Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. ágúst 1988 íllilllllllllillllllll ÚTLÖND Sovéskar hersveitir hafa nú yfirgefíð borgina Kandahar og eru nú engir sovéskir hermenn í suðurhluta Afganistan. Hér er vélaherdeild að undirbúa brottför sína. Sovéskar hersveitir farnar frá Kandahar Sovéskar hersveitir eru nú farnar frá hinni hernaðar- legu mikilvægu borg Kandahar og eru því engir sovéskir hermenn eftir í suðurhluta Afganistan að sögn sovéska ríkisútvarpsins. Því verða hersveitir afganska stjórnar- hersins að verja borgina, en á undanförnum vikum hafa skæruliðar þyngt mjög árásir sínar á borgina og hafa á valdi sínu megnið af landsvæðinu sunnan borgarinnar. Sovésku hersveitirnar yfirgáfu Kandahar á fimmtudag á sama tíma og Eduarde Shevardnadze hélt til Kabúl og hóf viðræður við afganska leiðtoga um það hvernig endanleg- um brottflutningi sovéskra her- manna úr Afganistan skuli háttað. Daginn áður hafði Shevardnadze hitt Yaqub Khan utanríkisráðherra Pakistan að máli í Moskvu. Sakaði Shevardnadze Pakistana um að veita skæruliðum liðsinni og brjóta þannig í bága við Genfarsamkomulagið um brottflutning sovéskra hersveita frá Afganistan. Utvarp Moskva sagði frá því að sovésku hersveitirnar hefðu yfirgefið Kandahar og einnig borgina Kunduz í norðurhluta Afganistan. „Það mun taka hersveitimar sex daga að kom- ast til landamærabæjanna Kushka og Termez" sagði í frétt útvarpsins. Krasnaya Zvezda málgagn sov- éska hersins sagði frá því að þyrlu- sveitir hafi yfirgefið Kandaharsvæð- ið í hópflugi á fimmtudag og að vélaherdeildir og fótgönguliðar hefðu haldið heim á leið í byrjun vikunnar. í frétt blaðsins var einnig minnst á að skæruliðar múslíma hefðu gert harðar atlögur að borg- inni að undanförnu og vitnaði til orða N. Oiyumi hershöfðingja stjórnarhersins á Kandaharsvæðinu. Hann sagðist gera sér grein fyrir þeim „hernaðalegu og stjómmála- Iegu“ erfiðleikum sem steðja muni að stjórnarhernum á þessu svæði eftir að sovéskir hermenn héldu heim og sagðist ekki vera „alltof bjartsýnn" á framtíðina. Hins vegar var hann ekki svart- sýnn um of. „Ég get sagt það með fullkominni ábyrgð og sannfæringu að eftir að sovéskar hersveitir yfir- gefa Kandahar muni hersveitir á svæðinu geta varist hvaða árás sem er“ sagði hann. Tíminn 15 Sumarferð í Lakagíga Sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík inn í Lakagíga verður farin laugardaginn 13. ágúst. Ferðaáætlun: Lagt af stað frá umferðarmiðstöðinni, Reykjavík kl. 8 f.h. Stoppað á austurleið á Hellu og Hvolsvelli. Áætlaður komutími á Kirkjubæjarklaustri kl. 13.00. Þar mun utanríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson, ávarpa ferðalanga. Á Kirkjubæjarklaustri mun verða sagt frá sögu Skaftáreldanna. Inn í Lakagíga er áætlað að verða komið kl. 16.00. Þar mun Jón Jónsson jarðfræðingur segja frá jarðfræðilegri sögu Skaftáreldanna. Á leiðinni til Reykjavíkur er áætlað að stoppa í Vík í Mýrdal. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 22.00. Stelngrlmur JónJónsson Hermannsson jarðfrœóingur Ferðalangar eru minntir á að hafa með sér nesti. Fararstjórar og leiðsögumenn verða í hverri rútu. Verð kr. 2.000 fyrir fullorðna og kr. 1.000 fyrir börn. Tekið á móti pöntunum í síma 24480 og miðar seldir á skrifstofu framsóknarfélaganna milli kl. 8.00 og 16.00. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Byggingarfélag eldri íbúa í Garðabæ Stofnfundur Byggingarfélags eldri íbúa í Garðabæ verður haldinn miðvikudaginn 10. ágúst n.k. í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og hefst kl. 20.30. Tillaga undirbúningsnefndar að skipulagsskrá fé- lagsins liggur frammi á skrifstofu félagsmálaráðs Garðabæjar, Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Garðbæingar 60 ára og eldri eru hvattir til þess að mæta. Garðabæ 5. ágúst 1988 Undirbúningsnefnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.