Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 7
Föstúdágúr'2'. septerriber i 988 ' Timinn 7 Birgðir mismunandi miklar í einstökum framleiðslugreinum: Birgðir af nautakjöti þær minnstu um árabil Birgðastaða í einstökum fram- leiðslugreinum landbúnaðarins er mjög mismunandi um þessar mundir. Sem fyrr hallar nokkuð á kindakjötsframieiðsluna, en birgðir af nautakjöti hafa ekki verið jafn litlar um árabil. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um birgðir kindakjöts þann 31. ágúst sl., þ.e. í lok verðlagsárs, en ætlamá að þær séu nálægt þremur þúsundum tonna. Verðlagsárið ’86 til ’87 voru seld 8700 tonn af kindakjöti, eða um 35 kg á hvern íbúa. í ágústmánuði stefndi í að sala á kindakjöti yrði ívið meiri á nýloknu verðlagsári eða sem svarar 100 tonnum meiri sala. En athyglisvert er að samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs í síðasta mánuði virtist stefna í um 32% minni sölu á kjöti af fullorðnu á síðasta verðlagsári, í samanburði við verðlagsárið ‘86 til ’87. Það kom fram í máli Hauks Hall- dórssonar formanns Stéttarsam- bands bænda á aðalfundi þess á Akureyri sl. miðvikudag að átak í sölu á kindakjöti hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Hann sagði það umhugsunarvert, hvort í ljósi þessar- ar staðreyndar, væri ekki í raun staðfest grundvallarbreyting á neysluvenjum fólks. Þarna er for- maður stéttarsambandsins ekki síst að vísa til mikillar aukningar á sölu nauta og svínakjöts á síðustu mán- uðum, sem birtist svart á hvítu í nýjum tölum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins um birgðir og sölu þessara kjöttegunda. Þann 31. júlí sl. voru birgðir nautakjöts 224 tonn, samanborið við 1100 tonn 31. júií ífyrra. Athygl- isvert er að nautakjötsbirgðirnar í lok júlí eru minni en sem svarar sölu nautakjöts í þeim mánuði. Sala á nautakjöti fyrstu 10 mánuði verð- lagsársins ’87-’88, nam 3022 tonnum, sem er 500 tonna aukning frá sama tímabili fyrra verðlagsárs. Árangur af auglýsingu svínakjöts- framleiðenda, með Flosa Ólafsson leikara í fararbroddi, hefur tvímæla- laust skilað verulegum árangri. Ef litið er til júlímánaðar í ár, þá var sala svínakjöts 191 tonn, á móti 157 tonnum í sama mánuði í fyrra. Þarna er um að ræða 22% aukningu. Birgðir svínakjöts í lok júlímánaðar 42 tonn. Að sögn Hauks Halldórs- sonar formanns Stéttarsambandsins er birgðasöfnun svínakjöts ekki vandamál. Hann segir að allgott jafnvægi hafi verið í þessari búgrein og samstaða á meðal framleiðenda, en líkur séu á að yfirvofandi 20% framleiðsluaukningu svínakjöts síð- ar á árinu fylgi erfiðleikar á markað- inum. Birgðir hrossakjöts voru þann 31. júlí sl. 168 tonn, sem er 71 tonni meiri birgðir en á sama tímabili fyrir ári. Ástæður þessa sýnast mönnum vera tvær. í fyrsta lagi sú breyting á verðlagningu hrossakjöts á sl. hausti sem hafði í för með sér 30% hækkun á dýrustu flokkunum, umfram verð á sambærilegri kjötvöru. í öðru lagi eru nefnd til sögunnar áhrif 25% söluskattsins sem leggst á hrossa- kjötið, eitt allra kjöttegunda. Ef litið er að lokum til kjúklinga- framleiðslunnar, kemur í ljós að birgðir kjúklingakjöts 31. júlí sl. voru um 150 tonn. Á kjúklingakjöts- birgðirnar hefur gengið verulega frá því um áramót, en þá námu þær rúmum 440 tonnum. í júlí sl. seldust 108 tonn af kjúklingakjöti sem er um 17 tonnum minni sala en í sama mánuði í fyrra. - óþh Þessi maður er m.a. ábyrgur fyrir 22% aukningu á sölu svínakjöts í júlí,miðað við sama tíma í fyrra. Tímamynd: Pjetur. Nýjar tölur frá Framleiðsluráði landbúnaðarins um mjólkurframleiðslu: NOKKUR SAMDRATTUR í MJÓLKURFRAMLEIÐSLU Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins hef- ur orðið umtalsverður samdráttur í framleiðslu mjólkur í júlímánuði í ár, miðað við sama mánuð í fyrra. Innvegin mjólk í júlí, f 17 mjólkur- samlögum voru 9.649.318 lítrar, samanborið við 10.267.076 lítra í sama mánuði í fyrra. Þessi samdrátt- ur, rúmir 617 þúsund lítrar nemur um sex prósentustigum. Þessar upp- lýsingar hafa nr.a. komið fram á aðalfundi Stéttarsambands bænda sem nú stendur yfir á Akureyri. Samdráttur í innveginni mjólk er mestur hjá Mjólkursamlagi Kaupfé- lags Vopnfirðinga, eða rúm 19%. Þar á eftir kemur Mjólkursamlag kaupfélagsins á Djúpavogi, með um 12% samdrátt í innveginni mjólk og Mjólkursamlag Sölufélags A-Hún- vetninga á Blönduósi með 10% samdrátt. Hjá tveim stærstu mjólk- ursamlögunum er samdrátturinn einnig nokkur. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi var innvegin mjólk í júlí um 8% minni, en í sama mánuði fyrra árs og hjá Mjólkursam- lagi KEÁ nam samdrátturinn fimm prósentum. Lítilsháttar aukning í innveginni mjólk í júlí, miðað við sama mánuð í fyrra, var hjá fjórum mjólkursam- lögum, Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, Mjólkursam- lagi Kaupfélags A-Skaftfellinga á Höfn, Mjólkurbúi Kaupfélagsins Fram á Neskaupsstað og Mjólkur- samlagi Kaupféíags Langnesinga á Þórshöfn. Almanaksárið 1987 var annað mesta mjólkurneysluár frá upphafi. Þá seldust 102.213.769 lítrar á inn- lendum markaði, þetta er um 3,5% aukning frá árinu á undan. Það sem af er þessu ári virðist aukning í neyslu mjólkurafurða ætla að halda áfram. Samkvæmt tölum Framleiðsluráðs í ágúst stefndi í að innanlandssala mjólkur á síðasta verðlagsári, frá 1. september 1987 til 31. ágúst 1988 yrði allt að 103 milljónum lítra. Áthyglisvert er að þessi aukning verður þrátt fyrir verk- föllin í apríl sl., sem urðu þess valdandi að sala ferskmjólkur minnkaði um eina milljón lítra. - óþh Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda, þar sem fram hafa komið nýjustu tölur um mjólkurvöruframleiðslu. T imamynd:Óskar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.