Tíminn - 07.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.09.1988, Blaðsíða 5
Miðvíkddagcjr T. •septerhb'éV'íð8é't -,'rynT Timinn 5 Steingrímur Hermannsson utanríkisráöherra undrandi á yfirlýsingum forsætisráöherra: niðurfærslan sé fær Niðurfærsluleiðin: Ásmundur Stefánsson: ENGARFREKARI VIÐRÆÐUR UM UEKKUN LAUNA Eftir að slitnaði upp úr samstarfs- viðræðum ríkisstjórnarinnar og ASÍ í fyrradag þyngdist heldur róðurinn með að halda ríkisstjórninni saman. Yfirlýsingar forsætisráðherra um að hann teldi niðurfærsluleiðina ófæra, virðast hafa komið flatt upp á sam- ráðherra hans. Vitað er að öll stjórnun peninga og lánamarkaðarins er eitur í bein- um frjálshyggjuliðsins í Sjálfstæðis- flokknum og telja margir að það lið hafi haft hönd í bagga með að Þorsteinn Pálsson kom á fund ASÍ manna með lítið annað í pokahorn- inu en lækkun almennra launa. Niðurfærslan ófær? „Niðurfærsluleiðin er ekki fær í stórstríði við verkalýðshreyfinguna. Framkvæmd hennar byggir á skiln- ingi aðila og sá skilningur var að skapast, en all víðtækt samkomulag í þjóðfélaginu um hana er forsenda hennar," sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Tímann í gærkvöldi. Steingrímur Hermannsson sagði Tímanum í gærkvöldi að hann teldi alls ekki fullreynt hvort niðurfærslu- leiðin væri fær. Hann sagði það skiljanlegt að verkalýðshreyfingin gengist ekki inn á að laun yrðu lækkuð einhliða. Hann sagði plagg það sem lagt var fram í viðræðunum hefði nánast ekki verið neitt annað en útreikning- ar sérfræðinga á því hvað gerðist í efnahagslífinu ef laun yrðu lækkuð. í því stæði ekkert um áhrif þess að lækka vexti og fjármagnskostnað og beita þar til níundu grein úkvæða Seðlabankalaganna, né heldur áhrif annarra hliðarráðstafana. „Kemur mér spánskt fyrir sjónir“ Steingrímur sagði að engin endan- leg ákvörðun lægi fyrir um fram- kvæmd á samþykkt ríkisstjórnarinn- ar frá í maí um afnám lánskjaravísi- tölunnar, né um lækkun á ýmissi opinberri þjónustu á vegum ríkis og sveitarfélaga. Steingrímur sagðist aldrei hafa gert ráð fyrir að ASÍ myndi samþykkjá niðuiifærslu sem byggir á lækkun launa eingöngu. Hann sagði að aldrei hefði verið samþykkt í ríkis- stjórninni að vísa niðurfærsluleið- inni frá og sér kæmu yfirlýsingar forsætisráðherra spánskt fyrir sjónir. Vitað væri að frjálshyggjulið Sjálf- stæðisflokksins væri mjög á móti allri stjórn peningamálanna og líkast þvf sem þeir væru hér með fingur í spilinu. Niðurfærsla vænlegust „Ég tel að niðurfærsluleiðin sé vænlegasta leiðin til að koma undir- stöðu- og samkeppnisatvinnuvegun- um á góðan rekstrargrundvöll," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra Tímanum í gær. Halldór sagði ástandið í efnahags- málunum nú svo alvarlegt að ríkis- stjórnin yrði að sameinast hið snar- asta um aðgerðir. Það versta í stöð- unni væri að gera ekkert. Það myndi leiða til stöðvunar atvinnuveganna á skömmum tíma. f ljósi þess hversu alvarlegt ástandið væri, kæmu hon- um yfirlýsingar forsætisráðherra á óvart. Þorsteini og frjálshyggjuliðinu að kenna „Ég kenni Þorsteini Pálssyni og frjálshyggjuliðinu í íhaldinu um slit viðræðna milli ASÍ og ríkisstjórnar- innar. Þorsteinn kom greinilega til viðræðnanna ákveðinn í að ræða eingöngu um launalækkun og sleit viðræðunum þegar hann komst ekki upp með það“, sagði Þórður Ólafs- son í Þorlákshöfn, miðstjórnarmað- ur í ASÍ eftir að samstarfsfundurinn fór út um þúfur í fyrradag. Þórður sagði það fráleitt að ætla að fjármálavandræði undirstöðuat- vinnuveganna stöfuðu af of háum launum. Allir vissu að sjávarútveg- urinn og atvinnugreinar honum tengdar, hefðu verið arðrændar og eigið fé þeirra löngu upp urið og fjármagnskostnaður fyrirtækja væri miklu meiri en launakostnaður. Því væri aðalatriðið að ná honum niður með öllum tiltækum ráðum. -sá „Á fundi miðstjórnar ASÍ var samþykkt samhljóða að setja það skilyrði fyrir áframhaldandi við- ræðum við ríkisstjórnina, að þær snúist ekki um lækkun launa,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ við Tímann í gær. í samþykkt sem send var fjöl- miðlum eftir miðstjórnarfundinn segir að áframhaldandi viðræður ASÍ og ríkisstjórnarinnar skuli beinast að því að leita leiða til að lækka vexti og verðlag og tryggja afkomu útflutningsgreina. Þá er 'krafa sambandsins ítrekuð um að ekki verði frestað hækkun bóta elli- og örorkulífeyrisþega. Ásmundur Stefánsson sagði að vandinn við stjórn efnahagsmál- anna væri ekki sá að laun almennra launþcga væru of há, heldur mis- gengi útflutningsatvinnuveganna og annarra atvinnugreina í þjóðfé- laginu. Þó að almenn laun yrðu færð niður, lagaðist misgengið ekk- ert við það. Vextina þyrfti að lækka, ekki aðeins almcnna bankavexti, heldur þyrfti einnig að setja löggjöf um afföll í skuldabréfaviðskiptum. Þá sagði Ásmundur að 10% skattþrep ofan á tekjur yfir 100 þús. á mánuði myndi afla ríkissjóði 2,7 milljarða kr. sem er tvöfaldur halli frystingarinnar. -sá Afall Avöxtunar skapar nýtt þak á örugga vexti .................... **x«%*v. i iiilnFfíiiÉliii -.■***••*«, Tímamynd Gunnar. Villtur hvalur Þótt verulegar sviptingar hafi nú átt sér stað í fjármálaheimi íslend- inga með fráfalli Ávöxtunar sf. og sveiflu í innlausnarbeiðnum fyrir og eftir þann atburð, er ekki gott að segja til um hversu mikið af því kemur til innlagnar í bankakerfinu í staðinn. Stafar það af því að veruleg- ur stærðarmunur er á heildar inni- stæðum fjármagnseigenda í bönkum og sparisjóðum og þeim stærðum sem krafist var innlausnar á hjá verðbréfasölum. Eru áhrifnin líka minni vegna þess að enn er nær allt fjármagnið bundið inni sem var í sjóðum Ávöxtunar sf. Tilfærsla á um 150 milljónum varður varla mælan- leg þegar innistæður eru um 80 milljarðar króna, þótt auðvitað hafi nokkrir bankastjórar spurnir af því að fólk sé að færa fé sitt yfir í bankana og hafi jafnvel talað um aukið innstreymi fjármuna í samtöl- um við Tímann. Fráfall Ávöxtunar og áfall það sem peningamarkaðurinn hefur nú orðið fyrir, virðist hins vegar ætla að verða til þess að sú hámarksávöxtun sem þar var í boði hefur nú nær horfið af markaðnum og raunvextir hafa verið að lækka undanfarna daga og munu lækka á næstunni. Talið er að hámarksávöxtun á verð- bréfamarkaði verði varla meiri en um 11% eftir þessa atburði og hafa þá lækkað úr 14-15% á fáum vikum. Aukin kaupskylda verðbréfasala varðandi sölu á ríkisskuldabréfum, sem bera nú lægri vexti, hefur einnig rík áhrif í þessa átt. Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verslunarbanka íslands, sagði í sam- tali við Tímann að sá toppur sem auglýstur hefði verið í tilboðum verðbréfasjóðanna á íslandi væri núna farinn með áfalli Ávöxtunar sf. Lægri kanturinn' í tilboðum verð- bréfasjóða hafi til skamms tíma verið nálægt 12% og uppí 14-15%, en muni líklega í náinni framtíð leita í 11%, því trygg bréf sem sjóðirnir kaupi hafi lækkað í ávöxtun. „Ég held að hin háa ávöxtun hafi kannski aldrei verið til og hefur á vissan hátt verið blekking," sagði Tryggvi, „og ávöxtunin á markaðn- um hefur þegar lækkað. Sá sem hæst bauð reyndist vera að bjóða hlut sem hann ekki hafði, en nú er toppurinn í ávöxtun farinn með áfalli Ávöxtunar sf.“ Samband áhættu og ávöxtunar Tryggvi sagði að eftir þessa atburði ætti fólki að vera það ljóst, sem ekki var það Ijóst áður, að samband er milli ávöxtunar og áhættu. Þannig gætu áhrifin af þessu áfalli orðið til góðs til lengri tíma litið. Sá öri vöxtur sem verið hefur í verðbréfa- viðskiptum verður nú hægari og meir bundinn við trausta aðila. Öfugur vaxtaferill Það er margt sem leitt getur til enn frekari lækkunar raunvaxta og há- marks ávöxtunar. Stærstu orsakirnar eru þegar komnar fram með áfalli Ávöxtunar en margt annað kemur til á sama tíma. Bankabréf hafa lækkað að raunávöxtun um 0,5- 1,0% á síðustu vikum og vextir ríkisskuldabréfa hafa verið lækkaðir um svipað hlutfall við útgáfu nýjustu bréfanna. Við síðustu útgáfu ríkisskulda- bréfa var stuðst viö þá spá að vextir myndu Iækka og m.a. af þeim sökum var ákveðið að hafa nýju bréfin með öfugum vaxtaferli. Öfugur vaxtafer- ill þýðir að bréfin bera lægri vexti eftir því sem þau eru til lengri tíma. Það er jafnan gert í fjármálaheimin- um þegar útlit er fyrir lækkun vaxta en ekki hækkun. Ef búist er við hækkun er jafnan reynt að mæta henni með því að gera bréfin til lengri tíma kræsilegri með stöðugt hærri vöxtum fram í tímann. Þak á örugga ávöxtun Annað stórt atriði sem líklegt er tii að valda lækkun raunvaxta í tilboðum verðbréfasjóða er sú aukna kaupskylda þeirra á ríkisskuldabréf- um. Þeim er nú gert að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 20% af ráðstöfunarfé sjóðanna og hefur það þær augljósu afleiðingar að lækkandi vextir ríkisskuldabréfanna valda lækkun þeirrar ávöxtunar sem sjóð- irnir geta boðið félögum sínum. Hámarks ávöxtun verðbréfasjóða getur því varla borið mikið hærri raunvexti en um 11% miðað við raunverulegar aðstæður sjóðanna og möguleika þeirra til öruggrar ávöxt- unar. Öll ávöxtunartilboð sem boðin verða umfram það hér eftir hljóta því að byggja á svipuðum og álíka ótryggum grunni og tilboð Ávöxtun- ar sf. Það hefur því skapast ákveðið og opinbert þak á örugga ávöxtun á síðustu vikum. KB Starfsmenn skipadeildar Sam- bandsins í Holtagörðum við Sunda- höfn urðu varir við lítinn hval á sundi í höfninni um hádegið í gær. Reyndist þetta vera andanefja og sú sama og sést hafði til við Akranes sl. sunnudagskvöld. Þar villtist hvalur- S.H., S.Í.F. og Sölustofnun lagmetis munu sýna framleiðslu sína á alþjóð- legu matvælasýningunni SIAL í Par- ís dagana 17.-21. október n.k. Sýningin er sú umfangsmesta í Evrópu og áhrifa hennar gætir um heim allan. Hún er haldin annað hvert ár og sækja hana um 200 þúsund manns alls staðar að úr heiminum. Útflutningsráð er sýnendum til halds og trausts og er markmið inn að landi og forðuðu Skagamenn honum frá því að drepast í flæðar- málinu. Það hefur greinilega tekist og var stefnan þá tekin á Reykjavík. Andanefjan synti þó fljótlega út á haf í gær eftir stutta viðdvöl í Sundahöfn. JIH þátttökunnar í sýningunni að efla útflutninginn, styrkja viðskiptasam- bönd og afla nýrra. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi fyrirtæki sýna sameiginlega erlendis en þýskt fyrirtæki annast hönnun og byggingu á 300 fermetra sýningar- svæði sem verður á tveim hæðum. íslendingarnir munu efna til mót- töku í íslenska sendiráðinu í Frakk- landi og verður heiðursgestur þar Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra. -sá Sjávarréttir kynntir Sjávarafurðadeild Sambandsins,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.