Tíminn - 30.08.1988, Síða 7

Tíminn - 30.08.1988, Síða 7
oon *- 4 .'^Í »4Í Þriðjudagur 30. ágúst 1988 noi'niT Tíminn 7 T ugmilljóna tjón hjá laxeldisstöðinni Hafeldi hf.: Fimm kvíar ráku á land 250 þúsund gönguseiði að verð- mæti um 30 milljónir króna, drápust hjá laxeldisstöðinni Hafeldi hf. í Straumsvíkurhöfn þegar eldiskvíar fyrirtækisins, fimm að tölu, slitnuðu upp og ráku upp í fjöru í óveðrinu sem gekk yfir landið aðfaranótt sunnudags. Á flóðinu á sunnudags- kvöld tókst að koma kvíunum aftur á fiot. Alfheiður Ingadóttir, fram- kvæmdastjóri Hafeldis hf., sagði í samtali við Tímann í gær að trúlega hefði þetta átt sér stað um klukkan sjö á sunnudagsmorgun. „Það er þrennt sem gerist í senn. í fyrsta lagi var ofsaveður og fór vindhraðinn í 10 til 11 vindstig í verstu hviðunum. í öðru lagi var höfuðdagur og því stærsti straumur ársins og flóðhæðin fór yfir 4,3 metra. I þriðja lagi stóð vindurinn beint inn í víkina. Þannig að það eru þrír samverkandi þættir sem hafa valdið þessu,“ sagði Álf- heiður. Kvíarnar fimm voru allar fastar saman og bundnar niður með sex festingum bæði við botninn og í landi. í fyrravetur var Hafeldi með tíu kvíar í notkun á þessum sama stað. Seiðin í kvíunum voru frá um 50 grömmum upp í 500 grömm og áttu þau að vera í þessum kvíum fram á vor. Þá átti að flytja þau í aðrar kvíar sem eru um 1 km undan landi og átti fiskurinn að vera í þeim þar til hann væri kominn í sláturstærð, sem áætlað var að yrði haustið og veturinn 1989. Álfheiður sagði að ekki væri búið að kanna ástandið á nótunum og hringjunum og því ekki hægt að segja til um heildartjón vegna þessa. Hún sagðist vonast til þess að fljót- lega yrði farið í það að fá ný seiði til þess að hægt væri að halda rekstrin- um áfram, enda væru skilyrði til fiskeldis í Straumsvík mjög góð. - ABÓ Tfmamynd - Gunnar. Kvíarnar komnar á flot aftur. Þær náðust út á. Vonda veðrið á sunnudag: Mikil röskun á innanlandsflugi Mikil röskun varð á innanlands- flugi á sunnudag sökum slæms veðurs. Öllum innanlandsferðum hjá Flugleiðum, 14 að tölu, varð að fresta eða aflýsa. Ekki var byrjað að fljúga flugvél- um Flugleiða fyrr en kl. 18:00 og var þá flogin ein ferð til Hafnar í Hornafirði og tvær ferðir voru farnar á Egilsstaði og Akureyri. í morgun var búið að koma öllum farþegum Flugleiða á áfangastað, en talið er að um 6-800 manns hafi beðið eftir að komast í flug á sunnudag. Tveimur leiguflugum varð að aflýsa hjá Arnarflugi á sunnudag. Annað flugið var til Vestmanna- eyja og var aflýst. í hinni ferðinni átti að fara með fótboltalið til Akureyrar og var henni aflýst sök- um þess að ekki var hægt að spila fótbolta á Akureyri sökum vinds. Engu áætlunarflugi hjá Arnar- flugi var aflýst, en í flugi til Flateyr- ar þurfti að lenda á ísafirði og í flugi til Siglufjarðar þurfti að lenda á Sauðarkróki. -gs Skákþing (slands: Margeir og Jón L. tefla einvígi Margeir Pétursson og Jón L. Árnason deildu með sér fyrsta sæt- inu á skákþingi íslands, sem lauk á laugardag. Margeir og Jón unnu báðir síðustu skákir sínar, Margeir vann Ásgeir Þór Árnason og Jón L. vann Davíð Ólafsson, og því enduðu þeir báðir með 9,5 vinninga og verða að tefla fjögurra skáka einvígi um titilinn. Önnur úrslit í síðustu umferðinni urðu þessi: Karl Þorstcinsson-Róbcrt Harðarson..jafnt Þröstur Þórhallson-Ágúst Karlsson ..jafnt Jóhannes Ágústsson-Þráinn Vigfússon .... jafnt HannesHlífarStefánsson-BenediktJónasson . 1-0 Með sigri Hannesar Hlífar á Bene- dikt hefur Hannes tryggt sér titilinn alþjóðlegur meistari. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1.-2. Jón L. Árnason 9,5 v. 1.-2. Margeir Pétursson 9,5 v. 3. Hannes Hlífar Stefánsson 8 v. 4. Karl Þorsteinsson 7,5 v. 5. Þröstur Þórhallsson 6 v. 6. -7. Ágúst Sindri Karlsson 5,5 v. 6.-7. Róbert Harðarson 5,5 v. 8. Jóhannes Ágústsson 4 v. 9. Davíð Ólafsson 3,5 v. 10. -11. Benedikt Jónasson 2,5 v. 10.-11. Ásgeir Þór Árnason 2,5 v. 12. Þráinn Vigfússon 2 v. -gs Ramma- miðstöðin helmingi stærri Verslunin Rammamiðstöðin, Sigtúni 10, hefur nú stækkað uni helming með tilkomu viðbyggingar, sem tekin var í notkun 19. ágúst s.l. Vcrslunin er því nú orðin 320 fm. Að sögn Sigurðar Tómassonar, eiganda verslunarinnar, var mikil þörf á þessari stækkun, „við vorum að drukkna, verslunin var svo lítil áður“. Eins og nafnið bendir til þá verslar Rammamiðstöðin aðallega með myndaramma, en verslunin hefur sérhæft sig í innrömmun. -gs Sigurður Tómasson, eigandi Rammagcrðarinnar, ásamt konu sinni, Hjördísi Haraldsdóttur, við opnun viðbyggingarinnar. (Tímamynd Pjetur)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.