Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 5
Föstudágur 2. sep'tember 1988 Tírninn ' 5 I sláturtíðinni í haust verður í fyrsta skipti reynd ný aðferð við grófstykkjun lambakjöts: Bandarískri brytjun beitt í Borgarnesi Við slátrun í sláturhúsi Kaupfélags Borgfírðinga í Borgarnesi í haust verður í fyrsta skipti reynd hér á landi svokölluð bandarísk aðferð við grófbrytjun á lambakjöti. I stórum dráttum er bandaríska brytjunaraðferðin frá- brugðin þeirri íslensku í því að kjötskrokkarnir eru ekki bógbundnir og hryggurinn er stærri á kostnað framparts. Slög eru mjórri og ná fram að bringu. Hryggnum er skipt í tvennt, mjóhrygg og rifjasteik. Háls og skankar eru skornir af frampartinum svo eftir verða ferköntuð stykki sem öll nýtast í steikarsneiðar. Rannsóknarstofnun landbúnað- arins hefur á undanförnum mánuð- um unnið að rannsóknum á kostum þessarar aðferðar umfram þá ís- lensku og kemst að því að með henni megi auka verðmæti lamba- kjötsins verulega, bæta nýtingu þess og umfram allt að spara geymslupláss í frystihólfum fyrir kjötið. Þessi sparnaður nemur að því er talið er 30%. Niðurstöður rannsóknanna voru kynntar á ráðunautafundi RALA og Búnaðarfélags íslands í febrúar sl. „Þetta verður í fyrsta sinn sem kjöt verður sagað niður á sama tíma og slátrun er í gangi. Til- gangurinn með þessu er að spara geymslupláss og reyna að auðvelda sölu á kjötinu," segir Guðjón Þor- kelsson matvælafræðingur á RALA. Hann segir að með þessu sé stefnt að því að ná fram 12 til 15 þúsund króna verðmætaaukningu á hvert tonn lambakjöts og að nýting á hvern skrokk verði á bilinu 3-5% betri en nú. Guðjón segir að áætlað sé að beita banda- rísku brytjunaraðferðinni á fram- partinn en stðan verði gerðar at- huganir með smábrytjun á kjötinu, m.a. verði hugað að því að nýta lambahrygginn á annan hátt en verið hefur. Ef áætlanir standast munu um 100 tonn af lambakjöti verða brytj- uð á þennan hátt í sláturhúsinu í Borgarnesi í haust. Að sögn Þóris Páls Guðjónssonar, kaupfélags- stjóra í Borgarnesi, þarf að breyta sláturhúsinu lítillega til þess að útbúa aðstöðu fyrir þann flokk manna sem gert er ráð fyrir að vinni í haust við að brytja niður og pakka lambakjöti í neytendaum- búðir. Þórir Páll segir að þessi vinnsluaðferð muni verða reynd yfir alla sláturtíðina í haust. Sauðfjárbændur binda miklar vonir við að bandaríska brytjunin kunni að vera mikilvægur hlekkur í að gera Iambakjötið eftirsóttari vöru í huga neytenda en nú, en þrátt fy rir öfluga auglýsingaherferð og söluátak að undanförnu hefur 1. Háls 2. Kambur 3. Hryggur 4. Læri 5. Stag 6. Bringa 7. Bógur 1. Háls 2- Framstykki 3. Hryggur 4. Lœri 5. Slag 6. Ðringa 7. Leggur Grófbrytjun lambakjötsins samkvæmt bandarísku aðferðinni. ekki orðið nein teljandi aukning í sölu á lambakjöti. Jóhannes Krist- jánsson, formaður Landsamtaka sauðfjárbænda, nefndi það á aðal- fundi Stéttarsambands bænda á Akureyri að helsti ávinningur bandarísku brytjunarinnar, ef hún gæfi góða raun, væri betri nýting á kjötfrystigcymslum auk þcss sem slík vinnsla auðveldaði allan út- flutning á kjöti. Guðjón Þorkelsson segir að ef brytjunartilraunir gangi vel í Borg- arnesi í haust sé ckkert því til fyrirstöðu að rcyna þetta síðar í sláturhúsum víða um land. -óþh Bæjarlífið hefur tekið stakkaskiptum Sól og blíða á Olafsfirði Á fundi almannavarnanefndar Ól- afsfjarðar í gærkvöldi var ákveðið að aflýsa hættuástandi á Ólafsfirði auk þess sem ákveðið var að nefndin hætti bcinum afskiptum af stjórn björgunarstarfa og bæjarstjórn taki við. Sól og gott veður var á Ólafsfirði í allan gærdag og fjallið fyrir ofan kaupstaðinn er óðum að þorna. Farið var í vettvangskönnun upp á hlíðar fjallsins og m.a. á grundvelli hennar var hættuástandi formlega aflýst. í gær var enn unniö við að dæla vatni úr kjöllurum húsa í eldri hluta bæjarins. Símastúlkan á bæjarskrifstofu Ól- afsfjarðar sagði að bæjarlífið hefði tekið stakkaskiptum og sjá mætti á fólki að léttara væri yfir því auk þess sem flestir væru farnir að vinna sína hefðbundnu vinnu. Samgöngur eru að komast í eðli- legt horf. Vegurinn fram í Ólafsfjörð og yfir Lágheiði er fólksbílafær og flugvöllurinn var opinn í allan gærdag. Vegaeftirlitsmenn könnuðu skemmdir á veginum fyrir Múlann og reyndist hann mjög illa farinn Ólafsfjarðarmegin, sérstaklega í Bríkargili, þar sem hann er horfinn á kafla. Þeir telja hann þó ekki cins illa farinn og útlit var fyrir og talið er að hann verði fijótlega færá nýjan lcik og hófst vinna við að lagfæra veginn þegar í gær. Sextíu aðilar hafa tilkynnt um tjón á húsum sínum og lóðum og fá það væntanlega bætt af Viðlaga- tryggingu íslands. - ABÓ Starfsmenn Landmælinga flugu yfir Ólafsfjörö í gær og tóku þessa loftmynd af bænum. örín á myndinni bendir á hvar skríðumar tvær sem féllu á Ólafsfjörð á sunnudag liggja. Til vinstri á myndinni má sjá atbafnasvæði Krafttaks þar sem unnið er að gangnagerð í gegnum Múlann. Fyrír miðrí mynd í kaupstaðnum er lítil tjöm. Fyrr ■ vikunni hafði safnast mikið vatn í hana og náði hún nær út að eUiheimilinu sem er lengst til hægri á myndinni og fór fótboltavöUurinn sem er þar á miUi á kaf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.