Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur27. ágúst 1988 HELGIN 13 Höföingjar sitja að áti og veislu. Jón prestur bar ótæpilega ■ þá Diðrik og menn hans, áður en bændaflolckurinn gerði atlöguna að þeim. þá austur undan klaustrinu, þar í gönguskarði, þegar gengið er upp að Gufunesi." Eftirmál Mikil eftirmál urðu að þessum atburðum og gengu fyrst um þá dómar hinn 23. ágúst - eða 13 döguni eftir vígin. En svo var lög- maðurinn, Erlendur Þorvarðsson, hræddur, að hann þorði ekki sjálfur að nefna í dóminn, heldur fékk einn sýslumanna sinna til þess. Voru ýmsar sakargiftir á þá Diðrik bornar. I fyrsta lagi hefðu þeir rænt á Eyrarbakka hálfu öðru hundraði Lýbikumarka í gulli og silfri, sem Ögmundur biskup átti þar í varð- veislu. Þá hefðu þeir rænt fjórum nautum á Hvannavöllum, bæði frá biskupi og öðrum. í þriðja lagi hafði Diðrik látið stinga lóð kirkju og biskups í Grindavík og látið gera þar hús í óleyfi. Enn hefði hann tekið 6 jarðir biskups við Viðeyjarsund í óleyfi og loks borinn þeirri sök að hafa riðið til Skálholts og vaðið að biskupi með miklu offorsi og smán- aryrðum. Voru þessar sakir allar sannaðar með vitnum. Varð niður- staðan sú að Diðrik og allir förunaut- ar hans hefðu unnið sér til óhelgi og verið óbótamenn og því réttdræpir, en þeir friðhelgir og saklausir er þá hefðu vegið. Kláus van Marwitzen spurði víg þeirra Diðriks og manna hans og gerði að vonum sem mest úr þessu í eyru konungs. Ákærði hann Ög- mund biskup fyrir að vera hvata- mann verksins. Skrifaði konungur til Alþingis, þar sem hann bar þessa sök á Ögmund, en hann sór þá eið að því í lögréttu að hann hefði aldrei, hvorki leynt eða ljóst, lagt svo fyrir eða ráð til gefið að Diðrik og förunautar hans yrðu af dögum ráðnir. Dæmdu dómsmenn því Kláus vera rógsmann og skyldi hann hafa fyrirgert hirðstjórn sinni vegna þessa rógs og annarra lögbrota. Ritaði Ögmundur sjálfur konungi til þess að bera af sér hlutdeild í drápi Diðriks og enn ritaði Jón Arason konungi og studdi embættisbróður sinn. Konungur mun í fyrstu hafa ætlað sér að senda Kláus van der Marwitz- en með herskip til íslands að ná hefndum yfir vegendum Diðriks og koma á reglu í landi, en hvarf frá því. Þess í stað sendi hann hingað höfuðsmann sinn, Kristofer Hvítfeld, að rannsaka málin og dæma í þeim. I för með Hvítfeldi var Kláus hirðstjóri. Er skemmst frá því að segja að þeir komu hér í fardög- um árið 1541 á tveim herskipum og dvöldust hér fram yfir Alþingi. Var þá Ögmundur biskup handtekinn og hafður út á skip til Hvítfelds, en það er önnur saga, sem ekki verður rakin hér. Af málsrannsókn Hvítfelds er það annars að segja að þeir skutu dómi lögréttunnar til konungsvalds og þeir menn, sem lýst hefðu á sig vígum, skyldu útlægir til kóngs miskunnar. Hvergi er þess getið að nokkur hefnd hafi samt komið fram við vígsmenn Diðriks og hefur konung- ur líklega látið bætur falla niður, með því að honum hafa þótt sakir Diðriks ærnar, er hann kynnti sér alla málavöxtu. Aftur á móti farnaðist Kláusi van der Marwitzen illa eftir þetta. Hann missti hirðstjórn sína og var síðar settur í varðhald hjá konungi, meðal annars fyrir uppþot og óeirðir er hann hefði valdið á íslandi. Lok Viðeyjarklausturs Yfirgangur Diðriks og Kláusar van der Marwirzen var í rauninni aðeins fyrsti gjósturinn er boðaði þann storm er í hönd fór og geisaði hin allra næstu árin, meðan Kristján konungur þriðji, þröngvaði siða- skiptunum upp á landsmenn, enda hefur þessi konungur fengið þau eftirmæli að enginn Danakonunga hafi verið afskiptasamari og íhlutun- arfrekari um íslensk mál en hann. En því völdum við okkur þetta efni til umfjöllunar nú að með vígslu endurreistrar Viðeyjarstofu hefur eyjuna og ekki síst Viðeyjarklaustur borið á góma. För Diðriks í eyna táknaði endalok klausturlifnaðar þar að heita má. Þetta var Ögmundi biskup þegar ljóst, enda var taka klaustursins sá atburður er gerði honum ljóst að hann fékk ekki valdið biskupstigninni lengur. Beiddist hann að fá eyna sér til uppihalds í ellinni, en til þess hefði auðvitað aldrei komið og að auki steðjaði feigð nú óðfluga að honum. Eftirmaður hans, Gissur biskup Ein- arsson, sá undarlegi og flókni maður, sem enginn veit hvort telja skal fremur skálk eða dýrling, fékk loforð Kristjáns konungs 1542 um að í eyjunni skyldi rísa latínuskóli -sem þegar var svikið, eins og svo margt á þessari brigðmálu öld, þar sem hver maður lést þó ganga fram í Guðs nafni. Eyjan var fengin hirðstjórum konungs og fógetum þeirra þeim til framfærslu. Jón biskup Arason setti að vísu Alexíus ábóta að nýju yfir helgan lifnað í Viðey árið 1550, en það stóð ekki nema fáeinar vikur, þar sem biskup var orðinn konungsfangi hið sama haust. Viðeyjar er réttilega minnst sem aðseturs föður Reykjavíkur og hinna stórbrotnu Stefensena. En kannske gegndi hún aldrei jafn stórpólitísku hlutverki og á þeim dögum er síðustu kaþólsku biskuparnir og legátar hins nýlútherskra Danakonungs reyndu með sér til úrslita. r BLAÐBERA VANTAR Víðsvegará Reykjavíkursvæðinu FLUGMÁLA STJÓRN Útboð Flugmálastjórn óskar eftir tilboöum í 3. áfanga að nýrri flugbraut viö Egilsstaði. Helstu magntölur: Gröftur 115.000 rúmmetrar Fylling 190.000 rúmmetrar Útboðsgögn verða afhent hjá Ingólfi Arnarsyni, umdæmisstjóra Flugmálastjórnar á Egilsstaða- flugvelli og hjá Almennu verkfræðistofunni h.f., Fellsmúla 26,108 Reykjavík, frá og með föstudeg- inum 26. ágúst 1988 gegn kr. 5.000,- skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á Almennu verkfræðistofunni h.f., Fellsmúla 26, Reykjavík, mánudaginn 12. september n.k. kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Flugmálastjórn Skrifborð fyrir skólafólk Margar gerðir verð frá kr. 4.800.— Skrifborðsstólar Margar gerðir verð frá kr. 3.850.— HÚSGÖGN OG * INNRÉTTINGAR cq 00 SUÐURLANDSBRAUT 32 UO UÍJ VV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.