Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 3. september 1988 Tíminn 15 MINNING Jóhanna María Jóhannesdóttir Fædd 17. febrúar 1911 Dáin 29. ágúst 1988 Næstkomandi mánudag verður til moldar borin Jóhanna María Jóann- esdóttir sem lést á Krabbameins- lækningadeild kvenna á Landspítal- anum þann 29. ágúst sl. Jóhanna fæddist á Oddsflöt í Grunnavík, dóttir Margrétar Sig- mundsdóttur sem síðar bjó um ára- tuga skeið í Bolungavík og Jóhann- esar Jóhannessonar. Hún ólst upp hjá móðurforeldrum sínum Elínu Arnórsóttur og Sigmundi Haga- línssyni. Það eru áratugir síðan Grunnavík í Jökulfjörðum í Norður-ísafjarðar- sýslu fór í eyði. Með breyttum búskapar- og atvinnuháttum í kjöl- far lýðveldistökunnar týndu bæir þar tölunni einn af öðrum. Fólkið sem ólst þar upp bar sterk- ar taugar til sveitarinnar og þannig var um Jóhönnu. Fyrir henni var Grunnavík helgur staður og til upp- eldis síns þar sótti hún sína iífsspeki og lífstrú. Fólkið þar var alið upp við erfiðar aðstæður og oftast nokkra fátækt, en samheldnin og samhjálpin var í fyrirrúmi auk bjartsýni og trú á lífið og hið góða í samferðarmannin- um. Af þessum rótum mótaðist Jó- hanna þó hún flyttist ung til ísafjarð- ar og síðan til Reykjavíkur þar sem hún bjó lengst af æfinni, síðustu árin á Miklubraut 88 þar sem hún hélt heimili með syni sínum Skúla Sigur- jónssyni. Önnur börn Jóhönnu eru dæturnar Vigfúsína og Sigrún, syn- imir Karl og Sigmundur, en hann fórst með togaranum Júlí ásamt eiginmanni hennar Magnúsi Guð- mundssyni. Einnig ól hún upp sonar- son sinn Finnboga Karlsson. Á Miklubraut, sem og öðrum stöðum sem hún bjó á, hélt hún í I ABURÐINN: kempEr Haugsugur ksmpEr Tankdreifarar BflAHUS Dreifarar oc ALFA-LAVAL Haugdælur Keðjukastdreifari 4,53 nýr KidJ Snigilkastdreifari í þykkt sem þunnt 4500 I. BSA dæludreifarar og haugsugur Snekkjudreifari PTW 4 = 40001. með HD130/100 dælu Snekkjudreifari PTW 5 = 50001. með HD150/110 dælu llllllllllilllll heiðri siði og venjur frá æskustöðv- unum. Þar var alltaf opið hús og svo gestkvæmt að oft var sofið í öllum hornum, því ætti einhver ættingi, vinur eða fjarskyldur frændi erindi til Reykjavíkur var Miklabrautin oftast fyrsti ogsíðasti áningarstaður. Og þá notaði Jóhanna tækifærið til að kalla á ættingjana sem á höfuð- borgarsvæðinu bjuggu, í mat eða kaffi. Hefði hún ekki gert það er öruggt að margt af fólkinu hennar þekktist ekki. Öll börn og ungviði löðuðust að henni og þyrfti einhver að koma barni í pössun var öruggt pláss og mjög vinsælt á Miklubraut- inni. Oft var þröngt í búi hjá Jó- hönnu, en aldrei var þó svo þröngt að hún gæti ekki rétt bágstöddum hjálparhönd eða veitt liðsinni. Væri afmæli, ferming eða einhver merkisdagur í ættinni gátum við gengið að því vísu að hún kæmi í heimsókn. Gæti hún það ekki, vissi fólk að það myndi heyra frá henni, oftast hlýlegt símtal og ef ekki náðist þannig þá kom símskeyti. Væri ein- hver skemmri eða lengri tíma á sjúkrahúsi kom hún ávallt með sína léttu lund, glaðværð og bjartsýni sem hafði hressandi og bætandi áhrif á líðan allra sem kynntust henni og umgengust hana. Og ekkert breyttist Jóhanna við að ganga í gegnum þann erfiða sjúkdóm sem að lokum bar hana ofurliði, lundin, bjartsýnin og kjarkurinn óbilaður allt til enda. Einn sið tók hún snemma upp en hann var sá að gefa öllum bama- bömunum sína fyrstu skeið og finnst þeim hún vera einn sinn mesti dýrgripur. Eitt það síðasta sem hún gerði var að sjá svo til að það yngsta fengi sína skeið. Þegar við nú kveðjum hana í hinsta sinn koma upp í hugann þessar ljóðlínur eftir Einar Bene- diktsson. Gengið er valt þar fé er falt, fagna skaltu í hljóði. Hitt verður alltaf hundraðfalt, sem hjartad galt úr sjóði. Dóttir, barnabörn og barnabarna- bam á Akranesi. Ungir framsóknarmenn Þing Sambands ungra framsóknarmanna og fimmtíu ára afmælisþing sambandsins verður haldið á Laugarvatni helgina 2.-4. september 1988. Drög að dagskrá: Laugardagur 3. sept. Kl. 9.00 Vinna í starfshópum. Kl. 10.00 Umræður og afgreiðsla mála. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Áframhald umræðna og afgreiðsla mála. Kl. 14.30 Hlé-útivera. Kl. 16.00 Stjórnmálaályktun afgreidd. Kosningaúrslit. Kl. 19.00 Hátíðarfundur hefst - ávörp gesta. Kvöldverðurog dansleikur. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns leikur. Allir ungir framsóknarmenn eru hvattir til að fjölmenna. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins af Agli og Þórunni I síma 91-24480. Ath.: Barnapössun verður á staðnum. S.U.F. Lögfræðingur óskast nú þegar til starfa í ráðuneytinu. Umsóknir sendist fyrir 10. september nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 1. september 1988. Óskiiahross Grá hryssa tapaðist úr girðingu á Hurðarbaki í Reykholtsdal, er með vörtu á snoppu. Hryssan tapaðist fyrir rúmum mánuði síðan. Upplýsingar í síma 91-30093 og 91-78479.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.