Tíminn - 06.08.1988, Page 19

Tíminn - 06.08.1988, Page 19
i ðfiS^ lsöpé D TppfibiBÐU •> j Láligardagur 6. agust 1Ö88 MINNING Elín Hallgrímsdóttir frá Grímsstöðum á Mýrum Fædd 2. febrúar 1893 Dáin 17. júlí 1988 ForeldrarElínarvoru Hallgrímur Níelsson bóndi og hreppstjóri á Grímsstöðum í Álftaneshreppi og hans kona Sigríður Steinunn Helga- dóttir frá Vogi á Mýrum. Foreldrar Elínar, Hallgrímur og Sigríður Steinunn, voru bæði af merkum ættum, en það yrði of langt mál að rekja ættir þeirra merku hjóna. Grímsstaðir voru í tíð Hallgríms Níelssonar og hans fjölskyldu mikið menningarheimili. Þar var ágætt bókasafn og sérstaklega man ég þar eftir ljóðmælum eldri skáldanna, ís- lendingasögum, Sturlungu og ýms- um merkum ritum frá fyrri tíð. Állar voru þessar bækur í úrvalsbandi. Þá voru hljóðfæri til og söngur iðkaður, þegar tími var til. Hallgrímur Níelsson var á ýmsum sviðum á undan sinni samtíð og fljótur að eignast ýmis heimilistæki, sem þá voru varla til á öðrum bæjum og má þar nefna skilvindu, eldavél og verkfæri til jarðvinnslu. Hall- grímur gerði Grímsstaði að stórbýli, stækkaði túnið til muna og byggði upp öll hús jarðarinnar oftar en einu sinni. Það er næstum ótrúlegt, hversu miklu Hallgrímur kom í verk, því að tvisvar sinnum varð hann fyrir stóráföllum í sinni búskapartíð, fyrst brann gamli bærinn, sem var efst í gamla túninu, en þá byggði hann stórt timburhús neðar í túninu, en það brann til kaldra kola á gamlárs- kvöld 1914. Vorið og sumarið 1915 byggði hann núverandi steinhús, með tvöföldum steinveggjum, sem var lítt þekkt á þeim tíma. Hallgrímur og Sigríður Steinunn eignuðust alls sjö börn, fjóra syni og þrjár dætur. 011 voru bömin vel greind og vel látin af öllum, sem þeim kynntust. Ég kynntist Elínu fyrst haustið 1913, en þá var ég nýkominn að Valshamri. Þá bjuggu á Valshamri Soffía, systir Elínar, og hennar mað- ur Níels Guðnason, fósturforeldrar mínir. Á sama tíma bjuggu einnig á Valshamri foreldrar Níelsar, Guðný Kristrún, systir Hallgríms á Gríms- stöðum og hennar maður Guðni Jónsson. Þá var Elín ung heimasæta á Grímsstöðum. Á næstu ámm var Elín tíður gestur á Valshamri eða þangað til hún flutti alfarið til Reykjavíkur. Ég man alltaf eftir því, hversu hlýlega hún talaði til mín og sagði mér þá oft ýmisiegt, sem mér ungum dreng þótti gaman að heyra. Hún kom alltaf með ljós og yl í bæinn. Árið 1918 urðu þáttaskil í lífi Elínar. Það ár giftist hún frænda sínum, Oddi Jónssyni frá Álftanesi, en hann var systursonur Hallgríms á Grímsstöðum, sonur Mörtu og Jóns Oddssonar á Álftanesi. Elín og Odd- ur eignuðust þrjár dætur, Áslaugu, Soffíu Sigríði og Sigríði Steinunni. Elín og Oddur slitu samvistum eftir 17 ára sambúð. Eftir það bjó Elín með dætrum sínum á ýmsum stöðum, en laust fyrir 1960 fluttu þær mæðgur í nýbyggt raðhús á Álfhólsvegi 12 í Kópavogi, þar sem þær undu vel hag sínum og kunni Elín vel að meta hið fagra útsýni, sem blasti við til norðurs og norð- vesturs. Allar dætur Elínar stunduðu framhaldsnám eftir að skyldunámi lauk í barnaskóla, en unnu síðar við skrifstofustörf alla sína starfsævi. Það sem mér fannst eftirtektarverð- ast í sambandi við Elínu Hallgríms- dóttur, er hversu orðvör hún var, þegar rætt var um menn og málefni. Hún sagði aldrei annað, en það sem henni fannst sannast og réttast, enda báru allir hlýjan hug til hennar. Oft leitaði ég til Elínar, þegar ég var að færa eitthvað í letur um menn, sem ég vissi, að hún hafði þekkt á sínum yngri árum. Hún var stálminnug og óhætt var að treysta því, sem hún sagði. Það var mikið áfall fyrir Elínu og hinar dæturnar, þegar Soffía dóttir hennar dó eftir þungbær veikindi árið 1986. Síðustu æviár Elínar voru henni þung í skauti. Hún tapaði sjóninni smátt og smátt og líkamsþrótturinn hvarf. Síðustu tvö árin var hún á Hjúkrun- arheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Dætur hennar hugsuðu ávallt vel um móður sína, enda ávallt mjög kært á milli þeirra. Elín Hallgrímsdóttir lifði langa ævi, varð meira en 95 ára. Ég votta dætrum hennar og nánasta skyldfólki mína dýpstu samúð. Magnús Sveinsson frá Hvftsstöðum. t Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs sonar, eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og bróður Höskuldar Stefánssonar Hjallabrekku 12 Kópavogi Guðrún Össurardóttir Sigurbjörg Björnsdóttir Valbjörn Höskuldsson Hrönn Önundardóttir Stefán Rúnar Höskuidsson Þröstur Þór Höskuldsson Heiða Björg Valbjörnsdóttir og systkini hins látna. Skólastjóri Skólastjóra vantar að grunnskólanum Djúpavogi. Upplýsingar gefur sveitarstjóri Búlandshrepps, Ólafur, í síma 97-88834 eða Sigurður í síma 97-88814. ARMULA3 REYKJAVIK SlMI 38900 TX31GO TX2I40 Vélar og úrval aukabúnaðar og tækja fyrirliggjandi ISIIíl IK.MT0K Tíminn 19 Staða framkvæmdastjóra Bifreiðaskoðunar íslands hf. Bifreiðaskoðun íslands hf. auglýsir eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra félagsins, sem er nýstofnað og ætlað er að að taka við skoðun og skráningu ökutækja ásamt fleiri verkefnum. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi í starfið, sem sameinar reynslu og þekkingu á sviði fyrirtækja- reksturs og góða þekkingu á ökutækjum. Einnig er krafist góðrar tungumálakunnáttu. Viðkomandi þarf að geta tekið til starfa sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir stjórnarfor- maður félagsins, Björn Friðfinnsson, sími 25000. Skal skila umsóknum á vinnustað hans í dóms- málaráðuneytinu fyrir 24. ágúst n.k. & KENNARA- HÁSKÓU islands Fra bókasafni bókasafn r Kennaraháskóla Islands Óskum eftir að ráða bókasafnsfræðing í fullt starf. Um er að ræða starf samkvæmt ráðningarsamn- ingi til óákveðins tíma. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila í bókasafnið fyrir 20. ágúst. Nánari upplýsingar veitir yfirbókavörður í síma 688700. F*1 REYKJKMÍKURBORG - H1 **1 ._______... ... .. I* «*** 0Í AeucMn Stödlvi Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starfsfólk vantar í 75% starf í eldhúsi. Vinnutími 8.00-14.00. Unnið aðra hverja helgi. Upplýsingar gefur forstöðumaður virka daga milli kl. 10.00-12.00 í síma 685377. Skólastjóri Skólastjóra vantar við heimavistarskólann að Finn- bogastöðum í Árneshreppi Strandasýslu.Nem- endafjöldi er u.þ.b. 20 frá 1 .-7. bekk. Ágætt íbúðarhúsnæði, góðir tekjumöguleikar. Ennfremur vantar ráðskonu við mötuneyti skólans næstkomandi vetur. Nánari upplýsingar veita Selma Samúelsdóttir formaður skólanefndar í síma 95-3008 og Gunnar Finnsson skólastjóri í síma 95-3031. Sálfræðingur - Sérkennslufulltrúi Sálfræðing vantar í fullt starf við Fræðsluskrifstofu Suðurlands frá 1. september n.k. Einnig vantar sérkennslufulltrúa í fullt starf frá sama tíma. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Nánari upplýsingar á Fræðsluskrifstofu Suður- lands í símum 98-21962 og 98-21905. Umsóknirsendist til Fræðsluskrifstofu Suðurlands, Austurvegi 38, 800 Selfoss.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.