Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 3. september 1988 Tíminn 17 sínum í svo volduga aðstöðu að Mahdi forsætisráðherra sá sig til- neyddan í maí sl. að taka fyrrver- andi fjendur sína inn í ríkisstjórn- ina. Dómsmálaráðherrann ögrar Suður-Súdönum Turabi, sem er menntaður við Sorbonne-háskóla í París, varð á ný dómsmálaráðherra og saksókn- ari ríkisins og sú ráðstöfun er gífurleg ögrun við Suður-Súdani. Það var Turabi sem 1983, í stjórn- artíð Numeiris kom á setningu sharia-laganna í landinu, sem eins og áður segir hrinti af stað upp- reisninni í Suður-Súdan þar sem íbúarnir eru að yfirgnæfandi meiri- hluta kristnir. Reyndar hétu stjórnvöld því að styðjast aðeins við sharia í norðurhluta landsins og Suður- Súdanir þyrftu ekki að beygja sig undirþau. En samkomulagMahdis við heittrúarmenn Turabis hefur nú eyðilagt alla möguleika á að leysa kynþátta- og trúarágreining á friðsamlegan hátt. John Garang, foringi uppreisnarmanna hefursett að ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir um- ræðum um vopnahlé, að aflétt verði íslömsku lögunum í gjörvöllu landinu. Ríkisstjórnin hefur tapað þriðj- ungi svæðisins í hendur skærulið- anna. Borgarastríðið kostar þetta skuldum hlaðna land 250.000 doll- ara á dag. Kristnir og múhameðs- trúar ættbálkar ráðast hver á annan. Stjórnarhermenn búa ísl- amska bændur vopnum. Þjófnaður á búpeningi, mannrán og þræla- hald heyra til daglegu lífi í hinum vesæla suðurhluta landsins. Klofningur Súd- ans framundan? „Til þessa höfum við alltaf haft trú á því að við ættum sameiginlega framtíð, en þegar fokið er í öll skjól hvað varðar samkomulag, drögum við okkur aftur inn í afríkanska skel okkar,“ segir tals- maður uppreisnamanna þegar tal- að er um hvað skipting landsins hefði í för með sér. Stjórnvöld í Khartúm hafa varla afl til þess að hindra klofning ríkisins. Hún á fullt í fangi með að lægja óánægjuöldur í höfuðborg- inni sjálfri. Þúsundir launamanna og jafnvel opinberra starfsmanna tóku áskorun um að efna til mót- mælaverkfalla gegn verðbólgu og atvinnuleysi. Stéttirnar lögðu hver á fætur annarri niður vinnu, verka- menn við vatns- og rafmagnsveitur, kennarar, læknar og jafnvel bakar- ar. Herinn, sem hefur 60.000 manns innan sinna vébanda og finnur litla hvöt hjá sér til að láta til sín taka enda illa vopnum búinn, fylgist með því hvernig áhrif borgaralegra stjórnvalda fara sífellt minnkandi og líst illa á blikuna. Það gæti komið Mahdi illilega í koll að hann hefur nú skorið niður hlunnindi og fjárveitingartilhersins. Hann fyrir- skipaði að deiluaðilar seldu arðsöm viðskiptafyrirtæki og laun verjenda landsins voru aðeins hækkuð um 20% sem þýðir að þau er lægri laun en grunnskólakennarar fá. Stafar lýðræðinu í Súdan mest hætta af undirforingjum í hernum? Mahdi hlýtur að gera sér grein fyrir hættunni á valdaráni. Hann fyrirskipaði að yfirstjórn hersins, herforingjaráðsins og lögregluliðs- ins yrði sett af. En í Arabaheiminum sýnir reynslan að ákvörðun um stjórnar- byltingu er ekki alltaf tekin í her- foringjaráði. Það er einmitt á lægri stigum hersins, hinir yngri og verr launuðu undirforingjar sem hungr- ar eftir valdinu. Nú þegar má heyra raddir ýmissa þeirra í Súdan um nauðsyn þess að grípa í taumana og einn talsmaður þeirra segir: „Stjórnmálamennirnir hafa fengið sín tækifæri og ekki kunnað að nota þau.“ setuliðsbæja, en flestir til norður- hluta landsins. „Tímasprengja“ í Khartúm - sem getur hrint af stad „nótt hinna löngu hnífa“ í Khartúm og nágrenni hefur nú milljón flóttamanna af hinum kristna og svarta Dinka-ættstofni komið sér upp skjóli úr leir, plasti eða pappa. Þeir hafa engu að tapa nema lífinu. „Þeir eru nú vísir til hvers sem er,“ segir kaþólskur prestur. „Það eru þeir sem halda hernum í skefjum, ekki öfugt,“ bætti hann við. Hræðilegar aðstæður þeirra heimilislausu hafa versnað að mun við flóðin. Öll aðstoð við flótta- mennina í búðunum, sem hafa skolast burtu, er nú í molum, starfsmenn yfirvalda og hersins komast ekki til þeirra til að útdeila neyðarbúnaði. Nú lifa og deyja þúsundir manna á götum úti innan um sorp og annan úrgang. Með hverjum degi vex reiði flóttamannanna vegna getuleysis embættismannanna. Ofremdar- ástandið myndar æskilegustu Flóttamenn frá Suður-Súdan á leiðinni til Khartúm með aleigu sína. hefur geisað blóðugt borgarastríð í suðurhluta landsins milli súdanska frelsishersins (SPLA) - uppreisn- arsveitar svartra, yfirleitt kristinna Suðursúdana - og hermanna stjórnarinnar frá arabiska og mú- hameðstrúar norðurhlutanum. í ofanálag ollu þurrkar mikilli eyði- leggingu og lögðu lanndbúnaðinn í rúst sem hafði í för með sér hungursneyð og langvarandi land- flótta. Sunnanmenn flýja stríð og hungur Því lengur sem þurrkar hafa haldist í héruðunum Darfur og Kordofan því lengri urðu raðir þeirra hungruðu sem flýja eymd- ina. Þeir hafa farið í flokkum í áttina til höfuðborgarinnar, þó að Khartúm ætti þegar fullt í fangi með að veita þeim tveim milljónum manna sem eiga fasta búsetu í borginni umönnun. Þegar áður en flóttamannagöng- urnar hófust neyddust stjórnvöld til að flytja meira en helming matvara til landsins frá útlöndum. Ef ekki hefði notið við gjafahveitis frá Bandaríkjunum hefðu þúsundir manna í höfuðborginni látið lífið vegna hungurs. Því sem næst samtímis bættust í hóp flóttamannanna kristnir Súd- anar frá suðurhluta landsins, sem flúðu ringulreiðina af völdum borg- arastríðsins í suðurhéruðunum Bahr el-Ghasal, Efri-Níl og Suður- Kordofan. Með tímanum hafa bar- dagarnir hrakið allt að því 80% íbúa Suður-Súdans brott, sumir hafa farið til Eþíópíu, aðrir til gróðrarstíu fyrir trúarofstæki, kyn- þáttahatur og reiði vegna félags- legra aðstæðna. Yfirvöld auka á spennuna með því að útdeila naumum matarskammti fyrst og fremst til arabískumælandi þegna landsins. „Þessi tímasprengja getur hve- nær sem er sprungið," segir vest- rænn sendiherra. „Það þarf ekki nema smáneista og þá eigum við eftir að sjá nótt hinna löngu hnífa. Þá verður tilvist Súdans lokið." Múhameðskir trúar- ofstækismenn hafa mikil völd og áhrif Verðbólgan, sem að sögn kaupmanna var orðin 300% fyrir flóðin, heldur áfram að vaxa. Við dyr hinna fáu brauðgerðarhúsa eru langar biðraðir, þrátt fyrir að verð- ið á brauði sé fáránlega hátt. Fjárhagsaðstoð frá öðrum Ar- abaríkjum er heldur fátækleg og rennur fyrst og fremst í fjárhirslur Þjóðlegu íslömsku fylkingarinnar (NIF), en trúarleg hugmyndafræði þess flokks fellur best í geð Saudi- Arabanna sem féð veita. Þessir guðhræddu öfgamenn álitu það ekki fyrir neðan virðingu sína að byggja upp eigið efnahagsstórveldi með íslömskum bönkum og við- skiptafyrirtækjum, og kaupa þar með hollustu fjölda manns, fyrst og fremst úr röðum illa launaðra opinberra embættismanna. Foringja NIF, Hassan el-Turabi, sem var dómsmálaráðherra í stjórn Numeiri og hefur verið í forystu íslömsku stjórnarandstöðunnar eftir byltinguna 1985, hefur tekist að koma hinum öfgasinnaða flokki Myndbandagerð (video) innritun Sjö vikna námskeið í myndbandagerð hefst 12. september n.k. Kennt verður 2 sinnum í viku, mánudaga og miðvikudaga, 4 klst. hvert kvöld. Megináhersla er lögð á: Kvikmyndasögu, mynd- uppbyggingu, eðli og notkun myndmáls í kvik- myndum, handritsgerð auk æfinga í meðferð tækjabúnaðar ásamt upptöku, klippingu og hljóð- setningu eigin myndefnis nemenda. Kennari: Ólafur Angantýsson, kennslustaður Mið- bæjarskóli. Kennslugjald er kr. 6000,- sem greiðist í fyrsta tíma. Innritun í símum 12992 og 14106 kl. 13-19, 6.-9. september. Innritun í aðra frjálsa námshópa 21. og 22. september. Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings á heilsugæslustöð er laus til umsóknar nú þegar: Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Asparfelli 12, Reykjavík, sem ætlað er að gegna heilli stöðu hjúkrunarfræðings við Hólabrekku- skóla í Reykjavík. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu stöðvarinnar Asparfelli 12, Reykjavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðpneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1. september 1988. III REYKJMIÍKURBORG »1 ■ H ___________________I* M *N »■* ** •*. «N 'V JÍCiMMVl StScávt Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Óskar að ráða: Sjúkraliða: á næturvaktir í heimahjúkrun. 60% starf. Hjúkrunarfræðing: með Ijósmóðurmenntun við mæðradeild, til að annast foreldrafræðslu. 50% starf. Skólahjúkrunarfræðinga: m.a. í Fellaskóla, 100% starf, og Öskjuhlíðarskóla, 50% starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum skal skila til Skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 12. september 1988. Varnarliðið á óskar eftir aö ráöa í stöðu framkv. fjármáladeildar hjá stofnun verklegra' menntunar og/eöa reynslu á sviöi vi ásamt mjög góðri enskukunnátti Wrist Varnarmálaskrifstofu Utanrl ingadeild, Brekkustíg 39, Njarövík, Nánari upplýsingar veittar í síma 9; umsýslu- og yaemda. Krafist er fítjórnunarreynsla Umsóknir ins, Ráön- . sept. n.k. Varnarliðið Keflavíkurflugvelli Óskum að ráöa matreiðslumenn til starfa og verkstjórnar í samkomuhúsi liösforingja. Mjög góð enskukunnátta nauösynleg. Umsóknir berist Varn- armálaskrifstofu Utanríkisráöuneytisins, Ráðningardeild Brekkustíg 39, Njarðvík, eigi síöar en 17. septem ber. n.k. Nánari upplýsingar gefnar í síma 92-11973.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.