Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 23

Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 23
Tíminn 23 Yi'-,i ’t'i'i'i'"' Laugardagur 3. september 1988 SPEGILL Kvennamálin gróflega Konur bráðna þegar þær sjá hann - og hann veit það. - Það gera augun, viðurkennir Richard Gere. - Þau eru verkfæri mín. Ég get beint þeim að konu og hún er mín. Það er vandamálið. Augun er. alltaf að koma honum í klípu og bandarísku blöðin hafa ekki verið notaleg við þetta 39 ára kvenna- gull. Hann er þar kallaður þver- haus, sjálfsdýrkandi, þrákálfur, óhemja og erfiður í samvinnu. Blaðamaður hjá Rolling Stone skrifaði að honum væri sama þó Richard Gere gengi út og hengdi sig. Gere er einkar lagið að æsa fólk gegn sér og kvennamál hans eru þegar orðin goðsögn. Sjálfur segir Gere að hann hafi aðeins tvisvar orðið ástfanginn. Hann bjó í sjö ár með leikkonunni Penelope Milford og þar til fyrir tveimur árum var hann með brasil- ísku listakonunni Sylviu Martins. Sögur herma að vísu að þau séu farin að hittast á nýjan leik. Síðan þá hefur hann sést með og verið orðaður við ótal fagrar og frægar konur, allt frá prinsessum til smástirna. Ein þeirra, Gabrielle Lazure, lét hafa eftir sér í ítölsku blaði að þau Gere ætluðu að gifta sig 19. ágúst sl. Hann mótmælti og kvað þær fréttir svo stórlega ýktar að hann hefði sjálfur ekkert vitað af þessu. Annars varðveitir hann einkalíf sitt mjög vel. Vitað er að hann fæddist í Syracusa í New York-ríki og ólst upp eins og hver annar. Hann nam sálfræði við háskólann í Massachusetts, en hætti til að ferð- ast um með leikflokki. Nú býr hann í þakíbúð í Greenwich Vil- lage í New York og keðjureykir rándýrar sígarettur. Þær eru nánast eini munaðurinn sem hann leyfir sér. Áhugamál hans er Tíbet og and- lega hliðin í lífinu þar. Hann hefur iðulega farið þangað í pílagríms- ferðir, hitt Dalai Lama og meira að segja íhugað að flytjast til Himal- ayafjalla og gerast munkur. Hann er ekkert ánægður með kyntáknsímyndina og segist langt frá besti elskhugi í heimi. Hann eigi meira að segja bágt með að elska og þiggja ást. Fáir vita um tónlistarhliðina á Gere. í skóla lærði hann að leika á trompet og er liðtækur jassleikari. Hann grípur líka í gítar, bassa og píanó. Tvisvar sinnum hefur hann kom- ist í kast viö lögin, þó í smáu sé. Hann rétti stöðumælaverði einn á lúðurinn í New York og einhvern- tíma var hann staðinn að því að pissa á gangstéttina fyrir utan heimili sitt. Kyntröllið Richard Gere segir að þetta sé allt saman augunum að kenna. - Ég yrði alveg prrrr-ýðisgóður forseti! aðeins nýlega orðin fimmtug, segir Stella. „Ég hef oft hugsað um að fara út í pólitík," sagði Stella Stevens í blaðaviðtali nýlega. „Starf mitt sem leikkona hefur gefið mér inn- sýn í margs konar persónur, og fært mér þekkingu á mannlegri Hér stillir Stella sér upp hjá gömlum bíóauglýsingum, sem hún hefur safnað í gcgnum árin. Kynbomban Stella Stevens seg- ist vilja koma með nýjan lífsstíl í Hvíta húsið. Hún hefur mikinn áhuga á því að verða fyrsta konan til að verða forseti Bandaríkjanna, en kom því ekki í framkvæmd að láta verða af framboði sínu í ár. - Það er nógur tíminn, því að ég er Stella Stevens er kattliðug þó hún sé orðin 50 ára. „Ég æfi mig á hverjum degi“, segir hún. Hefur enn von um stjörnuhlutverk En Stella hefur enn von um stjörnuhlutverk. Hún hefur haldið sér í góðu formi. Segist vera betur á sig komin nú um fimmtugt en þegar hún var 29 ára. Hún hefur nú verið ráðin hjá fyrirtæki sem hefur áætlun um að taka upp á ný sumar af Alfreds Hitchcock myndunum. Einnig hefur Stella mikinn áhuga á að reyna sig við að stjórna upptöku á kvikmynd. Hún reyndi það árið 1979, en þá gerði hún sína eigin heimildar-' mynd um konur í Ameríku og kallaði hana „Ameríska kvenhetj- an“. náttúru. Sú reynsla kæmi að mikl- um notum í starfi sem forseti,” bætti hún við. Margar vistarverur Stella Stevens myndi áreiðan- lega með gleði flytja inn í Hvíta húsið ásamt eiginmanni sínum, músíkantinum Bob Kulick, sem er 36 ára. En hvaða stað ætti hún þá að kjósa sér sem hvíldar- og hress- ingarbústað sem forseti. Stella á nefnilega mörg heimili, fullbúin að öllu leyti. Það er stórhýsið í Holly- wood-hæðum, flotta íbúðin á Man- hattan, búgarðurinn á norðvestur- ströndinni og stðan bústaðurinn á einkaeyju hennar í Kyrrahafinu, út af Bresku Kólombíu! Kom allslaus úr sveitinni og sló í gegn í Hollywood Þetta ríkidæmi er ekki amalegur árangur hjá stúlku sem kom alls- laus úr sveitahéraði við Missisippi. Lífið byrjaði ekki glæsilega hjá henni: 15 ára gifti hún sig, 16 ára var hún orðin móðir og fráskilin 17 ára. En Stella Stevens var glæsileg stúlka og það var töggur í henni. Um 1960 var hún orðin þekkt ljóska í Hollywood, og ef vantaði sérstaka kynbombu í hlutverk í einhverri kvikmynd, - þá var hún sjálfsögð í það. Sjálf segir Stella, að þcssi byrjun sín hafi orðið til þess að hún missti af mörgum góðum hlutverkum sem hana langaði til að spreyta sig á. „En það voru leikkonur eins og Jane Fonda, Dyan Cannon og Lynn Redgrave, sem voru þá til- kallaðar. Ég var bara álitin heimsk ljóska,“ sagði Stella Stevens þung á svipinn. Sonurinn lék í DALLAS Sonur Stellu Stevens, Andrew Stevens, er orðinn 34 ára. Hann er líka leikari eins og mamman. Hann hefur m.a. leikið í DALLAS-þátt- unum. „Samband okkar Andrews er mjög gott. Það kom til greina að ég léki systur hans í Dallas, en sög- unni var breytt, svo það varð ekkert úr því. Ég er ánægð með lífið eins og það er. Ég lít vel út, er heilsu- hraust, á góðan mann og indælan son. Ég kvarta ekki yfir lífinu,-en ég vildi óska að ég gæti orðið forseti!”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.