Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. september 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Framleiðum litt unna vöru fyrir fábrotinn marfcað Hluti ræðu Jóns Helgasonar, landbúnaðarráðherra á aðalfundi Stéttarsambands bænda á Akureyri 31. ágúst 1988 Á ráðstefnu í Englandi sem fulltrúar frá löndum víðs vegar um allan heim sóttu og haldin var í tengslum við konunglegu, bresku landbúnaðarsýninguna í síðasta mán- uði, var til umræðu þróun nýrrar tækni í sambandi við landbúnað og þau víðtæku áhrif, sem hún hefur haft og mun í vaxandi mæli hafa fyrir þá sem að landbúnaði vinna. í lokaerindi sem prófessor frá Edinborgarháskóla flutti, dró hann saman nokkrar athyglisverðar staðreyndir, sem fram höfðu komið í umræðum, m.a. óbein áhrif aukinnar tæknivæðingar á landbúnað, sérstaklega er varðar félags- lega og fjárhagslega uppbyggingu. Hann sagði: „Margar mismunandi ástæður liggja til þess, að skapast hefur þrýstingur um heim allan á að búskaparháttum verði breytt. Miklar breytingar hafa átt sér stað, meiri eru framundan. Breytingarn- ar hafa ekki eingöngu lagst af fullum þunga á framleiðsluskipulag landbúnaðarins, heldur gætir áhrifa þeirra um allt bændasamfé- lagið, bæði hvað snertir efnahag og félagsleg samskipti. Með öðrum orðum hafa þær öru breytingar, sem eru að verða á högum fjöl- skyldufólks í sveitum, jafnt félags- lega og fjárhagslega, oft orðið til hins verrá og haft slæmar afleiðing- ar. í þróuðum samfélögum hafa stjórnvöld örvað tæknivæðingu í landbúnaði. Þróunin hefur orðið sú, að kornuppskera, mjólkur-, framleiðsla og önnur framleiðsla hefur farið sfvaxandi í sama mæli og notkun áburðar og annarra efna. Bændum og þeim sem við landbúnað starfa, hefur farið fækk- andi, þótt búskapareiningar hafi stækkað um helming frá árinu 1955. íbúum í strjálbýli hefur fækkað, þjónustu farið hnignandi og möguleikar minnkað; stefnt er niður á við á sviði félagslegrar velferðar sveitanna. Uppbygging landbúnaðar hefur breyst, orðið stöðugt kappsfyllri og sérhæfðari, bæði hvað varðar framleiðslu og búfjárrækt, en breytingar á fram- leiðsluvörum frá bændum sjálfum hafa verið hægfara. Enn framleiða bændur lítt unnar vörutegundir fyrir fremur fábrotinn markað. Ýmsar mikilvægar staðreyndir hafa komið í ljós á síðustu árum. 1) Dregið hefur úr aðgerðum til að vemda verð og hvetja til aukinna framleiðslu landbúnaðarafurða, og líkur eru á að enn meiri samdráttur verði á þessu sviði, bæði í Evrópu og Bandartkjunum. 2) Matvælaiðnaðurinn er orðinn mikilvægur hlekkur, afl milli bóndans og smásalans. Þörfin fyrir matvæli vex ekki í hlutfalli við auknar ráðstöfunartekjur, en unn- ar framleiðsluvörur í handhægum umbúðum fá stöðugt vaxandi hluta markaðarins. Eftirspum er mest eftir fullunnum framleiðsluvörum, sem lfkjast að litlu leyti þeirri vörutegund, sem frá bóndanum er flutt. Ekki er nokkur vafi á því að matvælaiðnaðurinn hefur og mun hafa í framtíðinni stórfelld áhrif á hagkerfi landbúnaðarins. 3) Mikilvægar breytingar hafa orð- ið á samfélaginu, þannig að nú er algengast að einn eða tveir séu í heimili. Meiriráðstöfunartekjurog þátttaka kvenna í launuðum störf- um utan heimilis hefur aukið og mun auka eftirspurn eftir tilbúnum og hálftilbúnum réttum, sem tekur lítinn tíma að matbúa. 4) Þeirri skoðun hefur vaxið fylgi á sviði stjórnmála, að til þess að viðhalda núverandi kerfi í land- búnaði, sé nauðsynlegt að gefa betur gaum að áhrifum vaxandi framleiðslu á umhverfið og skoða markmið í sambandi við iðnvæð- ingu landbúnaðar í víðara sam- hengi. Sé litið til orkulinda má draga þá ályktun að ekki sé unnt að halda óbreyttri stefnu síaukinnar framleiðslu, þegar til lengdar lætur. Iðnvæðing landbúnaðar Árið 1985 héldu ýmsir fram kenningu um kvótakerfi minnk- andi framleiðslu, þannig að fram- leiðsla hvers svæðis yrði skert en á sama tíma töldu aðrir sérfræðing- ar, að svo kölluð tvíþætt uppbygg- ing væri það sem koma mundi. I því felst að stórar og vel staðsettar bújarðir framleiði mikinn hluta mætvælanna. Aðrar bújarðir með minna landrými og á lakari svæðum fengju aðeins lítinn hlut Iandbún- aðarteknanna. Hin nýja tæknivæð- ing myndi fyrst og fremst beinast að stærri bújörðunum, og þar væri tækifæri til að taka upp og nýta þær nýjungar, sem á þessari ráðstefnu og víðar hafa verið kynntar. Núverandi ástand í fjármálum landbúnaðarins ýtir undir þá stefnu að auka iðnvæðingu hans. Sama máli gegnir þegar tillit er tekið til eftirspurnar neytenda, sem vilja kaupa ódýr matvæli sem uppfylla ströngustu gæðakröfur og krefjast fullkomins matvælaiðnaðar. Á ár- inu 1980 var meira en 60% sölu á nýlenduvörum á vegum verslunar- keðja og hlutfallið er eflaust enn hærra nú. Einkasala af þessu tagi á smásölustigi og vaxandi kaupgeta sem henni fylgir hefur gert verslun- um kleyft að setja verksmiðjum og matvælaframleiðendum skilyrði, og í auknum mæli einnig bændum. Bæði matvælavinnsla og seljandi munu krefjast þess að varan verði afhent reglubundið, uppfylla að öllu leyti tiltekin skilyrði og stand- ist fyllstu gæðakröfur. Reynslan hefur gefið til kynna, að einungis stærstu búin sem búin eru nýjustu tækni geti uppfyllt þessar nákvæmu kröfur. Erfitt er að sjá fyrir eða jafnvel sætta sig við þær afleiðing- ar, sem það hefði á landbúnaðar- kerfið, ef svo færi að málin þróuð- ust áfram á þessari braut. Það virðist óumflýjanlegt, nema því aðeins að stjórnvöld taki upp nýja, óvænta stefnu og beiti sér fyrir minnkandi framleiðslu með kvóta- skiptingu í öllum landbúnaði." Alþjódleg vandamál í upphafi ávarps míns á aðal- fundi Stéttarsambands bænda að þessu sinni hef ég orðið langorður með tilvitnun í erindi hins skoska prófessors. Ástæðan er í fyrsta lagi þær mörgu athyglisverðu ábend- ingar, sem þar koma fram og gagnlegt er fyrir okkur að íhuga, og í öðru lagi að þær ábendingar sem gætu miðast beint við okkar eigin reynslu koma frá prófessor í öðru landi og eru spegilmynd af þeirri umræðu um landbúnaðinn, sem nú fer fram á alþjóðavett- vangi, svo alþjóðlegar eru aðstæð- ur og vandamál nútíma landbúnað- ar orðin. Þangað getum við því margan lærdóm sótt í glímu okkar. Slíkt er okkur bæði gagnlegt og nauðsynlegt, bæði fyrir þá sem ábyrgð bera á mótun og fram- kvæmd landbúnaðarstefnu og ekki síður hina, sem minna þekkja til að hafa látið vanþekkingu og sleggju- dóma móta afstöðu sína. Og ég tel ekki síður ástæðu til að víkja að þessum atriðum hér, þó að öllum sé sjálfsagt efst í huga við upphaf þessa fundar sú óvissa, sem er um ýmis atriði í málefnum landbúnað- ar vegna ástandsins í efnahagsmál- um og væntanlegra efnahagsað- gerða og ég mun víkja að síðar. En reyndar er ekki aðeins fengur fyrir okkur að fylgjast með þessari um- ræðu, öðrum þjóðum þykir líka lærdómsríkt að kynnast viðbrögð- um okkar og aðgerðum á síðustu árum. Með búvörulögunum 1985 tók- um við einmitt upp hina nýju, óvæntu stefnu um kvótaskiptingu í landbúnaði til að bjarga afkomu bænda og því félagslega kerfi, sem þeir höfðu byggt upp á liðnum áratugum, þó að það gengi þvert á frjálshyggjustefnu, sem ákaft hefur verið haldið fram síðustu árin og leysti flestan vanda í þjóðfélagi okkar. Almennt er nú viðurkennt að þessi stefnumörkun hafi bjargað íslenskum landbúnaði úr hreinum ógöngum, og sé það að koma æ betur í ljós. A s.l. vetri óskuðu t.d. framleiðendur eggja og kjúklinga að nota sér rétt búvörulaganna til að stjórna framleiðslu sinni, og nú hafa kartöflubændur einnig farið fram á að fá aðstoð við að koma slíkri skipan á, til að komast út úr þeirri eyðimerkurgöngu, sem þeir voru tældir út í. Vekur bjartsýni Að sjálfsögðu gerast ekki krafta- verk á einni nóttu, en staðan hjá mjólkurframleiðslunni vekur þó bjartsýni, þar sem innanlandssalan er nú svipuð og fullvirðisréttar- samningurinn gerir ráð fyrir. En þyngra er fyrir fæti á kindakjöts- markaðnum, þó að þar hafi verið gert mikið átak í útflutningi á s.l. ári og lántaka verið tryggð til að greiða hann. í lok þessa verðlags- árs munu birgðir af kindakjöti vera nokkru meiri en í upphafi þess og meiri heldur en reiknað var með. Stafar það fyrst og fremst af minni innanlandssölu það sem af er þessu sumri heldur en vonast var eftir. Er brýnt að koma þessum birgðum niður og Iosna við þann mikla kostnað sem geymsla á þeim veldur. En þrátt fyrir slíkt skipu- lag, sem tekist hefur að koma hér á, megum við ekki gleyma hinni stöðugu þörf á hagræðingu og hag- kvæmi við framleiðsluna hvar sem henni er hægt að koma við. Að því er nú m.a. unnið á vettvangi vinnslustöðva landbúnaðarins, sér- staklega sláturhúsa, þar sem land- búnaðarráðuneytið hefur gert samning við Stéttarsamband bænda og samtök sláturhúsa um að vinna að hagræðingu í skipulagi þeirra, jafnframt því sem landbún- aðarráðuneytið vinnur í samráði við fimmmannanefnd og Byggða- stofnun að því að treysta rekstrar- grundvöll þeirra sláturhúsa, þar sem fjármagnsgjöld vegna stofn- kostnaðar eru meiri en gert er ráð Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, flytur ræðu sína á aðalfundi Stéttarsambands bænda. fyrir við ákvörðun sláturkostnaðar. Breyttar aðstæður gera kleyft að knýja á um slíkar skipulagsbreyt- ingar, til að treysta rekstur og lækka kostnað vinnslustöðvanna, en á þeim bitna nú að sjálfsögðu hin erfiðu rekstrarskilyrði allra framleiðsluatvinnugreina, sem . mjög er nú brýnt að breyta til bóta þegar í stað. Þróun síðustu vikna og mánaða hefur leitt til svo mikill- ar eignatilfærslu frá framleiðslu- greinum og þá um leið frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins, að í hreinan voða stefnir. Par verður þegar í stað að koma á jafnvægi og jafna aðstöðu. Þar er að sjálfsögðu margt sem hefur áhrif. Orkumál Hingað til hefur orkuverð verið miklu hærra í strjálbýli, þar sem verðjöfnunargjald, yfirtaka lána og aðrar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum, hafa ekki nægt til að jafna mismuninn. Við slíkt verður ekki unað. Ég hef því lagt fram tillögu í ríkisstjórn- inni um að undirbúa nú þegar breytingu á lögum um Landsvirkj- un á þann veg, að unnt verði að dreifa raforku til allra á sambæri- legu verði. Landsvirkjun hefur einkarétt til raforkuöflunar og dreifingu hennar í heildsölu, en það er algjörlega óviðunandi að í skjóli slíks einkaréttar sé síðan byggt upp skipulag, sem veitir miklum meirihluta þjóðarinnar forréttindi umfram þá sem m.a. búa þar sem orkugjafinn er. Það er óviðunandi nýlenduhugsunarhátt- ur að verja slíkt ranglæti. Rannsóknir undir einn hatt En skipulagsbreytinga er víða þörf. I samræmi við ályktun afmæl- isfundar Búnaðarþings á s.l. sumri, er nú verið að fjalla um endur- skipulagningu leiðbeiningaþjón- ustunnar og tengsl hennar við aðrar greinar, kennslu og rannsóknir. Þar þarf að sjálfsögðu að koma á sem allra nánustum tengslum allra sem að þessum málum vinna. í þessum mánuði voru á ferð próf- essorar frá Texasháskóla, en þar annast skólinn kennslu, rannsóknir og leiðbeiningar og lögðu prófess- orarnir áherslu á, að menn þyrftu að vinna að því allir í sama húsi því að annars væri hætta á því, að sambandið væri ekki nægilega gott. Ef menn eru hver í sínu horni er líka hætta á, að hugsunin beinist um of að því sama og hjá litlu börnunum að passa að fá að vera með, í staðinn fyrir að beita kröftunum að verkefnunum. Og þjónustuna þarf líka að færa sem næst þeim sem hennar eiga að njóta. Þess vegna hafa þær hug- myndir, sem fram eru komnar, beinst að því að byggja upp öflugri starfsemi úti í héruðunum og mynda þar sterkari einingar. Síð- asta Alþingi samþykkti að höf- uðstöðvar Skógræktar ríkisins skyldu fluttar austur á land og hef ég skipað nefnd til að vinna að undirbúningi þess máls, sem tengt var uppbyggingu nytjaskóga á Fljótsdalshéraði. Sjálfsagt er líka að stefna að því að allir þeir sem landgræðslu og gróðurvernd sinna starfi með Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. En almennur skiln- ingur og vilji er nú fyrir því að vinna vel að þeim málum. Við sjáum víða blasa við, að með breyttum búskaparháttum og ötulu landgræðslustarfi fer nú gróðri ört fram, þó að þess sé of sjaldan getið í umræðu, þegar bent er á þau svæði þar sem enn er mikið verk að vinna. En þeim mun hægara ætti því að vera að eiga við þau svæði, þar sem þörfin er nú brýnust. Fráleitar hugmyndir í umræðum um umhverfismál að undanförnu hefur m.a. verið rætt um skipan þess málaflokks í stjórn- . kerfinu og nýja lagasetningu í því sambandi. Hugmyndir um að færa forræði á nýtingu landsins frá bændum og landbúnaðarráðuneyt- inu eru fráleitar, þó að sjálfsagt sé að fela einu ráðuneyti eftirlit og samræmingu allra umhverfismála, enda er það í samræmi við reynslu margra nágrannaþjóða að slíkt sé rétta Ieiðin. Það hafa að sjálfsögðu engir betri aðstöðu eða meiri hags- muni að varðveita og bæta landið en þeir, sem á því þurfa að lifa og nýta það. Við þurfum að sameina kraftana við að loka sem fyrst öllum þeim sárum á landinu, sem unnt er, enda veit enginn hversu dýrmæt eign ómengað og gróið land kann að verða, þar sem sífellt eru að koma í Ijós fleiri annmarkar á því að pína landið til gífurlegrar uppskeru með óhóflegri notkun tilbúins áburðar og annarra efna. Og athyglisverð var sú mikla áhersla sem fulltrúar margra þjóða á svæðisráðstefnu FAO í Krakow í Póllandi í síðustu viku, þar sem umhverfismál og þróun landbún- aðar til ársins 2000 var aðal fundar- efnið, lögðu á það að hjá þeim væri eyðing byggða í afskekktari héruð- um stærsta umhverfisvandamálið. Því að sjálfsögðu sé maðurinn og mannlífið mikilvægasti þátturinn í umhverfi hvers svæðis, sem síst megi rofna. Þetta mikilvæga atriði hefur áreiðanlega horfið of mikið í skuggann hjá okkur og sýnir þá hættu, ef umræðan mótast af of þröngum sjóndeildarhring. En dæmi um slíkt hér á landi er framkvæmd á samþykkt Evrópu- ráðsins um að efna til átaks í þágu landsbyggðarinnar árin 1987 og 1988. Öll aðildarlöndin standa að verkefninu. Vígorðið er: „Evrópa þarfnast lifandi landsbyggðar."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.