Tíminn - 10.09.1988, Side 2

Tíminn - 10.09.1988, Side 2
5 Tínrtinh Láúgardagurto. s'eptehiber 1988 Hrægammar komnir í Avöxtunarbréfin: Boðið í verðbréf með 75% afföllum Óþekktur aðili gerir eigenduin Xvöxtunarbréfa tilboð í þessari auglýsingu í Ónafngreindur aðili hefur nú ákveðið að hafa atvinnu af slæmri stöðu þess fólks sem á fé sitt bundið í Ávöxtunarbréfum. Hefur hann boðiö eigcndum bréfanna að kaupa þau mcð 75% afföllum frá síðasta skráða gengi. Tíminn leitaði til bankacftirlitsins, Ávöxtunar sf. og skilanefndar verðbréfasjóðanna til að kanna hvort þetta væri raunhæft verð, en fátt var um ákvcðin svör vegna þess að ekki liggur fyrir neitt mat á raungildi bréfanna. Sam- kvæmt heimiidum Tímans var ekki ntikið um innsend svör á fyrsta degi auglýsingarinnar og ekkert barst daginn eftir - í gær. Þetta er þó trúlcga aðeins upphaf frcistinganna, þar sem Ijóst er orðið að ekkert verður greitt út fyrr en að loknum innköllunarfrcsti, sem veröur þrír mánuðir frá væntanlcgri auglýsingu skilancfndar. Starfsmaður Ávöxtunarsf. sagðist glaður vilja ná í skottið á þessum mönnum því þetta væru trúlega einhverjir menn út í bæ scm væru að rcyna að græða pcninga á eigcndum þessara brcfa. Sagði hann að þetta nálgaðist alls ekki raunvirði sjóðsins. bórður Ólafsson, forstööumaður bankaeftirlitsins, sagði að þaö lægi ekki fyrir ncinn útreikningur á þess- ari stundu um skráð gengi bréfanna og því gæti hann ekki tjáð sig um þaö hvort þetta væri raunhælt tilboö eða ekki. I)V. Ólaf ur Axelsson, hrl. og cinn ncfndarmanna, sttgði að skilancfnd- in hefði ekki tekiö tilstöðu til þessar- ar auglýsingar, enda verið að frétta af henni. Sagöist hann halda að þetta hlyti að vera Ijarri lagi. „Þetta eru einhverjir hrægammar scm ætla sér að græða á ástandinu." Skilancfndin hcfur nú ákvcöið að opna scrstaka skrifstofu þar sem tekið vcrður á móti lýstum kröfum. Tekur skilanefndin fram að ekki sé ástæða fyrir kröfuhafa að aöhafast neitt fyrr en innköllun á þessum kröfutn hefur verið auglýst, en þaö veröur gert innan fárra daga, og aösetur skilanefndarinnar ákveðið. Nefndin mun því á næstu dögum birta innköllun til lánardrottna sjóð- anna, þar sem skorað veröur á þá sem telja sig ciga kröfur á sjóðina, þ.m.t. eigcndur rekstrarbréfa og ávöxtunarbréfa, að lýsa kröfum sín- um þá. Hefur nefndin einnig ákveðið að allar upplýsingar varðandi upp- gjör sjóðanna verði vcittar á skrif- stofunni, þegar að því kemur. Skilanefndin tekur frarn að mark- miðið mcð störfum hennar veröur að skapa skilyrði til innlausnar bréf- anna jafn fljótt og og kostur er. Þó segja þeir að Ijóst sé að engar greiðslur gcti orðið úr sjóðunum til eigenda rekstrar- og ávöxtunarbréfa fyrr cn að loknum innköllunarfresti, sem er þrír mánuðir frá birtingu fyrstu innköllunar í Lögbirtinga- blaðinu. -KB Einn snarpasti jaröskjálfti sem komiö hefur í Grímsey: 4,5 á Richter og allt skalf „Þetta er snarpasti jarðskjálfta- kippur sem ég hef fundið. það hrist- ist allt og skalf. Ég sat hér inni þcgar hann dundi yfir og allt sent hér cr á veggjum gckk úr lagi. Ég hcf ekki frétt af neinum skemmdum á mann- virkjum og vona að allt sé heilt," sagði Hafliði Guðmundsson frétta- ritari Tímans í Gríntsey um jarð- skjálftann sem varð þar í gær. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur á Veðurstofunni sagði að skjálftinn hefði átt upptök sín 10-15 km austur af Grímsey og hefði vcrið um 4,5 stig á Richterkvarða. Skjálftinn varð um tuttugu mínútum fyrir kl. þrjú og hefði fundist í Grímsey og smærri skjálftar hefðu fylgt í kjölfar hans og þeir staðið fram eftir deginunt. Stóri skjálftinn hefði fundist um mestalla Melrakka- sléttu og allt austur á Þórshöfn á Langanesi. Ragnar kvaðst ekki telja að þessi skjálfti væri undanfari einhverra stóratburða. Jarðskjálftar væru tíðir á þessu svæði og væru vcgna plötu- hrcyfinga og spennu sent hlæðist upp sent síðan losnaði skyndilega um. -sá Reynir Böðvarsson verkfræðingur við jarðcðlisfræðidcild Uppsalaháskóla stjórnar uppsetningu flókins aðvörunar og rannsóknakerfis sem vara á við Suðurlandsskjálftanuin. Kerfið er búið til og sett upp af Norðurlöndunum sameiginlega að tilhlutan Evrópuráðsins. Það verður tilhúið næsta haust og fullbúið verður það að líkindum fullkomnasta kerfí sinnar tegundar í heiminum. TímamyndiGunnar. Suöurlandsskjálftinn gæti komið hvenær sem innan næstu 30 ára: Aðvörunarkerfi næsta haust „Kert'iö verður sett í gang næsta haust og framkvæmdirnar ganga aö óskum," sagði Reynir Böðvarsson verkfræðingur í gær. Reynir er yfirverkfræðingur viö jarðeðlisfræöideild Uppsalaháskóla og jafnframt stjórnandi samnorræns lceland Seafood Limited: 58% söluaukning á sjávarafurðum 58% magnsöluaukning varð á ís- lenskum sjávarafurðum fyrstu átta mánuði ársins til Frakklands hjá Iceland Seafood Ltd., sölufyrirtæki Sjávarafurðadeildar Sambandsins. Verðmætaaukningin nemur 55% miðað við franska franka. Sala fyrstu átta mánuðina í fyrra nam 42 mill- jónum franka en 65 milljónum á sama tíma á þcssu ári. Það cru aðallega grálúða, karfi, steinbítur og þorskur sem fara á markað í Frakklandi. Verðlag á þessum aðaltegundum hefur lækkað að meðaltali um 15% frá áramótum, en horfur eru taldar á því að verðið muni styrkjast á næstunni. Vegna aukinnar eftirspurnar og þess hve sala á íslenskum sjávaraf- urðum hefur aukist mikið í Evrópu hefur lceland Seafood Limited, sölu- fyrirtæki Sjávarafurðardeildar Sam- bandsins í Evrópu opnað söluskrif- stofu fyrir Frakkland og Belgíu. Skrifstofan er í Boulogne-sur-Mer í Frakklandi. Sölustjóri á nýju skrif- stofunni er Höskuldur Ásgeirsson, viðskiptafræðingur. -ABÓ vcrkefnis sem fclst í því að setja upp rannsókna- og aðvörunarkerfi gagn- vart „Suðurlandsskjálftanum". Upphaf þessa vcrkefnis má rekja til samþykktar Evrópuráðsins sem gerð var í kjölfar jarðskjálftanna miklu í Júgóslavíu tyrir rúmum ára- tug, að þjóðir Evrópu sameinuöust unt að efla rannsóknir á sviði jarð- eðlisfræði svo takast mætti með tímanum að segja fyrir um jarð- skjálfta, enda eru þeir þær náttúru- hamfarir sem flestum mannslífum granda og mestu eignatjóni valda. Norðurlandaþjóðirnar samcinuð- ust síðan um rannsóknir á „Suður- landsskjálftanum" enda er Suður- landsundirlendið nánast á plötu sem afmarkast af eystra og vestra gos- beltinu til austurs og vcsturs, en af mikilli sprungu milli Heklu og Heng- ilstil norðurs og svæðiö því talið afar heppilegt til rannsókna af þessu tagi og niðurstöður allar líklegar til að gagnast svipuðum rannsóknum hvar sem er í heiminum. Skynjarar verða settir upp víðs vegar á Suðurlandi sem greina eiga allar hræringar sem sendar verða um kapla í tölvu sem les úr upplýsingun- um frá skynjurunum og greinir þær sem ekki skipta máli frá þeim mikil- vægari. Tölvan sendir síðan þær upplýsingar sem máli skipta í móð- urtölvu sem komið verður fyrir hjá Veðurstofunni í Reykjavík. Reynir sagði að unnið væri að gerð hugbúnaðar fyrir tölvurnar og byrjað væri að smíða undirstöður og skýli fyrir búnaðinn sem verður víðs vegar um Suðurland. Hann sagði ennfremur að búast mætti við Suðurlandsskjálftanum hvenær sem væri innan næstu 20-30 ára. -sá Framsóknarflokkurinn: Samþykkt þingflokks og framkvæmdastjórnar Þingfíokkur og framkvæiuda- sljórn Framsóknarflokksins ítrcka stuðning við niðurfærsluleiðina til lausnar á efnahagsvanda þjóðar- húsins enda yrði hún franikvæind undanbragðalaust á ölluiu sviðuin efnahagsmála. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafnað þeirri leiö er það skylda forsætisráðherra að leggja fram heilsteyptar tillögur til lausn- ar á efnahagsvanda þjóðarinnar. í þeim efnum má þó engan tíma missa. Dýrmætum tíma hefur verið sóað á meðan framleiðslufyrirtæki og fjölmörg heimili standa á barmi gjaldþrots. Framsóknarmenn munu því reiðubúnir að fjalla urn slíkar til- lögur enda verði unnið hratt og eftirgreindum grundvallarsjónar- miðum fullnægt: 1. Framlciðsluatvinnuvegum þjóðarinnar verði skapaður örugg- ur rekstrargrundvöllur. 2. Dregið verði verulega úr við- skiptahalla og erlendum lántökum. 3. Dregið verði mjög úr fjár- magnskostnaði með lækkun raun- vaxta og lánskjaravísitala afnumin svo og aðrar vísitölutengingar í samræmi við fyrri samþykkt ríkis- stjórnarinnar. 4. Dregið verði markvisst úr þenslu þannig að jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum og efnahagsað- gerðir haldi. Slí' t verði ekki aðeins gert með samdrætti í framkvæntd- um á vegum ríkisins og hallalaus- um ríkisbúskap heldur einnig með samdrætti í framkvæmdum sveitar- félaga og einkaaðila á þeim svæð- urn þar sem þenslan er mest. 5. Verðbólga hjaðni hratt og örugglega. Sökum tæknilegra mistaka féll niður sainþykkt þingflokks og framkvæmdastjórnar Framsókn- arflokksins í blaðinu í gær. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Hér birtist samþykkt-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.