Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur2. september 1988 Föstudagur 2. september 1988 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Knattspyrna - Evrópukeppni félagsliða: Stórleikir í næstu viku Austurstræti frá kl. 11.00-18.00 og í Kringlunni frá kl. 11.00-19.00 og verður framhaldið á morgun og mánudag. Verð stúkumiða er 750 kr. cn miðar í stæði kosta 500 kr. Barnamiðar kosta 200 kr. Kaupi menn stúkumiða á báða leikina í dag, á morgun eða á mánudag kosta báðir miðarnir 1.200 í stað 1.500. Að sögn forráðamanna félaganna er þarna verið að fara niðurtalningarleiðina í miðaverði. Leikur Vals og.Monaco verður á þriðjudag en Framarar mæta Börs- ungum á miðvikudag. Báðir leikirnir verða á Laugardalsvellinum og hefj- astkl. 18.15. “ BL Barcelona eitt af stórliðum Evrópu Gary Lineker er að allir nýju leikmennirnir eru Spánverjar. Eftir í herbúðum Bar- celona er samt Englendingurinn Gary Lineker en óvíst er hvort hann kemur með liðinu hingað til lands þar sem hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Af öðrum leikmönnum liðsins má nefna þá Alexandro Ventosa, Ber- nardo Bianqueti, José Carrasco Hi- dalgo og Julio Alberto Moreno Casas. Miklar breytingar hjá Barcelona frá því í fyrra og nú er valinn maður í hverri stöðu hjá þessu stórliði evrópskrar knattspyrnu. BL Skammt er stórra högga á milli þessa dagana í knattspyrnunni hér á landi. Sovéska landsliðið er farið heim eftir að hafa náð jafntefli gegn íslendingum í Heimsmeistarkeppn- inni og í næstu viku koma stórliðin Monaco frá Frakklandi og Barce- lona frá Spáni hingað til lands til þess að leika gegn Val og Fram í Evrópukeppni félagsliða. Ung- verska liðið Ujpest Dozsa mætir Skagamönnum en ungverska liðið er eitt að þekktustu liðum A-Evrópu. Valur og Fram hafa snúið bökum saman við undirbúning og fram- kvæmd leikjanna þrátt fyrir harða sanikeppni inn á leikvellinum. Sem dæmi má nefna eru auglýsing- ar, leikskrá, minjagripur og ferða- verðlaun á leikjunum tveimur sam- eiginleg eða eins fyrir báða leikina. Ódýrara að kaupa miða á báða leikina Forsala aðgöngumiða hefst í dag í Lið Barcelona hefur í gcgnunt tíðina verið eitt af stórliðum evr- ópskrar knattspyrnu. Leikurinn gegn Fram á miðvikudag verður cinn af fyrstu leikjum liðsins síöan Hollendingurinn Johan Cruyff tók við liðinu og prófsteinn á þær breyt- ingar sem gerðar voru á liðinu eftir síðasta keppnistímabil. Keppnistímabilið í fyrra verður lengi í minnum haft á Spáni fyrir að vera lélegasta tímabil Barcelona í manna minnum. Félagið, sem hvað eftir annað hefur unnið deild og bikar á Spáni og unnið fjölmarga Evrópumeistaratitla, var ekki svipur hjá sjón og áhorfendur og stuðnings- menn liðsins heimtuðu breytingar. Þegar líða tók á tímabilið var þjálfarinn rekinn og fyrrum leikmað- ur liðsins, Hollendingurinn Johan Cruyff, ráðinn til að taka við liðinu í upphafi nýs keppnistímabils. Cruyff hefur gert mikla breytingar á liðinu frá því í fyrra. T.d. var V-Þjóðverjinn Bernd Schuster seld- ur til aðalkeppinautarins, Real Madrid, og fleiri lykilmenn í liðinu hurfu á braut. Cruyff losaði sig við fjölda leikmanna, en um 40 leik- menn voru á launaskrá hjá félaginu þegar Cruyff mætti til leiks. Honum ofbauð og nú eru um 24 leikmenn á samningi við Barcelona. í staðinn keypti Cruyff nokkuð af leikmönn- um en það sem einkennir þau kaup Fyrirliðar Vals og Fram þeir Þorgrimur Þráinsson og Pétur Ormslev snúa hér bökum saman eins og félög þeirra hafa gert við undirbúning Evrópuleikj- nnna. Tfmamynd Pjetur Hoddle og Hateley stjörnur Monaco Glenn Hoddle í liði Monaco, sem mætir Vals- mönnum á þriðjudag, er valinn mað- ur í hverju rúmi. Af þeim 18 leik- mönnum sem eru samningsbundnir hjá félaginu hafa 11 leikið með landsliði Frakklands og tveir með enska landsliðinu. Stjörnur liðsins eru tvímælalaust Englendingarnir Glenn Hoddle og Mark Hateley. Hateley var marka- hæsti leikmaður Monaco á síðasta keppnistímabili með 14 mörk, þrátt fyrir að hafa misst úr 10 leiki vegna meiðsla. Hann varð þriðji marka- hæsti leikmaður frönsku deildarinn- ar. Samt sem áður má segja að stjarna síðasta keppnistímabils hjá Monaco hafi verið Glenn Hoddle, sem lék mjög vel á miðjunni, auk þess að skora 8 mörk. Varnarmaður- inn Manuel Amaros er mjög sterkur og hefur leikið fjölda landsleikja fyrir Frakkland. Annar snjall varn- armaður var keyptur til Monaco fyrir síðasta keppnistímabil frá Bor- deaux, Patrick Battiston, sem er mjög þekktur franskur landsliðs- maður. Annar fyrrum Bordeaux leikmaður er kominn í lið Monaco. Hann heitir José Toure og er Vals- mönnum ckki alveg óþckktur því hann lék með liði Nantes í Evrópu- keppninni 1985. Nantes vann þann leik naumlega, 2-1. Hann er talinn einn af bcstu skallamönnum Evrópu og þykir mjög harður í horn að taka í návígum. Fleiri þekktir leikmenn eru í herbúðum Monaco. Síðan Monaco félagið var stofnað árið 1924 hefur það orðið sjö sinnum franskur meistari frá 1948, þegar liðið tók í fyrsta sinn þátt í frönsku deildarkeppninni. Árin 1961, 1963, 1971, 1977, 1978, 1982 og 1988 tapaði Monaco franska meistaratitl- inum í knattspyrnu. Monaco er mjög sterkt lið heim að sækja en mun slakara á útivelli. í fyrra vann liðið 16 af 19 heimaleikj- unt sínum, tveir leikir enduðu með jafntefli og aðeins einn tapaðist. Markatala liðsins á heimavelli var 39-12. Monaco hcfur farið vel af stað á keppnistímabilinu sem er nýhafið og er meðal efstu liða. Að margra áliti mun verða erfitt fyrir önnur lið Frakklands að ná meistaratitlinum af Monaco í ár. BL Mark Hateley Eðvarð Þór Eðvarðsson tekur við þjálfun sundfólks í Njarðvík. Ragnheiður Runólfsdóttir er hér með honum á myndinni. Timamynd Pjetur Sund: Eðvarð snýr sér að þjálfun Frá Murgrcti Sundcrs frcttamanni Tímans: Nú er orðið Ijóst að hinn kunni sundþjálfari, Friðrik Ólafsson, muni yfirgefa herbúðir UMFN eftir Ólympíuleikana og hefja þjálfun í Hafnarfirði. Þetta er mikill fengur fyrir Sundfélag Hafn- arfjarðar og að sama skapi missir fyrir Njarð- víkinga. Njarðvíkingar verða þó ekki þjálfara- lausir því Eðvarð Þór Eðvarðsson hefur ákveð- ið að snúa sér að þjálfun og tekur við elsta sundhópnum hjá UMFN. Friðrik hefur margoft sannað hversu góður þjálfari hann er og er skemmst að minnast frábærs sundferils Eðvarðs Þórs. Einnig hefur Ragnheiður Runólfsdóttir náð stórgóðum ár- angri undir hans stjórn. Enn mun þó óvíst hvort Eðvarð hættir að keppa sjálfur en talið er að hann muni leggja megin áhersluna á þjálfunina eftir að hann kemur heim af Ólympíuleikunum. MS/BL Þjálfaranámskeið í körfuknattleik A-stigs þjálfaranámskeið í körfuknattleik verða haldin í öllum landsfjórðungum í þessum mánuði ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin eru sérataklega ætluð fyrir þá sem áhuga hafa á unglingaþjálfun í körfuknatt- leik og kennd verða undirstöðuatriði leiksins á þessum námskeiðum. Meðal leiðbeinenda á námskeiðunum verð- ur Dr. Lazslo Nemeth, landsliðsþjálfari íslands. Náskeiðin verða sem hér segir: ERLENT Á fundi alþjóðaknattspyrnusambandsins var ákveðið að Iran og írak fái ekki að leika heimaleiki sína í undankeppni HM á heimavelli, þar sem ekki hafi verið formlega undirritaður friðarsáttmáli á milli ríkjanna. Á næsta fundi FIFA sem verður 1. desember gæti farið svo að heimaleikjabanninu verði aflétt enda er friður að komast á í Persaflóa- stríðinu þótt hægt gangi að koma saman samningi. í undankeppni fyrir HM 1986 léku ríkin heimaleiki sfna á hlutlausum velli. = Bandaríski fótboltakappinn Lawrence Taylor, sem leikur með New York Giants, hefur verið dæmdur í 30 daga keppnisbannr- Á Egilsstöðum 2.-4. september. Á Sauðárkróki 9.-11. september. Á Laugarvatni 16.-18. september Á Akranesi 16.-18. september í Keflavík 23.-25. september í Reykjavík 23.-25. september Þátttaka tilkynnist til skrifstofu KKÍ í síma 91-685949, þar sem allar nánari upplýsingar fást. í framhaldi af þessum A-stigs námskeiðum er áætlað að halda B-stig námskeið næsta vor, en til þess að slíkt námskeið komist á verða menn að hafa lokið A-stigs námskeiði. Hingað til hefur aðeins eitt B-stigs námskeið verið haldið hér á landi. BL vegna þess að hann féll á lyfjaprófi, sem tekið var í æfingabúðum fyrir skömmu. 7 aðrir leikmenn úr NFL deildinni féllu einnig, en þess má geta að Taylor féll hér í annað sinn og missir því að fjórum fyrstu leikjum Giants á keppnistímabilinu, sem hefst n.k. mánudag, er Giants mæta meisturunum frá því í fyrra Washington Rediskins. = Ungverski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Lojos Detari, sem nýlega var keyptur til Olympiakos í Grikklandi frá Eintrakt Frankfurt, mun gangast undir uppskurð á hné í Svíþjóð í vikunni. Keppnistímabilið í Grikk- Jandi hefst 11. september. BL Erlendir frétta- punktar * V-Þjóðverjar sigruðu Finna 4-0 í 4. riðli undankeppni HM í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Rudi Völler skoraði 2 mörk en þeir Lothar Matthaeus og Karlheinz Riedle 1 hvor. ★ Danir sigruðu Svía í vináttu- landsleik í knattspyrnu í fyrrakvöld, 2-1 í Stokkhólmi. Lars Elstrup gerði bæði mörk Dana en Stefan Petters- son gerði mark Svía. * Austurríkismenn og Ungverjar gerðu markalaust jafntelli í knatt- spyrnu í Linz í fyrrakvöld. Austur- ríkismenn eru í riðli með íslending- unt í undankeppni HM en leikurinn í fyrrakvöld var vináttulandsleikur. ★ Landliðsmarkvörður V-Þjóð- verja, Eike Immel, hefur sagt að hann muni ekki leika framar með v-þýskalandsliðinu. Ástæðan er sú að hann var ekki valinn til þess að verja mark Þjóðverja í leiknum gegn Finnum í fyrrakvöld. í hans stað lék Bodo lllgncr frá Köln. Beckenbauer segir að hann trúi því ekki að ákvörðun Immels sé endan- leg. ★ Monaco liðið, sem mætir Vals- mönnum á þriðjudaginn, á í nokkr- um vandræðum um þessar mundir. Þrír leikmenn liðsins verða í leik- banni í dag þegar liðið mætir Matra Racing í Paris. Glenn Hoddle, Jean- Mark Ferrtage og Remy Vogel eru allir í banni. Þá er óvíst hvort Mark Hateley getur leikið með vegna meiðsla. * Gary Lineker verður ekki með Barcelona gegn Espanol í dag vegna meiðsla. Hann hefur aðeins getað æft með liðinu í um viku tíma og er ekki að fullu kominn í leikhæft ástand. Hann verður að öllum lík- indum ekki með gegn Fram á mið- vikudag. ★ Liam Brady er á ný kominn í landsliðshóp íra en hann lék ekki með í Evrópukeppninni í sumar vegna meiðsla og keppnisbanns. írar leika fyrsta leik sinn í undankeppni HM 14. september er þeir mæta nágrönnum sínum frá N-Irlandi. ★ Boris Becker var í gær sleginn út úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu í tennis af óþekkt- um Ástrala, Darren Cahill, sem ekki er á aírekaskrá yfir 100 bestu tennis- leikara heimsins. Becker tapaði 6-3, 6-3 og 6-2 í 2. umferð mótsins. IMvttblað í morgun kom út nýtt blað, - Pressan. Pressan er blað fyrir venjulegt fólk. Því er ætlað að skemmta fólki, koma á óvart, taka á málum, láta fólk hlægja og hneykslast. í blaðinu verða fréttir, fréttaskýringar, dægurmál og fastir þættir. Dálkahöfundar eru: Flosi Ólafsson, Guðmundur Arnlaugsson, OmarShariff, Eyvindur Erlendsson, Amy Engilberts og margir fleiri. í fyrsta tölublaði kennir margra grasa: Sverrir Stormsker: Ég var í Júróvisjón eins og verkamaður í fínu boði innan um helstu hagffæðinga landsins og aðalmellumar. íslenskir aðalverktakar: Davíð Oddsson: Gefstjóminni3vikur. Hvað með Granda? Hvað viltu eiginlega? Ertu einvaldur? Sjúkdómar og fólk: l Vopnaburður eykst. Aldur vopnaðra afbrotamanna lækkar. Sýna gölmiðlarofbeldi dýrkun? Ofbeldi: Viðtal: Hvegir græða og hvað mikið? Eru vaxtatekjumar ein milljón á dag? Er dollarinn ttygging fyrir völdum á íslandi? Óttar Guðmundsson læknir skrifar um offitu Jóns S. úr Gaggó Aust. l\lýtt blað - fyrir helgina. Maður sem vill verða kona og er að gangast ungir lynskiptaaðgerð: Það myndi eflaust kitla hégómagimd einhvers að sofa hjá kynskiptingi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.