Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 6. ágúst 1988 Laugardagur 6. ágúst 1988 Tíminn 13 Týndir hestar Fimmtudaginn 21. júlí sl. töpuðust frá Skógarhól- um í Þingvallasveit fjórir hestar; Bleikblesóttur sex vetra hestur, fagurjarpur hestur, sjö vetra (markað- ur, biti framan vinstra). Ennfremur brúnn foli fjögurra vetra og fullorðinn Ijósrauður hestur. Tveir þeir fyrst nefndu eru á járnum og botnum að framan. Hinir tveir eru ójárnaðir. Þeir, sem hafa orðið hestanna varir, eru vinsam- lega beðnir að láta vita í símum: 98-22606/22660 (Helgi Guðbjörnsson, hreppstjóri, Kárastöðum) eða 91-27022, á daginn og 91-44607 á kvöldin (Eiríkur Jónsson, DV). Tónmenntakennarar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar vantar kennara til að annast forskólakennslu ásamt tónfræðikennslu. Einnig vantar skólann kennara á klarinett, 1 /2 starf. Upplýsingar gefa skólastjóri, sími 36799 eða Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar, sími 53444. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar. Vegna mikillar eftir- spurnar höfum við AUKIÐ sætaframboð í ágúst og september Brottfarirtil Búlgaríu í sumar: 9. ágúst 16. ágúst 30. ágúst 6. september 13. september Fararstjóri er Hreiðar Ársælsson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari Nýr ferðabæklingur á skrifstofunni Seinasta sumar dvöldum viö hjónin, ásamt tveimur yngstu börnum okkar, á Sunny Beach í Búlgaríu, sem er við Svartahafiö. Gist var í nýjum íbúðum í ferðamannaþjónustu- kjarnanum Elenite. Því er skemmst frá að segja, að fríið kom okkur þægilega á óvart. Þarna var gott að vera og allur viðurgjörningur hlægilega ódýr. Margt var hægt að gera sér til dundurs: sólböð, stuttar skoðunarferðir, næturklúbbaferðir svo eitthvað sé nefnt. Ekki má gleyma siglingunni yfir Svartahafið, þegar Istanbul var heimsótt - hreint ógleymanleg ferð. Vonandi eigum við eftir að endurtaka ferð til Búlgaríu. Guðmundur Þ.B. Ólafsson og fjölsk. Vestmannaeyjum Kynntu þér verð á Búlgaríuferð, þær eru ótrúlega ódýrar FERÐA ® lfAL hf Hafnarstræti 18 - Símar: 14480 • 12534 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Handknattleikur: Átta marka ósigur gegn Sovétmönnum fslenska landsliðið ■ handknattleik tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Sovétmönnum í Spánarmótinu í gær. jþróttaviðburðir helgarinnar /I Knatt spyrna: Laugardagur l.d. kv.ld.17.00...........BÍ-ÍBK 1. d. kv.kl.14.00.......... KR-KA 2. d. ka.kl.14.00..... ÍBV-Fylkir 3. d.A ka.kl.14.00 . . Leiknir-Grótta 3.d.A ka.kl.14.00 . Víkverji-Aftureld. 3.d.B ka.kl.14.00......Magni-Hvöt 3.d.B ka.kl.14.00 . Huginn-Reynir Á. 3. d.B ka.kl.14.00 . . . Þróttur N-Sindri 4. d.A ka.kl.14.00 . . Ernir-Augnablik 4.d.B ka.kl.17.00 . . . Fyrírtak-Hafnir 4.d.B ka.kl.14.00 . . Hvatber.-Hverag. 4.d.B ka.kl.14.00 . . Vík.Ól.-SkalIagr. 4.d.C ka.kl.14.00 . . . Bolungav.-Geisli 4.d.C ka.kl.14.00 .... Bfldudalur-BÍ 4.d.D ka.kl.14.00 .... HSÞb-Efling 4.d.D ka.kl.14.00 . . UMSEb-Æskan 4.d.D ka.kl.14.00 . Kormákur-Vaskur 4.d.E ka.kl.14.00 .... KSH-Neisti D. 4.d.E ka.kl.14.00 . . Höttur-Austri E. Sunnudagur ÍSLAND-BÚLGARÍA kl. 19.00 Laugardalsvelli 2. d. kv.kl.14.00 . 3. d.A ka.kl.19.00 4. d.A ka.kl.14.00 Mánudagur 2.d. ka.kl.20.00 . . 2.d. ka.kl.20.00 . . 2.d. kv.kl.20.00 . . 4.d.B ka.kl.20.00 . ...... KS-UBK . . . ÍK-Reynir S. . Árvakur-Snæfell , . Þróttur-Selfoss .......UBK-ÍR Selfoss-Aftureld. . . . Hafnir-Léttir Gull og Silfurmótið í knattspyrnu kvenna í 3. og 4. flokki verður haldið á Smárahvammsvelli um helgina og hefst keppni kl 11.00 í dag. Mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Um 350-400 stúlkur taka þátt í mótinu frá 16 félögum. Leikið er á fjórum völlum samtímis, en alls verða leiknir 60 leikir á mótinu. Gull og silfur gefur öil verðlaun á mótinu. JfC Frjálsar íþróttir: Bikarkeppnin í frjálsum íþróttum verður haldin um helgina. Keppni í 1. deild fer fram á laugardalsvelli og hefst kl. 14.30 í dag og kl. 13.30 á morgun sunnudag. Keppni í 2. deild fer fram á Akureyri og hefst keppnin í í dag kl. 14.00 og á morgun kl. 12.00. í þriðju deild er keppt í Vík í Mýrdal og keppnin fer einungis fram í dag. I Golf Sovétmenn sýndu strax í upphafi leiksins hvers þeir eru megnugir og skoruðu tvö fyrstu mörkin. íslend- ingar voru þó ekkert á því að hleypa þeim of langt frá sér og jafnræði var með liðunum fram í miðjan hálfleik- inn að ísland komst einu sinni yfir, 8-7. Síðan skoruðu Sovétmenn fimm mörk í röð án þess að íslendingar næðu að svara fyrir sig og breyttu stöðunni í 8-12. íslendingar skoruðu þá ekki mark í lengri tíma. Þessi munur hélst út hálfleikinn og í leikhléi var staðan 12-16, Sovét- mönnum í vii. íslendingar hófu síð- ari hálfleikinn af áfergju og jöfnuðu strax metin með fjórum mörkum. Síðan var jafnt á öllum tölum, fram að 19-19. Þá stungu Sovétmenn hreinlega af og skoruðu átta mörk FH sigur Frá Erni 1‘órarinssyni fréttamanni Tímans. FH vann auðveldan sigur á KS í 2. deildinni í knattspyrnu. Lokatölurnar urðu 5-2, en jafnt var í hálfleik, 1-1. Hafþór Kolbeinsson náði forystu fyrir KS á 18. mín. en Guðmundur Hilmarsson jafn- aði fyrir FH 10 mín. síðar úr vítaspyrnu. Tveim mín. fyrir leikhlé var einum KS-ingi vísað af leikvelli. Einum færri var baráttan vonlaus fyrir KS, og fyrir FH skoruðu t síðari hálf- leik Kristján Hilmarsson, Pálmi Jónsson og Jón Erling Ragnarsson 2. Fyrir KS skoraði Paul Friar úr vítaspyrnu. í Garðinum sigraði Víðir Tindastól, 3-1 (2-0) Sævar Leifsson, Vilberg Þorvaldsson (víti) og Björgvin Björgvinsson skoruðu fyrir Víði, en Guð- brandur Guðbrandsson minnk- aðimuninnfyrirTindastól. BL gegn einu á stuttum tíma og breyttu stöðunni í 20-27. Eftir þennan slæma kafla íslenska liðsins var aldrei aftur snúið og á lokamínútunum var að- eins spurning um hve stór sigur Sovétmanna yrði. Lokatölurnar 32- 24 fyrir Sovétmenn og þriðja tap Islands í röð á Spánarmótinu stað- reynd. Leikur íslendinga var mjög köfl- óttur í gær, en slæmu kaflarnir voru of margir og langir og því fór sem fór. Þá er sóknarleikurinn á köflum mjög einhæfur og sem dæmi skoruðu íslensku leikmennirnir aðeins eitt mark af lfnu allan fyrri hálfleikinn og ekkert úr hornunum. Þetta lagað- ist þó í síðari hálfleiknum þegar horna- og línumennirnir skoruðu 6 mörk. Þá kom á móti að vörnin brást, eins og sést á markaskoruninni og sérstaklega skoruðu Sovétmenn mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Alfreð Gíslason átti stórleik í gær og skoraði 10 mörk. Hann ásamt Atla Hilmarssyni eru einu skytturnar í liðinu sem leika af eðlilegri getu þessa dagana. Jakob Sigurðsson átti góðan leik í síðari hálfleik. Mörk íslands: Alfreð 10/3, Krist- ján 4, Atli 3, Jakob 3, Þorgils 2 og Karl 2. Síðasti leikur íslands á mótinu verður á morgun gegn Svíum. BL Staðaní 1. deild Arnljótur Davíðsson Fram og Gunnar Örn Gunnarsson Víkingi (no 16) eigast hér við í Ioftinu. Pétur Arnþórsson og Guðmundur Hreiðarsson fylgjast spenntir með. Tímamynd Pjciur. Knattspyrna: Glæsimark Péturs Fram . . . . . 12 11 1 0 25-2 34 Valur . . . . . 12 7 2 3 19-11 23 KR . 12 7 1 4 19-13 22 ÍA . 12 6 3 3 19-15 21 Þór . 12 4 5 3 15-14 17 KA . 12 5 2 5 18-21 17 ÍBK . 12 2 5 5 14-21 11 Víkingur . . . 12 2 3 7 9-19 9 Leiftur . . . . 12 1 4 7 7-16 7 Völsungur . . 12 1 2 9 7-21 5 Framarar unnu sinn 11. sigur í 1. deild í gærkvöld, þegar þeir mættu Víkingum í Stjömugróf. Urslitin urðu 2-0, eftir marka- lausan fyrri hálfleik. Framarar hófu leikinn af krafti og gerðu oft harða hríð að marki Víkinga. Guð- mundur Hreiðarsson varði hvað eftir ann- að meistaralega í marki Víkinga. Arnljótur átti til að mynda hættulegt skot af stuttu færi, eftir að Guðmundur varði skot frá nafna sínum Steinssyni Framara, en Guð- mundur varði aftur. Víkingar geta því þakkað Guðmundi markverði að jafnt skyldi vera í hálfleik. Víkingar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og áttu strax á 48. mín. sitt hættulegasta færi í leiknum. Þeir fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig og Trausti Omarsson skaut föstu skoti í þverslá Fram-marksins. Strax á eftir átti Guðmundur Steinsson gott skot að marki Víkinga, en Guðmundur varði enn. En það hlaut að koma að því að Framarar skoruðu og það gerðist á 52. mín. Pétur Ormslev brunaði upp miðjuna og gaf góða sendingu út í hægri kantinn þar sem Arnljótur Davíðsson afgreiddi knott- inn í netið, 1-0 fyrir Fram. Stutt síðar átti Pétur Arnþórsson þrumuskot að marki Víkinga, en Guðmundur varði vel. Á 57. mín. áttu Víkingar ágætt færi, en Andra Marteinssyni mistókst að skora úr ágætu færi. Það var síðan á 63. mín. að Pétur Ormslev kórónaði góðan leik sinn með glæsimarki. Eftir að hafa leikið á varnar- menn Víkinga, skaut hann þrumuskoti með vinstri fæti í vinstra hornið hjá Guðmundi Víkingsmarkverði, algjörlega óverjandi. Leikurinn í gær var vel leikinn af beggja hálfu, þó sérstaklega Framara, þrátt fyrir að völlurinn væri háll eftir rigningarnar að undanförnu. Pétur Ormslev bar af í annars jöfnu liði Fram, en Birkir í markinu átti líka ágætan leik, eins og svo oft áður. Guðmundur Hreiðarsson var bestur Vík- inga og bjargaði þeim frá mun stærra tapi. Trausti Ómarsson sleppur einnig ágætlega frá þessum leik. Liðin: Víkingur: Guðmundur Hreiðars- son, Björn Einarsson, Stefán Halldórsson, Hallsteinn Arnarson, Atli Helgason, Andri Marteinsson, Trausti Ómarsson, Atli Einarson, Björn Bjatmarz, Gunnar Örn Gunnarsson (varam. á 30. mín. Svein- björn Jóhannesson), Unnsteinn Kárason (varam. á 45. mín. Hlynur Stefánsson). Fram: Birkir Kristinsson, Ormarr Örlygs- son, Viðar Þorkelsson (varam. Helgi Björgvinsson) Pétur Ormslev, Kristján Jónsson, Kristinn R. Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Steinn Guðjónsson, Guð- mundur Steinsson, Arnljótur Davíðsson (varam. Jónas Guðjónsson) BL Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingardeildar ósk- areftirtilboðum í strengjastigaog rafmagnsrennurfyrirBorgarleikhús- ið í Reykjavík, lengd samtals um 700 metrar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. ágúst kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirk|uvegi 3 - Simi 25800 Landsleikur í knattspyrnu Búlgarir mjög sterkir Á morgunn mætir íslenska Iandsliðið í knattspyrnu því búlgarska á Laugardals- velli. Þetta verður í fyrsta sinn sem ísland mætir Búlgaríu, en búlgarska liðið er mjög sterkt og litlu munaði að það kæmist í úrslitakeppni Evrópumótsins í V-Þýska- landi í sumar. Búlgarir léku í úrslitakeppni Verður Pétur í byrjunarliðinu? Opin golfmót um helgina verða sem hér segir: KEA-mót á Ólafsfirði Topp-mót á Suðurnesjum Afmælismót á ísafirði Bófisk-mót á Hellu Unglingamót verða hjá Keili í dag og Nissan-mótið hjá GR á morgun. Öldungamót verður hjá GR, en þar er keppt um Fannarsbikarinn. , Á Akureyri er Akureyrarmót flokkakeppni, á Akranesi er Harald- armótið og í dag er firmakeppni hjá Nesklóbbnum. Eftir að landsliðshópurinn var valinn á miðvikudagskvöld hafa menn verið að spá í hvaða 11 leikmönnum Sigi Held stilli upp í byrjunarliði. Tíminn hefur spáð í málið og komist að eftirfarandi niðurstöðu: Markvörður: Friðrik Friðriksson Varnarmenn: Sævar Jónsson Viðar Þorkelsson Ómar Torfason Atli Eðvaldsson Miðjumenn: Pétur Ormslev Ólafur Þórðarson Ragnar Margeirsson Sigurður Jónsson Sóknarmenn: Sigurður Grétarsson Pétur Pétursson Samkvæmt þessari spá Tímans mun Sigi Held tefla Pétri Péturssyni fram í byrjunar- liði, en Pétur er nú í landsliðshópnum á ný eftir nokkurra leikja fjarveru. Ekki er ólíklegt að af varamönnum íslands verði þeir Halldór Áskelsson og Pétur Arnþór's- son notaðir í leiknum. Bekkurinn gæti því orðið hlutskipti Guðna Bergssonar, Þorvaldar Örlygssonar og Guðmundar Hreiðarssona.r. BL HM í Mexíkó 1986 og að sögn Sigi Held landsliðsþjálfara íslands, þá leika Búlgarir líka knattspyrnu og S-Ameríku þjóðir gera, en þeir munu einnig vera mjög harðir og baráttuglaðir ef því er að skipta. Njósnarar frá Sovétríkjunum verða meðal áhorfenda á leiknum til að fylgast með íslanska liðinu, en íslendingar eiga einmitt að mæta Sovétmönnum í fyrsta leik undankeppni Heimsmeistarakeppn- innar þann 31. ágúst nk. Það má því búast við því að róðurinn verði þungur hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum á morgun, leikurinn hefst kl 19.00. BL Kunnur dómari dæmir leikinn Dómarinn sem dæmir landsleik fslands og Bólgaríu er mjög kunnur og dæmdi meðal annars leiki í órslitakeppnum HM í Mexíkó 1986 og EM í sumar. Hann heitir Erik Fredríkson og er frá Svíþjóð. Lín- uverðir verða ÓIi P. Ólsen og Gísli Guðm- undsson. Hornaflokkur Kópavogs leikur fyrir leikinn og í hálfleik. Forsala aðgöngumiða hefst kl 12.00 í dag á Laugardalsvelli. Verð miða er 600 kr. í stúku, 400 kr. í stæði og 150 kr. fyrir börn. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.