Tíminn - 07.09.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.09.1988, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Miðvikudagur 7. september 1988 Fiskeldismenn segja stórslys í vændum veröi þeim ekki tryggö rekstrarlán til jafns viö sjávarútveg: Rekstrarfjárerfiðleikar við að knésetja fiskeldi Bæði góðar og slæmar fréttir berast nú fráfiskeldisgeiranum. Slæmu fréttirnar eru þær að sökum gífurlegrar útþenslu atvinnugrein- arinnar er mikill skortur á rekstrar- fé í greininni og hafa eldismenn leitað á náðir stjórnvalda um fyrir- greiðslu á því sviði. Góðu fréttirnar eru hinsvegar mjög góðar. Veiðar á Kyrrahafs- laxi hafa brugðist og þar sem Kyrrahafslaxinn er stærsti þáttur- inn í heimsneysiunni er ljóst að markaðshorfur fyrir íslenskan eld- islax eru betri en menn þorðu að vona. Fiskeldismenn fullyrða að stór- slys hljótist af ef ekki verður gripið til aðgerða á næstu dögum til að leysa úr rekstrarfjárerfiðleikum þeim er standa að fyrirtækjum í fiskeldi. „Ef við hjá Árlaxi fáum ekki fyrirgreiðslu hið bráðasta, þá erum við í alvarlegum vanda staddir. Fiskurinn stækkar ört og okkur vantar fé til að greiða fyrir fóður og orku auk vinnulauna, í stuttu máli - til að standa undir daglegum rekstri - þar til slátrun hefst um mitt næsta ár,“ sagði Markús Stef- ánsson hjá Árlaxi í Kelduhverfi í samtali við Tímann. Fiskeldismenn fullyrða að fái þeir ekki rekstrarlán á svipaðan hátt og sjávarútvegurinn nýtur, þá muni geysimikil verðmæti fara í súginn, en markaður fyrir afurðir þeirra sé tryggur enda hafi Kyrra- hafslaxveiðar brugðist, en hlutur Kyrrahafslax er um 700 þús. tonn af þeim 800 þús. tonnum sem heimsmarkaðurinn torgar. Of snögg útþensla Markús sagðist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda hvað gerðist ef Árlax og önnur fiskeldisfyrirtæki fengju ekki skjóta fyrirgreiðslu með rekstrarlán. Þá liggi fyrst fyrir að henda þeim fiski sem nú er verið að ala og væri það að kasta mtklum verðmætum á glæ. Hann sagði að atvinnugreinin hefði þanist mjög hratt út að undanförnu og væri það ein ástæða rekstrarfjárskortsins. Fjölmargar nýjar stöðvar væru komnar til skjalanna og hefðu þær keypt mik- ið magn seiða af eldri stöðvum og átt erfitt með að standa í skilum á kaupverði þeirra sem seljendurna sárvantaði í eigin rekstur. Á ríkisjötuna? Markús sagði ennfremur að mark- aðir fyrir afurðir matfiskeldisins væru öruggir og allt hjal um að fiskeldismenn væru að reyna að komast alfarið á ríkisjötuna væri út í bláinn. „Við fiskeldismcnn erum ekki að fara fram á neinar gjafir. Hjá Árlaxi vantar okkur rekstrarlán þar til slátrun hefst um mitt næsta ár og verður þá slátrað um 4 tonnum á viku og markaðurinn er gulltryggur þannig að við munum skila hverri krónu sem við fáum lánaða. Ég trúi ekki öðru en ríkisstjórnin skilji hversu miklir hagsmunir eru hér í húfi fyrir þjóðfélagið allt, einkum nú þegar fregnir berast af bágu ástandi þorskstofnsins," sagði Markús ennfremur. Pá hefur Landssamband fiskeld- is- og hafbeitarstöðva sent land- búnaðarráðherra bréf þar sem harðlega er gagnrýnd framganga stjórnvalda gagnvart atvinnugrein- inni og átalið að frá starfshópi sem settur var á laggirnar til að athuga málefni greinarinnar, hafi ekkert heyrst á þeim þrem vikum sem hann hefur starfað. Viðbrögð stjórnvalda „Málefni greinarinnar voru at- huguð rækilega í vor er lcið og leiddi sú athugun m.a. til þess að ákveðið var að auka lántökuheim- ildir til fiskeldis— og hafbeitar- stöðva svo halda mætti óbreyttum framkvæmdahraða við uppbygg- ingu þeirra. Þá heimilaði ríkis- stjórnin fiskeldinu 800 ntilljóna lántökur, enda talið eðlilegt að greiða fyrir nýrri starfsgrein sem alla burði hefur til að verða ntikil- væg útflutningsgrein," sagði Ólafur ísleifsson efnahagsráðunautur ríkisstjórnarinnar í gær, en Ólafur situr í áðurnefndum starfshópi. Ólafur sagði að hópnum bæri að standa ríkisstjórninni skil á verkum sínum og það gerði hann jafnharð- an. Ólafur kannaðist ekki við að málefni fiskeldisins hefðu lent í volki innan stjórnkerfisins enda hefði vcrið tekið á málum sem sneru að fiskeldi með snörpum hætti nú í sumar. Þetta vissu full- trúar Landssambaands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Svipuð rekstrarlán og sjávarútvegurinn nýtur Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva sagði Tímanum að vandi stöðvanna staf- aði af því að um væri að ræða tíföldun á fjölda laxa af aðeins einni kynslóð scm væntanlega byrj- ar að skila sér strax næsta ár og slíka aukningu og meðfylgjandi aukin umsvif réðu einstaklingar ekki við. í sjávarútvegi tíðkaðist að veita rekstrarlán út á 70% af vátrygg- ingaverði birgða en fiskeldisstöðv- arnar fengju nú rekstrarlán með veði í 30-40% af birgðum. Friðrik sagðist vænta þess að tekin yrði skjót pólitísk ákvörðun í málinu í stað þess að láta það velkjast í embættismannakerfinu þar sem stöðvarnar vantar tilfinn- anlega fé til aðstanda undirdagleg- um rekstri. Söluhorfur mjög góðar Friðrik sagði ennfremur að sölu- horfur væru góðar, en ef ekkert yrði að gert í lánamálum fiskeldis- ins muni öll fiskeldisfyrirtækin lenda í vanskilum. Aðspurður um hvort Landssam- bandið væri að krefjast þess að verða á framfæri ríkisins að fullu og öllu sagði Friðrik það af og frá. Hér væri aðeins farið fram á að fiskeldið fengi svipaða fyrirgreiðslu og sjávarútvegurinn ' til að mæta þcssari væntanlegu tíföldun á frant- leiðslunni þannig að mikil og gull- trygg vcrömæti færu ekki í súginn. -sá Búnaðarbankinn, Flugleiðir og Ferðamálaráð: Friðarráðstefna í Kanada og rit- gerðarsamkeppni Birgir Þorgilsson, Ferðamálaráði, Steingrímur Hermannsson, utanríkisráð- herra, Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbanka og Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða. Eimskip tekur tvö ný skip í notkun Hleypt hefur verið af stokkunum ritgerðarsamkeppni framhaldsskóla- nema um ferðamál í tengslum við heimsráðstefnu um ferðamál í Kan- ada, þar sem forseti íslands verður heiðursforseti. Verður ráðstefnan, sem ber yfirskriftina „Ferð til friðar", haldin í Vancouver í Kanada dagana 23.-27. október nk. og er því tíminn naumur sem nemendur hafa til stefnu til að skrifa ritgerð um „Ferðalög-afl til friðar" eða „Ferða- mannalandið ísland". Skilafrestur verður aðeins til 5. október og er ætlast til að höfundar sendi efni sitt til Búnaðarbanka íslands, skipulags- deildar, Austurstræti 5, 101 Reykja- vík, með yfirskriftinni „Ferð til friðar“-ritgerðarsamkeppni. Til mikils er að vinna þar sem þrír vinningshafar hreppa ferð á ráð- stcfnuna sjálfa og 10 daga dvöl í Kanada, auk 50.000 króna innlegg á Gullbók Búnaðarbankans. Búnaðarbankinn hefur haft for- göngu um að íslendingar taki þátt í þessari ráðstefnu með þessum hætti og annaðist einnig milligöngu fyrir hönd Vestur-Jslendingafélagsins í Kanada sem hefur tekið að sér að bjóða forsetanum til landsins í þess- ari óopinberu för hennar. Áðrir aðilar að þessu framtaki eru Ferða- málaráð og Flugleiðir hf. Alls verða þátttakendur frá 40-50 löndum í samkeppninni og á ráð- stefnunni sem er alþjóðleg. Er til hennar stofnað af sambærilegum aðilum í Kanada og á öðrurn norður- hvelslöndum. Á sérstakri kynningu um ráðstefn- una í húsakynnum Búnaðarbankans við Austurstræti, lýsti Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, yfir stuðningi sínum við þetta átak og vonaði að vel mætti takast til í þeirri friðarviðleitni sem nú væri í gangi meðal þjóða og þó sérstaklega milli stórveldanna. Kvað hann Is- landi vera mikill sómi sýndur með því að forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skuli vera skipaður heiðursforseti ráðstefnunnar, og þakkaði aðstandendum fyrir fram- takið. Gert er ráð fyrir að ritgerðirnar verði kynntar frekar í framhalds- skólum nú strax og þeir hefja starf- semi sína. KB I nóvember mun Eimskip taka í rekstur tvö ekjuskip, sem félagið festi kaup á fyrr á þessu ári. Skipunum verða gefin nöfnin Brú- arfoss og Laxfoss. Þessi skip vcrða stærstu skip í eigu félagsins, cn hvort um sig getur lestað rúmlega 700 gámaeiningar. Til samanburð- ar má geta þess að stærstu skip Eimskips til þessa geta flutt liðlega 400 gámaeiningar. Gerðar verða umtalsverðar breytingar á Brúarfossi og Laxfossi í október og byrjun nóvember áður en siglingar þeirra á vegum Eimskips hefjast. Breytingarnar miða m.a. að því að gera þau sem fjölhæfust til flutninga á bílum og gámum og aðlaga þau íslenskum aðstæðum. Með tilkomu skipanna verða nokkrar breytingar á siglingakerfi og flutningaþjónustu Eimskips. Nýju skipin tilheyra meginlands- deild og verða í vikulegum sigling- um til meginlands Evrópu og til Bretlands. Bakkafoss og leiguskipið Alc- yone, sem til þessa hafa verið í Ameríkusiglingum vcrða nú í viku- Tilboð barst í þrotabú Kostakaups í Hafnarfirði sl. ntánudag og var gengið að því í gær. Var búið auglýst til sölu fyrir síðustu helgi og að sögn Margrétar Heinreksdóttur, skipta- ráðanda, höfðu ýmsir sýnt áhuga á að kaupa hluta úr þrotabúinu, svo sem vélarog tæki. Það varhins vegar ekki taliö eins álitlegur kostur að selja það í hlutum. Einnig hafði borist annað tilboð í búið í heild. legum siglingum til Norðurlanda og Bretlands, auk þess sent þau hafa viðkomu í Vestmannacyjum. Skógafoss og Reykjafoss verða liins vegar nú teknir til Ameríku- siglinga en þeir voru áður í sigling- um til Norðurlanda. Dettifoss og Urriðafoss munu veröa í föstum áætlunarferðum á hálfsmánaðar fresti til Eystrasalts- landa og hafa m.a. viðkomu í Helsinki í Finnlandi, Gdynia í Póllandi, Riga í Sovétríkjunum, auk þess sem möguleiki er á sigling- um til fleiri hafna á svæðinu. Skipin munu cinnig hafa viðkomu á Reyð- arfirði og í Færeyjum á útleið frá Reykjavík. Mánafoss og Ljósafoss verða áfram í strandsiglingum og sigling- ar skipanna með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur. Við breytingarnar eykst tíðni Ameríkusiglinga þannig að skipin eru á 10 daga fresti í stað 14 daga áður. Reglubundnar hálfsmánað- arlegar siglingar verða til Eystra- saltslanda, en til þessa hafa einung- is verið ferðir mánaðarlega til þess- ara landa. Sá sem kaupir hefur óskað nafn- leyndar og því verður ekki greint frá nafni viðkomandi, né upphæð til- boðsins. Ekki er búið að ganga frá endanlegum samningi en nú verður farið að skoða ábyrgðir og tryggingar fyrir greiðslum. Líklegt er talið að kaupandi stefni að því að koma starfseminni í gang aftur hið fyrsta og hefur verið samið við Helga Vilhjáimsson, húseigandann. JIH Kostakaup selt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.