Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 4
4 iTi'pninn ?-■ Löugárdaigur13 rseptelmbér 1988 Verðlagsráð fundaði í gær: Fiskmarkaðir afskiptalausir Á fundi Verðlagsráðs í gær var ákveðið að hafa engin afskipti af fiskmörkuðum. Rökin eru meðal annars þau að meginhluti þess sem fer í gegnum fiskmarkaðina fer ýmist beint til útflutnings eða þá til vinnslu, sem síðar er flutt út. Lang- stærsti partur fisks sem seldur er hér á landi er ýsa, sem er háð hámarks- verði og gengið er út frá að fiskverð mótist talsvert af verði á ýsu, sem er undir hámarksverði í smásölu. Þess vegna er ákveðið að skipta sér ekki að fiskmörkuðum, samkvæmt upp- lýsingum hjá Verðlagsstofnun. Þá var einnig ákveðið að hámarks- verð á eggjum í smásölu skyldi verða 298 krónur á kg, sem er sama verð og var fyrir síðustu hækkun. Á fundinum var einnig ákveðið hámarksverð á kjúklingum í heild- sölu. Hámarksverð í heildsölu er 376 krónur á kg, jafnframt var ákveðið að hlutfallsleg álagning í smásölu mætti að hámarki vera sú sama og þegar verðstöðvun gekk í gildi. Ef kaupmenn hafa nýtt sér t.d. 20% álagningu þegar verðstöðvunin tók gildi þá má hún ekki hækka. Þá var einnig ákveðið að grænmet- ismarkaðurinn mætti starfa á sama hátt og hann gerði fyrir verðstöðvun, en jafnframt að verð bæði í heildsölu og smásölu á grænmeti mætti ekki hækka hjá heildsöluaðilum og versl- unum frá því verði sem þar var þegar verðstöðvun gekk í gildi. Verðlagsstofnun hefur ráðið til sín átta manna sveit í einn mánuð til að framkvæma verðkannanir í versl- unum. -ABÓ Borgaraflokkurinn um efna- hagsaðgeröir ríkisstjórnarinnar: Veldur ekki verkefninu Á fundi þingmanna og trúnaðar- mannaráðs Borgaraflokksins sem haldinn var 1. september sl. var samþykkt yfirlýsing þar sem fram kemur m.a. að í tíð þessarar ríkis- stjórnar hafi þjóðfélagið orðið flókn- ara og ómanneskjulegra en nokkru sinni fyrr, þvert ofan í fyrirheit um hið gagnstæða. í yfirlýsingunni segir að ríkis- stjórnin hafi frá upphafi verið sjálfri sér sundurþykk og margklofin, ekki aðeins á milli flokka heldur einnig innan flokkanna sem að henni standa. „Ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um verðstöðvun og nýsett bráða- birgðalög um frestun hækkunar launa og búvöruverðs í einn mánuð, án þess að fyrir liggi samkomulag um nauðsynlegar frekari aðgerðir í efnahagsmálum, er opinber viður- kenning á því að hún ræður ekki við verkefni sitt“, segir í yfirlýsingunni. Borgaraflokkurinn varar við þeim hugmyndum um ráðstafanir í efna- hagsmálum, þar sem hagsmunir hinna mörgu víkja fyrir hagsmunum hinna fáu. Borgaraflokkurinn leggur því til að kjarni þeirra efnuhagsaðgerða sem gera þarf nú þegar verði m.a. að matarskatturinn verði felldur niður, lánskjaravísitala verði afnumin og vextir aðlagaðir því sem gerist í helstu viðskiptalöndum okkar. Þá verði sjálfvirk tenging verðlags við vísitölu ekki heimil og gripið verði til tafarlausra aðgerða til að treysta rekstrargrundvöll undirstöðuat- vinnuveganna. Borgaraflokkurinn leggur einnig til að stórátak verði gert til þess að efla íslenskan samkeppnisiðnað og útflutning á íslensku hugviti og tækniþekkingu. Að fólki verði gef- inn kostur á víðtækum skuldbreyt- ingalánum, dregið verði úr ríkisút- gjöldum með samræmdum aðgerð- um og skattlagningu einstaklinga og fyrirtækja verði stillt í hóf. -ABO Farskólinn Austurlandi Farskólinn Austurlandi hefur nýtt skólaár í septembermánuði. Hann er samstarfsverkefni Verkmennta- skóla Austurlands á Neskaupstað og Atvinnuþróunarfélags Austurlands og er verkefni þetta unnið í sam- vinnu við Iðntæknistofnun íslands og fleiri aðila. Markmið skólans er að efna til námskeiða á sviði endurmenntunar, viðbótarmenntunar og nýmenntunar í starfsgreinum og er ætlað það hlutverk að vitja atvinnulífsins og flytja þangað fróðleik og starfsþekk- ingu sem að gagni gæti komið, segir í tilkynningu frá skólanum. -ABÓ IMISSAIM SUNNY NISSAN SUNNY ER FÁANLEGUR; SUNNY 3ja DYRA SUNNY 4ra DYRA SUNNY5 DYRA SUNNY COUPÉ SPORTBÍLL VERÐ FRÁ KR. 517.000,- GETUM AFGREITT STRAX - JAFNVEL Á MEÐAN ÞÚ BÍÐUR. 3JA ÁRA ÁBYRGÐ SEGÐU OKKUR HVERNIG ÞÚ VILT BORGA. VIÐ GETUM GERT HINA ÓTRÚLEGUSTU HLUTI. Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 2-5 Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauðageröi Sími: 91 -3 35 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.