Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 12
. X 12 Tíminn Laugardagur 3. september 1988 Laugardagur 3. september 1988 Tíminn 13 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Jón Páll er Knattspyrna íþrótta- viðburðir helgarinnar Eyjólfur og Kallý kona hans í Skotlandsferðinni. „Ég held að það sé Jóni Páli m.a. að þakka hve gott er að vera íslendingur þarna“, segir hann. , Þjónustustúlkumar í Nardini í Largs. Þær vora éUar einlægir aðdáendur Jóns Páls. Laugardagur l.d. ka. kl.14.00 Þór-Völsungur l.d. ka. kl.14.30 ÍA-ÍBK l.d. ka. kl.17.00 Leiftur-KR l.d. ka. kl. 14.00 Fram-KA l.d. ka. kl.17.00 Valur-Víkingur 2.d. ka. kl.14.00 Tindast.-Selfoss 2.d. ka. kl.14.00 ÍBV-UBK 2.d. ka. kl.14.00 Víðir-KS 3.d.A ka. kl. 14.00 Njarðvík-Stjaman 3.d.A ka. kl.14.00 ReynirS-Aftureld. 3.d.A ka. kl.14.00 ÍK-Leiknir 3.d.A ka. kl. 14.00 Grindav.-Víkverji 3.d.B ka. kl.14.00 Magni-Huginn 3.d.B ka. kl. 14.00 UMFSD-ÞrótturN. 3.d.B ka. kl. 14.00 Hvöt-Sindri 3.d.B ka. kl. 14.00 Einherji-Sindri Sunnudagur ÍBÍ-Stjarnan l.d. kv. kl.16.0M l.d. kv. kl.16.00 ÍA-KR l.d. kv. kl.16.00 ÍBK-KA 2.d. ka. kl. 17.00 Þróttur-ÍR Frjálsar íþróttir Meistaramót íslands í öldunga- flokki fer fram á Laugardalsvelli um helgina. Par leiða saman hesta sína íþróttamenn fyrri ára, en á síðustu árum hefur keppni í þessum flokki vaxið fiskur um hrygg og hafa margir þekktir kappar eins og Valbjörn Þorláksson og Ólafur Unnsteinsson gert garðinn frægan um víða veröld. Islenskir frjálsíþróttamenn í öld- ungaflokki eiga fjölda Heims- og Evrópumeta og full ástæða er til að hvetja íþróttaáhugamenn til að fjöl- menna á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með þessum köppum sem enn eru í fullu fjöri. Þá verður haldið gámamót ÍBV í Vestmannaeyjum, en landsliðið í frjálsum íþróttum í karlaflokki keppir við Lúxemborgara ytra. Golf í dag verður Hótel Stykkishólms- mótið í golfi í Stykkishólmi og opna Fiat-mótið hjá Golfklúbbnum Kyli í Mosfellsbæ. Sveitakeppni GSÍ í 1. deild verður í Vestmannaeyjum, en í 2. deild verður keppt á Húsavík. Á morgun sunnudag verður Olís-mót fyrir 16 ára og yngri hjá Golfkiúbbnum Leyni á Akranesi, en í dag verður Leirumótið fyrir öldunga á Suður- nesjum. f dagverðurinnanfélagsmót hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnar- firði og einnig verður innanfélags- mót hjá GR í Grafarholti. „Þeir hafa verið efstir á mótinu í Búdapest, Jón Páll og Bandríkjamaðurinn Kazmayer, og þegar ég frétti síðast nú ■ dag, tók Jón Páll forystuna með því að sigra í trukkadrætti“, sagði Magnús Ver Magnússon þegar við ræddum við hann í gær. í dag er úrslitadagur keppninnar „Sterkasti maður heims“ í Búdapest og mælir ekkert á móti því að Jón Páli haldi titlinum enn einu sinni og það þótt hann hafí ekki verið búinn að jafna sig af axlarmeiðslum. Með honum ytra er Hjalti Úrsus. Jón Páll var ásamt þeim Magnúsi Ver, Hjalta Úrsusi og tveimur úr Víkingasveit lögreglunnar í Skotlandi á dögun- um, þar sem keppt var við heimamenn ■ ýmsum aflraunum og gengu Islendingarnir þar með eftirminnilegan sigur af hólmi. Sömuleiðis stóð Jón Páll með pálmann í höndunum á fyrra ári eftir keppnina í Huntley kastala í Skotlandi, eins og menn muna. Það er því mikið um að vera hjá íslenskum lyftinga- mönnum og þann 17. september nk. verður haldið ■ Reiðhöllinni lyftingamót þar sem meðal gesta verður aðalkeppinautur Jóns Páls ■ Búdapest nú - áðurnefndur Bill Kazmayer. Ragnheiður Víkingsdóttir fyrirliði Vals tók við íslandsbikamum í gærkvöldi eftir sigur Vals á Fram. Tímamynd Gunnar „Jón Páll vinsæll meðal Skota“ Jón Páll - segir Eyjólfur sundkappi, sem varð þess eftirminnilega var á dögunum „Ég veit ekki hvort menn gera sér grein fyrir hve Jón Páll Sigmarsson er vinsæll og þekktur meðal Skota“, sagði Eyjólfur sundkappi, sem leit við hjá okkur í gær. Eyjólfur og kona hans voru á ferðalagi um Skotland fyrir fáum vikum og urðu þess víða vör hve miklar mætur Skotar hafa á þessum sterka landa vorum. „Mér finnst að við eigum að láta miklu meira með Jón Pál hérna heima“, sagði Eyjólfur. „Ég sé ekki betur en að hann sé að sigra á mótinu í Búdapest og það er fylgst mjög vel með þessu erlendis, ekki síður en hér - kannski meira.“ Eyjólfur nefndi sem dæmi að á ferðum sínum víða um Skotland hefðu menn tengt nafn íslands Jóni Páli fremur öllu öðru og gengið út frá því sem vísu að hann væri þjóðhetja á íslandi. „Við komum til dæmis við á veitingahúsi í lítilli borg sem heitir Largs. Þetta veitingahús heitir Nar- dini og er eitt hið elsta í Skotlandi, stofnað 1890. Þegar afgreiðslufólkið vissi að við vorum íslendingar þá hrópuðu þau í einum kór: „From the land of Jón Páll Sigmarsson, the strongest man in the world!“ Ég held að Jón Páll eigi ríkan þátt í því hve gott er að vera Islendingur á Bret- landi“, sagði Eyjólfur. siourstranglegur í Búdapest Fylkísmenn tryggðu sér í gærkvöjdi endanlegan rétt til að leika í 1. deild að ári. Liðið gerði 1-1 jafntefli við efsta ■ið 2. deildar, FH, en leikurinn fór fram á velli Fylkis í Árbænum. Fylkismenn hafa ekki tapað heimaleik þar síðan 1986. FH-ingar fengu óskabyrjun í gær og skoruðu strax á fyrstu mín. Þar var Pálmi Jónsson að verki. Fylkismenn sóttu mjög það sem eftir var fyrri hálfleiks og áttu meðal annars skot í þverslá FH marksins. Eftir um 30 mín. leik jafnaði Jón Bjarni Guðmundsson metin er hann kastaði sér fram og skallaði fyrirgjöf Antons Jakobssonar í netið. FH-ingar sóttu mun meira í síðari hálfleik, en Fylkir átti besta færið þegar FH-ingar björguðu á línu. Bæði liðin leika í 1. deild að ári. FH-ingar hafa nú 38 stig og Fylkir 33 stig í 2. deildinni. Tímamynd Gunnar Auka úrslita- leikur á morgun Á morgun kl. 14.00 leika UBK og Fram auka úrslitaleik um íslands- meistartitilinn í 3. flokki karla. Liðin skildu jöfn um síðustu helgi og verða því að kljást að nýju í dag. Hornaflokkur Kópavogs leikur frá kl. 13.30 til kl. 14.00 en þá hefst leikurinn. Eftir leik bíður bæjar- stjórn Kópavogsleikmönnum í mat. Allir Kópavogsbúar eru hvattir til að mæta á leikinn og hvetja sína menn. BL Að utan ★ Costa Rica hefur tryggt sér rétt til þess að leika í 5 liða undanúrslita- keppni fyrir HM í knattspyrnu 1990. Costa Rica sigraði Panama 3-1, en Mexíkó sem var í sama riðli er í tveggja ára banni frá alþjóðakeppni eftir að upp komst að Mexíkó notaði of gamla leikmenn í HM unglinga í apríl s.l. Bandaríkin hafa einnig tryggt sér rétt til að leika í undanúrslitunum, en tvö lönd komast í úrslitin á Ítalíu 1990 úr þessum heimshluta. ÞAÐEREmÞA sÉmt efþú ttýtar þér aóhaia samhand. HER ERU 3 STUTTAR 23. okt. - 6 dagar 28. okt. - 8 dagar 4. nóv. - 8 dagar Verö frá kr. 19.522,- * pr mann. * Verö miðaö viö 2 fulloröna og 2 börn 2—15 ára. " ' ’ 4M<i MAMMA BORGAR! . *l - r (nwwiK FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTlG 1 SlMAR 28388-28580 ir DIHEkj l ..wd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.