Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 6. ágúst 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Nefndarskipun Ríkisstjórnin hefur skipað sérstaka nefnd til þess að segja álit sitt að því er varðar ráðstafanir til að bæta rekstrarskilyrði útflutnings- og sam- keppnisgreina og til að treysta eiginfjárstöðu íslenskra atvinnufyrirtækja. í nefnd þessa hafa m.a. verið skipaðir ýmsir kunnir forystumenn í íslensku atvinnulífi, sem þekkja vel til höfuðvandamála útflutningsfram- leiðslu og samkeppnisiðnaðar. Komið hefur fram sú gagnrýni á skipun þessarar nefndar að fulltrúar í henni spanni ekki nægilega vítt svið þjóðfélagslegra og stéttarlegra hagsmuna. Þessi gagnrýni á ekki rétt á sér þegar betur er að gætt. Nefndarskipunin ber með sér að ríkisstjórnin hefur skilgreint hvert sé aðalvandamál efnahags- lífsins um þessar mundir. í nefndarskipuninni felst það að ríkisstjórnin leggur áherslu á að vandi efnahagslífsins er fyrst og fremst fólginn í því að útflutningsfyrirtækin í landinu eru að komast í rekstrarþrot. Miðað við mikilvægi útflutningsframleiðslunnar sem grundvallarþáttar efnahagskerfisins er brýnast allra mála að leysa rekstrarvanda hennar. Það er því rökrétt af hálfu ríkisstjórnarinnar að leita eftir áliti forystumanna í þessum atvinnugreinum og hafa til hliðsjónar við nauðsynlegar ráðstafanir í efnahagsmálum. Þessi nefndarskipun leysir ríkisstjórnina að vísu ekki undan þeirri sjálfsögðu skyldu að hafa samráð við önnur hagsmunasamtök í landinu. Frá almennu sjónarmiði eru víðtæksamráð mikilvægt stjórntæki, sem gefist hefur vel í ýmsum löndum. Ef ástæða er til að finna að þessari nefndarskipun þá er það helst aðfinnsluvert að hún er alltof seint á ferðinni. Þessi nefnd hefði átt að verða til fyrir mörgum mánuðum, hún hefði mátt sjá dagsins ljós þegar á haustdögum síðastliðins árs. Gallinn á efnahagsstjórninni er sá að of seint var gripið til ráðstafana gegn þeirri þróun, sem var fyrirsjáanleg löngu fyrir áramót. íslensk útflutningsfyrirtæki eiga afkomu sína algerlega undir því að verðbólgunni innanlands sé haldið í skefjum. Það verður að vera jafnvægi milli verðbólgustigs á íslandi og í viðskiptalöndum. Aðalmeinið í íslenskri efnahagsstjórn er einfald- lega að íslendingum hefur ekki tekist að framfylgja þessari grundvallarreglu í skynsamlegri efnahags- stjórn. Þegar fjargviðrast er út af gengisfellingum, þá gleyma menn því að þær eru afleiðing verðbólg- uþróunar, fylgifiskur verðbólgu, þótt hitt sé jafn- framt rétt að gengisfelling verkar auðvitað á verðlagið. Víxlverkunaráhrifin láta ekki á sér standa. Þess vegna er verðbólgustöðvun mikilvægasta efnahagsmarkmið sem íslendingar geta sett sér. Heilbrigt efnahagslíf fær ekki þrifist í óðaverð- bólgu. LAFUR Jóh. Sigurðs- son lést fyrir réttri viku. Hann var einn af fremstu rithöfundum þjóðarinnar, hafði sem slíkur hlotið margs konar viðurkenn- ingu og var meðal annars í hópi þeirra listamanna sem Alþingi úthlutar sérstökum heiðurslaun- um ár hvert. Ólafur var fæddur 26. sept. 1918 og hefði því orðið sjötugur í næsta mánuði. H'ann sleit barnsskónum austur í Grafn- ingi, en hélt 15 ára að aldri til Reykjavíkur, staðráðinn í að ger- ast þar rithöfundur. Fyrstu bækur hans komu út meðan hann var enn kornungur. Hann var aðeins seytján ára er hann gaf út barnabókina Við Álftavatn, sem vakti strax á hon- um verulega athygli, og fyrir tvítugt hafði hann sent frá sér fjórar bækur. Þcssari myndarlegu byrjun á rithöfundarferlinum fylgdi hann síðan eftir með hverri afburðaskáldsögunni af annarri. Þeirra á meðal voru Fjallið og draumurinn og Vorköld jörð, tvö samstæð verk sem fjalla um harða lífsbaráttu fátæks fólks í íslenskri sveit. Meðal þessara verka var einnig Gangvirkið, hörð ádeila á spillingu Reykjavíkurlífsins, og Litbrigði jarðarinnar, rómantískt snilldarverk sem fjallar um æskuástir unglinga í sveit. Auk þess sýndi það sig snemma að hann var afburðagóður smásagnahöfundur og ljóðskáld gott. En eftir glæsilegt blóma- skeið varð síðan nokkurt hlé á ferli hans. Því hléi linnti 1972 er hann sendi frá sér skáldsöguna Hreiðrið. Fyrir hana fékk hann Silfurhestinn, bókmenntaverð- laun dagblaðanna í Reykjavík. Sama ár sendi hann svo frá sér ljóðabókina Að laufferjum, og tveim árum síðar kom ljóðabókin Að brunnum. Fyrir þær hlaut hann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976, fyrstur ís- lenskra rithöfunda. Frægð sína sem rithöfundur átti Ólafur Jóh. Sigurðsson kannski fyrst og fremst að þakka þeirri sjálfsögun sem hann beitti sig og hvarvetna kemur fram í verkum hans. Hann mátti að vísu teljast frekar alvarlegur höfund- ur, og fyndni er ekki tiltakanlega snar þáttur í skáldskap hans. En aftur á móti einkennist stíll hans allur af eindæma fágun og vand- virkni, og líka má með talsvert gildum rökum segja að hann hafi verið nokkuð tvíklofinn í vali sínu á yrkisefnum og afstöðu til þeirra. Tveir tónar Annars vegar er sterkur þjóðfélagslegur tónn í verkum hans sem kemur hvað ákveðnast fram í ýmsum af skáldsögunum. Þar fara saman næm tilfinning fyrir rétti fátæklinga og annarra sem minna mega sín í þjóðfélag- inu, og harðar ádeilur á þá sem traðka á öðrum í krafti auðs og valda. Hins vegar er svo líka og ekki síður áberandi rómantískur tónn í verkum hans, sem hann hefur ræktað einna mest í smá- sögum og ljóðum. Þessi þáttur Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur. skáldskapar hans sótti á eftir því sem á ævi hans leið, og hann er yfirgnæfandi í ljóðabókunum tveimur sem hann fékk bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir. Má reyndar rifja upp af þessu tilefni að ekki var örgrannt um að það vekti furðu ýmissa hér heima þegar hann fékk þessi verðlaun fyrir ljóð sín, en ekki raunsæju skáldsög- urnar sem margir af lesendum hans og aðdáendum mátu víst örugglega töluvert meira. En þar sýndi það sig að ádeiluhöfu- ndurinn Ólafur Jóhann bjó líka yfir ljóðrænni gáfu, sem nægði til að lyfta honum upp á stall þessara verðlauna, og varð heið- ur hans enn meiri fyrir vikið. Eftir verðlaun Norðurlanda- ráðs hélt Ólafur Jóhann áfram að senda frá sér bækur og vekja með þeim verðskuldaða athygli. Þó fer naumast milli mála að enn hefur ekki verið gerð sú heildarút- tekt á verkum hans sem geri mönnum kleift að átta sig til fulls á samfellu þeirra og á gildi þeirra í bókmenntalífi þjóðarinnar. Eigi að síður er ljóst að hann var af þeirri kynslóð rithöfunda sem sjálfir upplifðu þá þjóðlífsbylt- ingu þegar stór hluti þjóðarinnar tók sig upp úr sveitinni og flutti í sívaxandi þéttbýli. Líka er ljóst að hann hefur í verkum sínum fengist á mark- vissan hátt við þessa þjóðlífsbylt- ingu. Þar hefur hann túlkað þann trega eftir gamla íslenska sveita- lífinu sem lengi eimdi eftir af í brjóstum margra aðfluttra þétt- býlisbúa. Hann hefur líka varað þar sterklega við þeim hættum sem leynst gætu á vegi sveita- manns á mölinni, svo og við þeirri spillingu sem fylgt gæti sívaxandi borgarlífi. Og síðast en ekki síst hefur hann fengist þar við þann tilvistarvanda sem tugþúsundir ís- lendinga stóðu frammi fyrir, er þeir stóðu uppi með allar rætur sínar í sveitinni en máttu þó nauðugir viljugir laga sig að þeim kröfum sem líf í borg óhjákvæmi- lega gerir til fólks. I þessu vann hann hljóðlát afrek sín, og fyrir þau mun nafn hans lifa. Kvennaþing í Ósló Eins og ítarlega hefur verið greint frá í fréttum fjölmiðla hefur fjölmennur hópur kvenna hvaðanæva af Norðurlöndum sótt til Óslóar að sitja þar ráð- stefnur og njóta ýmiss konar menningarviðburða sem þeim tengjast. íslenskar konur hafa ekki lát- ið sinn hlut eftir liggja. Hlutfalls- lega eru þær fjölmennari á þess- um samkomum í heild en full- trúar annarra þjóða, ef Færey- ingar eru undan skildir. Fer ekki milli mála að íslensku konurnar hafa sýnt þessu ráðstefnu- og samkomuhaldi mikinn áhuga og lagt á sig ómælda vinnu til þess að gera þátttöku sína sem veg- legasta. Hinn formlegi kjarni alls þessa samkomuhalds var ráð- stefna sem ráðherranefnd Norðurlandaráðs boðaði til um jafnréttismál dagana 3.-5. þ.m. I kringum þessa ráðstefnu Norðurlandaráðs hafa margs konar félagssamtök norrænna kvenna síðan staðið fyrir sínum eigin fundum og kynningar- og skemmtisamkomum. Er kvennabaráttan einhliða? Um það er ekki að villast að barátta kvenna fyrir jafnrétti og hvers kyns endurmati á félags- legri stöðu sinni setur mikinn svip á stjórnmál líðandi stundar. Hvorki stjórnmálaflokkar, fél- agsmálahreyfingar né atvinnu- rekendur geta komist hjá því að veita þessari baráttu athygli eða taka mið af henni. Skipulagning kvennabaráttunnar er markviss og áróðurinn afar umfangsmikill og vafalaust árangursríkur. Hinu er ekki að neita að þessi einbeitta kvennabarátta - sem auðvitað á fullan rétt á sér - hefur tilhneigingu til að verða nokkuð einhliða. Menn hljóta t.a.m. að veita því sérstaka at- hygli að af málflutningi margra talsmanna kvennabaráttunnar mætti helst ráða að árangur baráttunnar sé nánast enginn, allt standi í sömu sporum, „karlaveldið" hafi ekki haggast og enginn hljómgrunnur sé fyrir baráttuna hjá þeim sem völdin hafa og tæpast í þjóðfélaginu almennt. Hluti af þessum málflutningi og í samræmi við kenninguna um lítilsvirðingu karlaveldisins á konum, er sífelld upprifjun á því hvað rithöfundar höfðu fest á blað fyrir mörgum öldum, jafn- vel 2000-3000 árum. Staða kon- unnar í þjóðfélögum fortíðar- innar er vissulega fræðandi sögu- legt og félagslegt viðfangsefni. En fyrir nútímafólk, bæði konur og karla, hefur það sáralítið að segja fyrir raunhæfar umræður um verkefni dagsins í dag að vera sífellt að vitna í fornaldar- sögur og leggja út af þeim. Þveröfugt við það sem lesa má út úr málflutningi margra þeirra, sem mest láta til sín taka í kvennabaráttunni, þá standa þessi mál þannig að verulegur árangur hefur orðið af þessari baráttu. Að sjálfsögðu fer það eftir löndum og þjóðfélagsgerð hvernig miðar í kvennabarátt- unni. Varla þarf mikla þekkingu á þjóðfélagsmálum og þjóðfé- lagsgerð til að átta sig á að baráttumál af þessu tagi á erfið- ara uppdráttar í einu þjóðfélagi en öðru, jafnvel í einn tíma en annan. Hvað sem líður ræðuhöldum á kvennaþingum og dramatísk- um sýningum, þá er staðreyndin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.