Tíminn - 27.08.1988, Síða 9

Tíminn - 27.08.1988, Síða 9
Laugardagur27. ágúst 1988 HELGIN 19 ;akamál sakamál sakamál sakamál saka Þegar handtöku- og húsleitar- heimildir lágu fyrir, fóru lögreglu- mennimir til hússins og þar voru bæði Gerald og Dave fyrir. Þegar Holland var tilkynnt að fyrir lægi heimild til að handtaka hann, grun- aðan um morðið á Krystal King, sagðist hann ekki hafa hugmynd um neitt og ekki þekkja neina sem héti þéssu nafni. - Viltu að við komum með stúlku sem var hérna í gærkvöldi? spurði Payne. Holland yppti öxlum. - Þá það, svaraði hann. - Þær voru hérna. Ég reyni að koma fram við þessa krakka eins og ég eigi þá. Ekkert sérstakt gerðist. - Það gerðistheldurekkert, þeg- ar þú nauðgaðir telpunni í Texas, sagði Payne ögrandi. - Krystal King var hérna í gærkvöldi og lík hennar fannst grafið við Saucier í morgun. Skyndilega hraut út úr Holland: - Jæja, en það var slys. Áður en Holland sagði meira, var honum lesin réttarstaða hans og bent á að ef hann kysi að tala, mætti nota gegn honum allt sem hann segði. Hann kaus að tala. Lék sér að hníf Hann sagði að vinkona Krystal hefði farið og Krystal setið eftir í dagstofunni, þar sem stór veiði- hnífur lá á borði rétt hjá. Krystal hafði tekið hann upp og farið að fitla við hann. - Við fórum inn í svefnherbergið og þá var hún enn með hnífinn, sagði Holland á myndbandi, sem síðar var tekið upp. - Hún lék sér að honum, þangað til hún rispaði mig á kviðnum. Ég seildist eftir hnífnum, því mér leist ekkert á þennan leik, hélt hann áfram. - Áður en ég náði honum, rakst ég á hana og hnífsblaðið gekk inn í bringuna á henni. Hún hrópaði: - Ég er dauð. Lögreglumönnunum fannst ekki ástæða til að fara nánar út í þetta að svo stöddu. Þeir gætu seinna borið söguna saman við niðurstöð- ur krufningsskýrslunnar. - Þá varð ég galinn, hélt Holland áfram. - Hver myndi trúa því að ég hefði drepið 15 ára krakka af slysni? Þegar hann var búinn að ganga úr skugga um að Krystal væri raunverulega dáin, fór hann út í bíl sinn, sótti felgujárn og barði hana nokkrum sinnum í höfuðið með því. - Ég varð að láta líta svo út að kynferðislega brjálaður náungi hefði drepið hana, svo ég skar hana svolítið, útskýrði Holland. - Svo vafði ég hana í plastið og setti svo lakið utan um. Ég ók út í kjarrið og gróf hana þar. Hinn maðurinn, Dave, sagði að eftir að vinkona Krystal fór, hefði hann farið inn til sín, lokað að sér og horft á sjónvarpið. Hann kvaðst ekki hafa vitað um neitt sem fram fór, fyrr en Holland hefði tilkynnt honum að stúlkan hefði látist fyrir slysni og hann hefði farið með líkið og grafið það á góðum stað. Hol- land staðfesti þennan framburð mannsins. Hnífurinn fannst í hús- inu, svo og blóðug föt Hollands. Slys útilokað Ýmsar tafir urðu á því að málið kæmist fyrir rétt. Verjandi tafði það á þeim forsendum að Holland hefði ekki verið lesin réttarstaða hans nægilega skýrt við handtök- una og því væri framburður hans ógildur. Loks hófust þó réttarhöldin 10. nóvember 1987. í opnunarræðu sinni bað Carrano sækjandi kvið- dóminn um að áfellast ekki Krystal. Þótt hún væri óábyrgur unglingur, hefði hún alls ekki átt Gerald Holland hélt því fram, að um slys hefði verið að ræða. Lögreglan vissi að fólki er ekki nauðgað, það stungið, skorið, barið og kæft i ógáti. skilið svona dauðdaga og allra síst í afmælisgjöf. Síðan var sýnt myndbandið með framburði Hollands og ’loks lesin upp krufningsskýrslan. Þar kom fram að Krystal hafði verið nauðg- að, áður en hún lést. Ennfremur hafði hún verið lifandi, þegar hún var barin í höfuðið. Nærbuxunum hefði verið troðið niður í háls hennar til að kæfa ópin. Dánaror- sökin var annað hvort köfnun eða hálsskurðurinn. Ekki var mögulegt að ákvarða, hversu mikið af hnífs- stungunum á líkinu hafði verið veitt eftir dauðann. Læknirinn aftók með öllu að Krystal hefði getað látist af hnífs- stungu fyrir slysni. Holland kom í vitnastúkuna og fullyrti að um slys hefði verið að ræða. Hann var með tárin í augun- um, þegar hann ávarpaði kviðdóm- inn: - Mér líður hræðilega vegna dauða barnsins og ef ég gæti lífgað hana við, mundi ég gera það á stundinni. Kviðdómendur létu ekki sann- færast. Ekki liðu nema 15 mínútur, þar til þeir komust að þeirri niður- stöðu að Holland væri sekur um morð að yfirlögðu ráði. Dómarinn fékk miða frá þeim, sem á stóð: - Við viljum dæma Holland til dauða. Skylt er þó að hlusta á framburð ákæranda og verjanda áður en dómur er kveðinn upp og eftir það tók það kviðdóminn tæpa klukku- stund að koma sér saman um að Holland skyldi dæmdur til dauða með eitursprautu. Dauðadómar áfrýjast af sjálfu sér og því þarf málið að koma fyrir hæstarétt, áður en dómnum verður fullnægt. ÁRMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 CHERVOLET MONZA árg. 1986, beinsk. m/áfl- stýri. Góður bíll - Skipti hugsanleg á MF dráttarvél. Upplýsingar í síma 91-687300 eða 91-39810. BíLVANGURsf BÁSAMOTTUR FRÁ ALFA-LAVAL Sterkar og einangra mjög vel. Stærð: MUSAFÆLUR 220 volt ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SiMI 38900

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.