Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 6
e Tíminn Föstudagur 2. september 1988 • Stálvík í Garöabæ: 14 togarar smíðaðir fyrir erlendan aðila? „Ef þessir samningar takast verða miklar breytingar á okkar högum“, sagði Jón Gauti Jónsson fram- kvæmdastjóri skipasmíðastöðvar- innar Stálvíkur í Garðabæ Tímanum í gær. Stálvík hafa borist útboðsgögn varðandi smíði 14 togara, 38-50 metra langra, fyrir erlendan útgerð- araðila. Sagði Jón Gauti að einungis fáum skipasmíðastöðvum í Evrópu hefðu borist þessi gögn sem sýndi hvers álits hönnun og smíði Stálvík- ur nyti á alþjóðavettvangi. Skipasmíðaiðnaðurinn hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og síðustu stórverkefni Stálvíkur voru togararnir Ottó N.Þorláksson og Hólmadrangur en smíði þess síðarnefnda lauk 1982. Þá unnu í stöðinni 170 manns en nú starfa þar 50 manns, mest að viðhaldi skipa, breytingum og öðrum smærri verk- efnum. Jón Gauti sagði að ekki væri unnt að greina frá hverjir þessir aðilar væru sem vantaði togarana 14, né heldur frá hvaða landi þeir væru, þar sem samningar væru á viðkvæmu stigi. Jón sagði þó að þeir væru ekki evrópskir. Spennusaga hjá Veröld Aur og leðja í öllum kerum Frá Erni I'órarinssyni fréttaritara Tímans á ólafsfírði: Verulcgt tjón varð hjá fiskeldis- fyrirtækinu Óslaxi hf. á Ólafsfirði í náttúruhamförunum um síðustu helgi. Aur og leðja komst í öll eldisker stöðvarinnar, þegar aur- skriða féll í Garðsá, en úr henni fær stöðin kalt vatn. Ljóst er að 27 þúsund gönguseiði sem voru í útkeri við stöðina hafa öll drepist og nemur það tjón allt að þremur milljónum króna, að sögn Ármanns Þórðarsonar fram- kvæmdastjóra Óslax. Þá skolaði 16 þúsund seiðum sem voru í tjörn við eldisstöðina út í Ólafsfjarðarvatn og er allsóvíst um afdrif þeirra. Ekki er enn vitað hvort seiði í innikerum hafa drepist, eða munu drepast, en þykkt lag af leir er í öllum kerum og kemur ástand seiðanna í ljós jafn óðum og hægt er að tæma kerin og hreinsa. Þá varð verulegt tjón á leiðslum sem flytja vatn til stöðvar- innar. Hcitt og kalt vatn er tekið úr holurn á Garðsdal og hafa aurskriður skolað leiðslum í burtu á um 300 metra kafla. Framleiðslugeta Óslax cr um 300 þúsund seiði árlega og er það magn í kcrum, en öll gönguseiði voru liins vegar komin út og hafði mestum hluta þeirra verið sleppt til hafbeitar. Ármann sagði að þetta væri mikið áfall fyrir fyrirtækið og óvíst er hvað mikið af tjóninu fæst bætt. Marinó IMagnússon háfar dauð seiði upp Úr eldiskeri. l ímamvnd: ÖÞ MALBIK LAGT Á 25% AF ÖLLU GATNAKERFI Frá Frni Fórarinssyni frétturitara Tímans í Fljótum: Siglufjarðarkaupstaður hefur tek- ið talsverðum stakkaskiptum í sumar, en stórátaki í gatnagerð og fegrun kaupstaðarins sem hófst í vor er nú um það bil að Ijúka. Að sögn ísaks Ólafssonar, bæjar- stjóra, var lagt malbik á um 2,5 km á götum bæjarins, sem er um 25% af öllu gatnakerfinu. Einnig var tals- vert malbikað á vegum fyrirtækja og einstaklinga. Þá var lagt bundið slitlag á götuna frá kaupstaðnum og suður á flugvöll, sem í daglegu tali gengur undir nafninu Drottningar- braut, en Vegagerð ríkisins kostaði þá framkvæmd að hluta á móti Siglufjarðarbæ. Þá lagði Vegagerðin bundið slitlag á vegarkafla innan við Strákagöng. Stórátak hefur verið gert í fegrun opinna svæða, jafnt á vegum einstak- linga, fyrirtækja og bæjarins í sumar. Alls er búið að þökuleggja um 2 hektára af landi víðs vegar um bæinn. Þá var mikið unnið að snyrt- ingu og bættu útliti húsa fyrir afmæl- ishátíðina á dögunum. Að sögn ísaks bæjarstjóra eru umræddar framkvæmdir þær lang umfangs- mestu á vegum Siglufjarðarbæjar á þessu ári, og raunar langt síðan jafn mikið átak hefur verið gert í varan- legri gatnagerð á Siglufirði. Starfsmenn Pósts og síma mótmæla Póstmannafélag íslands, Félag ís- lenskra símamanna og Félag há- skólamenntaðrá starfsmanna hjá Pósti og síma fordæma ábyrgðar- lausar hótanir Jóns Baldvins Hanni- balssonar, fjármálaráðherra, um að greiða ekki gjaldfallin og samnings- bundin laun en það er rof á þeirri friðarskyldu sem hafa ber í heiðri samkvæmt lögum á gildistíma kjara- samnings. Geri stjórnvöld alvöru úr slíkum hótunum nú eða síðar verður því mætt af fullru hörku. Við slíkar aðstæður hljóta félögin að velta því fyrirsér hvort stjórnvöld telji sig geta komist af án þeirrar þjónustu sem Póstur og sími veitir. Bókaklúbburinn Veröld býður félagsmönnum sínum nú að kaupa spennusöguna Hart á móti hörðu eftir rithöfundinn Robert Ludlum. Þessi saga kom út fyrir síðustu jól á forlagi Setbergs í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Að því er segir í frétt frá Veröld er Robert Ludlum einn fremsti spennusagnahöfundur sem nú er uppi. Eru bækur hans varla fyrr komnar út en þær skipa sér í efstu sætin á metsölulistum víða uni heim. Vinsældir hans hafa jafnt og þétt farið vaxandi með hverri nýrri bók, og alls hafa skáldsögur hans nú verið gefnar út í meir en tuttugu miljónum eintaka í 22 löndum. Setberg hefur einkaleyfi á útgáfu bóka eftir Robert Ludlum hér á landi, og er þetta fimmta spennusag- an eftir hann sem forlagið hefur gefið út. Sú fyrsta hét Eiturlyfja- hringurinn og kom út 1983. Svika- myllan kom 1984, Scarlatti-arfurinn 1985, Milli lífs og dauða 1986 og Hart á móti hörðu 1987. Nú í haust mun svo vera von á sjöttu bókinni. Þá hefur Veröld nú annað árið í röð sent félagsmönnum sínum litla bók í greiðslukortabroti. Hún hefur að geyma lista yfir um 400 fyrirtæki um land allt sem bjóða félögum klúbbsins 5-20% afslátt af vörum og þjónustu. -esig Olsen á ísafirði lýst gjaldþrota Rækjuverksmiðjan O.N. Olsen hf. var lýst gjaldþrota í fyrradag. Skuldir fyrirtækisins voru orðnar um 180 milljónir, en eignir samsvara ekki nema um 120 milljónum króna. Skuldir umfram eignir nema því um 60 milljónum. Rekstur O.N. Olsen hefur gengið mjög illa að undan- förnu og hefur t.d. verið lokað fyrir rafmagnið í hálfan mánuð. Um 30 manns unnu hjá fyrirtækinu og kem- ur það í hlut bústjóra að ákveða uppsögn þeirra og annað í sambandi við framtíð fyrirtækisins. Að sögn Bjarka Tryggvasonar, framkvæmdastjóra O.N. Olsen, hef- ur verið reynt að selja fyrirtækið frá því um síðustu áramót en það hefur ekki gengið. Því hafi verið svo komið að ekki verið annað að gera en að lýsa yfir gjaldþroti. Rekstrar- staða fyrirtækisins hefur verið mjög slæm að undanförnu, en Bjarki sagði að hann gæti lítið tjáð sig um reksturinn þar sem hann hafi ekki verið framkvæmdastjóri ncma síð- ustu þrjá mánuði. Kvaðst hann þó halda að ástæður slæmrar útkomu mætti rekja til margra samverkandi þátta. Málefnum fyrirtækisins hefur nú verið komið í hendur bústjóra, en hann er Skarphéðinn Þórisson, hrl. Kemur það m.a. í hans hlut að ákveða hvort og þá hvenær kemur til þess að starfsfólki verður sagt upp störfum. Á launaskrá eru nú um 30 manns, en nær öll starfsemi hefur legið niðri síðustu tvær vikur, eða eftir að lokað var fyrir rafmagnið vegna vanskila. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.