Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 2. september 1988 Vatnavextirnir á Norður- og Norðvesturlandi: Strandavegur skemmdist á tæplega 40 km kafla Vegir á Norður- og Norðvestur- landi eru víða stórskemmdir eftir miklar úrkomur fyrr í vikunni, eink- um eru skemmdir á Strandavegi, Siglufjarðarvegi svo og á Lágheiði og í Ólafsfjarðarmúla. Starfsmenn Vegagerðarinnar og verktakar hafa unnið við viðgerðir á þessum vegum, að undanskildum Ólafsfjarðarmúla, sem ekkert verður átt við fyrr en úrkomu linnir og skriðuföll hætta. Samgönguráðherra segir að strax og kostur er, verði lagt kapp á að koma veginum fyrir Múlann aftur í gagnið. Þórður Kristjánsson hjá vegaeftir- liti Vegagerðar ríkisins sagði í sam- tali við Tímann að undanskildum Múlanum hefðu mestu vega- skemmdir orðið á Strandavegi, frá Bjarnarfirði til Norðurfjarðar. Þar hefðu orðið miklar skemmdir á veg- um sem nú væri verið að lagfæra. má þessu svæði í fjóra hluta. í fyrsta lagi er það 20 km kafli frá Ásmundarstöðum í Bjarnarfirði, í Kaldbaksvík. Þar urðu vega- skemmdir aðallega vegna úrrennslis, stíflun ræsa og skriðufalla vítt og breitt á þessum kafla. í öðru lagi 10 km kafli úr botni Veiðileysufjarðar yfir í Djúpuvík, þar sem helstu vegaskemmdir voru vegna úrrennsl- is, auk þess sem þrjú ræsi eru ónýt og tvær til þrjár skriður féllu á veginn. í þriðja lagi urðu vega- skemmdir á norðurbrún á Veiði- leysuhálsi, þar sem vegurinn fór í sundur á um 50 metra kafla. í fjórða og síðasta lagi þá urðu skemmdir á veginum á um 7 km kafla úr Reykja- fjarðarbotni, út undirNaustvík, sem er út með Reykjafirði. Þar voru það einkum skriður sem lokuðu ræsum og fóru auk þess yfir veginn. Á sýsluvegum eins og t.d. í Ingólfsfirði fór vegurinn í sundur og brúin úr sambandi. Búið er að gera veginn færan til Djúpuvíkur. Á Siglufjarðarvegi fór ræsi í Hraundal með þeim afleiðingum að stærri bílar gátu ekki farið um veginn nema að mjög takmörkuðu leyti. Vegurinn um Lágheiði er einnig illa farinn eftir vatnavextina í vik- unni, en reynt hefur verið að halda honum opnum til að landleiðin til Ólafsfjarðar sé fær. Aðspurður hvað þessar viðgerðir kostuðu, sagði Þórður að erfitt væri að segja tii um það að svo komnu ipáli, auk þess sem slíkar upplýsing- ar kæmu ekki inn á borð til hans. -ABÓ Konungleg heimsókn frá Noregi í boði forseta íslands: Ólafur Noregskóngur heimsækir sögustaði Nú er komið að heimsókn Ólafs V Noregskonungs sem Tíminn hefur áður sagt frá og kemur hann til íslands í boði Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta, þann 5. september. Verður vitanlega mikið um veislu- höld og ferðast verður m.a. til Kolla- fjarðar, Þingvalla og Viðeyjar. Há- punktur ferðarinnar verður þó að líkindum heimsókn konungs að Reykholti þar sem m.a. verður lagð- ur hornsteinn að byggingu Snorra- stofu, sem Norðmenn hafa stutt mjög. Hefst heimsóknin með hádeg- isverði í boði forsetans þann dag á Bessastöðum, en síðdegis tekur kon- ungur á móti Norðmönnum búsett- um á íslandi á Hótel Sögu. Annan dag heimsóknarinnar, þann 6. september, verður mikið um ferðalög hjá Noregskonungi. Byrjar hann á að skoða rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði. Þaðan verður haldið til Þingvalla þar sem forsætisráðherra- hjónin taka á mótj konungi og fylgdarliði. Að lokinni skoðunarferð og frásögnum af Þingvöllum býður forsætisráðherra til hádegisverðar á Hótel Valhöll. Frá Þingvöllum verður flogið í þyrlu til Reykholts, en þar taka menntamálaráðherrahjónin á móti gestunum. í Reykholti verður lögð áhersla á að kynna fornminjaupp- gröft sumarsins og sögu staðarins. Hápunktur Reykholtsferðarinnar verður án efa þegar forseti íslands leggur hornstein að nýbyggingu heimamanna sem hýsa á fræðasetur og bókasafn og kallast Snorrastofa. Hefur Tíminn áður greint frá byggingu Snorrastofu, én Noregs- konungur mun í heimsókn sinni afhenda formlega eina milljón norskra króna til þessarar byggingar. Hefur nú þegar verið steyptur upp kjallari Snorrastofu og væntanlegrar sóknarkirkju sem verður henni samtengd. Að lokinni þessari athöfn við Snorrastofu verður gestum boðið upp á veitingar í héraðsskólanum. Hefur sú bygging verið mikið endur- bætt bg endurnýjuð í sumar fyrir þær 6,6 milljónir króna sem ríkisstjórnin veitti til endurbóta á húsakosti í Reykholti snemma í vor, m.a. vegna heimsóknar Ólafs V. Noregskon- ungs. Þriðja dag heimsóknarinnar verð- ur varið að mestu í Reykjavík með skoðunarferðum í Arnastofnun, Norræna húsið og Listasafn íslands. Til hádegisverðar bjóða svo borgar- stjórahjónin í Viðey og verður því fylgt eftir með kaffiboði í Höfða. Síðdegis hittir konungur ríkisstjórn íslands og sendimenn erlendra ríkja á Islandi í Ráðherrabústaðnum. Að kvöldi síðasta dagsins heldur konungur boð til heiðurs forseta fslands í Þingholti. Heldur hann af landi brott að morgni fimmtudagsins 8. september. KB Ólafur V Noregskonungur. Skipadeild Sambandsins: Nýtt skip í flotann Helgafell, nýtt skip skipadeildar Sambandsins var formlega aflient á athafnasvæði skipadeildarinnar við Holtabakka í fyrradag. Þetta nýja skip Sambandsins hefur mestu gámaflutningagetu í íslenska kaupskipaflotanum og getur það flutt 426 gáma og þar af er hægt að tengja 60 frystigáma. Skipið er 7200 burðartonn og mun vera annað gangmesta skipið í kaupskipaflotan- um. Skipið verður í reglubundnum vikulegum siglingum til hafna í Vest- ur-Evrópu. Skipstjóri Helgafells er Jörundur Kristinsson og yfirvélstjóri er Jón Guðmundsson. Heimahöfn Hclgafells er í Reykjavík. -ABÓ Jörundur Kristinsson, skipstjóri á Helgafelli, hinu nýja skipi Skipa- deildar Sambandsins, sést hér draga íslenska fánann að húni í fyrsta sinn, daginn sem skipið var afhent Skipa- deildinni, á þriðjudaginn var. Fremst með honum á ntyndinni er Ómar Hl. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar, og að baki standa nokkrir af hans nánustu samstarfsmönnum. Helgafell hefur mesta gámaflutningagetu íslenskra skipa í kaupskipaflota landsmanna,. getur borið 486 gáma, þar af 60 frystigáma. Það er einnig með gang- mestu skipum llotans. Mynd: h.S. Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar: Starfsaðstaða tekin í notkun Nýtt húsnæði Veiðimálastofnunar, að Hólum í Hjaltadal, var tekið formlega í notkun í gær klukkan 14:30. Húsnæðið felur í sér rann- sóknarstöðu og íbúðarhús starfs- manns Veiðimálastotnunar, en það er Tumi Tómasson. Helstu fyrirmenn staðarins, Veiðimálstofnunar og landbúnað- arráðuneytis voru viðstaddir er vígslubiskupinn að Hólum blessaði húsið í gær og það var formlega tekið í notkun. Tumi Tómasson sagði í samtali við Tímann að húsnæðið væri mikil lyftistöng fyrir starfsemi stofnunar- innar á Norðurlandi. Tumi hefur verið á hrakhólum með húsnæði fram til þessa. Nefndi hann sem dærni að rannsóknaraðstaða hefði verið í hesthúsum og á borðstofu- borðinu, geymsla í minkaskála og skrifstofan í skólanum. -ES Fundur þingflokks Alþýðubandalagsins samþykkir að leggja fram frumvarp um tekjuðflun til jarðgangagerðar: 1,25 kr. á hvem lítra Þingflokkur Alþýðubandalagsins ákvað á fundi sínum á Hallormsstað að leggja fram frumvarp strax og þing kemur saman í haust um tekju- öflun til jarðgangagerðar í Ólafs- fjarðarmúla, á Austfjörðum og Vestfjörðum, með það að markmiði að ljúka ofangreindum framkvæmd- um á næstu 10 til 15 árum. Þingflokkurinn telur að hér sé unt þjóðhagslega hagkvæm og brýn verkefni að ræða og eðlilegt sé að samfélagið sameinist um að hrinda þeim í framkvæmd. Til fjármögnun- ar á framkvæmdunum leggur þing- flokkurinn til að frá ársbyrjun 1989 verði lagt gjald sem nemur 125 aurum á hvern seldan lítra af bensíni og díselolíu á bifreiðar, svo og svartolíu nema til fiskiskipa. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.