Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. september 1988 Tíminn 3 Kaupfélag Eyfirðinga: Magnús Gauti ráðinn Magnús Gauti Gautason, hag- fræðingur, tók í gær við nýrri stöðu aðstoðarkaupfélagsstjóra Kaupfé- lags Eyfirðinga. Magnús Gauti hefur síðustu ár starfað sem fulltrúi kaupfélagsstjóra á skipulags- og hagsviði og sem fjármálastjóri. Starfssvið Magnúsar verður óbreytt í hinni nýju stöðu, að því viðbættu að í fjarveru kaupfé- lagsstjóra verður Magnús staðgengill hans á öllu rekstrarsviði félagsins. - ABÓ Sætanýting evrópskra flugfélaga í fyrra: Flugleiðir með besta nýtingu „Flugleiðir eru með ódýr far- gjöld og mun minni hluti farþega- rýmisins í okkar vélum er með dýrari sætum, (Saga Class og Busi- ness Class hjá öðrum félögum). Þess vegna verður félagið að flytja fleiri farþega en flest önnur evr- ópsk félög til að ná viðunandi afkomu. Þessi góða sætanýting seg- ir því ekki að afkoma okkar sé svo miklu betri en annarra flugfélaga", sagði Einar Sigurðsson blaðafull- trúi Flugleiða í gær. Samkvæmt frétt í þýska blaðinu Welt am Sonntag fyrir skömmu höfðu Flugleiðir besta sætanýtingu evrópskra flugfélaga eða 75,8%. f öðru sæti var British Airways með 71,8%. Verr gekk í þessu tilliti hjá hinu lúxembúrgska félagi Luxair og tyrkneska félaginu T urk- ish Airlines en þau náðu 55%. Meðalnýting flugsæta hjá evr- ópskum flugfélögum var í fyrra 60,3%. -sá. Núgefstþértækifæriaðkomastí 1 til2ja viknaferðtil Ibizaog Londonáeinstökumkjörum. Þann 11. septemberverðurflogiðbeint ísólina á Ibizaþarsem þú geturbúið þig vel undirátökin í vetur. Svo kemurðu við íLondon íheimleiðinni og birgirþig upp af heimsmenningunni og öðru sem hugurinn girnist. Verðiðerhreint ótrúlegt: kt. 38.200,- miðað við2ígistingu. LáttuPolaris vísaþérveginn - sólarströndogLondon ísömuferð. FERQASKRIFSTÖFAN /^\ POIARIS POLARB Kirkjutorgi4 Sími622 011 Nýskrán- ingum fækkar í ágústmánuði nýskráði Bifreiða- eftirlit ríkisins 1.154 bifreiðir. Af þessum fjölda voru 147 bifreiðir fluttar inn notaðar. Þetta er mjög svipaður fjöldi og í júlímánuði, en þá voru nýskráningar I. 176. Verulegur samdráttur hefur orðið í nýskráningum frá því í fyrra. Ef litið er til ágústmánaðar í fyrra kemur í Ijós að tæplega 1.600 bílar voru nýskráðir þann mánuð eða um 450 færri en í sama mánuði í ár. Á fyrstu átta mánuðum ársins hefur bifreiðaeftirlitið nýskráð II. 850 bifreiðir, en á sama tíma í fyrra voru þær 16.162. Úr þessum tölum má lesa að bílamarkaðurinn er að jafna sig eftir síðustu ár er hafa verið mikil uppgripsár fyrir bílasala og þeirra umboð. - ES STS meö ráðstefnu á Holiday Inn: Ræða hugmyndir um T ónlistarháskóla verið sl. ár að breyta rekstrarfyrir- komulagi tónlistarskólanna á íslandi á þann veg að sveitarfélögin taki alfarið við rekstri skólanna og ríkið hætti fjárhagslegum stuðningi við þá. ( tilkynningu frá STS segir að allir norrænu gestirnir séu sammála um að sú breyting sé skref afturábak og sem dæmi megi nefna að víða á Norðurlöndum sé unnið að því að koma sama rekstrarformi á tónlistar- skólanna eins og verið hefur hér í rúm 25 ár. Á ráðstefnunni verða einnig rædd- ar hugmyndir um fyrirhugaðan Tón- listarháskóla, sem skiptar skoðanir munu vera um innan raða skólastjór- anna. Búist er við að fundinn sæki flest allir tónlistarskólastjórar landsins auk hinna norrænu gesta, en ráð- stefnan fer fram á Holiday Inn í Reykjavík. - ABÓ Bifreiðaeftirlit ríkisins: Samtök tónlistarskólastjóra, STS, halda árlegan aðalfund sinn og ráð- stefnu um hin ýmsu mál er tengjast tónlistarfræðslu í landinu nú um helgina. Til fundarins hefur verið boðið skólastjórum og námsstjórum frá öllum Norðurlöndunum og ætla þeir m.a. að kynna fyrirkomulag tónlist- arfræðslu síns heimalands, en mjög misjafnlega er staðið að tónlistar- skólum á Norðurlöndum. Norrænu gestirnir hafa fylgst með þeim hugmyndum sem uppi hafa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.