu stöðugt á niður- leið þýðir það síður en svo að starfsemin í söfnunum hafi minnkað eða að færra fólk komi í söfnin, að sögn Þórdísar. Þvert á móti fari hópur fróðleiksfúsra jafnvel stækk- andi. Þaðsýni sig að upplýsingaþjón- usta sé æ ríkari þáttur í starfseminni og hún er tímafrek. Söfnin hafi alltaf verið mikið notuð af skólafólki. En almenningur komi nú einnig í stöð- ugt vaxandi mæli til að leita sér upplýsinga um alla skapaða hluti, oft án þess að það fari þó með nokkra bók heim af safninu. Tími starfsmanna fari í auknum mæli í slíka upplýsingagjöf. -HEI Samkomulag fjármálaráðuneytisins og viðskiptabankanna: Bankarnir selja ríkisskuldabréf Fulltrúar fjármálaráðuneytis, Seðlabanka íslands, Sambands við- skiptabanka, Sambands sparisjóða og verðbréfasala undirrituðu í gær samkomulag um innlenda lánsfjár- öflun með sölu spariskírteina. Meginatriði samkomulagsins er þau að viðskiptabankar, sparisjóðir og þau verðbréfafyrirtæki, sem eru aðilar að Verðbréfaþingi íslands taki að sér að annast sölu spariskírteina ríkissjóðs í stað Seðlabankans sem hefur annast slíka sölu til þessa. Á salan að standa undir mestum hluta af innlendri lánsfjárþörf ríkis- sjóðs til áramóta. í samkomulaginu felst að innlánastofnanir ábyrgist sölu á ríkisskuldabréfum fyrir 2,97 milljarða króna. Á móti kemur lækkun bindiskyldu hjá Seðlabankanum um 1%, úr 13% í 12%. Lausafjárhlutfall hækkarhins vegar um 1%, úr 8% í 9%, og er bönkunum heimilt að telja helming af spariskírteinaeign til lausafjár. „Þessar hliðarráðstafanir koma vel út fyrir bankana," sagði Stéfán Pálsson, bankastjóri í Búnaðarbank- anum og formaður Félags viðskipta- bankanna, í samtali við Tímann. „Það að bindiskyldan lækki um 1% og lausafjárhlutfallið hækki um 1% hefur ekki peningaleg áhrif, þar sem þetta eru svipaðar stærðir. En það er verið að færa af verðtryggðum en vaxtalausum kjörum, sem bindi- skyldan er, yfir í vaxtaberandi eign, sem lausaféð er. Það að telja helm- ing af spariskírteinaeign til lausafjár þýðir líka það að bankarnir taka ekki jafn mikla ábyrgð og annars hefði verið. Til viðbótar fengum við leiðrétt- ingu á áföllnum vöxtum og verðbót- um sem við höfum áður átt í viðræð- um við Seðlabankann um. í því felst að hingað til hefur vísitalan ekki verið færð upp á eignum bankanna við Seðlabankann. Það var alltaf reiknað út frá grunntölu, í árslok og svo gert upp um árslok þar á eftir. Eignir bankanna hafa hins vegar verið færðar upp mánaðarlega. Við þetta hefur skapast verulegt misræmi því bindingin er tekin af uppfærðu eignunum. Hún var því „de facto“ orðin 14,5% en ekki 13%,“ sagði Stefán. Raunvextir á skammtíma skuldabréfum munu lækka við sam- komulagið um 1/2% og verða gerðar ráðstafanir til að vextir á öðrum hliðstæðum bréfum lækki til sam- ræmis við það. „Ég tel að það sé mjög jákvætt. Þetta er fyrsta skrefið og maður vonarað það geti verið áframhald- andi þróun í þessa átt. Það þarf ekki að horfa lengur en ár aftur í tímann, þá voru raunvextir 2% lægri en nú er,“ sagði Stefán. JIH Samkomulagið undirritað í fjármálaráðuneytinu í gærdag. Tfminn:Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.