Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 23

Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 23
Laúgardágur B. ágúst 1988 Tíminn 23 Víndrottningin Angela Channing, öðru nafni Jane Wyman. Fréttamatur Jane Wyman, sem leikur Angelu í Falcons Crest og eitt sinn var gift Ronald Reagan, virðist hafa prýði- legan blaðafulltrúa. Varla er hægt að opna svo blað, að ekki sé þar eitthvað að finna um hana. Hún hefur látið hafa eftir sér að hún hefði aldrei getað orðið for- setafrú. Hún hefði fengið yfir sig nóg af öllum stjórnmálum sem krakki, þcgar faðir hennar bauð sig fram. Einhverjum fannst þessi ummæli bera keim af „þau eru súr, sagði refurinn", en þá bætti Jane við að hún væri líka nærri viss um, að ef þau Ronald hefðu verið gift áfram, hefði hann einfaldlega ald- rei orðið forseti Bandaríkjanna. Annars gerir Jane það gott í Falcons Crest, sem harðskeytta víndrottningin Angela. Hún erlíka vinsæl meðal starfsfólks, þegar hlé er gert á upptökum. Hún situr aldeilis ekki með hendur í skauti og hvílir sig, þótt hún sé 73 ára gömul. Nei, Jane Wyman situr og spilar póker við sviðsmennina og það skiptir hana engu þó að hún tapi nokkur þúsund krónum í ein- hverju hléinu, hún vinnur þær þá bara næst eða þar næst. Þrátt fyrir aldurinn megnar Jane enn að hræra hjörtu karlmanna. Til dæmis er einn aðdáandi hennar svo ákafur að hann býr nánast í bíl sínum utan við upptökuverið og harðneitar að færa sig. Jane er ekki alveg sama. Annan aðdáanda líst henni öllu betur á: Mótleikara sinn í þáttun- um, Cesar Romero, sem nýlega varð áttræður. Afmælisgjöfin frá Jane var 80 flöskur af úrvals kampavíni, sem kostuðu einar 300 þúsund krónur. Um Cesar lét Jane nýlega hafa eftir sér: -Pað tók okkur 50 ár að sjá hvort annað sem karl og konu, ekki bara sem vini. Þetta er brjálæði, en alveg himn- eskt brjálæði. Talið er víst að þau séu „saman“ eins og það heitir á Hollywoodmáli og fleiri málum. Eins og nærri má geta er Jane Wyman vel stæð og hún er heldur engin nánös. Nýlega borðaði hún hádegismat hjá vinkonu sinni. Vinkonan minntist á að hún hygð- ist selja húsið sitt. -Ég kaupi það, datt upp úr Jane sem hljóp svo í símann og bað umboðsmann sinn að útvega sér 90 milljónir í hvelli. Annað dæmi um rausnina átti ekki að fréttast, en gerði það samt. Nýlega gaf Jane kaþólskum nunn- um í Afríku tíu jeppabíla, sem þær þörfnuðust sárlega. í stað þess að nota eigið nafn, sendi hún gjöfina undir nafninu Loretta Young. Það var nefnilega Loretta sem fékk Jane á sínum tíma til að gerast kaþólsk. „stelpustrákur“ Var kallaður í hlutverki Orry Main í „Stríðs- vindum“ varð hinn 35 ára Patrick Swayze stórstjarna, eins og þær af gamla skólanum. Jákvæð persóna og glæsimenni í senn. En leið hans á tindinn var löng og erfið. Móðir hans var ballett- dansari í Houston í Texas og varð oft að taka hann með sér í vinnuna, þegar hann var smábarn. Þess má geta að nú semur móðir hans dansa og það var hún scm sá um öll slík atriði í myndinni „Asfalt Cow- boy.“ Patrick ólst upp við þetta og byrjaði snemma að læra ballett. Afleiðingin varð sú að hann var einmansa unglingur, því enginn vildi vera með „stelpustrák" og hann lenti oft í útistöðum við aðra stráka. Þá lærði hann hnefaleika til að verja sig og það gekk prýðilega. Hann stundaði líka sund, hlaup, frjálsíþróttir og knattspyrnu og þegar hann komst í menntaskóla á íþróttastyrk, þótti hann ekki stelpulegur lengur. Hins vegar var hann skaddaður á hné sem olli honum vandræðum og eitt sinn gekk hann með gifs í heilt ár. Fyrir kemur að hnéð angrar hann ennþá. í menntaskólanum hætti hann eftir tvö ár, því hann fékk tilboð um að leika prinsinn í Mjallhvíti í Disney-leikför um öll Bandaríkin. Hann var prins í hálft annað ár, en svo tók við ballett í New York. Hann segist oft hafa soltið, en fengið góð hlutverk öðru hvoru. Loks ákvað hann að verða ekki dansari alla ævi og skipti yfir í söngleiki. Hann lék Riff í „West Side Story“ og Danny í „Grease", hvorttveggja á Broadway. -Þá var ég heppinn, segir hann. -Gagnrýnendur tóku eftir mér og líka 18 ára stúlku að nafni Lisa Niemi, einnig dansari og leikari. Við urðum ástfangin og giftum okkur 1977 og fyrir 9 árum ákváð- um við að reyna fyrir okkur í Hollywood. Þótt Patrick Swayze dansi hreint guðdómlega og heilli konur um allan heim, kann hann best við sig í hlutverki kúrekans úti í náttúr- unni. -Við vorum bæði heppin. Ég fékk hlutverk í sjónvarpsþáttum og Lisa við dans og sviðsetningar. Þar kom að ég varð þekktur fyrir hlutverk í dæmigerði unglinga- mynd og tilboðin um meira af slfku streymdu að. Ég hafnaði öllum, því ég vildi ekki vera átrúnaðargoð unglinga í nokkur ár og uppgötva svo að ég væri orðinn of gamall, þrítugur. Þannig hafa örlög margra orðið. Ég vildi hlutverk, sem ég gæti elst með, hvort þau væru stór eða lítil skipti ekki máli. Næstu árin vann hann við leikhús, sjónvarp og kvikmyndir jöfnum höndum og í frístundum lagði hann stund á leiklistarsögu og tjáningu, sem hann gerir raunar enn. -Við Lisa tökum starf okkar alvarlega, segir Patrick. -Ástina líka. Hollywood er stórhættulegur staður fyrir hjónabandshamingju, svo við höldum okkur við góða, gamaldags tryggð og látum okkur nægja hvort annað. Svik eru ekki afleiðinganna virði og kynlíf án ástar er einskins virði, það reyndi ég sannarlega í gamla daga, þegar ég hélt að ég væri Casanova annar eða eitthvað slíkt. Hjónin meta fjölskyldulíf mikils og hugsa ekki eingöngu um framan á tjaldinu. Ásamt fimm bræðrum Lisu og tveimur bræðrum Patricks hafa þau stofnað fyrirtæki sem smíðar húsgögn, fjöldaframleiðir þau ekki. Ég nýt þess að vinna með hönd- unum og þó að ég segi sjálfur frá. er ég liðtækur smiður. Nú hafa Patrick og Lisa keypt sér búgarð utan við Los Angeles, enda hafa bæði dálæti á útilífi og hestum, þótt þau haldi þar alls kyns dýr, sér til ánægju, svo sem hunda, ketti, hænsni og páfukga. Þess má geta að þau eiga fjóra arabíska gæðinga. Tómstundastarf Lisu er að þjálfa þrautreiðarhesta (rodeo). í næstu mynd Patricks, „Desert Warrior", leikur Lisa á móti hon- um og verður það fyrsta meirihátt- ar kvikmyndahlutverk hennar. Sitthvað fleira hefur drifið á daga Patricks. Hann söng inn á plötu sem komst hátt á vinsælda- listum fyrir einhverjum mánuðum, „She’s like the wind.“ En hann afþakkaði hins vegar boð um him- inháa fjárhæð fyrir nokkura tíma „vinnu" þegar franskt kvennablað vildi fá hann nakinn á miðopnuna. Hjónakornin Lisa og Patrick Swa- yze sveiflahér sverðum eyðimerk- i urstríðsmannanna, en þau eru að leika saman í mynd um slíka ' náunga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.